Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 16. maí 1981 VlSIR IJT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — UT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVIPPIN Kóngsbænir Laugardagur 16. mai er 136. dagur ársins en ber ekkert sér- stakt nafn. Dagurinn i gær hét aftur á mdti kóngsbænadagur i eina tið og var helgidagur sam- kvæmt konunglegri tilskipan frá árinu 1686, allsherjar iðrunar- og bænadagur. Þann dag mátti ekki versla, ekki fara á krá (tilgangs- laus fyrirskipan hérlendis, þvi miður!) og ekki vinna. Og þann dag átti að fasta. I „Sögu daganna” segir: „Opinbert nafn dagsins var hinn almenni bænadagur en Islend- ingar höfðu innan áratugs fundið honum nafnið kóngsbænadagur. Þetta stafar liklega af þvi að hann var ekki einn af hefðbundnum helgidögum kirkjunnar, heldur skipaður sérstaklega af kon- ungi.” Þessi dagur var óvinsæll, e.t.v. vegna föstunnar, sbr. þessa visu: Innan sleiki ég askinn minn ekki erfullur maginn. Kannast ég við kreistinginn kóngs- á bænadaginn. Annað erindi og lengra er til um það, hvernig fara skyldi i kring um föstuna: Um ísalönd Aukast nií vandræðin Fer i hönd föstudagssulturinn. Fyrir þvikviða margur má matbráður dóni að enga skuli hann fæðslu fá frá föstudagsnóni til laugardags lifandi nauða ég sé það strax þeirsvelta tildauða. Annars lags má leita við kauða: að skammta þeim fullan skattinn sinn áður en kirkju fara á fund svo fullursé maginn og kreiki þeir svo með káta lund á kóngsbænadaginn. Dagurinn var numinn úr gildi sem helgidagur á Alþingi árið 1893. { þ íi,, k'ííL i( Vo Brádnaudsynleg* ar upplýsingar Allt er nií til! M.a.s. verðkönn- un á frihafnarvarningi. Flottræfl- ar með veröskyiið i lagi geta nú skipulagt ilmvatnskaupin fyrir ferðalagið, e.t.v. sparað sér stór- pening með þvi aö fljúga i ódýr- ustu frihafnirnar eins og maður- inn sem sparaði svo mikið i brennivinskaupum með þvi að sigla með Gullfossi. Samkvæmt nýútkominni bók, sem heitir The Best ’n ’Möst in Perfumes and Cosmetics 1981 (Mest og best i ilmvötnum og snyrtivörum) kostar 108 gr. af „Signoricci”ilmvatninu um 150.- kr. I frihöfninni i London en aðeins 87.- kr. i Madrid. Allir r v j \ ^ ......................................._. Sitt synist hverjum Vikingasýningin umtalaða, sem ku hafa slegið i gegn i London og New York, er nú á leið til Svfþjóöar. Hún verður i Historiska museet frá 21. júni til októberloka. Sviar taka á móti sýningunni eins og þeir væru aö endurheimta týnda soninn og ætla m ,a. að sýna 10 kafla framhaldsþátt um vikingana i sjónvarpinu. 1 auglýs- ingu frá safninu segir m.a.: „Flestir vilcinganna voru bænd- ur. Þegar voraði fóru þeir i viking. Sviarnir sigldu með mik- inn flota til Rússlands, til Svarta hafsins og þessa kaspiska. Þeir sneru aftur með alls kyns fjár- sjóöi: krydd, perlur, lifur o.fl. Norskir og danskir vikingar fóru til suðurs eða vesturs. Þeir settust aö i Skotlandi og á nálæg- um eyjum og i Englandi og Irlandi. Þeir voru höfðingjar og óðalsbændur. Þeir stofnuðu riki og reistu borgir og breyttu York og Dublin i mikilvægar verslunarmiðstöövar. Þeir gerðu óbyggö eylönd að nýlendum sin- um, t.d. Færeyjar og Island, stofnuðu blómstrandi byggöarlög á Grænlandi og bjuggu jafnvel i Ameriku um nokkurt skeiö.” þangað! Þessi merka 500 bls. bók birtir töflur yfir frihafnir og verð. Aftast i bókinni er vinsældalisti ilm- og rakvatna og þar stendur svart á hvitu að „L’Air Du Temps” frá Ninu Ricci sé nr. 1 hjá kvenfólkinu og „Pour Homme” frá Rabanne nr. 1. hjá karlmönnunum. Þaö er ekki vitað hvort frihöfnin i Kef lavik er með i bókinni. En ef einhver hefur hug á að eignast ritið, þá er það gefiö út hjá Generation Publications i Sviþjóð og hún kostar litlar 450,- kr.islenskar. Það er sama verðog er á 30 millilitrum af „Chamade” ilmvatninu i pólskum frihöfnum! Auðvitað Einhvern tima gekk sú saga, aö Nútimalistasafnið i New York hefði hengt upp málverk eftir frægan franskan nútima málara þannig, að það var á hvolfi. Mis- tökin uppgötvuðust ekki fyrr en eftir 2 vikur. Hvort sem þetta er sönn saga eða ekki er ekki gott að vita. Aftur á móti héldu gestir á Listaakademiunni I London aö sömu mistök hefðu átt sér staö, þegar þeir sáu mynd eftir þýska málarann George Baselitz á yfir- litssýningu þar nýlega. Svo var þó alls ekki. Baselitz vill hafa myndina svona. „Til þess aö listneytandinn veröi aö leggja sig allan fram til aö njóta myndarinnar” segir hann. Að- spurður hvort hann hefði málað myndina „rétt” og snúiö henni viö siöar, svaraði Baselitz þvi neitandi „ég málaði hana á hvolfi” sagði hann, auðvitað”. Ur afmælis- dagbókinni „Þú hefur öflugan og aðlaðandi persónuleika, enda ertu bæði vinsæll og vinamargur. Þú ert glaðlyndur og gefinn fyrir spaug og kfmni. Þú ert listelskur, en líklega ekki gæddur verulegri sköpunar- gáfu. Þú ert gefinn fyrir tilbreytni 1 störfum og umhverfi. Þú ert ástriðuheitur, en elskar aðeins einu sinni á lffsleiöinni.” ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVIPPINN OG HVAPPINN — ÚT UM HVIPPIN

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.