Vísir - 24.04.1981, Blaðsíða 13
Föstudagur 24. apríl 1981
Unnið að viðgerðum á hinni rammgerðu eikarhurð, sem sparkað var inn á afgreiöslugólfið I áfengis-
versiuninni i Eyjum. Eins og sjá má var hurðinni hallað upp að afgreiðsluborðinu á meöan viðgerð fór
fram, en hurðarkarmurinn er á góifinu. — (Visismynd-.Guöm.Sifg.Vm)
innbrotið I áfenglsútsöluna I Eyjum:
Tuttugu áfengis-
flðskum stolið
Aðfararnótt mánudagsins á
annan i' páskum var brotist inn i
áfengis- og tóbaksverslun rikisins
i Vestmannaeyjum. Ekki hafði
verið biíið að endurraða i
hillurnar frá siðasta söludegi, en
við talningu kom i ljós að stolið
hafði verið milli 15 og 20 flöskum.
Það var um klukkan 03.10 að
lögreglunni var tilkynnt um
innbrotið. Þegar að var komið,
var búið að sparka upp ramm-
gerðri útihurð áfengissölunnar úr
Jan Mayen
sáttmálinn:
uppkast
Uppkast að sáttmála um skipt-
ingu gæða hafsins og hafsbotnsins
við Jan Mayen liggur nú fyrir
rikisstjórnum Islands og Noregs,
að þvi er Hans G. Andersen tjáði
Visi. Hann kvað varla hægt að
segja að timamörk giltu um af-
greiðslu þeirra og um málið væri
ekki unnt að fjalla frekar fyrr en
afstaða rikisstjórnanna lægi á
borðinu.
Þeir Hans, Jens Evensen frá
Noregi og Elliot Richardson frá
Bandarikjunum eru i sáttmála-
nefnd, og er uppkastið afrakstur
af starfi þeirra.
HERB
karminum og lá hurðin á gólfinu
inni i búðinni.
Þjófavarnarkerfið fór ekki i
gang, en við athugun lögregl-
unnar fór kerfið i gang, svo óljóst
er hvort kerfið hefur reynst bilað
eða hvort um kunnugleika inn-
brotsþjófanna var að ræða
varðandi þjófavarnarkerfið. Ekki
náðist i innbrotsþjófana, en
sjónvarvottar sáu einhverja á
stjái i kringum áfengisútsöluna
um svipað leyti og innbrotið átti
ser stað. _Asm/ — AS.
Ráðstefna um Líf I trú:
ÁHERSLA A HINA
MANNLEGU ÁRVRGÐ
Ráðstefna um kristilega sið-
fræði, Lif i trú, sem haldin var i
Reykjavik um siðustu mánaða-
mót að tilhlutan KFUM og K,
Sambands isl. kristniboðsfélaga,
Kristilegra skólasamtaka og
kristilegs stúdentafélags, sam-
þykkti stuðningsyfirlýsingu við
framkomið frumvarp Þorvaldar
Garðars Kristjánssonar til breyt-
ingará lögum um fóstureyðingar,
þar sem allt mannlegt lif er að
kristnum skilningi heilagt i öllum
myndum sinum frá getnaði til
grafar, eins og segir i ályktun
ráðstefnunnar. Þá er kvatt til
þess að kristnir menn standi vörð
um kristin siðgæðisviðmið og
kristinn mannskilning. Aherslu
ber að leggja á þá ábyrgð sem
maðurinn, sem sköpun guðs, ber
á sjálfum sér, náunga sinum og
umhverfi.
Alþingi er hvatt til þess að taka
fullt tillit til hinna kristilegu
manngildissjónarmiða, og gæta
sérstaklega að rétti ýmissa
minnihlutahópa i þjóðfélaginu.
Þá er hvatt til aukinnar fjöl-
skylduverndar. —AS
Kappræöur ungllnga
Enn á ný er Æskulýðssamband
Alþýðubandalagsins og Samband
ungra Sjálfstæðismanna að
undirbúa reisu mikla um landið, i
hverri samböndin munu rifast
opinberlega fyrir hvern sem
heyra vill.
Fundirnir verða haldnir á tima-
bilinu 29. apríi til 9. mai, og verða
á eftirtöldum stöðum: Reykjavik,
Akranesi, Akureyri, Egilsstöð-
um, Selfossi, Vestmannaeyjum
og Hafnarfirði.
Umræðuefni fundanna verður
„Hvert stefnir á Islandi, hverju
þarf að breyta”, og munu þrii
menn frá hvorum aðila etja
kappi. -P-M
Vörubílstjórar!
Höfum fyrirliggjandi
mikið úrval af
Æcx
hemlaborðum í
Scania,
Benz,
GMC,
Henchel,
Man og
Volvo
Stilling hf.
Skeifan 11, símar 31340 og 82740
Sérstaklega handhægar,
liprar og fyrirferöarlitlar
með sólskyggni.
Á ótrúlega góðu verði,
eða kr. 650.—
INCVAR HELGASON
Vonarlandi v/Sogaveg — Sími 33560.
Barnakerrur
JENSEN
Bílhátalarar
hjá
Gunnari Ásgeirssyni
sími 35200