Vísir - 24.04.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 24.04.1981, Blaðsíða 5
5 Föstudagur 24. aprll 1981 VlSIR BÍ99S frjáls ferða sfnna Lestarræninginn, Ronald Biggs, var látinn laus úr haldi á Barbados-eyjum igær, og mun að likindum fljúga til Brasiliu siðar i dag. Biggs hafði áfrýjað úrskurði undirréttar um, að hann skyldi framseldur breskum yfirvöldum, og i áfrýjunarréttinum var þeim úrskurði hnekkt. Biggs er frjáls ferða sinna. Byggði áfrýjunarrétturinn niðurstöðu sina á þvi, að lögin um gagnkvæman framsalssamning Bretlands og Barbados hefðu á sinum tima ekki verið borin undir löggjafarsamkomu Barbados og gildi þeirra orkaði þvi tvimælis. Brasilisk yfirvöld, sem mislik- aði, að Biggs var rænt i Rio de Janeiro og fluttur sem fangi til Barbados i lystisnekkju, sem ræningjarnir réðu, höfðu gert kröfu um, að hann yrði sendur aftur til Braziliu. Brasilia neitaði Bretum að framselja Biggs 1974, þvi að þá var hann oröinn barns- faðir brasiliskrar konu, sem Biggs býr að visu ekki með leng- ur. „Ég er mjög feginn þessum málalokum, og óska einskis annars en komast aftur til Brasi- liu og fá að lifa lifi minu i friði,” sagði Biggs við fréttamenn I gær. Hann lét ekki vel af fangavistinni. Sagði hann vistarverur ófagrar og fæðið ólýsanlegt. Biggs fékk að hringja I son sinn Mike i Rió, en sá er nú orðinn sex ára. „Ég sagði honum, að ég mundi núna koma heim hvað úr hverju,” sagði Biggs. Suslov stappar siállnu I komm- únlsla Póllands Viðræður Mikhails Suslovs, hugmyndafræðings Kremlstjórn- arinnar, við kommúnistaleiðtoga Póllands, hafa ekki varpað neinu nýju ljósi á, hverjar fyrirætlanir Kreml séu varðandi Pólland. Þaö kom mjög á óvart, þegar Suslov birtist i Varsjá i gær, viku áður en miðstjórn pólska kommúnistaflokksins kemur saman til fundar. Telja menn, að tilgangur ferðar Suslovs sé að stappa stálinu i harðlinumenn innan flokksins og herða þá til þess að stemma stigu við upp- göngu endurbótasinna. Vitað er, að innan kommúnista- flokksins pólska hefur hver hönd- in verið uppi á móti annarri að undanförnu, þar sem fram hafa komið kröfur um breytingar i átt til aukins lýðræðis og að harðlínu- menn yröu látnir vikja úr áhrifa stöðum. Pólska fréttastofan PAP, segir af fundum Suslovs og miðstjórn- armanna i Varsjá, að viðræður þeirra hafi verið „hjartanlegar og I flokksanda”. Mikhail Suslov, hugmyndafræð- ingur Kremlklikunnar og einn af mestu áhrifamönnum Sovétríkj- anna fór í skyndingu til Varsjár til viðræðna við leiðtoga pólska kom miínistaflokksins. Sands ráöinn í aö svelta slg til bana 55. dagurinn í hungurverkfalli Bobby Sands er runninn upp, og Chlrac dregur á Gis card og Mltterrand Siðustu skoðanakannanir i Frakklandi hafa sýnt svo mikla fylgisaukningu gaullistans, Jacques Chirac, að margir hafa látið sér detta i hug, hvort hann mundi verða frambjóðandinn, sem flest atkvæði fengi auk Gis- card d’Estaings forseta. Keppinautar hans hafa siðustu daga snúið sér að þvi að gera sem minnst úr slikum vangaveltum, og siðast i gær sagði leiðtogi sócialista, Francois Mitterrand, fréttamönnum, áð útilokað væri, að annar frambjóðandinn i seinni umferð kosninganna (10. mai) yrði ekki fulltrúi vinstri aflanna. 1 siðustu viku höfðu menn þóst sjá öll teikn á lofti benda til ein- vigis milli Mitterrands og D’Estaings i siðari umferðinni. En siðasta skoðanakönnunin, sem leyfilegt er að birta fyrir kosningarnar, var kunngerð um siðustu helgi. Samkvæmt niður- stöðum hennar naut Giscard 27% fylgis, Mitterrand 23,5% og Chi- rac 17%. — Áður höfðu Giscard og Mitterrand verið nánast jafnir að fylgi, og aðrir frambjóðendur langt á eftir. Af þessu sýnist, sem Chirac auki fylgi sitt, eftir þvi sem nær dregur kosningunum, og það á kostnað þeirra beggja Gis- cards og Mitterrands og þó meira Mitterrands. segja vinir hans, aö hann sé lang- leiðina búinn að missa sjón og heyrn. Þeir spá þvi, að hann eigi ekki nema þrjá daga eftir ólifaða. Samtimis vex spennan á Norð- ur-lrlandi og var meðlimur i varaliði hersins skotinn til bana I gær af ókunnum flugumönnum, en komiö hefur til átaka I Belfast og Londonderry, þar sem stuðn- ingsmenn Sands hafa haft sig i frammi. 