Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 32

Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 32
32 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Skyrtur í miklu úrvali Margir litir - Margar gerðir Þar sem við erum nokkuðdreifðar þykir okkurnauðsynlegt að vera í góð-um tengslum við lög- reglukonur á landsvísu. Liður í því er að gera upplýsingar um starf- semi tengslanetsins sem aðgengi- legastar,“ segir Erna Sigfúsdóttir, formaður tengslanets lögreglu- kvenna og ein af sex lögreglu- konum sem halda utan um sérstaka heimasíðu lögreglukvenna á Net- inu. Segja má að heimasíðan sé rök- rétt framhald Kríanna, tengslanets lögreglukvenna, sem stofnað var árið 1994 af nokkrum atorkusömum lögreglukonum. Íslensku kvenlögg- urnar hafa við uppbyggingu tengslanetsins gjarnan horft til starfssystra sinna í Svíþjóð, en þar í landi var tengslanet stofnað árið 1997 sem liður í jafnréttisáætlun þarlendra yfirvalda. Það hefur ver- ið opinber stefna íslenskra stjórn- valda að fjölga íslenskum lög- reglukonum frá því árið 1997, en það ár var fyrsta árið sem konur voru sérstaklega hvattar til að sækja um inngöngu í Lögregluskól- ann. „Segja má að erlendar starfs- systur okkar hafi hvatt okkur til heimasíðugerðarinnar. Félag lög- reglukvenna á Íslandi er aðili að tengslaneti evrópskra lögreglu- kvenna ENP, European Network of Policewomen. ENP heldur úti heimasíðu og hafa þær hvatt konur í öllum aðildarlöndunum til að koma sér upp heimasíðu. Við erum þær fyrstu sem það gera enda höf- um við bæði gagn og gaman af því að fylgjast með þróun- inni annars staðar og að vera í sambandi við stallsystur okkar er- lendis,“ segir Gná Guð- jónsdóttir, lögreglukona í alþjóðadeild ríkislög- reglustjóra. Fyrsta konan í búning 1974 Á heimasíðunni má meðal annars lesa um merka sögu íslenskra lög- reglukvenna, en þær fyrstu tóku til starfa árið 1941, en fyrsta konan innan lögreglunnar fór í búning ár- ið 1974. Einnig má þar finna upp- lýsingar um atburði, ráðstefnur og fundi, bæði hérlendis og erlendis. Sömuleiðis segir Erna að hug- myndin sé að hafa ýmsan fróðleik tiltækan á síðunni og nú má m.a. lesa þar um nýja rannsókn, sem er einkar fræðandi fyrir vaktavinnu- fólk. „Við komum líka til með að auglýsa skemmtanir, félagsstarf og íþróttastarf auk þess sem við vekj- um athygli á tölfræðinni,“ segja þær Erna og Gná. Af um það bil 680 löggæslu- mönnum innan lögreglunnar eru 67 konur eða tæplega 10% fjöldans. Langflestar starfa þær við almenn löggæslustörf og ennþá munu vera embætti þar sem konur hafa enn ekki komið við sögu. Stefnt er að því að hafa ávallt spurningu mán- aðarins á nýju heimasíð- unni. Í ljósi áhuga lög- reglukvenna á því að gera lögreglubúninginn þægilegri fyrir konurnar hefur verið spurt: „Ert þú ánægð/ur með núver- andi einkennisbúning lögreglukvenna?“ Spurn- ing mánaðarins, sem nú er uppi, er: „Myndir þú vilja hafa kost á því að sækja fyrirlestra/ námsstefnur á vegum Tengsla- netsins?