Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 12
Laugardagur 16. maí 1981 VÍSIR BOB MARLEY: Hann reykti sig í hel Fyrir örfáum vikum bárust þær fregnir af Bob Marley að hann væri að sigrast á krabb- anunrv hann væri óðum að ná sér eftir erfiöa sjúkrahúslegu og innan tiðar yrði hann búinn að ná sinu fyrra starfsþreki. Því miður reyndust þessar batahorfur ekki á rökum reist- ar, þessi kóngur reggae-tón- listarinnar lést i vikunni, aðeins 36 ára gamall, — og verður ekki annað sagt en hann hafi reykt sig í hel. Bob Marley fór ekki dult með eiturlyf janeyslu sína hann var stórreykingamaður á marijú- ana og barðist leynt og Ijóst fyrir þvi að það yrði boðið til sölu á frjálsum markaði. Lungnakrabbi leiddi hann í gröfina. Journey To Glory-Spandau Ballet/ Chrysalis CHR 1331. Nýir og ferskir vindar hafa blásiö i breskri popptónlist siöustu misserin og fjölmargir nýjar hljómsveitir skotiö rót- um. Einkanlega er athyglis- verö breyting á danstónlist- inni, þar sem einhæfni vél- rænnar diskótónlistar hefur veriö yfirþyrmandi um langt skeiö. Nýja linan i danstón- listinni er bæöi frumleg og nýtiskuleg, aukin heldur en listrænt gildi hennar aö minu mati mun meira en „bjartsýn- ustu menn hafa þoraö aö vona”, eins og þar segir. Spandau Ballet er vafalltiö sterkust þessara hljómsveita, þar fer saman kunnatta, tækni og hugvit aö ógleymdum hæfi- leikum, en þegar þessir þættir spila vel saman getur árangurinn aldrei oröiö annaö en framúrskarandi. Gary Kemp og fjórir félagar han i Spadau Ballet hafa allt til þess aö bera sem prýtt getur goöa hljómsveit og þessi fyrsta plata vitnar vissulega um sannleiksgildi þeirrar staöhæfingar. The Who-Face Dances/ Polydor 2311 065. The Who er gömul i hettunni en afkastagetan á siðustu árum hefur nú ekkert veriö til aö hrópa húrra fyrir. Og tæpast kveða við húrrahróp þegar hlustað hefur verið á þessa nýju breiöskifu þeirra „ofan i kjölinn”. Þær hljóm- sveitir sem komnar eru á svipaöan aldur og Who (ég nefni engin nöfn) eru flestar hverjar (að Rollingunum und- anskildum) orönar lúnar I meira lagi og hafa uppá fátt nýtilegt aö bjóöa. The Who er á hinn bóginn enn leitandi og Pete Townsend er enn aö þreifa fyrir sér I tónlistar- sköpun sinni, bæöi i lagasmiö og útsetningum. Þvi er margt á þessari plötu einkar áhuga- vert, til að mynda lögin „You Bettar You Bet og „Can You Do It Alone.” Þá svikja textar hans ekki nokkurn mann frek- ar en fyrri daginn og fyrir þá sem smekk hafa fyrir söng Daltreys heyrist mér hann fremur hafa vaxiö en hitt. En I heildina eru Who söm viö sig. 0 Bob Marley — hann lætur eftirsig eiginkonu og unn- ustur og sæg barna. Galopnaði augu manna Bob Marleys verður fyrst og siðast minnst fyrir tónlist sina hvaö sem öllutali um eiturlyf og neyslu þeirra liður. Marley var helsti og mesti boðberi reggae- tónlistar og ótvirætt sá tón- listarmaður sem opnaöi augu Vesturlandabúa fyrir þeirri tón- list. A undan honum höfðu að sönnu komið fram tönlistar- menn frá Jamaica, til að mynda Johnny Nash og Jimmy Gliff, sem höföu kynnt þessa tegund tónlistar nokkuð, — en fullyrða má alltént að Bob Marley hafi verið sá tóniistarmaður sem galopnaði augu fólks á Vestur- löndum fyrir reggae-tónlist. Það var á árunum uppúr 1970 sem reggae-lög fóru fyrst að heyrast hér á vesturslóðum. Eitt fyrsta lag i þessum dúr var flutt af breska gitarleikaranum Eric Clapton og nefndist „I Shot The Sheriff”, en höfundur þess var einmitt Bob Marley, þá ger- samlega óþekktur utan sins heimalands, Jamaica, þar sem hann var á hinn bóginn feyki- £ Siðastliðið haust hné Marley niður á hljómleikum í Banda vinsæll. Á þessum árum hafði ríkjunum, þa var ljóst að sjúkdómurinn var alvarlegur. Einsfðasta myndin af Bob Marley, eins og glöggt má greina var hann farinn að láta mjög á sjá. Bob Marley þegar langan tón- listarferil að baki, eða hartnær tug ára. Ásamt Toots og Maytals voru Bob Marley og Wailers kunnustu reggae-leik- arar á Jamaica. Straumhvörf urðu I tónlistarsköpun Marleys árið 1967erhann hvarf frá krist- inni trú og gekk til liðs við sér- trúarsöfnuð er kenndi sig við Rastafarianisma. Nafnið er fengið frá fyrrum keisara Eþiópiu, Haile Selassie, en gælunafn hans var Ras Tafari. Bob Marley var ólatur við að út- breiða trúarleg viðhorf sin i textum og einnig hefur hann einlægt verið ákaflega pólitiskt þenkjandi, eins og heyra má I flestum texta hans. Eitt fyrsta lagið sem sló i gegn á Jamaica meö Bob Marley og Wailers heitir „Rude Boy” og fjallar um glæpasamfélagið sem þrifst i skjóli fátæktar I verst þokk- uðustuhverfum Jamaica. Þetta lag var aðeins það fyrsta af mörgum um svipaö efni. Póli- tiskar skoðanir hans fæddu af sér övini og árið 1976 varð hann fyrir fólskulegri skotárás i heimalandi sinu meðan kosningarimma fór þar fram. Marleyog unnusta hans, þáver- andi „Ungfrú Alheimur” særðust óverulega en ferðunum til fósturjarðarinnar fækkaði. i fáum skrefum. Bob Marley tók heimsfrægð- ina I fáum skrefum. Eftir að plötur hans urðu fáanlegar á Vesturlöndum, fyrir tilstilli Is- land fyrirtækisins, varð hann svo að segja á augabragði dáður meðal milljóna tónlistarunn- enda. Reggae-tónlist er snar þáttur i tónlist samtimans, meira en tfunda hvert lag sem fæst útgefið i Bretlandi til að mynda er af þessum tónlistar- meiði. En þrátt fyrir mikla grósku og marga frábæra flytj- endur skyggði raunar aldrei neinn á Bob Marley. Hann var kóngur reggae-tónlistarinnar til dauöadags. — Gsal tt m 11 • 9,0 7,0

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.