Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 17

Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 17
vism Laugardagur 16. maí 1981 Laugardagur 16. mai 1981 vism Helgarblaöið ræöir við ,,körfuboltatrölliö” Pétur Guðmundsson, sem er 2,18 metrar á hæð Boltanum t roRift i körfuna meft tilþrifum I landsleik gegn Finnum I vor. Vfsismynd Friftþjófur. //Það fór strax að bera á þvf að ég ætlaði að verða hávaxnari en aðrir/ og ég hef alla tfð veriðstærri en jafnaldrar mínir. Ég var þó ekkert gífurlega stór við fæð- ingu/ mun hafa verið21 mörk og 61 cm. Það er að vísu nokkuð langt, en ekkert eins- dæmi og ekki eins og ég hafi verið neinn tröllkarl við fæðingu. Ég var þó alltaf stærsti maður í mínum bekk alla mína skólagöngu, þótt svo virðist sem ég hafi hætt að stækka öðru hverju. Ég hætti til dæmis að stækka þegar ég var 12 ára og byrjaði aðanda léttar enda orðinn 185 cm. En það stóðekki lengi og ég fór að vaxa aftur og linnti ekki látum fyrr en ég var orðinn 7 fet rúmlega eða 218 cm." — Háði þetta þér mikið sem krakka I barnaskóla til dæmis? „Já það má segja það, það gerði mig hlédrægan, það var alltaf litið á mig sem ég væri öðruvisi en aðrir en það háði mér ekkertlikamlega. Það gekk ágæt- lega að fá föt á mig þá, ég var ekki orðinn það stór að það gekk vel, en það þurfti auðvitað að þrengja þau föt til þess ég gæti notað þau þvi ég var hár en mjög grannur”. i handknattleik — Fyrstu kynni Péturs af iþróttum voru ekki af körfuknatt- leik, heldur fór hann að iðka handknattleik með Val. ,,Ég held að ég hafi æft hand- knattleik stift, alveg frá þvi ég varð 8 ára og spilaði með yngri flokknunum. Það gekk ágædega lengi vel en svo varð ég fyrir þvi óhappi aðhandleggsbrjóta mig og ég hætti að geta skotið af viti. Þar með var búið eiginlega það eina sem ég haföi getað gert vel og þá hætti ég þessu bara”. — Nti man ég eftir þvi að hafa séö þig i keppni i handknattleik 13-14 ára gamlan og strákarnir töluðu mikið um það að þú ættir að skjóta niður og manni fannst það óneitanlega furðulegt að sjá unglinga á þessum aldri gnæfa svona uppyfir aðra og sjá þessi skot koma svona niður á við. ,,Já það gekk ekki vel að ná boltanum niður, ég var alltaf með hann langt fyrir ofan markið”. — Hvers vegna kemur svo körfuboltinn inn i myndina.? ,,Ég hafði alltaf verið að hugsa um það að fara i körfuboltann þvi auðvitað sá ég að þeir hávaxnari lögðu þessa iþrótt fyrir sig. Ég var hinsvegar það mikill Vals- maður i mér þótt ég ætti aldrei heima I Valshverfi að ég fann ekkert félag til þess að fara i. En svo kom Sigurður Helgason inn i myndina og fór að tuða i mér, þá var Valur að byrja með körfu- bolta og hann hætti ekki fyrr en hann var búinn að fá mig á æf- ingu. Hann kenndi mér siðan undirstöðuatriðin að þetta hentaöi mér betur en handboitinn svo ég hætti alveg við hann”. — Nú man ég eftir þér 15 ára gömlum á námskeiði sem banda- riski þjálfarinn Marv Harsman hélt hér á landi. Þar varst þú ákaflega feiminn klæddur i knatt- spyrnusokka, stuttbuxur og hvit- an nærbol og svo feiminn að þú þorðir varla aö nokkurn mann. lita framan i Pétur starfar I Austurbæjarútibúi Landsbankans og sést hér meft tveimur vinnufélögum sinum. ,/Var alltaf feiminn ,,Já ég var alltaf svona feiminn. Ég hafði aldrei fengið neitt „kredit” fyrir að vera stór, held- ur hafði það gert mig hlédrægan en um þetta leytivar þó að rofa til hjá mér þvi ég var að byrja að finna að ég gæti eitthvað i körfu- boltanum, hefði eitthvað umfram aðra og þá fór mér að liða betur. En fram að þvi hafði ég verið ó- skaplega feiminn og lifði eigin- lega út af fyrir sjálfan mig.” — Háði þetta þér að þvi leyti að þú einangraðir þig og áttir e.t.v. ekki kunningja og vini eins og strákar á þinum aldri? „Nei, ég átti alveg nógu mikið af kunningjum en þeir voru ekki margir. En ég var ekki og er reyndar ekki þannig enn þann dag i dag að ég eigi marga vini. Á fáa vini en góða”. Til Bandaríkjanna — Það má eiginlega segja að um leið og þú varst farinn að geta eitthvað i þinni iþrótt, þá hafir þú verið farinn til Bandarikjanna til