Vísir - 24.04.1981, Blaðsíða 18
18
VÍSIR
Föstudagur 24. april 1981
„Allt vitlaust ad
gcra
Ragnar Sigurðsson hjá
Bílaaðstoð h/f
Brautarholti 24, hefur
auglýst sprautunar-
þjónustu f yrir
bílaeigendur af og til
undanfarin ár með
mynda og árangur «°m ní* ^ C*ð
verið allgóður. nv Í,fsÞfautu^1 nn‘ð sjá?fu verðj
Þegar Vísir byrjaði hoit 24nurnar. sPan/^ bflinn
með þáþjónustuvið/lr^gjö/)f.^a'JnJð0?'ð > Bran,þvi
viðskiptavini sína i2f%a «36o (o "aö‘nn eaör'
að birta myndir *. J9-*«aa£L°Wð dlíkW$
með smáauglýsingum, hf 'Braút8a fra
stórjókst eftir- artloitj
spurn ef tir plássi á sprautunarverkstæði hans,
enda segir Ragnar „að nú sé allt vitlaust að gera"
Smáauglysing í VÍSI er
mynda(r) auglysing
Sama verö
Siminn er 8-66-11
Smurbrauðstofan
ÐJORIMIIMIM
Njólsgötu 49 — Simi 15105
HOTEL VARÐBORG
AKUREYRI
SfMI (96)22600
Góð gistiherbergi
Morgunverður
Kvöldverður
Næg bilastæði
Er i hjarta bæjarins.
-'q XNsL,
)«■[ l
HARGREIÐSLUSTOFAIM
KLAPPARSTÍG 29
(milli Laugavegs og Hverfisgötu)
Opið á
laugardögum
Timapantanir
i sima
13010
EINKAVIÐTAL VÍSIS VID VIKTOR K
Rætt viö Korchnoi, Högni, meistarinn, Einar og blaöamaöur VIsis.
VIsis-mynd'GVA
„Skákln er líf
uiltt og slarf”
- „Ég varð að briöla af mér kröfur og kúgun
til bess að llfa lengur”
Hann kemur niöur i móttöku-
salinn á Hótel Loftleiöum, viö-
komustaönum þessa dagana, ný-
vaknaöur og hvildur, eldhress og
tilbúinn i átta manna sjónvarps-
slaginn eftir nokkra stundar-
fjórðunga. Það er Viktor
Korchnoi stórmeistari i skák og
áskorandi um heimsmeistara-
titilinn, sem ég hef mælt mér mót
viö. En timinn er naumur og saga
mannsins er löng, svo aö við get-
um einungis skotist á um fátt eitt i
þetta sinn.
Korchnoi er rétt tæplega
fimmtugur, hann er meðalmaður
á hæð með rúnað andlit, skalla og
grásprengdan hárkraga, en stælt-
ur á likama og léttur i spori og öll-
um hreyfingum.
Hann hefur verið i hópi sterk-
ustu skákmanna I heiminum i
rúma þrjá áratugi. Hann er
Sovétmaður og var búsettur fyrir
austan þar til fyrir fjórum árum,
er hann „stakk af” vestur fyrir
tjald.
Við fáum okkur sæti stundar-
korn innan um blómin á hótelinu,
i skugga milli sólargeislanna,
sem teygja sig inn um allt á næst
siöasta degi vetrarins.
Hjá okkur setjast þeir Einar S.
Einrsson, forseti Slcáksambands
Norðurlanda, og Högni Torfason,
sem nýverið þýddi bók
Korchnois, Fjandskák. Þeir eru
komnir á vegum Taflfélags
Reykjavikur til þess að lóösa
stórmeistarann i húsakynni
Sjónvarpsins.
Þeir þekkjast, Korchnoi, Einar
og Högni, og það er eins og
meistaranum þyki traustara að
hafa þá i nánd, á tali við
bláókunnugan. Ég byrja að
spyrja, og Korchnoi svarar afar
greiðlega, en það er samt eins og
hann sé ekkert frekar að tala við
mig, hann talar eins og til okkar
allra i senn og einhverra miklu
fleiri.
