Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 18

Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 18
18 Laugardagur Jf>. maí 198J vtsm „Þeir lötu svindla helst” Ad svindla á prófi Saklaus sjálfsbjargarviðleitni eða brennimark til æviloka? „Þegar ég var i 4. bekk I Menntö og var aö fara i stærð- fræðipróf. sá ég bara ekki fram á annað en að ég yrði að svindla, þvi ég kunni bókstaflega ekkert. Þetta var i máladeildini og hún ekki burðug, stærðfræðin okkar. Alla vega ekki merkilegri en það að þetta voru tvær formúlur, sem ég setti á miða. Svei mér, ég hugsa meira að segja að ég hefði ekki kunnað að nota þær, jafnvel þó svo ekki hefði komist upp um mig. Nema hvað ég var sem sagt nöppuð með þennan litla svindl- miða. Ég hef liklega bara haft hann i lófanum og ég man að ég las prófverkefnið alveg ráðalaus þrátt fyrir formúlurnar og svo veður Guðni, hann var nú ckki orðinn rektor þá, að mér, þrifur i hnakkadram bið á mér og dröslar mér eins og kettlingi út úr saln- um, þetta var i kjallaranum á Casa Nova, út og niður I gamla skóla, upp á aðra hæð og til rekt- ors, sem þá var Einar Magg. Guðni hélt þéttíngsfast i öxlina á mér alla leiðina, hefur kannski haldið ég myndi hlaupa á brott og hann sagði ekki eitt aukatekið orð fyrr en hann sviptir upp hurðinni á skrifstofu rektors, skutlar mér inn fyrir dyrastafinn og hreytir út úrsér: hún var að svindla þcssi — eða eitthvað á þá leiö. Einar var nú fullur af samúö og hálf- hneykslaöur á klaufaskapnum i mér held ég. Og ég fékk að taka prófið aftur og þá fékk ég 2.4 minnir mig svo þú sérð að ég þurfti virkilega á þvi aö halda að svindla! En ég held ég hafi aldrei skammast min eins mikið hvorki fyrrnc' siöar og nci — ég vil helst ekki að þú birtir nafnið mitt!” Allir kunna svindlsögur Þegar undirritaður blaðamað- ur á Visi fór að leita uppi sögur um svindl á prófum kom fljótlega iljós að þar var um auðugan garð að gresja. Allir, sem gengið hafa i skóla, kunna svindlsögur og ó- trtílega margir af sjálfum sér. Það fróðlega var, að eldra fólk hafði frá miklu stórbrotnari svindlum að segja heldur en þeir yngri. Það kann nú að vera vegna þess að fjarlægðin gerir fjöllin blá og gamla daga lika og svo er auð- vitað hitt, að þvi lengur, sem um er liðið, þeim mun reiðubúnari virðast „svindlarar” til að kjafta kinnroðalaust frá „afrekinu.” En eins og Guðni Guömundsson rekt- or Menntaskólans i Reykjavik sagði, — „ég er afskaplega hræddur um að þú fáir engan til að segja frá prófsvindli i fyrstu persónu” og hann hafði rétt fyrir sér. „Ekki skrifa að ég hafi sagt þér þetta” var viðkvæðið. Visst brennimerki „En Guðni, hvers vegna ekki? Hefur þú t.d. það álit að sá sem svindli á prófi, svindli sér i gegn um lifið — einu sinni svindlari, alltaf svindlari?” Ekki vildi nú rektor alveg viðurkenna það — og þó: „Þetta er auðvitað visst brennimerki á manni. Ég get t.d. sagt þér að ég tók einu sinni nemanda með vel undirbúið svindl, það er orðiö ansi langt um liðið siðan það var og þessi maður nú oröinn vel fullorð- inn og raunar landsþekktur — en ég hef eiginlega aldrei litið hann sömu augum siðan.” Ja, ef rektorinn aðeins vissi hvað gerist að baki kennarans i prófum! Guðna til upplyftingar má ég þó til með að segja fra þvi að enginn allmargra nemenda við skólann hans sem ég ræddi við, sagðist þora að svindla — „það er svo hart tekið á þvi að maður mundi aldrei þora að taka sjans- inn” sögðu Menntskælingarnir. En svo hef ég e.t.v. bara spurt þá huglaususutu. Og hver er