Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 5

Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. mai 1981 5 VÍSIR Þegar Marla Glsladóttir kom heim frá Þýskalandi og dansaBi á ListahátlB I fyrravor, sagBi einn gagnrýnendanna, aB hún hefBi komiB, séB og sigraB. Nú hefur Marla fengiB sambærileg- an dóm I Þýskalandi, en hún hefur dansaB hiB erfiBa hlutverk Giselle viB óperuna I Wiesbaden i vetur. Gömul frönsk þjóötrú segir, aB ungar stúlkur, sem deyja ógiftar, breytist I ,,Wili”, eins konar yfirnáttúrulegar verur, sem dansa i skógunum, tæla unga menn og drepa síBan. Sag- an af Giselle byggir á þessari trú. Giselle er saklaus sveita- stúlka og heitbundin ungum bónda úr héraBinu. En einn góB- an veBurdag kemur ókunnur maBur i þorpiB og Giselle verBur ástfangin af honum. Þegar hún uppgötvar, aB ókunni maBurinn, sem reyndar er prins, er heit- bundinn annarri stúlku, ærist Giselle og deyr. Hún hefur þó enn ekki orBiB aB „Wili”, þegar ungi bóndinn, unnusti hennar, er afvegaleiddur I skóginum af verunum. Þær linna ekki látun- um fyrr en hann hnigur dauBur niBur. Giselle er heilluB úr gröf sinni af verunum og slæst i hóp meB þeim I dansi. Prinsinn, sem hún hafBi elskaB, kemur aB gröf hennar meö hvitar liljur og verurnar hyggjast leika sama leik viö hann og viö bóndann, unnusta Giselle. En þá fallast Giselle hendur, hún getur ekki tekiö þátt i þessum leik og meö ástina eina aö vopni, tekst henni aö bjarga lifi prinsins frá voöa- legum örlögum. Þar meB er hún útskúfuö úr hópi hinna stúlkn- anna. Óskahlutverkið Giselle þykir einn fegursti klassiski ballettinn og hlutverk sjálfrar Giselle er óskadraumur allra dansmeyja. Hlutverkiö krefst ekki aöeins tæknilegrar fullkomnunar, heldur einnig mikilla leikhæfileika. ÞaB hefur veriö nefnt prófsteinninn á ferli ballerlnunnar, þaö, sem sker úr um hæfni hennar og vald yfir listdansforminu. Af dómum þýskra blaBa virö- isf Maria Gisladóttir hafa staB- ist þetta próf. Hún hefur I vetur dansaB hlutverk Giselle i óper- unni i Wiesbaden. Gagnrýnandi blaösins Wiesbadener Kurier segir, aö Maria hafi strax i fyrsta atriöinu, þegar hún er enn óbrjáluö og ó-ástfangin, vakiö grun um yfirvofandi örlög sin. „Hún hefur alla tækni al- gjörlega á valdi sinu og er þess vegna I lófa lagiö aö túlka hlut- verkiö af miklum mætti. Sú túlkun náöi hámarki I atriöinu, þegar Giselle ærist.” Annar gagnrýnandi lætur svo um mælt, aö danssýningunni hafi veriö fagnaö gifurlega og hafi sá fögnuöur einkum beinst aö stór- kostlegri túlkun Mariu. 1 Darm- stadter Echo segir: „Maria dansar Giselle af miklum yndis- þokka, ferskleika og skaphita. Hún hrifur áhorfendur, svo aö þeir tárast af hrifningu. 1 atriB- unum meö verunum, viröist hún vera sköpuö fyrir háklassiskan dansinn.” Og úr enn einum dómi: „Maria Gisladóttir er létt og fingerö og viröist ekkert hafa fyrir þessu.” Sá, sem dansaöi hlutverk prinsins, stærsta karlhlutverkiö i Giselle, er Roberto Dimitrie- vitch. Hann fær góöar umsagn- ir, ekki sist fyrir falleg stökk og bætir einn gagnrýnandinn þar viB: „Og þar stóö Maria honum alls ekki aö baki.” Þegar á allt er litiB eru öll skrif þýsku gagn- rýnendanna full hrifningar vegna frammistööu Mariu og oftar en einu sinni er hennar getiB I fyrirsögnum greinanna. Aö lokum er hér enn eitt sýnis- horn: „f brjálæöis-atriöunum sýnir hún mikla leikhæfileika meö látbragöi og hreyfingum. Hér veröur dans aö fullkominni tjáningu.” Maria slær í gegn Ljósmyndirnar tók Dennis Mack Lappert

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.