Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. Friðrik Sophusson, for-stjóri Landsvirkjunar,sagði á ráðstefnunni aðLandsvirkjun liti svo á að enn væri rúm fyrir eitt nýtt ál- ver hér á landi á næsta áratug, frá árinu 2012 til 2020, og ef ekkert yrði af fyrirhugaðri stækkun ál- vers Alcan í Straumsvík gæti fyrsti áfangi nýs álvers risið næsta áratuginn. Yrði þetta raun- in sagði Friðrik að heildarfram- leiðsla á áli næði einni milljón tonna á ári og Ísland myndi skipa sér í hóp helstu álframleiðsluríkja heims. Vöktu þessi ummæli Friðriks nokkra athygli á ráðstefnunni en þar eru samankomnir um 150 fulltrúar fjölmargra álfyrirtækja úr flestum heimsálfum. Er ráð- stefnan skipulögð af Metal Events Ltd. í Bretlandi og ráðgjafarfyr- irtækinu Alcor en Landsvirkjun er meðal helstu styrktaraðila hennar. Aðrir frummælendur í upphafi ráðstefnunnar voru Val- gerður Sverrisdóttir iðnaðarráð- herra, Bernt Reitan, aðstoðarfor- stjóri Alcoa, Rannveig Rist, forstjóri Alcan í Straumsvík, og Kenneth Peterson, forstjóri Col- umbia Ventures Corporation, að- aleiganda Norðuráls á Grundar- tanga. Tveir valkostir Friðrik sagði Íslendinga standa frammi fyrir tveimur valkostum, að láta staðar numið í nýtingu orkugjafa til stóriðju til að ógna ekki stöðugleika í efnahagslífi eða að nota þá hreinu og endurnýj- anlegu orku sem landið hefði upp á að bjóða. Spurning væri hvort Íslendingar gætu setið hjá. Friðrik benti á að í dag væri verið að nota um 17% af áætluðu heildarorkuafli í landinu upp á 50 þúsund gígavattstundir, eða 50 teravattstundir, bæði í vatnsafli og jarðvarma. Eru þetta 8,5 tera- vattstundir á ári og þar af fara um 65% til stóriðju og 35% á almenn- an markað. Friðrik sagði að miðað við áform um álver Alcoa í Reyð- arfirði og stækkun Norðuráls yrði ársframleiðsla á áli hér á landi ár- ið 2008 250% meiri en hún er í dag, eða 680 þúsund tonn miðað við 270 þúsund í dag. Með þessu færi nýting mögulegrar orku í landinu úr 17 upp í 28% og næmi 14 teravattstundum árið 2008. „Hvert munum við þá stefna? Fjárfestingar í stóriðju og virkj- unum á næstu fimm árum valda mikilli spennu í okkar litla hag- kerfi. Þetta er áskorun fyrir Ís- land að viðhalda þeim stöðugleika í efnahagslífinu, sem við erum svo hreykin af, og forðast óðaverð- bólgu og aðra slæma fylgifiska efnahagslegrar uppsveiflu. Kannnski ættum við að setjast niður og slaka á á meðan um hæg- ist? Á hinn bóginn lítum við til okkar hreinu og endurnýjanlegu orkugjafa og hlustum á deilur um Kyoto-bókunina og þær hættur sem útblástur gróðurhúsaloftteg- unda hafa í för með sér,“ sagði Friðrik og benti á að útblástur þessara lofttegunda hér á landi væri með því allra minnsta sem þekktist í heiminum. „Getum við leyft okkur að nýta ekki þessa auðlind?