Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 8
vtsm Laugardagur 16. mai 1981 VÍSIR útgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjóri: Ellert B. Schram. Fréttastjóri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaöamenn: Axel Ammendrup, Arni Sigf ússon, Fríða Astvaldsdóttir, Gylfi Kristjánsson, Herbert Guðmundsson, lllugi Jökulsson, Jóhanna Sigþórsdöttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Páll Magnús- son, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjónsson, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaðurá Akureyri: Gisli Sigurgeirsson. Iþróttir: Kjartan L. Páls- son, Sigmundur O. Steinarsson. Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Útlitsteiknun: Gunnar Trausti Guðbjörnsson, AAagnús Olafsson. Safnvörður: Eiríkur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstióri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Siðumúla 14, simi 86611, 7 linur. Auglýsingar og skrifstofur: Siðumúla 8. Símar 86611 og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, sími 86611. Askriftargjald kr. 70 á mánuði innanlands og verð i lausasölu 4 krónur eintakið. Visir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. Ósigur rádherrans Heldur betur dró til tíðinda á alþingi í gærdag. Skattalaga- frumvarp f jármálaráðherra kom til annarrar umræðu eftir meðferð í nefnd, þar sem sam- komulag hafði náðst um samtals átján breytingartillögur. Sumar þeirra eru minniháttar, en í stór- um og veigamiklum atriðum gekk nefndin á svig við frum- varp ráðherrans og kollvarpaði þvf. Við atkvæðagreiðsluna í gær, mátti f jármálaráðherra sætta sig við þá niðurlægingu að sitja hjá meðan meirihluti þingsins og þá fyrst og fremst stjórnarand- staðan gjörbylti veigamestu á- kvæðum f rumvarpsins. Fjármálaráðherra hafði áður lýst yfir því, að hann harmaði þá breytingartillögu að fella niður 17. gr. frumvarpsins, en greinin fól í sér að útgjöld vegna fyrn- inga í atvinnurekstri skyldu lækkuð um alltað 10% ef hreinar tekjur í rekstrinum væru undir 5% af brúttótekjum. Þessi skattalagabreyting hef- ur lengi verið áhugamál Ragnars Arnalds, sem hefur haldið því fram að mörg hundruð fyrirtæki sleppi við tekjuskatt* 17. gr. átti að vera til að tryggja að mati Ragnars að slíkt yrði ekki lengur liðið. Um þetta ákvæði hafði Ragnar náð samkomulagi innan ríkisstjórnarinnar, raunar fengið það í skiptum við sjálfstæðisráð- herrana, til að Pálmi Jónsson næði því fram, að felld yrði niður heimildin í skattalögum um að leggja á bændur sbr. 59. gr. samkvæmt áætluðum tekjum. I þessum hrossakaupum gleymdist hinsvegar að ræða við Halldór Ásgrímsson, framsókn- armann, sem er formaður f jár- hags- og viðskiptanef ndar og sér- fræðingur flokks síns í skatta- málum. sig strax gegn breytingum og stjórnarandstöð- samkomulag í að virða þetta Halldór setti báðum þessum með fulltingi unnar náðist nef ndinni um samkomulag ráðherranna einsk- is. Til að bæta gráu ofan á svart og hnykkja enn á auðmýkingu fjármálaráðherra lagði nefndin einnig til að sjálfstæðir atvinnu- rekendur nytu sama frádráttar eins og aðrir framteljendur, en ráðherrann hafði gert tillögu um sá frádráttur yrði skertur. Þegar til atkvæðagreiðslunnar kom í gær, fékk Pálmi Jónsson kollega sinn Friðjón Þórðarson til að greiða atkvæði gegn breyt- ingunni á 59. gr. Þei r voru einir, - eða réttara sagt einangraðir um þá afstöðu. Nú er þess að geta, að 59. gr. var ekki tekinuppóbreytt, heldur verulega breytt á þann veg, að framvegis á að vera girt fyrir að lagðir séu skattar á tekjur, sem sannanlega hafa ekki myndast, og færist þá jafnf ramt sönnunar- byrðin yfir