'Sands var kjörinn fyrir tveim vikum á breska þingið, en hann afplánar 14 ára fangelsisdóm fyrir ólöglega byssueign og vopnaburö. Hann er I hungur- verkfalli til þess að knýja fram viöurkenningu yfirvalda á póli- tiskri stöðu fanga úr hópi IRA Nánustu vinir Sands, sem hafa heimsótt hann i fangelsið, segja, aö hann sé staðráðinn i að hætta ekki við hungurverkfallið. Reagan ávarp- ar pinoið senn Reagan forseti mun ávarpa Bandarikjaþing á þriðjudag og verður það i fyrsta sinn, sem hann kemur opinberlega fram eftir tilræðið sem honum var sýnt. Hann mun tala fyrir frum- varpi sinu um ráöstafanir I efna- hagsmálum. Mun Reagan ávarpa sameinaðan fund fulltrúadeildar og öldungadeildar, og leggja þar áherslu á tillögur sinar um lækkun tekjuskatts og niðurskurö á Utgjöldum þess opinbera. Forsetinn er sagöur á góðum batavegi og lungnasár hans grær vel. 21 skærullði felldur I salvador 21 vinstrisinna skæruliði var felldur I átökum I E1 Salvador i gær, þar sem tvivegis sló I brýnu milli skæruliða og stjórnarher- manna. Bardagarnir voru háðir i norðurhéraðinu Chalantanango og bænum Tejutepueque, sem er 50km austur af höuðborginni, San Salvador. Talsmenn hersins segja, að herflokkar hafi fundið lik tiu bænda, sem skæruliðar höfðu tek- ið alla af lifi i einu. Svipuð fjölda- morö munu hafa veriö framin á sömu slóðum (30 km norður af höfuöborginni) fyrir þrem vikum. Það er taliö, að alls hafi um 16 þúsundir manna látið lifið i þeirri sturlungaöld, sem hófst I E1 Salvador I ársbyrjun I fyrra. Mannréttindasamtök og kirkj- unnar menn telja, að flestir hafi fallið fyrir hendi öfgasinnaðra hægrimanna. Rekur kynvíllu III hormónavlklunar Austur-þýskur visindamaður hefur vakiö alþjóða athygli fyrir hugmyndir sinar um, að kynvillu megi rekja til hormónavixlunar fyrir fæðingu. Gunther Dörner prófessor (52 ára) er yfirmaður „endochrino- logy”-deildar Charite-háskóla- spltalans I A-Berlin og hefur oröið eftirsóttur fyrirlesari á ráöstefn- um lækna, sálfræöinga og félags- fræðinga um kynferðismál fyrir þessar kenningar sinar. Þær hafa mætt harðri andstööu meðal manna sérfróðra á þessu atferlissviði manneskjunnar, en þeir vilja margir telja kynvillu meir áskapaða en meðfædda og leita orsaka hennar I umhverfi og uppvaxtaráhrifum kynvillinga. Þeir lýsa hugmyndum Dörners sem tilraun til þess að marka kynvillinga sem „hormóna- krypplinga”. Grant kvæntur I fimmta slnn Kvikmyndaleikarinn Gary Grant, sem nú er orðinn 77 ára, munhafagengið i hjónaband með þritugri breskri konu, Barbara Harris að nafni. Er þetta fimmta hjónaband Grants, en vigslan fór fram með leynd og ekki vitað hvenær. Vinir þeirra telja, að það sé nýskeð. Grant og Barbara hafa staðfest við vini sina, að þau séu gift. Það var haft eftir móður Bar- börunýlega.aðnærhefðilitið yfir hana, þegar dóttir hennar sagðist ástfangin i Grant: „Þegar allt kemur til alls er hann 15 árum eldri en faðir hannar,” sagði hún. 10 millión doiiara krossi slolið 300 ára gömlum gullkrossi sem metinn er til 10 milljóna dollara, hefur verið stolið af v-þýskum trúboða, sem brá sér inn á mat- stofu i Lima. Trúboðinn var á leið með kross- inn til sýningar á ferð sinni milli trúboðsstöðva i Suður-Ameriku. Hafði hann lagt frá sér töskuna með krossinum inni i matsölunni, en þegar hann vissi næst af, var krossinn horfinn. Taskan fannst tóm skömmu siðar úti á næsta götuhorni. Burton á sjúkrahúsi Breski leikarinn, Richard Bur- ton, er sagður vera við sæmilega liðan eftir aðgerð, sem læknar sjúkrahúss I Los Angeles gerðu á hálsi honum. Hinn 55 ára Burton verður að taka sér fri frá hlutverki sinu i söngleiknum „Camelot”, sem sýndur hefur verið hér og þar i Bandarikjunum núna i 10 mánuöi. Við hlutverki hans tekur i bili Richard Harris.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.