Morgunblaðið - 05.03.2004, Page 48

Morgunblaðið - 05.03.2004, Page 48
48 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ HELGINA 13.–15. febrúar fór hópur dansara til Kaupmannahafnar og tók þátt í hinu árlega al- þjóðlega móti „Copenhagen Open“. Þetta er í 26. sinn sem þetta mót er haldið. Sjö íslensk pör tóku þátt ásamt keppendum frá 20 öðrum þjóðum og kepptu íslensku pörin í fjórum aldurshópum sam- kvæmt reglum IDSF (Alþjóða dansíþróttasam- band áhugadansara). Yngsti hópurinn, sem Íslendingar áttu þátttak- endur í, var aldurshópurinn Börn II (10–11 ára). Í standard-dönsum kepptu 7 pör og höfnuðu þau Rúnar Sigurðsson og Björk Guðmundsdóttir frá Dansíþróttafélaginu Gulltoppi í 6. sæti. Í suður- amerísku dönsunum kepptu 9 pör og þar náðu þau Rúnar og Björk þeim árangri að enda í 2. sæti. Þau voru í miklu stuði í seinni keppninni og döns- uðu létt og skemmtilega. Sigurvegarar í báðum greinum í flokki Barna II voru Jannick Pedersen og Zia James frá Danmörku. Næsti hópur sem Íslendingar kepptu í var hópurinn Unglingar II (14–15 ára). Þar voru skráð til keppni í standard-dönsum 29 pör og þar af 3 íslensk. Þar náðu best- um árangri af íslensku pörunum Eyþór Smári Þórbjörnsson og Hanna Rún Óladóttir frá Dans- íþróttafélaginu Hvönn sem höfnuðu í 14. sæti. Sigurvegarar voru Andrey Chekmarev og Irina Zuykova frá Rússlandi. Í s-amerískum dönsum voru skráð 32 pör og þar kepptu 4 íslensk pör. Bestum árangri íslensku paranna í s-amerískum döns- um náðu þau Björn Ingi Pálsson og Ásta Björg Magnúsdóttir frá Dans- íþróttafélaginu Gulltoppi sem einnig enduðu í 14. sæti. Hlutskörpust í þessari keppni voru Alexandr Mura- tov og Elena Markelova frá Rússlandi. Mér fannst öll íslensku pörin ná að dansa vel í þessari keppni og betur en þau höfðu gert á Íslandsmeistaramótinu sem fram fór helgina á undan. Eitt íslenskt par keppti í flokki Ungmenna (16– 18 ára). Það voru þau Jónatan Arnar Örlygsson og Hólmfríður Björnsdóttir frá Dansíþróttafélaginu Gulltoppi. Í standard-dönsum kepptu 39 pör og í s-amerískum dönsum keppti 41 par. Þetta var feikna sterkur hópur og gaman á að horfa. Jónatan og Hólmfríður eru á fyrsta ári í þessum aldurshópi og dönsuðu mjög vel og höfnuðu í 15. sæti í s-amerísku dönsunum og í því 16. í standard-dönsum. Sigurveg- arar í þessum aldursflokki voru Tom Erik Nilsen og Pia Engenberg Lundanberg frá Noregi í standard-dönsum og Jevgenijs Sovorovs og Nina Bezzu- bova frá Lettlandi sigruður í s-amerískum dönsum. Fjölmennasti hópurinn í þess- ari keppni er hópur Fullorðinna (19–35 ára). Þar kepptu 60 pör og voru þau Gunnar Hrafn Gunnarsson og Sig- rún Ýr Magnúsdóttir frá Dansíþróttafélaginu Gulltoppi einu ís- lensku keppend- urnir í þessum flokki og kepptu ein- ungis í s-amerískum dönsum og höfnuðu í 49. sæti. Þau hafa keppt í mörg ár í dansi en ekki af fullum krafti undanfarin tvö ár. Þau döns- uðu mjög vel, voru snögg í