Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 23

Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 23
Laugardagur 16. mai 1981 K£SZB 23 Lögregluforinginn Craig Williamson kominn inn úr kuldanum. A innfelidu myndinni má sjá hann i hlutverki byltingarmannsins. ndir úr ósnara NJÓSNARINN Cotzee sagöi mér siöar hvers- vegna hann heföi veriö sannfærö- ur um að Williamson yröi góöur njósnari og aö engin hætta heföi veriö á þvi aö hann ánetjaðist vinstri mönnum eftir aö hafa starfað svo lengi við hliö þeirra. „Ég vissi allt um það sem Þ jóö- verjar kalla „Weltanschauung” þ.e.a.s. allthans lifsviöhorf. Hann hafði hlotið sama uppeldi og aörir suöur-afriskir drengir sem eru komnir af vel stæðum hvitum for- eldrum. Hann skorti aldrei neitt gekk i bestu skóla og framtiðin var örugg. Það yrði mikil breyt- ing að eiga sér staö á persónu- leika hans til þess aö hann varp- aði þeirri framtið frá sér.” Svo var þaö aö Williamson var kallaöur upp þar sem hann var að störfum og skipaö aö koma á lög- reglustööina. Þar biðu eftir hon- um þrir menn sem sögöust vera frá leyniþjónustunni. Það tók Williamson ekki langan tima að gera upp hug sinn eftir að hafa verið sagt hvað til stæöi. Hann hætti aö fá launaseölana sina reglulega en skorti þó aldrei fé. Að lokinni þjálfuninni fór hann i háskólann. Þar gaf hann hinum nýju félög- um sinum þá skýringu á starfi sinu i lögreglunni að hann hefði gert það til þess að komast hjá herskyldu. Þó svo aö vinsældir hans meðal námsmannanna og seta i stiidentaráöi heföu komiö honum i góö sambönd taldi hann sig eiga fangelsuninni mest aö þakka. Eftir hana var engum vafa undirorpið hvar hann stæði og hann ávann sér traust allra helstu byltingarsinnanna. Auk þess aö leika tveim skjöldum i pólitikinni varö hann aö fara á bak við unnustu sina, Ingrid. Þeg- ar hiin undraðist fjárráö hans tnlði hann henni fyrir þvi aö hann græddi vel á veðhlaupabrautun- um. Þaö fannst henni stórsniöugt. Þegar hann að lokum sagði henni allan sannleikann skömmu áöur en þau giftu sig 1974, munaði minnstu aö ekkert yrði af brUÖ- kaupinu. Ingrid fannst aö hún væri að giftast tviburum og hún þekkti aðeins annan þeirra. Willi- amson lýsir þessu tvöfalda lifi sinu svo: „Þetta likist þvi helst aö vera geðklofi en hafa fullkomiö vald á geðbrigðunum”. GENF Williamson datt i lukkupottinn þegar hann hitti framkvæmda- stjóra alþjóöa lánasjóösins, Svia aö nafni Lars-Gunnar Erikson. Eftir aö þeir hófu störf saman komst Williamson smám saman að öllum helstu leyndarmálum hinnar alþjóölegu byltingarheyf- ingar. Allri fjármálaskipulagn- ingu, þ.e. hverjum var veitt fé, hve miklu og til hvers. Hann var sjálfur miiligöngumaður og komst þannig i persónulegt sam- band við leynihreyfingar á borö viö ZANU og ZWAPO og kynntist leiðtogum þeirra. Hann var á stöðugum feröalögum i Afriku og var jafnvel smyglaö nokkrum sinnum inn i Suöur-Afriku þar sem hann fór huldu höföi til þess að foröast öryggislögregluna á meðan hann átti fundi með for- ystumönnum andspyrnuhreyf- ingarinnar og færöi þeim fé. Þeir voru auðvitaö handteknir skömmu siðar og féö gert upp- tækt. Williamson varö sér úti um lykla aö