Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 47

Morgunblaðið - 05.03.2004, Síða 47
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 47 ✝ Kristrún Þórð-ardóttir fæddist í Reykjavík 10. júlí 1921. Hún lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 28. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Þórður F. Björnsson múrara- meistari í Reykja- vík, f. 3. september 1892, d. 3. maí 1971, og Ögn Jónsdóttir húsfreyja í Reykja- vík, f. 28. október 1888, d. 1. nóvember 1972. Systkini Kristrúnar eru Sesselja, f. 9. apríl 1918, Sigrún Á., f. 1919, og Ást- ráður H., f. 13. nóv- ember 1922, d. 18. febrúar 2001. Kristrún starfaði við heimilishjálp í Reykjavík og síðan við fiskvinnslu í Keflavík. Útför Kristrúnar fer fram frá Kefla- víkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Mig langar til að minnast móður- systur minnar Kristrúnar Þórðar- dóttur með nokkrum fátæklegum orðum. Rúna frænka eins og við köll- uðum hana ævinlega, var sérstaklega blíð og yndisleg kona og aldrei heyrð- um við hana hallmæla nokkrum ein- asta manni. Rúna frænka flutti til Keflavíkur 1953 til foreldra minna, hún starfaði lengst af við fiskvinnslu í Keflavík. Margar af konunum sem störfuðu með henni í fiski í gegnum tíðina voru hennar bestu vinkonur. Rúna frænka var mjög félagslynd og hafði gaman af að spila vist, bingó og segja sögur. Eitt af því sem einkenndi hana var skemmtilegur frásagnarstíll. Ein sagan hennar sem hún sagði oft við ýmis tækifæri frá því í gamla daga var þegar við tvíburarnir og æsku- vinur okkar komumst 6 ára gamlir inn í verkfæraskúr á lóð einni í hverf- inu, náðum þar í byssuskot og tróðum í vasana okkar. Síðan var farið heim með úttroðna vasa af byssuskotum. Við settum skotin á stéttina og steinn látin falla ofan á. Við þetta sprakk byssuskotið með tilheyrandi gaura- gangi. Rúna frænka heyrði hvellinn og hún kom hlaupandi út með það sama og reif í hnakkadrambið á okk- ur. Hún tók af okkur byssukúlurnar, svo ekki hlytist af stórslys og lét okk- ur heyra það almennilega og datt okkur ekki í hug að reyna slík æv- intýri aftur í bráð. Rúna frænka var alla tíð ógift og barnlaus. Síðustu 11 árin bjó Rúna á dvalarheimilinu Hlévangi þar sem hún undi hag sínum vel og átti þar fallegt heimili með mikið af myndum, punti og skrauti. Rúna frænka var alltaf mikið jóla- barn í sér. Þegar liðið var á nóvember og aðventan farin að nálgast var hún vön að hringja í okkur og minna okk- ur á að það væri best að draga það ekki um of að hjálpa sér við jóla- skrautið svo hún gæti sýnt Auði for- stöðukonu, Jóni lækni og öðrum her- legheitin. Við þessu var fúslega orðið af okkar hálfu þar sem hún átti orðið erfiðara með hreyfingar á síðari ár- um. En einnig var þetta orðinn skemmtilegur og órjúfanlegur hluti af okkar jólaundirbúningi og munum við alltaf minnast þess er fram líða stundir hve gaman það var að inna af hendi þessu ljúfu skyldu. Þakka þér fyrir vináttu þína og gjafir til barna okkar. Þau senda þér kveðju. Blessuð sé minning þín. Vilhjálmur og Ólöf. Elsku Rúna frænka. Þá hefur þú fengið hvíldina eftir veikindi og við vitum að þér líður vel þar sem þú ert núna. Þegar ég rifja upp minningar um þig get ég lítið annað en brosað. Þú varst alltaf ein- stök með þitt stóra hjarta og skemmtilegu sögurnar þínar. Þú varst mikið jólabarn og ég man vel þegar ég kom með foreldrum