Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Hallgrímur B. Geirsson.
Styrmir Gunnarsson.
Framkvæmdastjóri:
Ritstjóri:
STOFNAÐ 1913
Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík.
Aðstoðarritstjórar:
Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen.
Fréttaritstjóri:
Björn Vignir Sigurpálsson.
Friðrik Sophusson, for-stjóri Landsvirkjunar,sagði á ráðstefnunni aðLandsvirkjun liti svo á
að enn væri rúm fyrir eitt nýtt ál-
ver hér á landi á næsta áratug, frá
árinu 2012 til 2020, og ef ekkert
yrði af fyrirhugaðri stækkun ál-
vers Alcan í Straumsvík gæti
fyrsti áfangi nýs álvers risið
næsta áratuginn. Yrði þetta raun-
in sagði Friðrik að heildarfram-
leiðsla á áli næði einni milljón
tonna á ári og Ísland myndi skipa
sér í hóp helstu álframleiðsluríkja
heims.
Vöktu þessi ummæli Friðriks
nokkra athygli á ráðstefnunni en
þar eru samankomnir um 150
fulltrúar fjölmargra álfyrirtækja
úr flestum heimsálfum. Er ráð-
stefnan skipulögð af Metal Events
Ltd. í Bretlandi og ráðgjafarfyr-
irtækinu Alcor en Landsvirkjun
er meðal helstu styrktaraðila
hennar. Aðrir frummælendur í
upphafi ráðstefnunnar voru Val-
gerður Sverrisdóttir iðnaðarráð-
herra, Bernt Reitan, aðstoðarfor-
stjóri Alcoa, Rannveig Rist,
forstjóri Alcan í Straumsvík, og
Kenneth Peterson, forstjóri Col-
umbia Ventures Corporation, að-
aleiganda Norðuráls á Grundar-
tanga.
Tveir valkostir
Friðrik sagði Íslendinga standa
frammi fyrir tveimur valkostum,
að láta staðar numið í nýtingu
orkugjafa til stóriðju til að ógna
ekki stöðugleika í efnahagslífi eða
að nota þá hreinu og endurnýj-
anlegu orku sem landið hefði upp
á að bjóða. Spurning væri hvort
Íslendingar gætu setið hjá.
Friðrik benti á að í dag væri
verið að nota um 17% af áætluðu
heildarorkuafli í landinu upp á 50
þúsund gígavattstundir, eða 50
teravattstundir, bæði í vatnsafli
og jarðvarma. Eru þetta 8,5 tera-
vattstundir á ári og þar af fara um
65% til stóriðju og 35% á almenn-
an markað. Friðrik sagði að miðað
við áform um álver Alcoa í Reyð-
arfirði og stækkun Norðuráls yrði
ársframleiðsla á áli hér á landi ár-
ið 2008 250% meiri en hún er í
dag, eða 680 þúsund tonn miðað
við 270 þúsund í dag. Með þessu
færi nýting mögulegrar orku í
landinu úr 17 upp í 28% og næmi
14 teravattstundum árið 2008.
„Hvert munum við þá stefna?
Fjárfestingar í stóriðju og virkj-
unum á næstu fimm árum valda
mikilli spennu í okkar litla hag-
kerfi. Þetta er áskorun fyrir Ís-
land að viðhalda þeim stöðugleika
í efnahagslífinu, sem við erum svo
hreykin af, og forðast óðaverð-
bólgu og aðra slæma fylgifiska
efnahagslegrar uppsveiflu.
Kannnski ættum við að setjast
niður og slaka á á meðan um hæg-
ist? Á hinn bóginn lítum við til
okkar hreinu og endurnýjanlegu
orkugjafa og hlustum á deilur um
Kyoto-bókunina og þær hættur
sem útblástur gróðurhúsaloftteg-
unda hafa í för með sér,“ sagði
Friðrik og benti á að útblástur
þessara lofttegunda hér á landi
væri með því allra minnsta sem
þekktist í heiminum. „Getum við
leyft okkur að nýta ekki þessa
auðlind?“ spurði Friðrik og taldi
að ef svarið væri neikvæ
myndi mikilvægi áliðnaðar
landi aukast jafnt og þétt á
ekki byðust önnur tækifær
nýta orkuna.