öllum hirslum og skjala- söfnum Eriksons og alþjóða lána- stofnunarinnar og brátt var svo komið aö suður-afriska leyniþjón- ustan haföi i höndum allar upp- lýsingar um andspyrnuhreyfing- ar svartra manna i landinu sem nutu aöstoöar erlendis frá. Heima fyrir var þó sjálfstæö og óháö frelsishreyfing sem starfaði mjög leynt og litlar sem engar upplýsingar voru til um. Þessa hreyfingu óttuöust yfirvöld veru- legaþvihúnátti gifurlegu fylgi aö fangna meðal hinna svörtu ibúa landsins og vildi öryggislögregl- an allt til þess vinna að hafa hendur I hári forsprakkans Steve Biko. ENDALOK BIKO 1 mars 1977 tóku Erikson og Williamson þátt i ráðstefnu sem haldin var á vegum Sameinuöu þjóöanna i Lagos. Fundarefni var baráttan gegn aöskilnaöarstefnu Suður-Afriku. Williamson flutti þar enn eina af ræöum sínum og var vel fagnaö. Erikson lýsti yfir þeirri skoðun sinni aö til þess að ráöstefnan næöi tilgangi sinum yrðu fulltrúar allra þeirra afla sem beröust gegn aöskilnaöar- stefnunni aö taka þátt i henni. Aö hans undirlagi var siöan Steve Biko smyglaö úr landi og til Lag- os. En þegar Biko sneri aftur var hann handtekinn. Einhvernveg- inn hafði öryggislögreglan komist á snoðirum þærleiðirsem honum voru færar og einnig felustaöi hans. Hann var leiddur til yfir- heyrslu og lést siðar i vörslu lög- reglunnar eins og frægt er orðið. Þá haföi loksins tekist aö leysa upp alla andspyrnuhreyfingu svartra manna i Suður-Afriku. INN ÚR KULDANUM Þó svo aö frelsishreyfingarnar heföu veriö upprættar var staða Williamson svo góö aö Cotzee vildi ekki fyrir nokkurn mun láta hann brega dulargervinu. Og enn rak á fjörur þeirra félaga. Williamson komst að þvi aö ekki var allt með felldu i fjár- málaumsvifum Eriksons. Fyrst uppgötvaöi hann að svissneskur banki haföi greitt 200.000 svissn- eska franka til alþjóöa lánasjóös- ins en þeir komu hvergi fram i skýrslum sjóösins, og siöar að Erikson haföi opnaö útibú lána- sjóðsins I Lichtenstein sem hvergi •var skráö og lét banka senda fé þangað. Nú hafði Cotzee Erikson þar sem hann vildi hafa hann. Williamson sagöi nú Erikson hver hann væri og að hverjuhann hefði komist. Hann hét þvi aö koma ekki upp um Erikson gegn þvi að Erikson starfaði fyrir suð- ur-afrisku leyniþjónustuna. En Erikson þráaöist við. Enn voru tiu vikur eftir af njósnaferli Willi- amsons og margir hafa iátiö i ljósi undrun yfir þvi af hverju Er- ikson svipti ekki hulunni af Willi- amson fyrst hann vissi hver hann var og hafði ekki I hyggju sam- starf við hann. Erikson sver aftur á móti og sárt viö leggur aö Willi- amson hafialdrei viö sig talað um þessi mál og þessi saga sé samin af suður-afrisku leyniþjónustunni til þess eins að sverta sig. Þaö sem aftur á móti varö til þess að ljúka njósnaferli William- son var aö fyrrverandi sam- starfsmaður hans, njósnari aö nafni Arthur McGiven, sem haföi átt sæti meö Williamson i stú- dentaráðinu áður, flúöi til Eng- lands og bauð timariti þar sögu sina til sölu. Williamson var þá á leiö á ráð- stefnu i Afriku og hann vissi aö ef hans yrði getið i greininni þá væru dagar hans taldir. Hinir svörtu samherjar hans myndu ekki hika viö aö taka hann af