Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 21

Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 21
21 Áhrifaríki leyndar 09 launhelga í upplýs- ingaskyldu samfélagi (Jlfar Þormóðsson: BRÆÐRABÖND- saga Frlmúrarahreyfingarinn- ar. Frimúraratal. — Fyrra bindi. Gefið út á kostnaö skrásetjara. — 1981. Frlmúrarareglan hefur lengi veriö almúgamönnum æriö for- vitni- og undrunarefni, og þó kann enginn venjulegur maöur nein teljandi skil á þessu fyrir- bæri mannlifsins — nema fri- múrarar sjálfir — hinir inn- vigöu launhelgabræöur — og upp 1 þá er múraö meö járn- bentum eiöi. En leyndin — hinn óttalegi leyndardómur — hefur gefið forvitninni — og ef.til vill sleggjudómum lika — fráa vængi. Nú hefur ungur fuilhugi ráðist i aö rjúfa hauginn og raska ró hinna heygðu i þvi skyni að segja fólki tiöindi úr þessum dularheimi. En haugbúar virö- ast ekki hafa tekið gestinum fagnartdi, heldur neitaö honum um allan beina^ og fræðslu. Könnun hans hefur þvi ekki orð- iö vettvangskönnun, og' efnis- söfnun er I samræmi viö þaö aö mestu hagalagðará hriflingum. Hann ræöst samt i.það að segja mönnum I bókarkorni undan og ofan af þvi sem hann hefur oröiö vísari, og er það aö sjálfsögöu I fullri óþökk haugbúa ef ekki að viðlögöum fjandskap. Þaö er vitaskuld enginn leikur aö rita trúveröuga frásögn viö þessi skilyröi, og sú hætta vofir yfir, aö sitthvaö sé rangbermt eöa á misskilningi byggt, en nokkurt skjól — eða skálkaskjól — er höfundinum i þvi, að engir geta hermt upp á hann skekkjurnar nema hinir innvigöu haugbúar sjálfir, en þeir eru eiömúraöir eins og áður segir og mega engu upp ljósta — ekki einu sinni til þess aö bera sannleikanum vitni. Clfar Þormóösson kallar bók sina Bræörabönd. Þaö er vafa- litiö réttnefni á þessari hreyfingu aö þvi leyti aö hún er saman- svarin fjöldskylda — og byggir á útfærslu þeirrar blóöbróöur- varnar, sem stundum getur orö- iö andstæö borgaralegri samfé- lagsskyldu og hlýöni viö boö og bönn þjóðfélagsins. Slik vébönd blóöskyldra bræðra og systra búa ekki yfir teljandi samfé- lagshættu, þótt bróðurskylda sé þar að einhverju leyti hærra metin en skylda við stærra sam- félag eöa þjóöfélag, en ef slik samansvarin bræðrabönd eru felld á hundruö ráöa- og áhrifa- manna i litlu þjóöfélagi gegnir allt ööru máli. Þá hefur oröiö til riki i rikinu, þar sem stór hópur borgara hefur „æöri lög” en þau sem samfélagiö i heild setur þeim. (Jlfar Þormóðsson segir i for- mála, að hann hafi orðiö aö gefa verk þetta út sjálfur „vegna margs konar skringilegheita”. Þessi ummæli veröa varla skilin á annan veg en þann, aö at- vinnuútgefandur hafi ekki feng- ist til þess aö gefa bókina út. Sé þetta rétt, og höfundur hafi orð- iö aö ganga bónleiðir til búöar frá öllum helstu forlögum landsins meö handrit sitt, þá er það I senn litill hróöur um is- lenska bókaútgefandur og bend- ing um lýöræðisskaösemi fri- múrara eöa óhugnanlegt áhrifa- vald þeirra. Væri þarflegt aö fá um þetta hrein svör og engar dylgjur, og útgefendur sem telja sig hafa einhvern garö aö verja, ættu aö segja fólki þaö hrein- skilnislega, hvort þeir hafi neit- aö útgáfunni — og þá af hvaöa ástæðum — eða aldrei verið boðin hún. (Jtgáfa fræöslubókar um þessa ginnleynilegu