Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 20
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið
Minnstaður
Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100.
Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti
Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján
Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is,
sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169.
Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290.
Mínstund frett@mbl.is
Útibússtjóri Íslandsbanka | Ingi Sig-
urðsson, fyrrverandi bæjarstjóri Vest-
mannaeyjakaupstaðar, hefur verið ráðinn í
starf útibússtjóra Íslandsbanka í Vest-
mannaeyjum. Tekur hann við starfinu af
Magnúsi Arnari Arngrímssyni sem hætti
snögglega sl. mánudag. Kemur þetta fram á
vef Frétta í Eyjum.
Ingi tók við starfi framkvæmdastjóra Vél-
smiðju Suðurlands fyrir mánuði. Haft er eft-
ir Jóni Þórissyni hjá Íslandsbanka að vonast
sé til að hann geti hafið störf sem fyrst.
Úr
bæjarlífinu
HÉÐAN OG ÞAÐAN
Kosið um nafn | Fræðsluráð Hafn-
arfjarðar hefur lagt til við bæjarstjórn að
leikskóli sem nú er í byggingu í Áslandinu
hljóti nafnið Stekkjarás. Efnt var til skoð-
anakönnunar á heimasíðu Hafnarfjarð-
arbæjar þar sem kosið var milli nafnanna
Ás, Stekkur, Stekkjarás og Stóri Stekkur.
Alls tóku 437 manns þátt í könnuninni og
fékk Stekkjarás 144 atkvæði, Stóri Stekkur
110 atkvæði, Ás 96 atkvæði og Stekkur 87
atkvæði.
Áætluð verklok fyrri áfanga nýja leik-
skólans eru í ágústlok í ár, en seinni áfanga
í maí 2005.
Metaðsókn | Alls komu 4.335 gestir á tón-
leika og sýningar í Duushúsum í Keflavík í
febrúarmánuði. Eru það fleiri gestir en áður
hafa sótt menn-
ingar- og lista-
miðstöð Reykja-
nesbæjar.
Sýning Árna
Johnsen, Grjótið í
Grundarfirði, sem
er í Gryfjunni
hefur dregið
flesta að sér.
Þangað komu rétt
tæplega 3.000
gestir í mán-
uðinum. Í sýningarsal Listasafns Reykja-
nesbæjar og Bátasafn Gríms Karlssonar
hafa komið liðlega 1.350 gestir til viðbótar.
Kom þetta fram á fundi menningar-,
íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar
í vikunni. Þess var getið að í febrúar á síð-
asta ári komu 35 gestir í Duushús en þá var
lítil starfsemi komin í gang.
ZontaklúbburinnFjörgyn á Ísafirðistendur fyrir mál-
þingi sunnudaginn 7.
mars kl. 13 til 15.30 í
Hömrum, sal Tónlistar-
skólans á Ísafirði. Mál-
þingið er tileinkað al-
þjóðlegum baráttudegi
kvenna og ber yfirskrift-
ina; Menntun kvenna í al-
þjóðlegu umhverfi.
Frummælendur eru:
Ólína Þorvarðardóttir
skólameistari, Jóhanna
Kristjánsdóttir mennt-
unarfræðingur, Guðrún
Stella Gissurardóttir,
forstöðumaður Svæð-
isvinnumiðlunar Vest-
fjarða, Hólmfríður
Sveinsdóttir verkefn-
isstjóri, og Jarþrúður Ás-
mundsdóttir, stúdent í
HÍ. Málþingsstýra er
Inga S. Ólafsdóttir ferða-
fræðingur.
Konur úr Zontaklúbbn-
um Fjörgyn taka þátt í
guðþjónustu í Ísafjarð-
arkirkju sama dag kl. 11.
Málþing
Veðurguðirnir hafaverið landsmönn-um hliðhollir að
undanförnu, svo mjög að
hægt er að tala um að
vorveður ríki. Þegar litið
er á almanakið sést þó að
enn er hálfur annar mán-
uður eftir af vetrinum en
honum lýkur ekki form-
lega fyrr en 21. apríl.
Veðrið er vinsælt um-
ræðuefni og ekki ólíklegt
að veðurblíðan hafi bor-
ist í tal hjá þessum
heiðursmönnum sem
hittust á förnum vegi í
Bankastræti.
Ekki er útlit fyrir ann-
að en áfram verði þokka-
lega hlýtt í veðri. Spáð er
fremur hægri vestlægri
átt en skúrir eða jafnvel
él geta fallið hér og þar.
Morgunblaðið/Jim Smart
Er vorið komið?
Friðrik Stein-grímsson las vísuÓskar Þorkels-
dóttur um að húsvískir
karlmenn þyrftu ekkert
að óttast samanburðinn á
Reðursafninu, því konur
hefðu löngum látið sér
nægja lítinn fingur. Hann
orti:
Ósk um stærðir ýmsar syngur
þó eflaust hemji’ hún kenndina,
en látirðu hana fá litla fingur
er líklegt hún hrifsi alla hendina.