Ísland komið á kort
Valgerður Sverrisdóttir
sínu ávarpi stuttlega yfir vi
og stóriðjusögu Íslendinga
sagði að á síðustu 15 árum
smám saman tekist að ko
landi á kortið sem alvöru v
fyrir fjárfesta á sviði iðna
orkuframleiðslu. Mikill á
þessari alþjóðlegu ráðstefn
sönnun þess. Valgerður
ennfremur geta fagnað þv
efni sem nú væri í undirb
hjá fyrirtækinu KAPLA
koma á fót rafskautaverks
landi Kataness í Hvalfirði,
Norðuráls og Járnblen
smiðjunnar. Stefnt væri að
taka verksmiðjuna í notkun
lok 2006, eða þegar næg
spurn væri komin fyrir raf
íslenskum markaði. Iðna
herra sagði þetta gott dæ
hvað Ísland hefði upp á að
álheiminum.
Bernt Reitan, aðstoðarf
Alcoa og yfirmaður álvinnsl
ar fyrirtækisins, greindi frá
staðreyndum úr rekstri A
heimsvísu og af hverju fyr
hefði valið Ísland sem fjárf
arkost. Alcoa starfrækir nú
Rúm fyrir e
til viðbótar h
Alþjóðleg ál- og
orkuráðstefna hófst á
Hótel Nordica í gær
á því að fjallað var um
íslenska álmarkaðinn.
Þar er mikil stækkun
framundan og stutt í
að Ísland taki forystu
í álframleiðslu, að því
er sumir frummæl-
endur fullyrtu.
Alcan í Straumsvík, þar sem myndin var tekin, og Norðurál fram
stækkun Norðuráls og tilkomu Alcoa í Reyðarfirði gæti ársframl
Frummælendur í upphafi ráðstefnunnar voru auk iðnaðarráðher
veig Rist, Friðrik Sophusson og Bernt Reitan. Ráðstefnustjóri var
Mús milli
tveggja fíla
KENNETH Peterson, for-
stjóri CVC og aðaleigandi
Norðuráls, byrjaði ræðu sína
í léttum tóni og sagði að
Norðurál væri eins og lítil
mús á milli tveggja fíla. Vís-
aði hann þar til álrisanna
Alcan og Alcoa, og í lok ræð-
unnar fullvissaði hann ráð-
stefnugesti um að músin ótt-
aðist ekki að kremjast milli
fílanna tveggja. Uppskar
hann hlátrasköll í salnum
fyrir.
Rannveig Rist, forstjóri
Alcan, svaraði Peterson á
jafnléttum nótum og sagðist
ekki muna eftir því að hafa
verið kölluð fíll áður. En
fyrst slíkar skepnur væru
heldur fáar á Íslandi gæti
hún bara verið stolt af nafn-
bótinni!
ÓSÁTTUR VIÐ
TJÁNINGARFORM
Sigurður Ingi Jónsson, semskipaði fyrsta sæti á fram-boðslista Frjálslynda flokks-
ins í Reykjavíkurkjördæmi norður í
síðustu kosningum hefur sagt sig
úr flokknum vegna óánægju með
tjáningarform varaformanns
flokksins. Hann sagði í Morgun-
blaðinu í gær að hann væri ekki af-
huga hugsjónum flokksins, hann
hefði unnið ötullega fyrir flokkinn
frá stofnun hans og enginn
málefnaágreiningur væri á milli
hans og Frjálslynda flokksins.
„Ég er bara ekki sáttur við að
þetta sé viðurkennt tjáningaform
eða tjáningaraðferð hjá forystu
flokks,“ sagði Sigurður Ingi í sam-
tali við Morgunblaðið og vísaði m.a.
til ummæla varaformanns flokksins
á spjallvef.
Hinn 26. janúar sl. vakti Morg-
unblaðið máls á því í forystugrein
að opinberar umræður á Íslandi
færu ekki fram með þeim málefna-
lega hætti sem hægt væri að krefj-
ast af vel menntaðri og upplýstri
þjóð. Í forystugrein Morgunblaðs-
ins sagði m.a.:
„Þetta snýst ekki um að fólk geti
ekki lýst skoðunum sínum á mönn-
um og málefnum, heldur hvernig
það er gert. Líklegt má telja, að
löggjöf um ærumeiðingar sé brotin
í hverri einustu viku, ef ekki á
hverjum einasta degi í því, sem nú
kallast fjölmiðlar. Svívirðingar um
nafngreinda einstaklinga eru að
verða daglegt brauð á Netinu, und-
ir nafnleynd og án þess, að þeir,
sem halda úti einhvers konar net-
útgáfum, virðist telja sér skylt að
hafa eftirlit með því, sem þar birtist
fyrir sjónum almennings. Þetta er
skaðlegt fyrir samfélagið og dregur
það niður á lægra plan. Það er hægt
að takast harkalega á um einstök
málefni og það er hægt að gagnrýna
nafngreinda einstaklinga á mál-
efnalegan hátt án þess að ata þá
auri.“
Sigurður Ingi Jónsson er að tala
um sama mál þótt hann haldi sig við
umræðuhætti á vettvangi Frjáls-
lynda flokksins. Það er óneitanlega
athyglisvert að einstaklingur skuli
ganga fram fyrir skjöldu og taka af-
stöðu til svona umræðuhátta með
svo afgerandi hætti. Er það vís-
bending um að hinum almenna
borgara sé að verða nóg boðið?