hreyfingu i opnu þjóöfélagi nútimans væri auövitaö góöra gjalda verö, ef þvi mætti treysta, aö fræöslan sem hún flytti væri trúverðug og ályktanir réttmætar. En þegar I pottinn er búiö eins og hér, verö- ur aö hafa nokkurn fyrirvara á um þaö, og utanhaugsmaöur á bágt aö dæma slikt verk. Þaö skal þvi ekki gert hér, en bókin hefur á sér yfirbragö þess, sem vill segja eins og rétt og hlutlægt frá og kostur er. Og öll er þessi frásögn býsna merkileg og vek- (Jlfar Þormóösson. Andrés Krist- jánsson skrifar ur manni þungar áhyggjur um innréttingu ýmissa mikilhæfra samborgara og trúnað þeirra við þaö lýöræöisviöhorf, sem manni er dýrmætast. Ýmislegt er meira aö segja meö þeim hætti I þessum fræöum, aö maö- ur veröur felmtri sleginn, ef satt er hermt. Mér finnst nærtækast dæmi um þaö eiöstafurinn, sem þarna er birtur, og frimúrarar munu látnir sverja hollustu við meö þyngstu viöurlögum sem hægt er aö hóta mannlegri sam- visku. Ég hef ekki á öörum staö né stundu séö eins saman slung- inn fjötur né órjúfanlega and- lega spennitreyju. Aö minu viti liggur þaö i augum uppi, að sá sem svarið hefur slikan þagnar- eið „I viðurvist hins mikla höf- uðsmiðs alheimsins” um aö „dylja og leyna og aldrei opin- bera nokkurn hlut né nokkra hluti, atriði né efnisþætti þeirra leyndardóma og launhelga sem heyra til hinum frjálsu og viöur- kenndu frimúrurum I reglunni”, hlýtur að eiga þá hættu jafnan yfir höföi sér aö veröa einhvern tima að velja um þaö aö gerast vitaveröur lögbrjótur þjóöfé- lags sins eða sviviröilegur eið- rofi og eiga ekki annarra kosta völ en þeirra tveggja. Segjum t.a.m. svo, að innan vébanda eöa á vettvangi frimúrara ger- ist lögbannaöur atburður — þjófnaöur, manndráp eöa svik sem komi til rannsóknar, réttar eða dóms og frimúrari sé kall- aöur fyrir til vitnisburöar, og aö sjálfsögöu áminntur um sann- sögli. Þá mætti svo fara aö hann gæti ekki sagt allan þann sann- leika, sem honum ber og meö þarf, nema lýsa einhverju eöa segja eitthvaö, sem honum er bannab I eiönum. Þessar álykt- anir eru aö sjálfsögöu dregnar af þvi, sem lesa má I bókinni og hafa fyrirvara um rétthermi þar. Nú má ef til vill telja liklegt aö maöur, sem lendir I slikri sjálfheldu, kysi að halda eiö sinn og taka þá fremur dómi fyrir lögbrot og afplána hann. En félagssamtök sem stofna mönnum I slika sálarhættu er varla hægt aö kalla mannleg. Viö bætist svo, að samkvæmt frásögn bókarinnar er allt stjórnskipulag samtakanna I fullu ósamræmi viö flest það sem kallast nútimalegir lýðræð- ishættir. Og I ljósi þess aö tak- mark samtakanna virðist ööru fremur aö safna undir eiö sinn og kenningakerfi sem flestum áhrifamönnum þjóðfélagsins, embættismönnum og lykil- mönnum — og hefur náö ótrú- lega miklum árangri i þvi efni — verður þetta enn geigvænlegra. Af upplýsingum þeim, sem finna má i þessari bók, verður þó varla sagt, aö siöfræöi og kenningar Frimúrarareglunnar séu — aö hljóðan oröa, sem birt hafa verið — stórhættuleg fræöi. Hitt virðist jafnljóst, aö fræöi þessi eru mjög gyðingleg i sér, kjarninn sóttur i fornlega bibliulifsskoðun, en kenningar Krists voru I verulegum mæli uppreisn gegn þeim gyðing- dómi, svo að varla veröa fri- múrarar taldir sérstakir ridd- arar