Vísir - 24.04.1981, Blaðsíða 31

Vísir - 24.04.1981, Blaðsíða 31
Föstudagur 24. apríl 1981 VÍSIR Vísir tekur nú upp þá nýbreytni að velja Su nrta rstú I ku vikunnar. Birt verður mynd af stúlku vikunnar á hverj- um föstudegi ásamt helstu upplýsingum um hana. Allar ábendingar eru vel þegnar við val á Sumarstúlkum og við vonum að þessi ný- breyttni falli í góðan jarðveg hjá lesendum. Ásdís heitir hún» sumar- stúlkan okkar þessa vik- una og er Loftsdóttir. Hún er 23ja ára blómarós fædd og uppalin i Vest- mannaeyjum. Ásdis er við nám í öldungadeild Menntaskó la n s við Hamrahlíð og á þar einn vetureftirí stúdentspróf. Hún hefur stundað sýningarstörf erlendiS/ auk þess sem hún hefur fengist við hannyrðir. Við spurðum Ásdísi hvort hægt væri að hasla sér völl hérlendis við hönnun fatnaðar. //Já/ hvers vegna ekki/ ég hef þegar selt hér kápur/ sem ég hef hannað úr Gef junartepp- unv en annars sýnist mér mun meiri möguleikar viðþettaerlendis". Ásdís sagðist aðspurð um frekari áhugamál/ einnig' vera með fjöl- skyldusjúkdóminn, sem væri lestur góðra bóka. Við óskum þessari fyrstu Sumarstúlku okkar til hamingju með nýbyrjað sumar, sannfærðir um að blómarós prýði það enn frekar. (Visism.: GVA). Sumarslúlka vlkunnar: Ásdís Loftsdóttir 31 Einn aö tafli gegn heimsveldi Er skákin pólitlsk spyrja menn þessa dagana, nú þegar Viktor Korchnoi er staddur hér á landi til aö biöja menn stuön- ings viö fararleyfi handa fjöl- skyldu sinni úr Sovétríkjunum. Og svariö hlýtur aö vera aö skákin er pólitfsk þann dag sem einhver hinna voldugu aöila I heiminum vill hafa hana þaö. Þess vegna er nú veriö aö heyja mesta skákeinvígi aldarinnar — einn maöur teflir gegn heims- veidi. Viö sjáum ekki I fljótu bragöi aö þaö fái staöist aö Korchnoi veröi I betri aöstööu i einviginu viö Sovétríkin eftir aö hafa unn- iö Karpov. Barátta hans hlýtur auövitaö aö halda áfram, en aö eöli til veröur hún sama einvigiö og áöur, nema þá tefla Sovétrlk- in viö heimsmeistara — og hafa rangt viö. Þau hafa rangt viö vegna þess aö Helsinki-sáttmál- inn kveöur svo á, aö hver maöur sé frjáls feröa sinna. Helsinki- sáttmálinn segir ekki, aö geyma eigi konu Korchnois I einangrun og son hans I fangelsi, vilji þau komast úr landi. Helsinki-sátt- málinn bannar ekki aö Korchnoi fái aösameinastfjölskyldu sinni aö nýju. Hann kveöur einmitt öfugt á um slika hiuti, vegna þess aö hann kveöur á um al- menn mannréttindi. En Sovét- rikin höföu ekki fyrr skrifaö undir þennan sáttmála, af allt öörum ástæöum, en þau ráku sig á þaö, aö þeim var nauösyn- legt aö svikja þýöingarmestu ákvæöi sáttmálans aö mati manna á Vesturlöndum, jafnvel áöur en kom til opinberra átaka I austantjaldslöndum vegna sáttmálssvika. Af þessum sökum heyr nú Korchnoi sina pólitisku skák á heimsmóti, sem hvergi á sinn lika. Hann leggur jafnvel leiö sina til tslands i þessu skyni, þar sem nokkrir menn hafa staöiö fyrir samstööu til stuön- ings honum. tsland má sin auö- vitaö ekki mikils, en þaö sýnir þýöingu þessa máls, aö jafnvel minnsti bróöir f leik er ekki undanskilinn. Þaö hundraö manna, sem skrifaöi undir stuöning viö mál Korchnois fékk svo alveg sérstaka kveöju frá fulltrúum þeirra, sem svikiö hafa Helsinki-sáttmálann viö hvert tækifæri. Sovéska sendi- ráöiö I Reykjavik neitaöi aö taka viö andmálaskjali. Þaö vildi ekki rödd landsmanna, frekar en raddir annarra, eins og t.d. i PóIIandi og Afganistan? Inn I þetta mál hér á iandi blandast svo undarlegar deilur innan skákheimsins, sem aöeins er á færi reyndustu manna i gambitum og fingurbrjótum aö skilja. Taflfélag Reykjavikur býöur Korchnoi hingaö vegna afmælis. Skáksamband tslands er alls ekki viöbúiö þessari heimsókn. Forustumenn þess viröast hvergi koma nærri. Þar hefur nýveriö oröiö stjórnar- bylting og dr. Ingimar Jónsson tekiö viö formennsku, maöur sem samdi m.a. doktorsritgerö sina I einhverju austantjaldrlk- inu um vammir islendinga i bland viö texta um Iþróttir. Viö brögö hans viö heimsókn Korchnois eru mjög I anda viö- bragöa Sigurjóns Péturssonar, eiliföarforseta borgarstjórnar, sem geröi athugasemd viö texta i stuöningsmannaávarpi og neitaöi aö skrifa undir. Hann er þvi ekki á svörtum lista hjá sovézka sendiráöinu. Þannig teflist hin pólitlska skák einnig hér á landi, þótt þaö frávik hafi oröiö nú, aö maöur á borö viö Svavar Gestsson skrifaöi undir ávarpiö og er meiri fyrir. Viö skulum vona aö Viktor Korchnoi fái aö sjá fjölskyldu slna áöur en langt um liöur. Mál hans og saga þess sýnir aftur á móti, aö hin pólitiska skák er tefld I s (felldu. Stundum hverfa heil lönd úr hópi sjálfstæöra rikja vegna afleikja og menn veröa hugsi um stund. Þegar einstaklingar eru i húfi þykir okkur meira I hættu. Og þegar brotnir eru mannréttindasátt- málar viljum viö helst aö gripiö sétil meiri aögeröa en þeirra aö láta skella á sig huröum I sovéska sendiráöinu. Svarthöföi.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.