á skattstjórana. Fjármálaraðherra vildi ekki standa svo berskjaldaður sem þeir Pálmi og Friðjón og sat hjá ásamt flokki sínum mestöllum, þegar kom að atkvæðagreiðslu um fyrningarregluna, í 17. gr. Hann mátti horfa upp á algjöra splundrun á sínu upphaflega frumvarpi og viðurkenna ósigur í atlögu sinni að „hinum skatt- lausu fyrirtækjum." Þegar slíkur atburður á sér stað, að f jarmálaráðherra ræður ekki lengur ferðinni um skatta- lagabreytingar og verður að sitja hjá eins og sneyptur rakki, þegar þingdeild tekur fram fyrir hendur hans, þá á sá hinn sami ráðherra að segja af ser í mót- mælaskyni. Ef hann trúir sínum eigin orðum um að hundruð fyrirtækja sleppi við tekjuskatt vegna galla í skattalögum, þá þarf geðlausan mann til að kyngja því, að lagabætur hans séu að engu gerðar. En einu sinni hefur það komið í Ijós, að ráð- herrum ríkisstjórnarinnar þykir vænna um stólana en sína póli- tísku sannfæringu. Þrautgóóir á raunastund Margar raunastundir hefur Islensk þjóö mátt þola og þá sjaldnast látiö bilbug á sér finna. Erlenda áþján og einokunarverslun, hungurs- neyöir og hamfarir náttúrunn- ar, ofsaveður og óðaverðbólgu. En, eins og skáldin hafa sagt okkur, islendingar eru þraut- bestir á raunastundum og bera höfuöið þá hæst þegar ástandið er sem svartast. Þessar vikurnar taka þeir enn einu sinni á hinum stóra slnum, bita á jaxlinn, staðráðnir i að þrauka hvað sem á dynur. enn una þeir glaðir við sitt og horfa bjartsýnir fram á viö, hvursu óyfirstiganlegir sem Þrándarnir eru I Götu. Fast þeir sóttu sjóinn og sækja hann enn. A flestum mannamótum er umræðuefnið ekki annaö en sú þolraun, sem þjóöin gengur nú I gegn um. Hversu lengi hún kunni aö vara, hvernig á henni standi, hvort einhver hafi þegar yfirstigið erfiðleikana og hvernig hann fór aö þvi. Þetta lagast eflaust, segir konan fyrir aftan mig i strætó við sessunautinn sinn. Já við skulum vona það, segir hann á móti. Það er bara að biða og sjá hvaö setur, bætir hann við. Um hvað eru þau aö tala? Efnahagsástandiö? Liöan páfans? Slæma grassprettu? Mengun i fjörum? Jafnréttismál? Innreiö (i orðsins fyllstu merkingu) video-banda i barna- Á laugardegi Magdalena Schram skrifar Horfum á Dallas, elsku Dallas, tölum um Dallas, lesum um Dallas. En viti menn! Eftir allan undirbúningin, öll skrifin, allar myndirnar, og alla óþreyjuna sem einkenndi biö þjóðarinnar eftir Dallas, slær Dallas ekki I gegn. Guð minn, guð minn, hvað er að. Er það þjóðin eða er þaö Dallas? Hverju reiddust goðin? Hver heldur hvað veldur? Hvers vegna getur is- lenska þjóðin ekki stigið stolt i fótspor tiunda hluta alls mann- kyns og elskaö Dallas lika? Varla getur það verið Dallas. Þaö hlytur að vera islenska þjóðin sem er sek. herbergin? Eöa kannski bara veöriö? Nei laxi, þvi fer fjarri. Hvaö þá? Dallas, maöur, hvaö annaö? Dallas hefur farið sigurför um heiminn. Tiundi hluti alls mann- kyns jarðarinnar horfir á Dall- as, dáist að Dallas, talar um Dallas. Tiundi hluti alls mann- kyns munu vera um 400 milljón- ir karla, kvenna og barna. Allir elska Dalls. Og Dallas er komið til tslands. Loksins loksins. Hvaö er til ráða? Ekkert nema gamla góða þrautseiglan. Sýnun nú dug/djörfung og hug! Stöppum i okkur stálinu þvi, eins og sagöi i viölesnu dagblaði á dögunum: „Svona þáttur þarf að vinna á. Ahorfendur þurfa tima til að kynnast persónunum. Eftir tvo til þrjá þætti verður Dallas búið að gripa alla þjóðina.’” Látum þessi orð veröa okkur hvatning. Látum ekki deigan siga, sitjum sem fastast fyrir framan skerminn og áöur en yfir lýkur hlýtur pálminn að vera I höndum okkar. Ms.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.