kristinnar trúar. En það er trúfrelsi hér á landi. Bók (Jlfars geymir fremst heimssögulegt yfirlit um fri- múrararegluna, og mun þar byggt á viðteknum, alfræöileg- um heimildum. Þar er stiga- kerfi reglunnar skýrt og sagt, aö sú Islenska sé byggö á sænska kerfinu. Þá er kafli um „heim- speki og helgisiði” reglunnar, og er hann að miklum hluta til- vitnanir I alfræöileg frimúrara- rit, einkum eftir „frimúrara- fræöinginn” Arthur Edward Waite. Næst er allýtarlega rak- inn ferill frimúrarastarfs á Is- landi — þ.e.a.s. utan leynimúr- anna, enda er þar mjög stuöst við prentaöar heimildir. Loks er frimúraratal, en þaö nær ekki nema til þeirra, sem gerst höföu frimúrarar fyrir 1960. Siöari hlutinn á aö birtast I siöara bindi, sem væntanlegt á aö vera siðar á þessu ári. Þetta frimúraratal er með nokkrum annmörkum. Viö nöfn sumra er alllöng æviskrá, en aörir eru aðeins nafn og starfs- grein. Um þetta heföi þurft að vera meira jafnræöi og nokkuð sagt af öllum sem nafngreindir eru til kynningar. Einnig er þaö galli að hafa nafnaskrána i tvennu lagi — tveimur bókum. Frimúraratalið er auövitaö harla fróðlegt og gegnir furðu, hveþarer margt valdamanna, rikisembættismanna, bisnis- manna, lækna og áhrifamanna I lykilstöðum. Skritið er aö sjá fjölda islenskra presta I þessum gyöinglega söfnuöi. Heldur fátt er um kennara, sem betur fer, og verkamenn fyrirfinnast varla eöa ekki. Bændur eru lika afar fáir. Þetta fyrra bindi bókarinnar er um 200 bls. í siöara bindi á aö verða yfirlit um sögu isl. fri- múrara 1945-1980. Loks eiga aö vera þar ýmsar ályktanir, sem höf. segir aö „óhjákvæmilega viröist mega draga aö bókarlok- um ’ ’. Galli er það á þessari fyrri bók, aö þar má sjá nokkuö af prentvillum. Hér skal ekki dóm- ur lagður á sanngildi bókarinn- ar. 1 þann sannleika geta vist aöeins hinir innvigöu leitt þjóö- ina, en hafa svarið þess dýran eiö aö gera þaö ekki. Meöan ekki veröur leyst frá þeirri forn- fálegu skjóöu munu þeir sæta tortryggni og sögusögnum af ýmsu tagi, sumum vafalitiö ó- verðskulduðum, en ieyndin býö- ur sliku heim. Andrés Kristjánsson. Næst þegar þú kaupir filmu - athugaðu verðið FUJI filmuverðið er mun lægra en á öðrum filmutegundum. Ástæðan er magninnkaup beint frá Japan. FUJI filmugæðin eru frábær, - enda kjósa atvinnumenn FUJI filmur fram yfir allt annað. Þegar allt kemur til alls, - þá er ástæðulaust fyrir þig að kaupa dýrari filmur, - sem eru bara næstum þvíeins góðar og FUJI filmur. FUJI filmur fást í öllum helstu Ijós- myndaverzlunum. ■SjFUJICOLOR Lausar stöður Við Flensborgarskólann i Hafnarfirði, fjölbrautaskóla, eru lausar til umsóknar eftirtaidar kennarastöður: 1. Kennarastaða i sérgreinum viðskiptabrautar, aðaliega hag- fræðigreinum. 2. Kennarastaða i sérgreinum hcilsugæslubrautar, 1/2 starf eða 2/3 starfs koma til greina. 3. Kennarastaða i jarðfræöi, 1/2 starf. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf.skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavik, fyrir 13. júni n.k. — Sérstök umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 15. mai 1981. Snekkjan OPIÐ TIL KL. 3 í NÓTT Hin vinsæla hijómsveit DANSBANDIÐ skemmtir SNEKKJAN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.