Í framhaldi af hugg-
unarorðum Óskar til hús-
vískra karlmanna er rétt
að birta málsvörn manns,
sem konan sagði ekki
nógu vel vaxinn niður:
Mér finnst ég verða að fræða yður
frú um náttúrunnar lög
með litlum hamri laginn smiður
lemur bara fleiri slög.
Á árlegu hagyrð-
ingamóti Lionsklúbbsins í
Kópavogi var botna-
keppni og átti Kristján
Hreinsson fyrripartinn en
Baldur Garðarsson verð-
launabotninn:
Það er illt að þjóna tveim
þegar illa stendur,
Óli Ragnar út í heim
á afmæli var sendur.
Litlir fingur
pebl@mbl.is
STÚLKURNAR voru liðugri en strákarnir í
limbókeppninni sem fram fór í félagsmiðstöðinni
Fjörheimum í Reykjanesbæ í fyrrakvöld. Jóhann
Sædal komst þó nokkuð langt enda tilþrifin mikil.
Stór hópur byrjaði en flokkurinn grisjaðist fljótt,
krakkarnir duttu á bakið eða ráku sig í stöngina.
Fækkaði svo smám saman í hópnum þangað til
stöngin var komin svo neðarlega að Kristín Lea
Henrýsdóttir gat ein hlykkjast undir og rétt aftur
úr bakinu, sem sigurvegari.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Stúlkurnar liðugri í limbói
Táningar
MARGT er gagnrýnisvert við undirbúning
að ráðningu í stöðu gjaldkera hjá Ísafjarð-
arbæ, að mati Halldórs Halldórssonar bæj-
arstjóra. Leggur hann til að settar verði
reglur um ráðningu starfsmanna.
Gagnrýni kom fram á ráðningu í starf
gjaldkera hjá Ísafjarðarbæ fyrr á árinu.
Fyrri gjaldkera var sagt upp, starfinu
breytt og það auglýst. Ákveðið var að ráða
mann sem fjármálastjóri bæjarins taldi
hæfastan til að gegna starfinu. Var sú
ákvörðun gagnrýnd af ýmsum ástæðum,
meðal annars vegna þess að hann var eini
umsækjandinn sem ekki var búsettur í Ísa-
fjarðarbæ. Síðar kom í ljós að viðkomandi
hafði sáralitla eða enga reynslu af skrif-
stofustörfum. Dró hann umsókn sína til
baka eftir fund með bæjarstjóra.
Halldór Halldórsson fór yfir ráðningar-
ferlið í heild í grreinargerð sem hann lagði
fyrir fund bæjarráðs í vikunni. Sagt er frá
bréfinu á fréttavef Bæjarins besta.
Leggur Halldór til að settar verði reglur
um ráðningu starfsmanna og launakjör hjá
Ísafjarðarbæ. Starfsviðtöl verði ávallt í
samráði við starfsmannastjóra og bæjar-
stjóri eða formaður viðkomandi fagnefnd-
ar taki þátt í viðtölunum. Nýjar starfslýs-
ingar eða breytingar verði alltaf lagðar
fyrir viðkomandi nefndir. Að síðustu legg-
ur hann til að drög að starfslýsingu fyrir
það starf sem til umræðu er verði lögð fyrir
bæjarráð.
Margt gagn-
rýnisvert við
ráðningu
ÍSLANDSFLUG hefur ákveðið að hætta
áætlunarflugi til Sauðárkróks í maí. Flug-
ið stendur ekki undir sér.
Ómar Benediktsson, framkvæmdastjóri
Íslandsflugs, segir að farþegum á þessari
leið hafi fækkað stöðugt á undanförnum
árum. Reynt hafi verið að bregðast við
því með breytingum á fargjöldum og
fækkun ferða og ekki verði lengra gengið
í því.
Flugvöllurinn á Sauðárkróki þjónar
Siglufirði auk Skagafjarðar. Flugið hefur
ekki verið styrkt af ríkinu. Ómar segist
ekki hafa farið fram á ríkisstyrk en ef það
kæmi til tals yrði ákvörðun um að hætta
fluginu tekin til endurskoðunar, þannig
að ráðrúm gæfist til að bjóða flugleiðina
út.
Hætta flugi til
Sauðárkróks
♦♦♦
mbl.isFRÉTTIR
N
O
N
N
I O
G
M
A
N
N
I I Y
D
D
A
•
N
M
1
1
5
5
0
•
sia
.is
Flug
og m
ynd
á næ
stu le
igu
Skafmiði fylgir hverri mynd
100 stórborgarferðir!
100.000 vinningar!