Morgunblaðið - 05.03.2004, Side 31
LISTIR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 31
Bíókvöldin í París hafalegið niðri nokkrahríð, eftir að höfundurþeirra færði sig um
set í Frakklandi. En bíókvöldin
halda áfram hvert sem leiðin
liggur og hvar sem þeim verður
við komið og gaman að mega
deila þeim með áhugasömu bíó-
fólki á Íslandi eða bara fólki.
Eitt gott bíókvöld fór fram núna
nýlega í Montpellier, ljúfustu
Miðjarðarhafsborg Frakklands.
Á stóra torginu í hjarta
Montpellier er setið úti í breið-
um fylkingum lungann úr árinu.
Þarna er óperan til húsa, fjöldi
veitingastaða, stærsta bókabúð í
sýslunni, Sauramps, sem státar
af 130 þúsund bókartitlum.
Þarna eru líka bíó, og gráupp-
lagt að taka strikið á Lost in
Translation, nýju myndina eftir
Sofiu Coppola.
Það vekur ekki síst athygli
við þessa bíómynd sem er svo
laus við sögu og viðburði og orð
(fyndið þess vegna að láta tit-
ilinn vísa til orða) að hasarinn í
henni kemur úr umgjörðinni,
sem er Japan, aðallega Tókýó.
Þessi ótrúlega mannmarga
ljósaskiltaborg og hótelheim-
urinn innan hennar sem elsk-
endurnir í myndinni hrærast í –
allt er það mjög vel valið. Um-
gjörðin dregur fram einsemd
þeirra og þrá og kyndir undir.
Hún verður að eina landslaginu
sem hefði á endanum verið
hægt að hugsa sér utanum
þessar sérstöku tilfinningar
þessara tveggja persóna og hún
átti þátt í að þær urðu yfirleitt
til.
Það er semsagt nákvæmlega
enginn hasar í myndinni nema í
umhverfinu. Það lýsir hugrekki
hjá leikstjóranum að búa til bíó-
mynd sem „ekkert gerist í“, og
að fara sér hægt í að mjaka
henni áfram.
Ein meginsnilldin hjáSofiu Coppola er val-ið á aðalmanninumsem á að vera frægur
leikari, en er í raun engin
stjarna, og heitir Bill Murray.
Þetta er dásamleg típa. Hann er
þrautpíndur á svip, með hæðnu
alkóhólívafi, og alveg á mörkum
þess að vera hallærislegur og
aðlaðandi, eða réttara sagt,
hann er hvort tveggja. Leik-
stjórinn leikur sér á þessum
mörkum og sýnir hann á rúm-
stokknum útskeifan á sloppnum
með æðahnúta á frumstigi. Svo
segir hún af honum meira að-
laðandi myndasögu þegar hann
er kominn í sund. Þetta er
kannski ekki slæm táknmynd
um lífið sjálft, svefnlausu svefn-
genglarnir á lúxushótelbarnum,
sem enda með því að sameinast
uppi í rúmi við að horfa á bíó-
mynd og spjalla saman. Um lífið
sjálft. Þessum svefnlausu elsk-
endum er hlíft við verklegum
framkvæmdum, sem þeir hefðu
sjálfsagt ekki lifað af, og því
síður áhorfandinn. En fyrir til-
viljun mega þeir faðmast í
kveðjuskyni í mannhafinu í
Tókýó. Og það er fallegt og rétt
– og hæfilega grimmt.
Nú er ég ekki viss um hvað
ég á eftir að muna mikið um
Lost in Translation þegar fram
í sækir, en það er einn af mæli-
kvörðunum sem maður notar
ósjálfrátt á gæði og gildi lista-
verka – hversu langt maður
man. Áhrifin af myndinni í
lengd eru sem sagt ekki komin í
ljós.
Í bráð olli hún hins vegar
slæmu heimþrárkasti eftir
Tókýó sem ég held helst að sé
heimsins mest spennandi borg.
Það er eins og aðrar borgir
verði eitthvað sveitó í sam-
anburði. Það gerir meðal annars
ofgnóttin af nýrri fegurð og
gamalli, sem blandast á alveg
svimandi hátt. Þá er það lúxus
að ferðamaðurinn getur verið
pollrólegur í mannþrönginni og
áhyggjulaus um að það eigi að
veitast að honum – og ekki þarf
hann að hafa áhyggjur af því í
búðunum að fá vitlaust til baka.