“ spurði Friðrik og taldi að ef svarið væri neikvæ myndi mikilvægi áliðnaðar landi aukast jafnt og þétt á ekki byðust önnur tækifær nýta orkuna. Ísland komið á kort Valgerður Sverrisdóttir sínu ávarpi stuttlega yfir vi og stóriðjusögu Íslendinga sagði að á síðustu 15 árum smám saman tekist að ko landi á kortið sem alvöru v fyrir fjárfesta á sviði iðna orkuframleiðslu. Mikill á þessari alþjóðlegu ráðstefn sönnun þess. Valgerður ennfremur geta fagnað þv efni sem nú væri í undirb hjá fyrirtækinu KAPLA koma á fót rafskautaverks landi Kataness í Hvalfirði, Norðuráls og Járnblen smiðjunnar. Stefnt væri að taka verksmiðjuna í notkun lok 2006, eða þegar næg spurn væri komin fyrir raf íslenskum markaði. Iðna herra sagði þetta gott dæ hvað Ísland hefði upp á að álheiminum. Bernt Reitan, aðstoðarf Alcoa og yfirmaður álvinnsl ar fyrirtækisins, greindi frá staðreyndum úr rekstri A heimsvísu og af hverju fyr hefði valið Ísland sem fjárf arkost. Alcoa starfrækir nú Rúm fyrir e til viðbótar h Alþjóðleg ál- og orkuráðstefna hófst á Hótel Nordica í gær á því að fjallað var um íslenska álmarkaðinn. Þar er mikil stækkun framundan og stutt í að Ísland taki forystu í álframleiðslu, að því er sumir frummæl- endur fullyrtu. Alcan í Straumsvík, þar sem myndin var tekin, og Norðurál fram stækkun Norðuráls og tilkomu Alcoa í Reyðarfirði gæti ársframl Frummælendur í upphafi ráðstefnunnar voru auk iðnaðarráðher veig Rist, Friðrik Sophusson og Bernt Reitan. Ráðstefnustjóri var Mús milli tveggja fíla KENNETH Peterson, for- stjóri CVC og aðaleigandi Norðuráls, byrjaði ræðu sína í léttum tóni og sagði að Norðurál væri eins og lítil mús á milli tveggja fíla. Vís- aði hann þar til álrisanna Alcan og Alcoa, og í lok ræð- unnar fullvissaði hann ráð- stefnugesti um að músin ótt- aðist ekki að kremjast milli fílanna tveggja. Uppskar hann hlátrasköll í salnum fyrir. Rannveig Rist, forstjóri Alcan, svaraði Peterson á jafnléttum nótum og sagðist ekki muna eftir því að hafa verið kölluð fíll áður. En fyrst slíkar skepnur væru heldur fáar á Íslandi gæti hún bara verið stolt af nafn- bótinni! ÓSÁTTUR VIÐ TJÁNINGARFORM Sigurður Ingi Jónsson, semskipaði fyrsta sæti á fram-boðslista Frjálslynda flokks- ins í Reykjavíkurkjördæmi norður í síðustu kosningum hefur sagt sig úr flokknum vegna óánægju með tjáningarform varaformanns flokksins. Hann sagði í Morgun- blaðinu í gær að hann væri ekki af- huga hugsjónum flokksins, hann hefði unnið ötullega fyrir flokkinn frá stofnun hans og enginn málefnaágreiningur væri á milli hans og Frjálslynda flokksins. „Ég er bara ekki sáttur við að þetta sé viðurkennt tjáningaform eða tjáningaraðferð hjá forystu flokks,“ sagði Sigurður Ingi í sam- tali við Morgunblaðið og vísaði m.a. til ummæla varaformanns flokksins á spjallvef. Hinn 26. janúar sl. vakti Morg- unblaðið máls á því í forystugrein að opinberar umræður á Íslandi færu ekki fram með þeim málefna- lega hætti sem hægt væri að krefj- ast af vel menntaðri og upplýstri þjóð. Í forystugrein Morgunblaðs- ins sagði m.a.: „Þetta snýst ekki um að fólk geti ekki lýst skoðunum sínum á mönn- um og málefnum, heldur hvernig það er gert. Líklegt má telja, að löggjöf um ærumeiðingar sé brotin í hverri einustu viku, ef ekki á hverjum einasta degi í því, sem nú kallast fjölmiðlar. Svívirðingar um nafngreinda einstaklinga eru að verða daglegt brauð á Netinu, und- ir nafnleynd og án þess, að þeir, sem halda úti einhvers konar net- útgáfum, virðist telja sér skylt að hafa eftirlit með því, sem þar birtist fyrir sjónum almennings. Þetta er skaðlegt fyrir samfélagið og dregur það niður á lægra plan. Það er hægt að takast harkalega á um einstök málefni og það er hægt að gagnrýna nafngreinda einstaklinga á mál- efnalegan hátt án þess að ata þá auri.