hreyfingum og fjörug. Þar fóru með sigur af hólmi Klaus Kongsdal og Victoria Franova frá Dan- mörku. Að venju var haldin liðakeppni á milli landa. Hún er mjög skemmtileg til- breyting og myndast alltaf mjög skemmtileg stemmning í kringum hana. Íslendingar voru þátttak- endur í henni og kepptu á móti okkur lið frá Danmörku, Rúss- landi og Lettlandi. Sigurvegar- ar í liðakeppni á milli landa voru frá Rússlandi. Dómnefnd keppninnar var skipuð ellefu alþjóðlegum dómur- um. Alþjóðlega mótið í Kaupmannahöfn var að venju skemmtileg og vel að keppninni staðið. Því miður þá fer þátttakendum fækkandi með hverju árinu og þurfa mótshaldarar að finna einhverja leið til þess að laða að fleiri dansara. Dansað á Írlandi Dagana 19.–22. febrúar fór síðan fram alþjóð- legt dansmót á Írlandi sem kallast „Celtic Classic“. Keppnin fer fram í bænum Tralee á Suður-Írlandi. Það fóru 19 íslensk dans- pör utan til þess að taka þátt í þessu dansmóti. Þátttakendur komu frá um 20 löndum. Keppt er í öllum aldursflokkum samkvæmt aldursflokka- reglu Bretlands. Þær reglur eru ólíkar þeim al- þjóðlegu á þann hátt að þar er það afmælisdagur keppenda sem ákvarðar í hvaða aldursflokki er keppt en ekki fæðingarár. Í flokkum fullorðinna voru haldnar keppnir viðurkenndar af IDSF og í þeim keppnum er að sjálfsögðu farið eftir þeirra reglum. Yngsti aldursflokkurinn sem Íslendingar áttu þátttakendur í var flokkurinn Börn II (10–11 ára). Þar kepptu í standard-dönsum 6 pör og voru 2 þeirra frá Íslandi. Í 6. sæti höfnuðu Pétur G. Magnússon og Jóna K. Benediktsdóttir frá Dans- íþróttafélagi Kópavogs. Sigurvegarar í standard- dönsum voru síðan frá Íslandi þau Alex Freyr Gunnarsson og Sara Kristín Rúnarsdóttir, einnig frá Dansíþróttafélagi Kópavogs. Í s-amerískum dönsum kepptu 9 pör og þá voru með í keppninni 3 íslensk pör. Eitt þeirra, þau Alex Freyr og Sara Kristín, komst í úrslit og höfnuðu þau í 3. sæti. Þar voru hlutskörpust þau Devon McCloure og Nicolette Barton frá Bandaríkjunum. Stærsta keppnin í flokki Ung- linga er keppni 12–15 ára. Mér finnst ósanngjarnt að setja þennan aldur saman þar sem mikill munur er á þroska unglinga á þessum aldri. Komið er til móts við keppendur á mótinu með því að halda minni keppnir þar sem aldurshópnum er skipt í tvo hópa. Í standard-dönsum kepptu 47 pör og voru 9 þeirra frá Íslandi. Tvö þeirra komust í fjórðungsúrslit 24 para. Það voru þau Baldur Kári Eyjólfsson og Anna Kristín Vilbergsdóttir og Þor- leifur Einarsson og Ásta Bjarnadóttir, bæði frá Dansdeild ÍR. Sigurvegarar í standard-dönsum voru þau Evgeny Parnikel og Anna Demidova frá Rússlandi. Í s-amerískum dönsum voru einnig 47 pör skráð til leiks og þar kepptu 8 íslensk pör. Þar voru það sömu pörin, Baldur Kári og Anna Kristín og Þorleifur og Ásta, sem komust inn í fjórðungs- úrslit 26 para. Sigurvegarar voru einnig frá Rúss- landi, þau Alexandr Rebrov og Liubov Mushtuk. Í flokki