Enda einkennast samskipti
manna í borginni af þvílíku
trausti að þreyttur sessunautur
sefur fast á hvaða öxl sem er í
neðanjarðarlestinni. Þar hefur
marga góða samsetningu borið
fyrir augu.
Enn bætti í heimþrána eftir
þessari stórborg með því að ég er
sérstaklega veik fyrir hótelum og
mundi helst vilja búa á einhverri
svoleiðis stofnun, gjarnan í Tókýó,
ef aðstæður leyfðu. Enda eru
þetta langbestu staðirnir til að
hugsa á, fyrir utan járnbraut-
arlestir kannski. Ég veit ekki hvað
það er. Fjarlægðin frá borðtuskum
kannski.
Enda kom það í ljós ímyndinni hvað sögu-hetjan, hallærislegileikandinn aðlaðandi,
hugsaði skýrt á hótelinu þegar
hann talaði um börnin sín við
„kærustuna“. Það er ótrúlega lítið
í tísku að fjalla um börn í fullorð-
insbókum og bíómyndum, kannski
af því að þau eru ekki „markhóp-
ur“ sjálf, en það má bæta það upp
með því að segja nokkrar meitl-
aðar setningar um það að vera
foreldri. Og það var gert þarna.
Sem uppbót fyrir Tókýó-
heimþrána fórum við bíófélagar að
borða japanskt á eftir, á Sushi
Boat, rue Verdun, rétt við að-
altorgið í Montpellier. Þetta er
einn af fallegustu japönsku veit-
ingastöðum sem ég veit um, inn-
viðir meðal annars úr listilegri
hræru af bambus og graníti. Á
færibandi sigla smábátar með
heillandi fiskbitum. Já, sushi og
misosúpa og sjávargrænmeti, holl-
asti og besti matur í heiminum, en
eitthvað vantaði þó. Ætli það sé
ekki Tókýó.
B í ó k v ö l d í M o n t p e l l i e r
Ein meginsnilldin hjá Sofiu Coppola er valið á aðalmanninum sem á að
vera frægur leikari, en er í raun engin stjarna, og heitir Bill Murray.
Svefnlaus í Tókýó
Eftir Steinunni Sigurðardóttur
VIÐAMIKIL kynning á íslenskri
nútímaleikritun fer fram í Théâtre
de l’Est parisien í París þessa dag-
ana að viðstöddum höfundum. Það
eru þau Ragnheiður Ásgeirsdóttir
og Nabil El Azan leikstjóri sem
standa fyrir kynningunni en und-
irbúningur hennar hefur staðið yfir
sl. tvö ár. Théâtre de l’Est parisien
er 400 manna leikhús sem á sér
langa sögu og er rekið af Parísar-
borg. Sama dagskrá verður kynnt í
Théâtre Varia í Brussel dagana 27.
og 28. mars
Sex íslensk leikrit verða kynnt á
hátíðinni, þar af eru fimm nútíma-
leikrit: Hægan, Elektra eftir Hrafn-
hildi Hagalín, Englabörn eftir Háv-
ar Sigurjónsson, Hafið eftir Ólaf
Hauk Símonarson, Tattú eftir Sig-
urð Pálsson, And Björk of course …
eftir Þorvald Þorsteinsson og
Fjalla-Eyvindur eftir Jóhann Sig-
urjónsson. Þetta er í fyrsta sinn
sem íslensk leikrit eru kynnt á
þennan hátt í frönskumælandi lönd-
um. 35 listamenn koma við sögu, 24
franskir og belgískir leikarar, sex
franskir og belgískir leikstjórar og
fimm íslenskir höfundar. Sömu að-
ilar standa að kynningunni í Bruss-
el.
„Við höfum mætt miklum og al-
mennum áhuga fyrir þessu verkefni
meðal fransks og belgísks leikhús-
fólks,“ segir Ragnheiður. „Þeir leik-
arar og leikstjórar sem taka þátt í
ævintýrinu með okkur eru afar
hrifnir af leikritunum sem kynnt
verða. Við erum búin að leggja
mikla vinnu í kynningu og prentaðir
hafa verið átta þúsund bæklingar.
Aðgangur er ókeypis á allra leik-
lestrana og eig-
um við von á
töluvert miklum
fjölda alla dag-
ana. Með þessu
vonumst við til að
kveikja áhuga á
íslenskum leikrit-
um sem auðveld-
ar svo aftur leik-
uppfærslur og
útgáfur verkanna
í náinni framtíð,“ segir hún.