náms. „Mér fór töluvert fram siðasta árið sem ég var heima, enda var mig farið að dreyma um körfu- boltann. Harsman hafði sagt hér heimaað ég gæti spilað i Banda- rikjunum ef ég heföi áhuga á að korria þangað i skóla. Nú það var úr að ég fór og var fyrst tvö ár i „high school” áður en ég fór i skólann þar sem Harsman þjálf- ar, University of Washington”. — Hvaða fyrirgreiðslu fá menn eins og þú i háskóla, i Bandarikj- unum, menn sem i og með eru fengnir tilskólans tilþess að leika körfuknattleik? „Þeir fá fri skólagjöld, bækur, húsnæði og fæði, og er þetta greitt með einni ákveðinni upphæð. Hún hrekkur þó varla fyrir öllu þessu og siðasta árið mitt þarna leigði ég mér ibúð með öðrum og ég þurfti að borga með mér sjálfur úr eigin vasa”. — Það gekk á ýmsu hjá þér i samskiptum þinum við Marv Ilarsman þau þrjú ár sem þú varst i University of Washington? „Já það má segja það: Til að byrja með hafði ég litla trú á þvi sjálfur að ég gæti spilað með þessu liði i þessari sterku keppni og mér fannst ég ekki fá þá örvun hjá Harsman sem ég þurfti, hann talaði mikið við blaöamenn en það var meira yfirborðskennt þegar hann talaði beint við okkur leikmennina. Mér fannst eins og hann vantaði það skap sem virki- lega þurfti til þess að hvetja okk- ur áfram. Þaö má þvi segja að fyrsta árið hafi farið meira og minna i súginn”. — Það er óþarfi aft fara mjög náið út i veru Péturs hjá Univers- itu of Washinfon hér, en þriftja ár- ið er greinilegt að það fór að draga til tiðinda. Enda fór svo að Pétur kom heim áður en skóla- námihans lauk, og maður heyrir það greinilega að honum hefur ekki lynt við Harsman og Hars- man ekki við hann. Hvaö var það sem gerðist Pétur? //Mórallinn í klessu" f,Nei, okkur lynti ekki þegar körfuboltinn var annars vegar, en utan þess þá er hann ágætur mað- ur, skemmtilegur og þægilegur i viðmóti. Enég fer ekki ofan af þvi að hann hafði ekki þá stjórn á lið- inu sem æskilegt var, mórallinn var i klessu og það bitnaði verr á mér en hinum ýmissa hluta vegna, bæði var ég útlendingur og ég þurfti mikla uppörvun”. „Ég var hinsvegar vel undir það búinn að keppa þriðja árið mitt þarna úti, hafði æft vel hérna heima áður en ég fór út. Siðan veiktist ég þegar ég var kominn út og tók mér vikufri frá æfingum þess vegna, og þá byrjaði Hars- man að gefa i skyn að ég væri lin- ur og þyldi ekki að spila. Ég tók þessu þannig að ég fór i fýlu frek- ar en að sýna þeim að ég gæti spjarað mig. Siðan náði ég mér á strik aftur og komst i byrjunarliö- ið. Þá kom einn hroðalegur leikur hjá mér og þá setti hann mig i „straff”. „Ég lét þetta bitna á náminu, þetta niðurbrot mitt, en ég hef alltaf möguleika á aö klára viö- skiptafræðina sem ég var að læra og ætla mér að gera það”. — En þegar þú komst heim eft- ir þetta gafst þú i skyn að þú myndir ekki verða Iengi hér, þú ætlaðir erlendis i körfuknattleik. Það fór enda svo að næst lá leiðin til Argentinu, segðu okkur frá dvölinni þar. „Ég hafði ætlað mér að fara til Itali'u og keppa þar, en þegar þaö gekk ekki þá ákvað ég að skella mér til Argentinu og þar lék ég með River Plate. Þetta er geysi- lega stórt félag og það var Stew- art Johnson sem lék hér eitt sinn með Armanni sem hafði úrslitaá- hrif á það að ég fór þangað”. /,Vildi ekki tfnu" búa i Argen- „Þetta var skemmtileg reynsla, en ekki vildi ég setjast þarna að. Lifið þarna er á marg- an hátt alveg ömurlegt, fátæktin gifurlega mikil og um göturnar ganga og aka hermenn með al- væpni og halda öllu i járngreip- um. Fólkið býr i ömurlegum hreysum og verðbólgan er hrika- leg, en fólkið er innilokað og kemst ekki neittvegna fátæktar”. — Þú hafðir semsagt ekki á- huga á þvi að ilendast þar? „Nei þakka þér fyrir”. „Þeirvildu reyndar að ég kæmi afturog byrjaði að æfa með liðinu fyrirkeppnistimabilið sem hefst i mai og vissulega hefði þetta orðið auðveldara en i fyrra, bæði þekki ég fólk og eins tala ég máliö. Þarna talar engin ensku þeir segja bara, nú ert þú i Argentinu og þá talar þú spænsku, — þótt fólkið geti talaö ensku eitthvað þá gerir það þaö ekki.” i atvinnumennsku