Vísir - 24.04.1981, Blaðsíða 22

Vísir - 24.04.1981, Blaðsíða 22
Föstudagur 24. april 1981 mrnm 111! liliillllli 'mÆ llllll Éllllllllll II 1 lllll llllll sSmBt: BÍ'iiWKi gflf íJWHIHfr* \ /. Li nESðMjj S /ÆZkiji „Klárinn jós og Karl datt af baki ...” Charles Bretaprins hefur hingað til þótt góður hestamaður þótt álit manna á honum sem knapa hafi farið dvinandi að undanförnu. Hann hefur tvi- vegis, með skömmu millibili, fallið af baki i veð- reiðum og i annað skiptið var mesta mildi, að hann var ekki troðinn undir af hestunum. Meðfylgjandi myndir, sem voru teknar á veðreið- um i Cheltenham ekki alls fyrir löngu sýna at- burðarrásina og eru nánari skýringar óþarfar. Þræll klukk- unnar Suzi Gri ffíthS/ ívitug W stúlka frá Liverpool var ^ til skamms tíma þræll 1 vekjaraklukkunnar sem hún heldur á á með- fylgjandi mynd. Hún vann á skrifstofu hjá skipafélag frá 9—5 og það var á skri fstofunni sem tískuljósmyndari einn / kom auga á hana við ritvélina. Og það var i ekki að spyrja að því, J Suzi er nú á hraðri Æ uppleiö i tískuheim inum og virðist vita hvað klukkan slær Æffl i þeim efnum... ÆW Eru erf dir sterk* ari en umhverfi? og armband á hinum, þær voru i eins skóm og með eins hanska. önnur átti son sem heitir Richard Andrew og hin son sem heitir Andrew Richard og önnur átti dóttir sem heitir Catharine Luise og hin dóttir sem heitir Karen Luise. Tviburabræðurnir Oskar og Jack fæddust á Trinidad en faðir þeirra var gyðingur og móðir þeirra þýskrar ættar. Þau skildu þegar móðirin tók Öskar með sér til Þýskalands þar sem hann var alinnupp i Hitlers-æskunni. Hinn var alinn upp á Trinidad sem gyð- ridget og Dorothy voru svo til nákvæmlega eins klæddar er þær hittust fyrst fyrir skömmu. Rannsóknir á eineggja tviburum benda til að svo sé Eineggja tvíburar, sem hafa al- ist upp sitt i hvoru lagi, eru oft ó- trúlega líkir i háttum og tiltekt- um, samkvæmt rannsólknum sem gerðar hafa verið á þessu sviði. Það var háskólinn i Minnesota sem stóð að þessum rannsóknum og voru 15 ,,pör” af eineggja tvi- burum sem tóku þátt i rannsókn- inni. Þar voru t.d. Margrét og Terry, sem þekktust ekkert og voru aldar upp sitt i hvoru lagi. Báðar höfðu þær tekið kennara- próf, kennt i barnaskólum og siðan gift sig, — á sama deginum. Báðar hafa þær átt fjögur börn. Þær hittust i fyrsta skipti nú fyrir skömmu og komust þá að þvi að þær höfðu lifað svo til nákvæm- lega sama lifi. Þessar rannsóknir virðast benda til að erfðir séu mun meira afgerandi um persónuleika manna en umhverfi og uppeldi. Rannsóknir leiddu t.d. i ljós að hræðsla og ótti virðist vera sams konar hjá eineggja tviburum jafnvel þótt þeir seú aldir upp i gjöróliku umhverfi. Bridget og Dorothy, 39 ára gamlar breskar tviburasystur voru klæddar svo til nákvæmlega eins er þær hittust i fyrsta skipti nú nýverið. Þær báru báðar sjö hringi, voru báðar með tvö arm- bönd á öðrum handleggnum og úr Óskar og Jack. Annar var alinn upp I Hitlers æskunni en hinn sem gyð- ingur, en samt eru þeir ótrúlega Hkir I háttum. Cmsjón: Sveinn Guðjónsson. ingur. Samt sem áður eru þeir ó- trúlega likir i háttum. Mataræði þeirra er mjög svipað þótt gyð- ingar séu venjulega frábrugðnir öðrum hvað mataræði snertir. Þeir eiga það báðir til að sofna yfir sjónvarpstækinu, og finnst báðum sniðugt þegar einhver hnerrar i fjölmenni. Báðir sturta þeir niður i salerninu áður en þeir nota það, byrja báðir á öftustu siðunni þegar þeir fletta i gegnum timarit og báðir dýfa þeir ristaða brauðinu ofan i kaffið. Ýmis fleiri dæmi mætti tina til, sem koma fram i áðurnefndri rannsókn, sem styrkir þá skoðun manna, að erfðir séu sterkari en umhverfið.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.