Vonandi er að svo sé.
Kannski er tímabært að stjórn-
málamenn, fjölmiðlar og allir þeir,
sem á einn eða annan veg taka þátt í
opinberum umræðum, taki höndum
saman um að bæta umgengnishætti
sína hver við annan að þessu leyti.
HLUTSKIPTI SJÚKLINGANNA
Sáttafundur hefur verið boðaðurmilli forsvarsmanna Heilsu-
gæslunnar í Reykjavík og formanna
stéttarfélaga fyrrverandi starfs-
manna heimahjúkrunar fyrir hádegi
í dag. 37 starfsmenn heimahjúkrun-
ar hættu störfum á mánudag og hef-
ur starfsemin verið í uppnámi eftir
það. Staðan vegna þessa ástands
virðist ekki orðin alvarleg, en þó
voru farnar að berast kvartanir frá
skjólstæðingum heimahjúkrunar í
Reykjavík. Mikið álag er sagt á
þeim starfsmönnum, sem eru að
störfum.
Stjórn Félags íslenskra heimilis-
lækna hefur sent frá sér ályktun þar
sem segir að ástandið bitni augljós-
lega á sjúklingum heimahjúkrunar,
sem muni ekki fá þjónustu eins og
áður fyrir utan að lifa í óvissu um
nauðsynlega umönnun: „Hjúkrun í
heimahúsum er þjónusta sem oft
skapar möguleika fyrir fólk að út-
skrifast fyrr af sjúkrastofnunum og
dvelja lengur heima en ella með til-
heyrandi sparnaði á sjúkrastofnun-
um.“
Deilan snýst um greiðslur til
starfsmanna fyrir akstur. Hér verð-
ur ekki farið út í forsendur þessarar
deilu, en eins og svo oft áður þegar
stálin stinn mætast í heilbrigðismál-
um bitnar ágreiningurinn á sjúk-
lingunum.
Annað dæmi um þetta er endur-
greiðslur ríkisins vegna tannlækna-
þjónustu. Í Morgunblaðinu í gær
segir Heimir Sindrason, formaður
Tannlæknafélags Íslands, að endur-
greiðslurnar hafi lækkað og efna-
minna fólk veigri sér við að fara til
tannlæknis, sem bitni ekki síst á
börnum og unglingum. Trygginga-
stofnun miðar við að endurgreiða
75% af kostnaði barna undir 18 ára
aldri, öryrkja og ellilífeyrisþega. Í
þeim efnum er miðað við gjaldskrá
Tryggingastofnunar ríkisins. Heim-
ir segir að hún sé úrelt og það mikill
munur sé á henni og verðskrá tann-
lækna að raunkostnaður sjúklinga
hækki verulega. Í raun fái fólk end-
urgreidd 52% af kostnaði en ekki
75%.
Hér er á ferðinni annar ágreining-
ur þar sem sjúklingurinn, sem ekk-
ert hefur um málið að segja, verður
undir. Það gengur ekki að í hverri
deilunni á fætur annarri sé nánast
látið eins og einu gildi um sjúk-
lingana. Það er alvarlegt þegar
sjúklingar, sem þurfa á heimahjúkr-
un að halda, fá ekki að njóta hennar.
Það er alvarlegt þegar fyrirbyggj-
andi tannverndarstarfi er stefnt í
hættu vegna þess að útgjöld fyrir
þjónustu tannlækna eru orðin svo
há að ákveðnir þjóðfélagshópar telja
sig ekki hafa efni á að nýta sér hana.
Deiluaðilar mega ekki gleyma hlut-
skipti sjúklinganna.