Morgunblaðið - 05.03.2004, Qupperneq 56
ÍÞRÓTTIR
56 FÖSTUDAGUR 5. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
NÍU leikmenn enska knattspyrnu-
félagsins Leicester City urðu eftir á
La Manga á Spáni í fyrrakvöld þeg-
ar félagar þeirra flugu heim til
Englands eftir nokkurra daga dvöl
þar í æfingabúðum. Átta þeirra
sitja í gæsluvarðhaldi í bænum
Cartagena og þar af hafa fjórir ver-
ið kærðir fyrir kynferðislega árás á
þrjár þýskar konur. Fjórir til við-
bótar eiga yfir höfði sér ákærur
fyrir að brjótast inn í herbergi
kvennanna ásamt hinum og sá ní-
undi var sakaður um að hafa ekki
komið konunum til aðstoðar en
honum var strax sleppt gegn trygg-
ingu.
Matt Elliott er ásakaður um að
hafa ekki boðið fram aðstoð á vett-
vangi glæpsins, og Danny Coyne,
varamarkvörður liðsins, og Þjóð-
verjinn Steffen Freund eru einnig
sakaður um það sama og Elliott.
Frank Sinclair er ásakaður um
kynferðisbrot gagnvart konunum.
Micky Adams knattspyrnustjóri
varð eftir á Spáni, leikmönnunum
til halds og trausts, og fram-
kvæmdastjóri Leicester, Tim Dav-
ies, flaug til Spánar í gær – til að
aðstoða Adams.
Konurnar þrjár tilkynntu lög-
reglu að þær hefðu orðið fyrir kyn-
ferðislegi árás. Þær skýrðu lög-
regluyfirvöldum á flugvellinum í
Alicante frá málinu áður en þær
hugðust fljúga þaðan til Þýska-
lands. Lögreglan fékk þær til að
halda kyrru fyrir á Spáni vegna
málsins.
Níu leikmenn Leicester
handteknir á Spáni
WALLAU Massenheim, með þá
Einar Örn Jónsson og Rúnar Sig-
tryggsson innanborðs, vann Nord-
horn, 36:31, í 1. deild þýska hand-
knattleiksins í fyrrakvöld. Þar vann
félagið sín fyrstu stig á þessu ári í
deildinni, en það hefur byrjað illa eft-
ir hlé sem gert var á keppni vegna
Evrópumóts landsliða í Slóveníu.
Wallau er í 8. sæti af 18 liðum í deild-
inni með 23 stig.
ATLI Þór Samúelsson, leikmaður
HK, var úrskurðaður í eins leiks
bann á fundi aganefndar HSÍ í fyrr-
dag. Atli var útilokaður í leik KA og
HK fyrir skömmu og var þar með
kominn með sex refsistig sem þýðir
eins leiks bann. Atli verður því ekki
með samherjum sínum í HK gegn
Gróttu/KR í úrvalsdeildinni í kvöld.
SARA Jónsdóttir og Ragna Ing-
ólfsdóttir, landsliðskonur í badmin-
ton, sem stefna á ÓL í Aþenu, eru í
30. sæti á heimslista Alþjóða bad-
mintonsambandsins, sem var gefinn
út í gær – í sama sæti síðast er listinn
var gefinn út. Í einliðaleik er Sara í
49. sæti og Ragna í 58. sæti.
LJUBOMIR Vranjes leikur ekki
með sænska landsliðinu í handknatt-
leik vor þegar það mætir Pólverjum í
tveimur leikjum í undankeppni
HM.Vranjes meiddist á öxl í leik
með þýska liðinu Nordhorn í byrjun
desember og hefur ekki leikið hand-
knattleik síðan og missti m.a. af EM í
Slóveníu. Vonir stóðu til þess að
Vranjes gæti farið fljótlega að leika
á ný með Nordhorn, en ekkert hefur
orðið af því. Í fyrradag var Vranjes í
skoðun hjá lækni sænska landsliðs-
ins í Malmö og að henni lokinni sagði
læknirinn að allt benti til þess að
Vranjes leiki ekki handknattleik fyrr
en í sumar eða haust á nýjan leik.
FREDERIC Kanoute, sóknarmað-
ur Tottenham, meiddist í leik með
varaliði félagsins gegn Nottingham
Forest í fyrrakvöld og óvíst er að
hann leiki með aðalliðinu á næstunni.
FÓLK
Það trosnaði upp úr krossbandi ívinstra hné hjá mér og því var
ekkert annað að gera en fara í að-
gerð. Hún gekk
mjög vel og ég
reyndi að styrkja
mig eins og ég gat
áður en ég komst í
fyrsta sinn á skíði í október í fyrra,“
segir Elín, sem verður 19 ára á árinu.
Elín er fædd og uppalin í Hafn-
arfirði og æfði skíði með Ármanni
allt þar til í fyrra að hún skipti yfir í
Skíðafélag Akureyrar og stundar
nám á félagsfræðibraut í Mennta-
skólanum á Akureyri þar sem hún er
á þriðja ári. „Það er talsverður mun-
ur á að stunda íþróttina hér eða í
Reykjavík. Fyrir það fyrsta þá er
veðrið jafnara og betra til að stunda
skíði hér á Akureyri.
Tveir þjálfarar betri en einn
Svo finnst mér afreksstefna Skíða-
félagsins góð og hérna eru tveir
þjálfarar sem gerir það að verkum
að hver og einn fær meiri athygli en
ef þjálfarinn væri bara einn.“
– En hefur ekki verið lítill snjór til
að æfa í vetur?
