Vísir - 02.04.1981, Síða 28

Vísir - 02.04.1981, Síða 28
síminn er 86611 veöurspá! dagsíns j Skammtfyrir austan land er | 10095 mb lægö á hreyfingu _ norðaustur, önnur kyrrstæð er y 990 mb djúp á sunnanverðu _ Grænlandshafi, sú þriöja 980 |>. mb djúp er 900 km suðvestur i _ hafi á fremur hraöri heyfingu noröaustur. Suðurland: Sunnan gola eða kaldi og smá- ■ skúrir fyrst, en allhvöss sunn- ■ an átt og rigning er liður á B daginn. Faxaflói til Vestfjaröa: Suövestan gola eöa kaldi. Strandir og Norðurland vestra ^ og eystra: Hægviðri og viðast skýjað ■ fyrst, gengur i sunnan kalda B og léttir til siödegis. Austurland að Glettingi og : | Austfirðir: Hægviðri og sumstaðar létt- f| skýjað, gengur i suðvestan og vestan kalda og léttir til pj siðdegis. „ Suðausturland: Norðaustan gola eða kaldi og _ viða léttskýjað fyrst, gengur i | vestan og suðvestan kalda og _ þykknar upp, er liður á morg- g uninn, en suðvestan og sunnan rjs stinningskaidi og skúrir sið- La degis. ■ veðrið hér og par Veðrir klukkan sex i morgun: Akureyri skýjað 4-1, Bergen rigning og súld 5, Helsinki léttskýjað 1, Kaupmannahöfn skýjað 6, Reykjavík skýjað 1, Stokkhólmur skýjaö 2, Þórs- höfn þokumóöa 7. Veðrið klukkan átján i gær: Aþena alskýjað 12, Berlfn mistur 14, Feneyjar þoku- móða 15, Frankfurtþokumóða 14, Nuuk snjókoma -11, London mistur 10, Mallorka skýjaö 15, Paris þokumóöa 10, Róm þokumóða 14, Malaga LOHI SEGIR Vegna hertrar verðstöðvunar hefur brennivin verið hækkað, sömuleiðis tóbak, svo og slm-i töl til útlanda sem og... I Tlllögur nefndar um að létta byrðl íbúðakaupenda: Skuldum ydr 20 bús. breyll í to ára lán - Bankar neita milligöngu Húsnæðismálastofnunar Enn ikannrað verða nokkur bið á þvi, að létt verði á klyfjum húsbyggjenda og húsnæðis- kaupenda með breytingum skammtimalána i lengri lán, sem rikisstjórnin boðaði um áramótin. Stjórnskipuð nefnd undir for- ystu Jóns G. Sólnes fv. alþingis- manns skilaði fyrir þó nokkru tillögum um tilhögun lána- breytinganna. Þar var gert ráð fyrir þvi að bankar og spari- sjóðir legðu til fjármagnið, sem hefði þó aðallega þýtt lengri bindingu lánsfjár til þess ara mála. Hins vegar var lagt til i nefndarálitinu, að Húsnæðis- málastofnun annaöist milli- göngu um lánabreytingarnar, en þvi munu bæði bankar og sparisjóðir hafna alfariö, og þar stendur hnifurinn i kúnni, skv. heimildum Visis. Alit stjórnskipuðu nefndar- innar og tillögur liggja ekki á lausu, en Visir hefur áreiöan- legar heimildir um það að aðal- atriðin i tillögunum séu: Þeim sem byggt hafa eða keypt i- búðarhúsnæði á s.l. 4 árum og skulda meira en 20 þúsund krón- ur i skammtimalánum (vixlum, vaxtaaukalánum o.fl.), sem rekja má til framkvæmda eða kaupa, verði boðin 10 ára lán með 2.0% vöxtum og lánskjara- visitölu (þ.e. fullri verðtrygg- ingu). Hámark var ekki nefnt, en talað hefur verið um 80-90 þúsund krónur. Gert var ráð fyrir milligöngu Húsnæöismála- stofnunar þar sem hún hefur einu samanteknu gögnin um þa, sem hér eiga hlut að máli. Talið er að 2.000 — 4.000 byggjendur og kaupendur eigi i þeim vanda meira eða minna, sem ætlað er að leysa úr. Það mun að vonum vefjast fyrir, hvernig eigi að meta út af fyrir sig þann fjárhagsvanda hvers og eins sem málið snýst um, m.a. vegna þess að margs konar óbeinar skuldir kunna aö hafa hlaðist upp hjá viðkom- andi. —HERB Margir girntust undratækið Vísismenn brugðu á leik i gær, eins og vera ber fyrsta aprií. Blaðið sagði frá nýju undratæki, sem breytti venjulegu kasettu- tæki i myndsegúlband, og var