Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 05.03.2004, Blaðsíða 29
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 29 Leikhúskórinn á Akureyrifrumsýnir í kvöld, föstu-dagskvöld, óperettunaKátu ekkjuna eftir ung- verska tónskáldið Franz Lehár, en texti verksins er eftir einn frægasta textahöfund vínaróperettunnar, Victor Léon. Sýnt verður í Ket- ilhúsinu við Kaupvangsstræti. Fjöldi leikara og söngvara tekur þátt í sýningunni, bæði atvinnu- og áhugamenn. „Þetta er langstærsta verkefni okkar til þessa,“ sagði Ingimar Guðmundsson, formaður Leik- húskórsins. Kórinn hefur starfað í níu ár, var stofnaður árið 1995 af nokkrum félögum í Leikfélagi Ak- ureyrar, sem höfðu áhuga á að efla leikhústónlist á Akureyri, en Ingi- mar sagði að upphafið mætti rekja til sýninga á söngleiknum My fair Lady hjá Leikfélagi Akureyrar fyr- ir nokkrum árum. Káta ekkjan er umfangsmesta verkefni Leik- húskórsins, en Ingimar sagði að kórinn hefði tvívegis áður ráðist í að setja upp óperettur og þá í Sam- komuhúsinu, Sígaunabaróninn árið 2001 og Helenu fögru árið 2002, en á síðastliðnu ári hélt kórinn í tón- leikaferðalag og kom víða við. „Það hefur margt breyst hjá okkur frá því sem áður var, en við höfðum sýnt í Samkomuhúsinu og fengið þar aðgang að starfsfólki þess, höfðum aðgang að ljósameistara, aðstoð við sviðsvinnu og það sem sinna þurfti fyrir sýningar. Nú ger- um við allt sjálf frá grunni og vissu- lega var það mun meiri vinna en okkur óraði fyrir,“ sagði Ingimar. Nú væri háannatími hjá leik- félögum og erfitt reyndist að út- vega t.d. ljós og annað sem til þarf. Íslenska óperan og Leikfélag Ak- ureyrar lánuðu búninga, en að sögn formannsins tóku kórfélagar sig einnig til og saumuðu sjálfir drjúg- an hluta búninganna. „Við erum með mikið dugnaðarfólk innan okk- ar vébanda, m.a. laghenta iðn- aðarmenn þannig að þetta er allt að smella saman,“ sagði Ingimar. Káta ekkjan hefur verið kölluð „Drottn- ing óperettanna“ en hún var frum- sýnd í Vínarborg 30. desember árið 1905. Aðstandendur fyrstu upp- færslunnar, aðrir en tónskáldið og textahöfundurinn, höfðu svo litla trú á verkinu að því var valinn einn lélegasti frumsýningardagur ársins og fáir áttu von á að sýningar yrðu margar. Þeir spádómar brugðust hins vegar illilega og Káta ekkjan sló í gegn og hefur upp frá þessum degi farið sigurför um heiminn. „Manni skilst að það sé verið að sýna þessa óperettu í það minnsta í 100 húsum í heiminum á ári, hún er alltaf einhvers staðar í gangi,“ sagði Ingimar. Káta ekkjan hefur þrívegis verið sýnd á Íslandi, 1956 og 1978 í Þjóðleikhúsinu og svo í Íslensku óperunni árið 1997. „Nú er röðin komin að Akureyri og við vonum auðvitað að bæjarbúar og nærsveitarmenn hafi gaman af,“ sagði Ingimar. Hann sagði að stefnt væri að því að sýna verkið tíu sinn- um, en óvíst er hvort hægt verður að setja upp fleiri sýningar þar sem Ketilhúsið er bókað vegna annarra verkefna og sýninga, m.a. um páskana. Húsið tekur um 100 manns á sýningu. Ingimar sagði að kostnaður væri mikill við uppsetninguna, „þetta verður nokkuð drjúgur kostnaður“, sagði hann og að ekki bætti úr skák að húsið væri lítið, þ.e. fáir áhorf- endur kæmust á hverja sýningu. Kórinn reiddi sig því á styrki og hefði gengið ágætlega að afla þeirra, m.a. hefði fengist ágætur styrkur frá menntamálaráðuneyt- inu sem fleytt hefði mönnum yfir erfiðasta hjallann. „Þetta er metn- aðarfull sýning og mikið af góðu fólki sem tekur þátt í henni, þannig að ég geri ráð fyrir að fólk ætti að hafa gaman af,“ sagði Ingimar, en félagar í kórnum hefðu lagt gíf- urlega vinnu í að koma sýningunni upp. „Það fara allir dagar í þetta og fólk fær lítið í sinn hlut, en við höf- um öðlast mikla reynslu og hún mun skila sér.“ Leikstjóri er Ingunn Jensdóttir og tónlistarstjóri Roar Kvam, en hann útsetur einnig tónlistina í verkinu. Í aðalhlutverkum eru Alda Ingibergsdóttir, Steinþór Þráins- son, Aðalsteinn Bergdal, Ari Jó- hann Sigurðsson og Bjarkey Sig- urðardóttir. Fjöldi leikara og söngvara kemur einnig við sögu í verkinu. Metnaðar- full og viða- mikil sýning Ljósmynd/Myndrún ehf ./Rúnar Þór Alda Ingibergsdóttir í sýningu Leikhúskórsins á Akureyri á Kátu ekkjunni. Drottning óperettanna, Káta ekkjan, verður frumsýnd í Ketilhúsinu á Akureyri í kvöld. Margrét Þóra Þórsdóttir ræddi við formann Leikhúskórsins, sem setur verkið upp. maggath@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.