lifi. Hann kom konu sinni undan i skyndi og beið siöan fyrirmæla. Cotzee brá viö skjótt og flaug þegar til Genf til þess aö gera lokatilraun til þess aö ná Erikson á sitt vald. Erikson varö annaö- hvort aö hrökkva eöa stökkva. Hann valdi þann kostinn aö boöa blaöamannafund. Þar játaöi hann fjárdráttinn en svipti um leiö hul- unni af Williamson. Þar meö var niu ára árangurs- rikjum njósnaferli lokið. William- son gat nú varpaö af sér dular- gervinu. Hann sneri heim aftur og var fagnaö sem þjóðhetju. Njósnarinn var kominn inn úr kuldanum. Sérstæd sakamál ■ Utboð Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar ósk- ar eftir tilboðum i að reisa dælustöðvarhús og undirstöður fyrir miðlunargeymi við Akranes. Otboðsgögn verða afhent á eftirtöldum stöðum gegn 500,- kr. skilatryggingu: í Reykjavik á verkfræðistofunni Fjar- hitun h.f. Álftamýri 9. Á Akranesi á verkfræði og teiknistof- unni s.f. Heiðarbraut 40. í Borgarnesi á verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen Berugötu 12. Tilboð verða opnuð á skrifstofu Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar Heiðarbraut 40 Akranesi, þriðjudaginn 2. júni 1981 kl. 11.30. Lögtök E LINISVIIKJUN Útboð Landsvirkjun óskar eftir tilboðum I byggingu mötuneytis og starfsmannahúss við Búrfellsstöð. Miðast verkið við af- hendingu hússins 1. júli 1982, tilbúnu undir tréverk og frágengið að utan. Otboðsgögn verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar að Háleitisbraut 68, 108-Reykjavik, frá og með mánudeginum 18. mai 1981 gegn skilatryggingu að fjárhæð kr. 400.00. Tilboðum skal skilað á skrifstofu Lands- virkjunar fyrir kl. 14.00 mánudaginn 1. júni 1981, en þá verða þau opnuð i viður- vist bjóðenda. Eftir kröfu tollstjórans i Reykjavik og að undangengnum úrskurði verða lögtök lát- in fram fara án frekari fyrirvara, á kostn- að gjaldenda en ábyrgð rikissjóðs, að átta dögum liðnum frá birtingu þessarar aug- lýsingar, fyrir eftirtöldum gjöldum: Áföllnum og ógreiddum skemmtanaskatti og miðagjaldi, svo og söluskatti af skemmtunum, vörugjaldi af innlendri framleiðslu, vörugjaldi, skipulagsgjaldi af nýbyggingum, söluskatti fyrir jan., • febr. og mars 1981, svo og nýálögðum við- bótum við söluskatt, gjaldföllnum lesta-, vita- og skoðunargjöldum af skipum, gjaldföllnum þungaskatti af disilbifreið- um, skatti samkvæmt ökumæfum og skoð- unargjaldi bifreiða og vátryggingaið- rjaldi ökumanna fyrir árið 1981, almenn- um og sérstökum útflutningsgjöldum, svo og tryggingaiðgjöldum af skipshöfnum á- samt skráningargjöldum. Borgarfógetaembættið i Reykjavik 13. mai 1981. Lausar stöður Tvær kennarastöóur viö Fjöibrautaskóiann á Akranesi eru lausar til umsóknar. Um er að ræða stöðu kennara I heiibrigðisgreinum (1/2 staða) og stöðu kennara i viö- skiptagreinum. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rikisins. Umsóknir, ásamt ýtarlegum upplýsingum um námsferil og störf, skulu hafa borist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, 101 Reykjavlk, fyrir 13. júnl n.k. — Sérstök umsóknareyöublöö fást I ráðuneytinu. Menntamálaráðuneytið 15. mai 1981.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.