„Skákin er lif mitt og starf”,
segir Korchnoi, „ég hef sökkt mér
I iökun hennar síðan ég var strák-
ur og er búinn að tefla látlaust I
vist bráðum 35 ár. Skákin er dáð
og i hávegum höfð i Sovétrikjun-
um, en það er með hana eins og
allt annað þar, að árangur á ekki
aðeins að tákna blómlegt skáklif,
hún á einnig að bera góðu skipu-
lagi vitni og vera tákn til sýnis um
yfirburði kommúnismans i
framkvæmd.
Þetta þýddi I rauninni, að vald-
hafarnir notuðu okkur skákmenn-
ina eins og taflmenn i hinni
pólitisku refskák. Ég kunni þessu
aldrei og rakst ekki i flokknum,
og ég gat ekki þagað. Smám
saman dró sundur með mér og
þessum aðstæðum, ég þoldi þær
ekki lengur, ég varð að brjóta af
mér valdskipaðar kröfur og
kúgun til þess að lifa, til þess að
geta lifað lengur sem skákmaður.
Þeir voru komnir með mig á
svartan lista og það var orðið úti-
lokað fyrir mig að eygja nokkra
frekari framavon við skákborðið.
Svo aö þaö var að hrökkva eða
stökkva.”
Konan og sonurinn
Korchnoi átti þess engan kost
að ná eiginkonu sinni og syni með
sér, eins og tlðast er i tilfellum af
þessu tagi. Sú saga er kunn og
barátta beirra allra fyrir þvi i
þrjú siðustu ár að ná saman aftur.
Sá hluti af lifi þessarar
fjölskyldu er harmsaga, þvi
miður mörgum öðrum lik, og ber
vitni um forneskju og kúgun, svo
viðsfjarri hugmyndum okkar sem
búum i frjálsum þjóöfélögum, að
slikt er ofvaxið okkar skilningi.
Æ fleiri slást nú i liö með
Korchnoi-fjölskyldunni og
heimsókn meistarans hingað nú
er öðrum þræði gerði til þess að
afla honum fylgis til þess að fá
konu sina og son leyst úr gislingu.
Leikur kerfisins
Er hægt að segja, að konu þinni
og syni sé haldið sem gislum?
„Já”, segir Krochnoi dapur-
lega, „já. Mér er auðvitað ljóst,
að svona er ástatt fyrir fleirum,
en eriginn einn glæpur réttlætir
annan, og þaö þótt aðrir séu pynt-
aðir er engin röksemd fyrir þvi,
að við séum pyntuð, þvert á móti
kallar það á baráttu fyrir réttlæti.
í minu tilviki er þetta deginum
ljósara, þegar ég stend nú i annað
sinn frammi fyrir þvi að mæta
Karpov i einvigi um heims-
meistaratitilinn i skák og
Sovétmenn styðja hann á sama
tima og þeir kosta kapps um að
leggja steina i mina götu, m.a.
með þvi að halda konu minni
nauðugri og við smán og syni
minum sem fanga og útskúfuðum
manni. Þetta held ég að enginn
geti misskilið.”
En getum viö íslendingar ráðið
nokkru um lausn málsins?
„Já, allir sem vilja það, geta
haft sin áhrif. Og þið Islendingar
eigið nú forseta Alþjóðaskáksam-
bandsins, FIDE, sem ég er ekki i
minnsta vafa um að getur haft
jafnvel úrslitaáhrif á málinu,
ekki sist ef islenska þjóðin og
rikisstjórnin styðja hann heils
hugar og af öllu afli. Og það biö ég
um. Það fylgir þvi mikil ábyrgð
að hafa forystu i alþjóðasamtök-
um af þessu tagi og til þess þarf
Ég varð...”