Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 7

Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. mai 1981 ‘ ' vtÉm Síðasta frumsýning Þjóðleikhússins Söngleikur- inn Gustur Síðasta frumsýning Þjóðleik- hússins á þessu ári verður nk. miðvikudagskvöld, þegar söng- leikur inn „Gustur” verður færður upp. Leikurinn er unninn i kringum sögu Tolstoi en Mark Rozovsky færði hann ásamt fleirum I núver- andi búning og sá um tónlistina. Hesturinn Gustur er orðinn gamall og lúinn, búinn að skila sinu hlutverki i lifinu. 1 byrjun leiksins sjáum við hvar hann kemur aftur i hesthúsin á búgarð- inum þar sem hann fæddist og hittir engan kunnugan, utan eina gamla hryssu sem minnist hans frá yngri árum. Bráttfer hann að rifja upp lif sitt og segja sögu sina þeim ungu hestum sem nú eru að byrja feril sinn i þessu sama hest- húsi. Við fylgjumst með honum frá „vöggu til grafar”, en hann hefur átt sina góðu og slæmu daga eins og flestir. Einu sinni var Frekar lelkrit meö söngv- um . segir Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri „Leikritið er byggt á litilli sögu eftirTolstoj og það voru nemend- ur við leiklistarskóla I Leningrad sem i hópvinnu færðu það i núver- andi búning”, sagði Þórhildur Þorleifsdóttir, leikstjóri um söng- leikinn, „Gust”. Hún kvað leikinn hafa verið frumsýndan 1976 en siðan barst hann fljótlega til Vesturlanda, fyrst til Bandarikjanna, þar sem hann var lengi vel sýndur á Broadway, og hefur einnig verið sýndur við góðan orðstir viða á Norðurlöndum. „Þetta er engan veginn dæmi- gerður söngleikur eins og við ger- um okkur þá i hugarlund, hvorki að efni né stil. Frekar mætti kalla þetta leikrit með söngvum. Upp- færslan á þessu er ansi viðamikil og erfið, margar ólikar senur. Það var lika erfitt að ná fram réttri mynd af hestunum án þess að farið væri út i neinar nákvæm- ar eftirlikingar, hreyfingar á sviðinu eru miklar allan tim- ann”. „En eins og allt sem er erfitt, hefur þetta lika verið mjög skemmtilegt verkefni að fást við”, sagði Þórhildur að lokum. —JB Dansinn dunar I Gusti. hann stæltur og viljugur gæð- ingur, sem fáir eða engir hestar stóðust samanburð v:o. En það fór fljótt að halla undan fæti, blómaskeiðiö stóð stutt. Hann gekk kaupum og sölum, hlaut misjafna meðferð og þjónaði mörgum hlutverkum. Að lokum er hann engum til gagns og endar ævi sina undir hendi slátrarans. Með hlutverk Gusts fer Bessi Bjarnason, en alls taka um 26 manns þátt i sýningunni, þ.á.m. fjögurra manna hljómsveit sem er á sviðinu mest allan timann. Leikbúninga gerði Messiana Tómasdóttir en leikstjóri er Þór- hildur Þorleifsdóttir. — JB Erfitt ad vera hestur — segir Bessi „Það er örugglega erfitt að vera hestur”, sagði Bessi Bjarna- son, er við gripum hann dauð- þreyttan strax að lokinni æfingu nú i' vikunni, en hann fer einmitt með aðalhlutverkið I leikritinu. „Sagan er um hestinn Gust um góða og slæma tima i lifi hans og lýsir þvi hvernig hann gengur kaupum og sölum. i lokin lendir hann á sama býli og hann kom frá i upphafi og þar þekkir hann eng- inn, nema ein hryssa. Er það ekki alltaf eitthvað svoleiðis?”, segir Bessi og brosir. „Þetta gæti allt eins verið saga um mann, við eigum jú öll okkar blómaskeið og upplifum einnig daprari ti'mabil á lifsleiðinni”. Bessi kvað hlutverkið vera erfitt og margslungið. Hann er nokkurs konar sögumaður lika og þarf þar að tala bæði i 1. og 3. persónu, svo það eru miklar og híraðar skiptingar, „einsgottað fylgjast vel með”, sagði hann að lokum. —JB VÖRUBÍLAR SENDIBÍLAR 7 og allir BÍLAR ^tGasaGak Skúlagötu 40 — við Hafnarbíó — Símar 15014 19181 Hárgreiðslustofan Klapparstíg Rakarastofan Klapparstíg PANTANIR 13010 . ‘ ~ ' rH- ■ ■ .;>■■■;■.;■: í:,;. verölækkun a oli og gosdrykkjum HF. ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.