“ Að endingu hvetja lögreglukon- urnar Erna og Gná, sem báðar sitja í stjórn tengslanetsins, alla þá, sem vilja kynna sér lögreglustörf almennt, að kynna sér heimasíður lögreglunnar en þaðan er hægt að fara inn á heimasíður hvers lög- regluembættis fyrir sig. LÖGREGLUKONUR| Með heimasíðu á Netinu Viljum tryggja tengslanetið Morgunblaðið/Eggert Gná Guðjónsdóttir og Erna Sigfúsdóttir: Segja lögreglukonur um land allt sýna vefnum og tengslanetinu mikinn áhuga. TENGLAR ..................................................... www.rls.is www.logreglan.is www.logreglukonur.is Af 680 lög- gæslumönnum innan lögregl- unnar eru 67 konur eða tæp- lega 10% fjöldans. Á vefnum www.log- reglukonur.is, sem ís- lenskar lögreglukonur standa að, er ýmsan fróðleik að finna. Jó- hanna Ingvarsdóttir fór á Netið og ræddi við lög- reglukonurnar Ernu Sigfúsdóttur og Gná Guðjónsdóttur, sem segja síðuna lið í að bæta samskipti lögreglu- kvenna um land allt. Sem betur fer náði ég þó aðsegja fólki frá óléttunniáður en hún varð of áber-andi. Við ákváðum að segja fréttirnar eftir 12 vikna sónarinn og trúðu mér: Þetta er eitt það skemmtilegasta sem hægt er að tilkynna! Hvaðanæva streymdu hamingjuóskir og við ótrúlegasta fólk fór maður nú að ræða um óléttu, börn og barn- eignir. Barneignir eru nefnilega einhvern veginn það sem tengir okkur öll svo saman, hvaðan sem við erum og hver sem við erum. Í vinnunni minni var ég t.d. oft í samskiptum við fólk erlendis og á aðeins örfáum vikum var ég nokk- urn veginn komin með upplýs- ingar frá öllum um barnafjölda og fjölskylduhagi. Og alveg eins og ég hafði staðið fyrir framan speg- ilinn og þanið út magann, stóð ég nokkrum mánuðum síðar aftur fyrir framan spegilinn og reyndi að draga magann inn! Ég dró andann djúpt en ekkert gerðist, bumban mín stóð bara stolt og þanin út í loftið. „Konur eru fallegastar óléttar!“ Ég veit ekki hvað ég heyrði marga karlmenn segja þetta á meðgöngunni, karlmenn verða nefnilega einhvern veginn ófeimnari við að hrósa óléttum konum fyrir útlitið. Vinkona mín, sem hefur verið gift í 25 ár, sagði við mig um manninn sinn: „Hann var aldrei jafn hrifinn af mér eins og þegar ég var ólétt, þó ég færi yfir 80 kíló í þyngd!“ Þessi vin- kona mín er þriggja barna móðir og vegur ekki einu sinni 60 kíló í dag. En ég er ekki frá því að þetta sé rétt, hamingjan sem fylgir óléttunni er svo mikil að ósjálfrátt fylgir henni einhver útgeislun sem laðar að. Óléttar konur fá því alveg sérstaklega mikla athygli og ég verð bara að viðurkenna að ég naut hennar, naut þess að allir tækju eftir því hvað mér leið vel. Óléttar konur veita líka öðrum óléttum konum sérstaka athygli, við brosum og kinkum kolli hver til annarrar. Þegar á líður með- gönguna og undir það síðasta breytist síðan þessi athygli og verður meira að umhyggju. Undir lokin var t.d. ekki óalgengt að mér væri hleypt fram fyrir í röð og fleira.  DAGBÓK MÓÐUR Meira á morgun Barneignir tengja okkur saman Flestir borða of mikið saltog oftast án þess að vitaaf því. Í grein sem AliceHart-Davis skrifaði ný- lega í breska blaðið Evening Standard kemur fram að breskir næringarfræðingar mæla með því að neysla á salti fari ekki yfir 6 grömm á dag en þar í landi er neyslan um 10–12 grömm á dag og kemur aðallega úr tilbúnum mat, ekki síst súpum. Afleiðingar af of- neyslu á salti eru of hár blóðþrýst- ingur, sem veldur aukinni tíðni hjartaáfalla og heilablóðfalla, en einnig beinþynning og maga- krabbamein. Um 80% saltneyslu má rekja til neyslu á brauði, morgunkorni og tilbúnum máltíðum. Í nýlegri könnun Manneldisráðs Íslands á mataræði Íslendinga kemur fram að meðalneysla á salti er 8,9 grömm á mann á dag, en manneldisráð mælir með að salt- neysla fari ekki yfir 