„Veturinn byrjaði mjög vel, fullt af
snjó og svoleiðins, en svo hafa bara
verið hlýindi þannig að þetta er ekki
alveg nógu gott. Annars hef ég verið
mjög mikið í útlöndum í vetur, fór í
þrjár vikur á eigin vegum til Austur-
ríkis í október og þá steig ég fyrst á
skíði eftir aðgerðina. Svo fór Skíða-
félagið í mánaðarreisu til Noregs og
komum við heim úr þeirri ferð rétt
fyrir jólin og í janúar var farið í
keppnisferð til Noregs. Ég er eig-
inlega búin að fá nóg af Noregi í bili,“
segir Elín og hlær.
Æfum allt árið
Hún segir að skíðamenn æfi ekki
bara þegar það sé snjór. „Við æfum
allt árið, hlaupum, hjólum og lyftum
mikið enda er mikilvægt að vera
sterkur og í góðu formi þegar keppn-
istímabilið hefst. Svo ef það viðrar
vel yfir veturinn þá æfum við í rúma
tvo tíma á hverjum degi, tökum
kannski einn dag í frí í viku. Við
liggjum auðvitað á bæn um að það
verði snjór þannig að við komumst í
fjallið því það er svo miklu skemmti-
legra en að hlaupa eða gera eitthvað
annað en skíða,“ segir Elín.
Í vetur ætlar hún að einbeita sér
að því að lækka punktastöðu sína.
„Fyrst og fremst ætla ég að nota vet-
urinn til að ná mér að fullu eftir
meiðslin, en ég finn enn aðeins til
þegar ég skíða. Sigurinn um helgina
kom því skemmtilega á óvart. Auð-
vitað stefnir maður alltaf að því að
vinna, en ég átti síður von á því.
Laga punktastöðuna
Ég vonast til að geta lækkað mig
eitthvað í punktum í vetur og svo er
markmiðið að taka þetta af fullum
krafti næsta vetur. Eitthvað verður
maður sjálfsagt í útlöndum þá, en
það ræðst dálítið af skólanum líka.“
– Hvort ertu betri í svigi eða stór-
svigi?
„Já, góð spurning,“ segir Elín
hugsi en bætir svo við. „Ég var alltaf
betri í svigi en svo hefur stórsvigið
verið að lagast hjá mér upp á síð-
kastið. Ég kann jafn vel við báðar
greinarnar, snerpuna í sviginu og
hraðann í stórsviginu. Ég hef aldrei
keppt í bruni og aldrei í risasvigi á
móti en ég gæti vel hugsað mér risa-
svigið og léti mig örugglega hafa
það.“
Morgunblaðið/KristjánElín Arnarsdóttir, skíðakona frá Akureyri, er komin á fulla ferð
eftir aðgerð sem gerð var á hné hennar fyrir ári.
Skíðakonan Elín Arnarsdóttir er að
ná fyrri styrk eftir uppskurð á hné
ELÍN Arnarsdóttir, Skíðafélagi Akureyrar, sigraði á tveimur bik-
armótum í stórsvigi á Dalvík um liðna helgi og er efst að stigum í
kvennaflokki eftir fyrstu mótin. Árangur Elínar er athyglisverður
þar sem hún gekkst undir aðgerð á hné í janúar í fyrra og gat ekkert
byrjað að æfa á ný fyrr en í október sl.
Eftir
Skúla Unnar
Sveinsson
ÞÓREY Edda Elísdóttir, stangar-
stökkvari úr FH, þarf að sýna allar
sínar bestu hliðar til þess að
tryggja sér sæti í úrslitum í stang-
arstökki á heimsmeistaramótinu í
frjálsíþróttum sem hefst í Búdapest
í Ungverjalandi í dag. Til þess að
komast í úrslitin verður hún að
stökkva yfir 4,45 metra í undan-
keppninni síðdegis í dag og tryggja
sér sæti í úrslitum sem fram fara á
morgun. Alls eru 20 konur skráðar
til leiks í greininni og aðeins átta
þeirra vinna sér sæti í úrslitum.
Þórey hafnaði í 9. sæti í fyrra og
rétt missti þá af sæti í úrslitum.
Þórey hefur aðeins einu sinni
stokkið yfir 4,45 í vetur, í Aþenu
fyrir um hálfum mánuði en þá lyfti
hún sér yfir 4,50 metra.
Hinn Íslendingurinn sem tekur
þátt í mótinu að þessu sinni, Jón
Arnar Magnússon, Breiðabliki,
verður í eldlínunni á morgun og
hinn. Þá stendur yfir keppnin í sjö-
þraut karla. Andstæðingar Jóns
verða þeir Aleksandr Pogorelov og
Lev Lobodin, frá Rússlandi, Slóven-
inn Ranko Leskovar, Bryan Clay
frá Bandaríkjunum, Erki Nool,
Eistlandi, Dmitry Karpov, Kasakst-
an og heimsmethafinn í tugþraut,
Tékkinn, Roman Sebrle.
Á heimasíðu Alþjóðafrjáls-
íþróttasambandsins er reiknað með
að keppnin um gullverðlaunin
standi á milli, Nools, Sebrle, Kar-
povs og Lobodins. Ekki var þar tal-
ið að Jón Arnar blandaði sér í bar-
áttuna, en hann vann bronsverð-
laun í sjöþaut á HM 1997 og silfur-
verðlaun fjórum árum síðar í
Lissabon. Íslands- og Norður-
landamet Jóns Arnars er 6.293 stig.
Þórey verður að
stökkva yfir 4,45 m
Kom, sá
og sigraði
á Dalvík