þetta tæki i ofanálag frekar ódýrt. Það áttuðu sig fæstir á þvi, að hér væri um aprílgabb að ræða, þvi að tækniþróunin er svo ör. All- margir lögðu þvi leið sina inn að Siðumúla 17, þar sem sagt var að tækið fengist, og enn fleiri hringdu i Radióþjónustu Bjarna, sem er þar til húsa. Þvi miður er þetta tæki ekki komiö á markaðinn, en hver veit nema svo verði innan tiöar? ATA Deiian l Hl: „Reyna að spilla samstöðunni” Allt stendur kolfast i kjaradeilu stundakennara við Háskóla fslands og ráðuneytanna. Engar viðræður hafa verið boðaðar, enda lita stundakennarar svo á, að frumkvæði eigi að koma frá ráöuneytunum. „Þeir hafa ekki beðið um nein- ar viöræður viö ráðuneytin og ekkert hefur verið ákveöið þar um”, sagöi Þorsteinn Geirsson, deildarstjóri i Fjármálaráðu- neytinu, þegar Visir ræddi viö hann. A siöasta viðræðufundi stunda- kennara og ráöuneytanna kom fram sú hugmynd hjá stunda- kennurum, aö gæfu ráðuneytin út skriflega yfirlýsii/gu um, að regl- ur um stundakennslu yröu endur- skoðaðar i samráði viö stunda- kennara, og að þeim yrði breytt fyrir haustið, þá skyldi lagt til aö verkfallinu yrði aflýst. Við þessu uröu ráðuneytin ekki. „Við litum svo á, aö þetta sé aö- eins staðfesting á þvi, að þeir vilji ekki tala við okkur, og aö mark- mið þeirra sé að spilla þeirri samstööu, sem náðst hefur i félaginu og reyna aö ráða þaö af dögum”, sagði Ölafur Jónsson, bókmenntafræöingur i morgun. —JSS 1 tilefni 10 ára afmælis Bilaleigu Loftleiða var efnt til „Borgarralls” á 22 bflum frá leigunni I gær. Það var tryggingafyrirtæki bflaleigunnar, Abbey Life, sem stóð fyrir rallinu, og ökumennirnir allir sölu- menn hjá tryggingarfyrirtækinu. Ekki var lagt upp úr hraðaakstri, en þátttakendur óku eftir korti og þurftu að koma við á 27 stöðum. Sigurvegarar urðu Ralph Peters og David Knox og á myndinni eru þeir kampakátir með sigurlaunin og eiginkonurnar. Visismynd :GVA Steinullarslagur í aðsigi á AlDingi „Það er rétt að koma fram I þinginu tillaga frá iðnaðar- ráðherra um heimild til að reisa steinullarverksmiðju, en það er ekki miðað við ákveðinn stað, fyrr en búið er að ganga frá hon- um.” Þetta sagði Garðar Sigurðs- son, þegar hann var spurður, hvort þeir þingmenn Sunnlend- inga muni á næstunni flytja til- lögu um byggingu slikrar verk- smiðju á Þorlákshöfn. Slðan bætti hann við: „Svökölluð niðurstaða staðar- valsnefndar tekur ekki afstöðu til þess. Sá stóri og merki starfshóp- ur mikilhæfra vlsindamanna gat nú ekki fundiö það, sem hann átti að finna, þótt hann starfaöi i heilt ár. —Verða þá stjórnmálamenn- irnir ekki að taka ákvörðun? „Jú, ef þeir þora aö taka ákvörðun. Auðvitað munum við reka á eftir þvi, að hún verði reist á Suöurlandi. Og vitanlega fara menn ekki að búa til verksmiðju, sem framleiðir 5 þús. tonn, eftir frönsku patenti, sem er bundið þvi skilyröi, að ekki megi flytja korn af framleiðslunni til landa Efnahagsbandalagsins. Þa kemur fram i áliti staðarvals- nefndar að það sé ekki hægt að mæla með þeirri aðferð, sem Fransmenn nota, þótt hún sé hlut- dræg á margan hátt.” „Við munum allavega beita okkur fyrir, að hún verði reist,” sagði Magnús Magnússon, þegar hann var spurður um tillöguflutn- ing, „og mér þykir liklegt, að við flytjum tillögu.” Páll Pétursson var spuröur, hvort þingmenn Norðurlands vestra muni flytja tillögu um byggingu verksmiðju fyrir norð- an: „Ég geri ráð fyrir, aö þegar okkur þykir ástæða til, muni ekki standa á okkur að undirbúa og flytja.” SV

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.