Ungmenna (16–19 ára) var haldin keppni viðurkennd af IDSF. Þar kepptu í stand- ard-dönsum 28 pör og mættu tvö íslensk pör til leiks. Sigurvegarar í þeirri keppni voru Roland Rannala og Karina Vesman frá Eistlandi. Í s-am- erísku dönsunum voru 43 pör sem mættu til keppni og voru tvö þeirra frá Íslandi. Sigurveg- arar voru þau Mark Ballas og Daria Zviagina frá Englandi. Það er gaman að segja frá því að for- eldrar hans voru í fremstu röð atvinnumanna í heiminum í s-amerískum dönsum á sínum tíma. Elsti hópurinn sem Íslendingar áttu keppendur í var hópur Seniora (35 ára og eldri). Í standard- dönsum kepptu tvö íslensk pör. Alls voru þar skráð til keppni 77 pör og komust Björn Sveinsson og Bergþóra María Bergþórsdóttir frá Dans- íþróttafélagi Hafnarfjarðar í aðra umferð og lentu í 35. sæti. Það voru Þjóðverjarnir Volker Schmidt og Ellen Jonas sem unnu keppnina. Í s-amerísk- um dönsum voru 18 pör sem tóku þátt í keppninni og þar af voru 3 frá Íslandi. Sigurvegarar voru þau Miguel Alonso og Eva Anzues frá Spáni. Það voru 33 dómarar sem dæmdu á mótinu og var einn þeirra frá Íslandi. Það var Ester Inga Níelsdóttir, þjálfari hjá Dansdeild ÍR. Að sögn Bergþóru Maríu Bergþórsdóttur, keppanda í flokki Seniora, var keppnin „mjög skemmtileg og fjölbreytileg fyrir alla aldurs- flokka. Frábært var fyrir okkur íslensku pörin að sjá allan þann fjölda dansara sem er að stunda þessa íþrótt sér til ánægju og heilsubótar, þrátt fyrir að vera ekki lengur í hópi hinna ungu og spræku.“ Samhliða aðalkeppnunum eru haldnar minni keppnir þar sem keppt er í færri dönsum og keppnir fyrir þá sem ekki eru komnir lengst í dansheiminum í dag. Íslensku pörin tóku þátt í flestum þeim keppnum sem í boði voru og tókst sumum þeirra að komast á verðlaunapall og jafn- vel að sigra í þeim. Írska keppnin „Celtic Classic“ hefur farið vaxandi undanfarin ár og er þetta annað árið sem íslensk pör fara utan til þátttöku. Íslenskir dansar- ar á faraldsfæti Morgunblaðið/ Jón Svavarsson Alex Freyr Gunnarsson og Sara Kristín Rúnarsdóttir frá Dansíþróttafélagi Kópavogs í danssveiflu. Rúnar Sigurðsson og Björk Guðmundsdóttir frá Dansíþróttafélaginu Gulltoppi með verðlauna- peninginn. DANS Danmörk/Írland ALÞJÓÐLEG DANSMÓT Undanfarnar helgar hafa íslenskir dansarar verið á far- aldsfæti og tekið þátt í tveimur alþjóðlegum mótum. Kara Arngrímsdóttir Hörkukeppni í tvímenningi á Akureyri Tveimur umferðum af þremur er lokið í Heilsuhornstvímenningi Bridsfélags Akureyrar. Spilað var þriðjudagskvöldið 2. mars. 16 pör taka þátt. Heildarstaðan í mótinu eft- ir tvær umferðir: Hjalti Bergmann – Björn Þorláksson 77 Pétur Guðjónsson – Stefán Ragnarsson 69 Jón Sverrisson – Una Sveinsdóttir 36 Hermann H. Huijbens – Ólafur Ágústss. 33 Helgi Steinsson – Gylfi Pálsson 26 Úrslit úr annarri umferð: Helgi Steinsson – Gylfi Pálsson 36 Steinarr Guðm. – Magnús G. Magnúss. 