mínum til þín um jólin og við hjálpuðum þér að skreyta. Það voru svo margir sem lögðu leið sína til þín til að sjá skreyt- ingarnar, því þú áttir svo einstaklega fallegt jólaskraut. Þú varst alltaf tilbúin með kræsingar handa okkur þegar við komum í heimsókn. Þetta var yndislegur tími sem ég mun aldr- ei gleyma. Ekki má gleyma því að þér þótti afar vænt um dýr og börn. Þau komu oftast til þín að fyrra bragði og fannst mjög gott að láta þig kjassa sig. Þótt þú værir orðin veik var oft stutt í brosið og húmorinn. Þín er sárt saknað og þú átt stóran stað í hjörtum okkar og munt alltaf eiga. Elsku Rúna mín, nú er komið að kveðjustundinni. Ég og fjölskylda mín munum geyma minningar um þig um ókomin ár og þökkum allar stundirnar með þér. Elsku amma Setta, megi guð gefa þér styrk. Þín frænka, Guðbjörg Rúna. Laugardaginn 28. feb. var ég ný- kominn austur fyrir fjall þegar sím- inn hringdi og mér tjáð að hún Rúna frænka væri látin, og brá mér mjög því einhvern veginn fannst mér þetta allt gerast mjög hratt. Þegar ég heimsótti hana fyrir stuttu hvarflaði ekki að mér að ég ætti ekki eftir að hitta hana framar. Í bernskuminningum mínum rifj- ast upp sá tími er ég dvaldi oft í Keflavík hjá Settu frænku þar sem Rúna sá oft um að passa mig og frændur mína og skilaði því hlutverki með miklum sóma. Rúna reyndist okkur alltaf mjög vel, var ákveðin en alltaf blíð og góð, ég man alltaf eftir nafninu Atti Patti frænka sem hún kallaði sig svo oft, ásamt svo mörgum öðrum góðum minningum gegnum árin. Rúna vann í frystihúsi í Keflavík og undi hag sínum vel og reyndist af- bragðs starfskraftur. Í frítíma sínum hafði hún gaman af ferðalögum og að sækja skemmtanir þar sem meðal annars var gripið í spil. Þegar ég eignaðist sjálfur fjölskyldu hugsaði hún vel um litla fólkið og sá um að all- ir fengju jóla- og afmælisgjafir og naut sín vel í því. Seinustu árin dvaldi hún á elli- og hjúkrunarheimilum og þar leið henni vel og var öllum þakk- lát fyrir umhyggjusemi þeirra. Í ferðalok þakka ég Rúnu frænku samfylgdina og bið góðan guð að geyma hana. Þinn frændi, Ásmundur Jónsson og fjölskylda. Elsku Rúna. Nú ertu farin og komin til foreldra þinna sem þú talaðir svo fallega um og af mikilli virðingu. Ég vil þakka þér innilega fyrir trausta vináttu sem staðið hefur í um það bil 25 ár eða frá því ég byrjaði að vinna í Milljón en þá varst þú búin að vinna þar í fjölda- mörg ár. Þetta var oft skemmtilegur tími og hlegið mikið þótt við værum stundum lúnar. Þú varst mikið jólabarn og það verða skrítin næstu jól, því þau voru ekki komin hjá mér fyrr en ég hafði komið til þín í heimsókn og séð öll jólaljósin og puntið sem Villi þinn hafði sett upp fyrir þig. Systrum Rúnu og strákunum „hennar“ sendi ég samúðarkveðjur. Hafðu þökk fyrir allt Rúna mín, þín vinkona, Selma. KRISTRÚN ÞÓRÐARDÓTTIR Skólasystir, leiðbein- andi og fyrrum starfs- félagi Árný Kolbeins- dóttir er látin. Adda, eins og hún vildi láta kalla sig, var um margt merkileg kona og fór gjarnan ótroðnar slóðir. Hún var meðal brautryðjenda Þroskaþjálfa- stéttarinnar og útskrifaðist því að loknu námi með starfsheitið gæslu- systir. Hún var eldri en við hinar sem þá voru í þessari fámennu kvennastétt. Lífsreynd kona með fastmótaðar skoðanir, húsmóðir og móðir tveggja barna, róttæklingur, jafnréttiskona og unnandi bókmennta. Réttlætis- kennd hennar féll vel að hugmyndum