refsing- in? „Nemandanum er umsvifa- laust vikið úr prófi og honum gert að sitja aftur i sama bekk,” svaraði Guðni án þess að hugsa sig um. Miðar í snúöunum En það er svindlað þrátt fyrir það og reyndar er það alls ekki svo aö sömu ströngu viðurlögin gildi i öllum skólum. Það er svindlað i menntaskólum, fjöl- brautaskólum, barnaskólum, gagnfræðaskólum. En i Háskól- anum? „Nei, það hef ég aldrei orðið var við” sagöi einn verðandi lögfræðingur. „Hvernig ætti maöur svo sem að geta það. Þeir skrúfa m.a.s. perurnar úr ljósa- stæðunum á klósettinu svo maður þarf aö pissa i myrkri. Manni er fylgt i náðhúsið og þaö er bannað að aflæsa hurðinni á meöan.” öðru visi mér áður brá, sagði kunnur reykviskur læknir, sem tók próf i Menntaskólanum fyrir löngu siðan. „1 Menntó var al- gengt aö kasta verkefnunum út um gluggann, — þá var slegist um gluggasætín, og svo leysti einhver útifyrirdæmin, fór með lausnina inn og li'mdi hana innan á klósett- setuna.” „En af þvi þetta ku vera svona strangt i Háskólanum núna þá er það eflaust vegna þess að þar he.fur verið svindlað af krafti i eina Öð. Ég get sagt þér eina sögu af vel undirbúnu svindli sem þar fór fram fyrir óralöngu, þaö er svo langt siðan að háskóla- stúdentar tóku prófin i Alþingis- húsinu. Þetta voru löng próf eins og gengur og stúdentarnir fengu kaffihlé og snúða úr Björnsbaka- rii með kaffinu. Þá var samið viö bakarana þannig, að þegar tekist hafði að kasta verkefnunum út um gluggann strax og prófið byrjaði, var það leyst og svo var hlaupið með lausnimar niður i bakarí. Bakararnir sáu um að koma þeim i snúðana og þannig komu bæði snúðar og svör glóð- volg með kaffinu og hver fékk sinn skammt.” Og ekki alveg nóg með það hvernig svörunum var komið inn, heldur var lika til ráð að losna við sönnunargögnin ef upp kæmist: „Bréfsneplarnir úr snúðunum voru settir i loftræst- ingapipur, sem blésu þeim beint út á götu.” Aö eta harmonikkuna Það getur reynt á snarræðið að losa sig við slik sönnunargögn ef þvi er að skipta. Tvær sögur voru mér sagðar um slikt snarræði, sin þó af hvorri kynslóðinni. Sú eldri, er af manni, nú komnum yfir miðjan aldur. Hann var gripinn með miða og teymdur fyrir meistara og til að mega sanna sakleysi sitt, gleypti hann miðann á leiðinni. Sá yngri var meö heila harmonikku fulla af upplýsing- um. Kennarinn, sem stóð hann að verki, sá að visu aldrei harmonikkuna, hafði kauða bara grunaðan um að fela hana i lófa sér. Kennarinn ákræði og sá seki þverneitaði og aftók að opna lóf- ann og úr varð aö hann var lika teymdur upp til skólastjóra. Þegar þangað kom, var ekki um annað að ræða en hlýða fyrirskip- un um aö opna hendina svo á mætti sanna, en viti menn, þar var enga harmonikku að finna! Hún hafði verið etin með húð og hári. Þaö bíræfnasta Þessi siðari svindlsaga kemur úr Verslunarskóla Islands og er yfir 20 ára gömul. En úr þeim skóla barst mér sagan af ein- hverju þvi biræfnasta svindli sem ég hef heyrt um. (Fyrir utan auð- vitað söguna um tviburana sem tóku munnlegu prófin hvor fyrir hinn). Hún gerðist þegar allir karlmenn gengu i buxum með uppbrotum. Sá besti i bekknum gerðisér litið fyrir og svaraði þvi erfiðasta, brautmiðann saman og stakk honum ofan i uppbrotið á skálm kennarans, sem að góðra yfirsetumanna hætti gekk hægt fram og til baka um stofuna og hafði ekki augun af borðum nemenda sinna. Miðinn gekk með honum aftur og fram og nem- endur á gati læddu miðanum úr uppbrotinu, lásu hann og stungu

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.