Péturkom heimfrá Argentinu i janúar og lék hér með Val og einnig spilaði hann 16 landsleiki fyrir Island i vor. 1 keppnisferð landsliðsins til Evrópu á dögun- um voru „njósnarar” frá félögum viða i Evrópu á eftir honum og vildu bjóða honum samning, en Pétur leit ekki við neinu sliku. Honum hefur nefnilega verið boð- ið að koma til Bandarikjanna i sumar og keppa þar með það fyrir augum að gerast atvinnu- maður hjá Dietroit Pistons sem leikur i NBA-deildinni. Reglur þær sem atvinnu- mannaliðin fara eftir ár hvert þegar þau velja nýja leikmenn eru mjög flóknar, en þess má geta að á hverju ári koma tugþúsundir körfuknattleiksmanna út úr há- skólunum sem vilja spreyta sig i atvinnumennskunni, en ekki eru teknir inn nema nokkrir tugir nýrra manna á hverju ári. „Þeir hafa ákveðið hjá Dietroit Pistons að hafa mig sem þriðja mann sem þeir velja svo ég er mjög bjartsýnn á að komast þarna inn. Reglurnar eru i stuttu máli þær að félögin velja sér menn eftir ákveðinni röð, slök- ustuliðin velja fyrst og siðan koll af kolli og er farið nokkrar um- feröir. Þó er það þannig að félögin versla með réttinn til að fá að velja á undan öðrum. Þannig er þaö ekki óalgengt að topplið selji slöku liði góðan leikmann og fái um leið rétt til þess að velja sér leikmann framar i rööinni en annas. Góðu félögin kaupa sér þannig rétt til að vera íramarlega iröðinni þegar nýir leikmenn eru valdir”. — Hafa margir útlendingar leikið I NBA atvinnumannadeild- inni í Bandarikjunum? „Eftir þvi sem ég best veithef- ur enginn erlendur leikmaður leikið þar, ég yrði sá fyrsti ef af verður”. , Vasapeningar' — Hvaft þýöir þaft fjárhagslega að komast i samning hjá ein- hverju af þessum liðum? „Það þýðir sennilega það að maður hefur smá vasapeninga”, segir Pétur og hlær. „Maður heyrir ýmsar upphæöir nefndar en ég veit ekki nógu mikið um þetta til þess að tjá mig um það”. — Þess má geta að góðir körfu- boltamenn i' NBA deildinni eru taldir vera meðal tekjuhæstu i- þróttamanna heims og hafa grið- arleg laun. Talað er um að lág- markslaun séu um 40 þúsund doll- arar á ári fyrir nýliða en þeir hæstu hafa uppundir milljón doll- ara i árslaun. Þeir menn eru þá gjarnan gerðir að meðeigendum i fyrirtækjunum sem eiga liðin. — Þú hefur sagt mér að þér leiftislaðtala um þaft hvernig það sé aft vera svona stór, verður þú fyrir aftkasti vegna þess? „Þetta hefur sem betur fer breyst talsvert, fólk er farið að vitahver maður er og þetta hefur minnkað. Það kemur auðvitað fyrir að fólki bregöur þegar það snýr sér viö þegar maður stendur fyriraftan það.En fólk er farið að haga sér skikkanlega^ hætt að vera með þessar asnalegu at- hugasemdir sem það var alltaf með . Það eru lika komnir fleiri menn sem eru yfir tveir metrar á hæð á göturnar hérna”. Skór númer 52 „Það er öllu erfiðara að fá á sig fatnað, það má segja að það sé útilokað hérna heima nema láta sérsauma fötin, það er óþægi- legra. Ég reyni þvi alltaf að kaupa mér föt þegar ég er erlend- is, eins mikið og ég get”. — Skórnir eru númer hvaft? „Þeireru ekkert stórir, þeir eru númer 52, einhvern veginn verð ég að geta gengið, það þýðir ekki að ætla að troða sér i skó númer 46. En það eina sem ég get keypt mér af fötum hérna heima eru sokkar og nærföt. En þetta er allt i lagi, ég á nóg af fótum eins og er”. — Ert þú ekki næst hæsti is- lendingur sem uppi hefur verift? „Jú eftir þvi sem ég best veit er það aðeins Jóhann Svarfdælingur sem er hærri”. — Eru foreldrar þinir hávaxnir og systkini? „Þau eru ekki svo mjög há, mamma er-165 cm og pabbi um 180. Ég á þrjár systur sem eru fremur hávaxnar, sú hæsta sem er 17 ára er 180 cm.” gk—. Vifttal: Gylfi Kristjánsson Myndir: Þegar Pétur er kominn I þessa stöftu nálægt körfunni kemur fyrir ekki Emil Þór þótt andstæftingurinn sé leikmaftur upp á 2,10 m á hæft. Pétur skorar Sigurftsson. gegn Frökkum. __________ Visismynd Friðþjófur. Slappaft af mcft fæturna uppi á borfti, og þá blasa skórnir vift. Þeir eru engin smásmifti, enda númer 52. ■ • , • . ■ . iHHHHi — _ ■•I

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.