ungs fólks á þessum tíma sem krafð- ist breyttrar heimsmyndar, annars gildismats og jafnari lífskjara. Adda var margfróð og óþreytandi að miðla okkur hinum af reynslu- brunni sínum, á jafningjagrunni eins og góðra fræðara er háttur en tök jafnframt þátt í baráttu okkar og ÁRNÝ KOLBEINSDÓTTIR ✝ Árný Kolbeins-dóttir fæddist í Alviðru í Árnessýslu 8. sept. 1930. Hún lést á Landspítalan- um í Fossvogi 24. febrúar síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Kópavogs- kirkju 3. mars. ærslum. Hún bauð okk- ur að sitja Trabantinn sinn, sem hefði frá mörgu skondnu að segja mætti hann mæla. Alltaf fór Trabb- inn hennar Öddu í gang þótt aðrir fágaðri far- kostir brygðust. Adda var ein af stofnendum Félags gæslusystra hún var fyrsti gjaldkeri þess og fékk félagið að njóta margvíslegra krafta hennar um árabil. Nor- rænt samstarf var henni hugleikið en ekki kom til greina að sækja heim þær þjóðir öðruvísi en vel undirbúin og því bætti hún við sig námi í finnsku og fær- eysku , lærði norræna dansa og kom sér upp íslenska þjóðbúningnum en þannig sá hún Íslendinginn mæta frændum sínum með hvað bestri reisn. Að loknu námi starfaði Adda við þroskaþjálfun um hríð, síðan afl- aði hún sér frekari þekkingar og vann upp frá því við heyrnarmæling- ar hjá Heyrnar- og talmeinastöð Ís- lands eða þar til hún lét af störfum vegna aldurs. Við kveðjum Öddu með virðingu og þökk fyrir samfylgdina, fyrir fræðsluna og baráttugleðina. Við vottum börnum hennar og fjöl- skyldu allri djúpa samúð. Gæslusystur. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmark- að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina I.O.O.F. 12  184358½  9.0 I.O.O.F. 1  184358  Fundur Parísar, félags þeirra sem eru einar/einir, verður haldinn á Kringlukránni 6. mars kl. 11.30 f.h. Stjórnin www.paris.is FUNDIR/ MANNFAGNAÐUR Starfsmannafélag Reykjavíkurborgar Aðalfundur Aðalfundur Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar verður haldinn laugardaginn 6. mars kl. 13.00 á Grettisgötu 89, 4. hæð. Venjuleg aðalfundarstörf Stjórnin. ATVINNUHÚSNÆÐI Til leigu/sölu atvinnuhúsnæði Verslunar-, skrifstofu-, þjónustu-, lager- og iðnaðarhúsnæði á stór-Reykjavíkursvæðinu. Eignarhaldsfélagið Kirkjuhvoll, fasteignafélag Vefsíða okkar er www.kirkjuhvoll.com Uppl. veitir Styrmir Karlsson í síma 899 9090. Í kvöld kl. 20.00 Samkirkjuleg samkoma í tilefni Alþjóðslegs bænadags kvenna. Allir velkomnir. R A Ð A U G L Ý S I N G A R Húsnæði óskast Óska eftir 350 til 600 fermetra iðnaðar- húsnæði á höfuðborgarsvæðinu fyrir léttan matvælaiðnað. Húsnæði og umhverfi þess verður að uppfylla almennar kröfur sem gerðar eru til húsnæðis fyrir matvælaiðnað. Sterklega kemur til greina að leigja hluta af húsnæði með öðrum eða leigja hluta af húsnæði sem þegar hýsir mat- vælatengda starfsemi. Upplýsingar óskast sendar til augldeildar Mbl. merktar: „Grænmeti/húsnæði — 15039“ eða í box@mbl.is. Í kvöld kl. 20.30 heldur Guðný Helga Gunnarsdóttir erindi, Pagóður í Norður-Víetnam, í húsi félagsins, Ingólfsstræti 22. Á morgun, laugardag, kl. 15-17, er opið hús með fræðslu kl. 15.30 með myndbandssýningu. Hugræktarnámskeið Guðspeki- félagsins heldur áfram fimmtu- daginn 11. mars kl. 20.30 í um- sjá Jóns Ellerts Benediktssonar „Agni-jóga“. Starfsemi félagsins er öllum opin. www.gudspekifelagid.is

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.