“ Sigurður Ingi Jónsson er að tala um sama mál þótt hann haldi sig við umræðuhætti á vettvangi Frjáls- lynda flokksins. Það er óneitanlega athyglisvert að einstaklingur skuli ganga fram fyrir skjöldu og taka af- stöðu til svona umræðuhátta með svo afgerandi hætti. Er það vís- bending um að hinum almenna borgara sé að verða nóg boðið? Vonandi er að svo sé. Kannski er tímabært að stjórn- málamenn, fjölmiðlar og allir þeir, sem á einn eða annan veg taka þátt í opinberum umræðum, taki höndum saman um að bæta umgengnishætti sína hver við annan að þessu leyti. HLUTSKIPTI SJÚKLINGANNA Sáttafundur hefur verið boðaðurmilli forsvarsmanna Heilsu- gæslunnar í Reykjavík og formanna stéttarfélaga fyrrverandi starfs- manna heimahjúkrunar fyrir hádegi í dag. 37 starfsmenn heimahjúkrun- ar hættu störfum á mánudag og hef- ur starfsemin verið í uppnámi eftir það. Staðan vegna þessa ástands virðist ekki orðin alvarleg, en þó voru farnar að berast kvartanir frá skjólstæðingum heimahjúkrunar í Reykjavík. Mikið álag er sagt á þeim starfsmönnum, sem eru að störfum. Stjórn Félags íslenskra heimilis- lækna hefur sent frá sér ályktun þar sem segir að ástandið bitni augljós- lega á sjúklingum heimahjúkrunar, sem muni ekki fá þjónustu eins og áður fyrir utan að lifa í óvissu um nauðsynlega umönnun: „Hjúkrun í heimahúsum er þjónusta sem oft skapar möguleika fyrir fólk að út- skrifast fyrr af sjúkrastofnunum og dvelja lengur heima en ella með til- heyrandi sparnaði á sjúkrastofnun- um.“ Deilan snýst um greiðslur til starfsmanna fyrir akstur. Hér verð- ur ekki farið út í forsendur þessarar deilu, en eins og svo oft áður þegar stálin stinn mætast í heilbrigðismál- um bitnar ágreiningurinn á sjúk- lingunum. Annað dæmi um þetta er endur- greiðslur ríkisins vegna tannlækna- þjónustu. Í Morgunblaðinu í gær segir Heimir Sindrason, formaður Tannlæknafélags Íslands, að endur- greiðslurnar hafi lækkað og efna- minna fólk veigri sér við að fara til tannlæknis, sem bitni ekki síst á börnum og unglingum. Trygginga- stofnun miðar við að endurgreiða 75% af kostnaði barna undir 18 ára aldri, öryrkja og ellilífeyrisþega. Í þeim efnum er miðað við gjaldskrá Tryggingastofnunar ríkisins. Heim- ir segir að hún sé úrelt og það mikill munur sé á henni og verðskrá tann- lækna að raunkostnaður sjúklinga hækki verulega. Í raun fái fólk end- urgreidd 52% af kostnaði en ekki 75%. Hér er á ferðinni annar ágreining- ur þar sem sjúklingurinn, sem ekk- ert hefur um málið að segja, verður undir. Það gengur ekki að í hverri deilunni á fætur annarri sé nánast látið eins og einu gildi um sjúk- lingana. Það er alvarlegt þegar sjúklingar, sem þurfa á heimahjúkr- un að halda, fá ekki að njóta hennar. Það er alvarlegt þegar fyrirbyggj- andi tannverndarstarfi er stefnt í hættu vegna þess að útgjöld fyrir þjónustu tannlækna eru orðin svo há að ákveðnir þjóðfélagshópar telja sig ekki hafa efni á að nýta sér hana. Deiluaðilar mega ekki gleyma hlut- skipti sjúklinganna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.