26 Hjalti Bergmann – Björn Þorláksson 26 Hermann H. Huijbens – Ólafur Ágústss. 21 Spilaður var Howel-tvímenningur sunnudagskvöldið 29. febrúar. Úrslit voru: Kolbrún Guðveigsdóttir – Gylfi Pálsson 48 Hermann H. Huijb. – Stefán Vilhjálmss. 38 Reynir Helgason – Stefán Sveinbjörnss. 17 Fímann Stefánsson – Björn Þorláksson 8 Jón Sverrisson – Una Sveinsdóttir 8 Reykjanesmót í tvímenningi 14. mars Reykjanesmót í tvímenningi, sem jafnframt er undankeppni fyrir Ís- landsmót, verður haldið í Hraunholti (Dalshrauni, Hafnarfirði) sunnudag- inn 14. mars kl. 10.00. Reykjanes á átta pör inn á Íslands- mót. Keppnisgjald er 4.500 kr. á par. Keppnisstjóri Eiríkur Hjaltason. Skráning hjá BSÍ, 587 9360, eða hjá Erlu Sigurjónsdóttur, 565 3050. Úr „Gullhreppum“ Nú er nýlega lokið keppni í aðal tvímenningskeppni vetrarins á Flúð- um. Keppnin stóð yfir fjögur kvöld og er alltaf spilað á mánudagskvöld- um. Þetta var hörð og tvísýn keppni en úrslit urðu sem hér segir: Karl Gunnlaugss. – Jóhannes Sigm. 283 Viðar Gunngeirss. – Gunnar Marteinss. 273 Ari Einarsson – Knútur Jóhannesson 273 Anna Ipsen – Pétur Skarphéðinsson 261 Loftur Þorsteinss. – Sigurður Sigm. 254 Margrét Runólfsd. – Bjarni H. Ansnes 236 Bridsfélag Hafnarfjarðar Fyrsta umferð af þremur í hrað- sveitakeppni félagsins fór fram mánudaginn 1. mars og urðu úrslit þessi: Sverrir Jónsson og félagar 568 Einar Sigurðsson og félagar 499 Friðþjófur Einarsson og félagar 496 Hulda Hjálmarsdóttir og félagar 493 Keppni þessi heldur áfram næsta mánudag og einhverjum varð að orði í uppgjafartón að Sverrir þyrfti ekk- ert að mæta; sigurinn væri þegar í höfn. Önnur rödd, öllu brattari, heyrðist þá og sagði að hann skyldi nú fá að vinna fyrir honum. Þannig að það er von á hörkubaráttu í Firðinum næstu mánudaga. Bridsdeild Breiðfirðinga Úrslit síðustu sunnudagskvölda. 22/2 15 pör NS Sveinbjörg Ein. – Þorleifur H. Þórar. 137 Haukur Guðbj. – Sveinn V. Kristinss. 124 Jón Jóhannsson – Birgir Kristjánsson 123 AV Ingibjörg Halldórsd. – Sigríður Pálsd. 148 Birna Lárusd. – Sturlaugur Eyjólfsson 121 Sigþrúður D. Ólafsd. – Unnar Guðm. 119 29/2 15 pör NS Jón Jóhannsson – Birgir Kristjánsson 134 Haukur Guðbj. – Sveinn V. Kristins. 116 Sigþrúður D. Ólafsd. – Unnar Guðm. 107 AV Sigurbjörg Einarsd.– – Páll Þorleifsson 129 Sveinbjörg Egilsd. – Þorleifur H. Þórar. 121 Ingibjörg Halldórsd. – Sigríður Pálsd. 111 Hörður R. Einarss. – Benedikt Egilss. 111 Frá eldri borgurum í Hafnarfirði Þriðjudaginn 2. mars var spilað á tíu borð- um. Meðalskor var 216. Úrslit: Norður/suður Bjarnar Ingimarss. – Ólafur Gíslason 278 Bragi Björnsson – Auðunn Guðmunds. 244 Lilja Kristjánsd. – Sigríður Gunnarsd. 234 Guðmundur Guðm. – Friðrik Herm. 227 Austur/vestur Hermann Valsteinss. – Jón Sævaldss. 236 Jón Gunnarsson – Sigurður Jóhannss. 233 Ingimundur Jónsson – Helgi Einarss. 233 Sófus Berthels. – Haukur Guðmundss. 229 BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.