Áhorfendur geta nálgast leikritin
í húsakynnum ANETH-stofnunar-
innar, miðstöð nútímaleikritunar í
París, sem er einn af samstarfs-
aðilum kynningarinnar.
Íslensk nú-
tímaleikritun
kynnt í París
Hrafnhildur
Hagalín
Ólafur Haukur
Símonarson
Hávar Sig-
urjónsson
Þorvaldur Þor-
steinsson
Sigurður Páls-
son
LEIKHÓPURINN Thalamus, sem
nýlega lauk sýningum á verki sínu
In transit á litla sviði Borgarleik-
hússins, hefur lagt land undir fót og
er nú á leikferð í Evrópu. Verkið
var frumsýnt í Chelsea-leikhúsinu í
London í gær, fimmtudag, þar sem
það verður sýnt til 13. mars. Þá
verður In transit á fjölum Oslo Nye
Teatret frá 16.–20. mars og því
næst í St. Brides í Edinborg frá
24.–26. mars. Tvær leikkonur hafa
tekið við hlutverkum í In transit.
Þær eru María Heba Þorkelsdóttir
sem kemur í stað Sólveigar Guð-
mundsdóttur sem leikur í Meist-
aranum og Margarítu í Hafnar-
fjarðarleikhúsinu og Maríanna
Clara Lúthersdóttir í stað Birnu
Hafstein sem leikur í Chicago í
Borgarleikhúsinu.
In transit á
leikferða-
lagi um
Evrópu
Morgunblaðið/GolliÚr leikverkinu In transit.
ERLING Klingberg er næstur til að
sýna í sýningaröðinni Píramídarnir
í Listasafni Reykjavíkur – Ásmund-
arsafni og verður sýning á verkum
hans opnuð kl. 17 í dag, föstudag.
„Erling hefur allt frá námsárum
unnið á húmorískan og gagnrýninn
hátt með umhverfi og ímynd lista-
mannsins. Hann hefur fetað sig
gegnum listasöguna frá hinum
virta landslagsmálara til al-
þjóðavæddrar listamannsímyndar
samtímans. Verk hans endurspegla
glímu listamannsins við þau mark-
mið og gildi sem listheimurinn set-
ur hverju sinni. Í innsetningu sinni í
Píramídunum sýnir hann skúlptúra
og myndbandsgjörning sem kafa
enn dýpra í þessar hugmyndir,“
segir í fréttatilkynningu.
Að lokinni sýningu Erlings, 28.
mars, mun Guðný Guðmundsdóttir
ljúka ferðinni um píramídana en
sýning hennar hefst 7. apríl.
Sýningarstjóri er Hekla Dögg
Jónsdóttir myndlistarmaður.
Opið daglega kl. 13–16.
Rauður jakki. Verk eftir Erling.
Glíma lista-
mannsins í
Píramídanum „NAKTARA getur leikhúsið ekki
verið: málaður efnisstrangi, tvær
manneskjur á sviðinu, önnur með
selló og hin aðeins með sjálfa sig,“
segir í dómi Rheinische Post undir
fyrirsögninni „Tveir hrafnar og
selló“ um uppsetningu Möguleik-
hússins á Völuspá í Þýskalandi
með þeim Stefáni Erni Arnarsyni
sellóleikara og Pétri Eggerz leik-
ara.
„Hið ævintýralega ferðalag Óð-
ins er sagt af mörgum persónum;
öllum karakterunum, þar með
töldum báðum hröfnum Óðins,
ljær Pétur Eggerz - sem sjálfur er
víkingalegt heljarmenni - rödd og
líkama. Þetta gerir hann með ein-
földustu tækni, á hóflegan en afar
áhrifaríkan hátt með stuðningi
Stefáns Arnar Arnarsonar selló-
leikara. [-] Kjarnyrt, stutt og afar
líflegt leikverk (af alþjóðlega skól-
anum) sem skilur mann eftir með
hugboð um hvernig hlutum kunni
líklega að hafa verið háttað þegar
leikhúsið varð til,“ segir Regine
Müller á Rheinische Post.
„Tveir
hrafnar og
selló“
Morgunblaðið/Ásdís
Stefán Örn Arnarson og Pétur Egg-
erz leika Völuspá.