5 grömm á dag, sem samsvarar 2 grömmum af natríum. Í niðurstöðum könnunar- innar segir að frá náttúrunnar hendi sé mjög lítið natríum í flest- um fæðutegundum. Neyslan sé svo mikil vegna þess hversu miklu er bætt í nánast allan unninn mat. Í könnunnini var ekki tekið tillit til þess salts sem hugsanlega er stráð á matinn eftir matreiðslu og má því gera ráð fyrir að meðalneyslan sé nokkuð meiri en 8,9 grömm á dag. Einnig kemur fram að natr- íum er sá hluti matarsalts sem get- ur stuðlað að hækkun blóðþrýst- ings. Hvað varðar saltneyslu Íslend- inga vegur brauð og unnar kjöt- vörur drjúgt, en 19% natríums koma úr brauði einu saman, 16% úr unnum kjötvörum og 9% úr ost- um. Um 19% af saltinu bætist við matinn við matreiðslu. Í greininni í Evening Standard kemur fram að minni saltneysla lækkar blóðþrýsting verulega. Það kemur einnig fram í grein frá 2001 sem birt er á vef Manneldisráðs, www.manneldi.is. Þar segir að nið- urstöður úr rannsókn, sem gengur undir nafinu DASH-Sodium Study, sýndi að ef dregið er úr saltneyslu lækkar blóðþrýstingur verulega, og mest hjá þeim sem eru með há- þrýsting. Minni lækkun verður hjá fólki með blóðþrýsting innan eðli- legra marka. Blóðþrýstingur var lægstur hjá þeim einstaklingum sem neyttu mun minna salts en sem svarar ráðlögðu hámarki og borðuðu jafnframt hollt fæði. Fæð- ið var ríkulegt af ávöxtum og grænmeti og mögrum mjólk- urvörum, en rautt kjöt var af skornum skammti og lítið af sæt- um drykkjum og sælgæti. Magn fitu, sérstaklega mettaðrar fitu og kólesteróls, var því í lágmarki, en fæðið trefja- og bætiefnaríkt. Þátt- takendur voru 412 og var þeim skipt af handahófi í tvo hópa. Rannsóknarhópurinn fékk fæði í samræmi við fyrrnefndar áherslur, en samanburðarhópur nærðist á dæmigerðu amerísku fæði. Fæði beggja hópa innihélt breytilegt magn matarsalts/natríums og var magninu breytt á handahófs- kenndan hátt á 30 daga fresti. Maturinn innihélt ýmist 3.300 mg af natríumi á dag, sem sam- svarar rúmum 8 g af salti á dag, 2.400 mg á dag (6 g salt) eða 1.500 mg á dag (4 g salt). Á öllum stigum lækkaði blóðþrýstingur beggja hópa, en áhrifin voru meiri þegar minnkað saltmagn og hollt fæði fóru saman. Samspil þessara tveggja þátta var einnig mun áhrifameira en hvor þáttur fyrir sig. Morgunblaðið/Golli Best í hófi: Saltkjöt og önnur saltrík fæða er best í litlum skömmtum. asdish@mbl.is  HEILSA Mest salt í brauði, morgunkorni og tilbúnum mat DAGLEGT LÍF join@mbl.is Í grein Manneldisráðs er bent á eft- irfarandi ráð fyrir þá sem vilja draga úr saltneyslu og samhliða því auka hollustuna með bættu fæðu- vali:  Veljið lítið unnin matvæli – til- búnir réttir, pakkasúpur og nasl innihalda almennt mikið salt. Ekki bera fram salt með matnum.  Takmarkið notkun salts við mat- argerð – fjöldi annars krydds getur kitlað bragðlaukana. Lesið á um- búðir og vandið valið við innkaupin.  Fáið ykkur lítinn skammt ef þið borðið salta matvöru, t.d. snakk, franskar eða saltað popp. Aukið hlut ávaxta og grænmetis, berið fram grænmeti með öllum mat og borðið ávexti í eftirrétt eða milli mála.  Veljið oftar magrar mjólkuraf- urðir, t.d. með morgunmatnum, í hádeginu eða sem millibita.  Lítið á kjöt sem hluta máltíð- arinnar en ekki sem aðalatriðið. Fyllið diskinn af grænmeti, grófu kornmeti og baunum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.