Vísir - 16.05.1981, Blaðsíða 19
Laiigárdagur 16. hiái 1981
honum á sinn staö næst þegar
kennarinn gekk fram hjá. Þannig
bárust lausnirnar hægt og rólega
um alla stofuna.
//Er nú Einar Ben orðinn
vitlaus?"
Elsta svindlsagan og jafnframt
sií eina, sem ég leyfi mér aö
nafngreina, segir frá aöstoö
Einars skálds Benediktssonar
viö sktílabrtíöur. Guöni rektor i
ME sagöi mér hana, sagöi hana
fræga en e.t.v. er einhvers staöar
einhver sem ekki hefur heyrt
hana. Þannig var, að einu sinni
þurfti skólabróðir Einars að
þrauka stærðfræðipróf einn á
báti. Ástæðuna til þess vissi
Guðni ekki. Einar var þá i 6. bekk
og „uppivöðslusamur skólastrák-
ur” aö mati núverandi rektors
Læröa skólans. Þeir sem
komiö hafa i skólann, vita aö á
hverri stofuhurð er gægjugat,
isett gleri. En áður fyrr voru
þessi göt opin nema hvað fyrir
þeim var lUga, sem hægt var aö
loka með. Situr nU kauði sveittur
við, þegar allt i einu er fariö að
rjátla viö þessa lUgu, sem var
höfð aftur á meðan á prófi stóð.
Yfirsetumaður fer að athuga
hvað sé á seyði og á meðan hann
snyr baki við prófanda, tekst að
kasta verkefninu Ut um gluggann.
Liður nU dágtíð stund og tekur þá
að berast hávaði utan af tUninu
fyrir framan skólann. Svo mikið
virðist þarna um að vera, að yfir-
setumaður getur ekki á sér setið
og fer Ut i glugga til að kanna
málið. Segir svo stundarhátt:
„Hvað er nU þetta, er Einar Ben.
orðinn snargeggjaður.” Það var
varla nema von, þvi Einar var þá
að færa sig Ur hverri spjör og það
svo löturhægt að kennarinn var
dágóða stund að kanna hversu
langt þetta myndi ganga. Og á
meðan fóru prófUrlausnirnar inn
um fyrrnefnt gat á hurðinni og
nemandinn stóð sitt próf með
stíma.
Skorti hugrekki
Þegar Guðni hafði sagt mér
þessa sögu, spurði ég hann hvort
hann hefði sjálfur nokkurn tima
svindlað. Nei, hann hélt nU ekki!
„Annars kann það nU að vera
vegna þess aðmig hafiskort hug-
rekki til þess, fremur en vegna
þess að ég hefði ekki viljað það”
bætti hann svo við.
En hverjir svindla annars?
Eru það verri nemendur öðrum
fremur? Ekki hélt Guðni það.
„Þeir latari” sagði hann. Skóla
stjtíri við grunnskóla i Reykjavik,
Björn Jónsson i Hagaskóla, sagð-
ist vera viss um aö aöeins kæmist
upp um 3-4% af svindlurum.
Svindl virðist reyndar vera
mun algengara i barna- og gagn-
fræðaskólum og „maður svindlar
oft i skyndiprófum” sögðu að-
spurðir krakkar. En ekki eins
mikið á vorprófum. Og reyndar
sögðust flest þeirra ekki þora að
svindla. „Það er svo hart tekið á
þvi.” I grunnskólum, jafnt og i
„æðri” skólum eru aðferðirnar
gamlar og einfaldar, harmonikk-
ur, miðar, skrif á handleggi, i lófa
og jafnvel upp um öll læri. Einn
sagðist hafa sett miða i stóran
dtísayddara fyrirfram, sem hægt
var að skoða i miðju prófi á með-
an fengið var að ydda. „En það
var nii i skyndiprófi.” Svo eru
settir miðar inn i kúlupenna, und-
irúrið, innihárflettur. Og margir
vinna mikið starf við að útbúa
góðan svindlmiöa — svo mikið
starf að þegar til kastanna kem-
ur, er búið að læra efni hans utan
að, svo miðinn verður gagnslaus*
eftir allt saman.
Erfiöara um vik nú til
dags?
Kennari við fjölbrautaskóla úti
á landi sagðist halda að minna
væri um að svindlað væri nú en
áður. Lfklega vegna þess að erfið-
ara væri að útbúa svindl,
„spurningarnar eru allt annars
eölis. það er ekki veriö að eltast
við ártöl, mannanöfn eöa önnur
smáatriði. Ég held lika að
krakkarnir séu ekki i þessum
eltingaleik við kommur eins og
við vorum, þegar það gat munað
einu svari hvort maður fékk 7,8
eða 8.0. Svo er ég ekki viss um að
próf séu tekin eins alvarlega
núna.”
Björn i Hagaskóla var ekki
sammála þvi að minna væri
svindlað. „Það held ég nú sé blá-
eygt sakleysi að halda þvi fram.
Þetta er hluti af sjálfsbjargarvið-
leitni og tilheyrir mannlegu eðli.
Það breytist ekki.” Þetta verður
hver að gera upp við sig en hér er
i lokin ein svindlsaga enn. Eflaust
greinir fólki á um hvort hún hafi
endað vel eða illa!
// Hvað heldurðu þú hefðir
fengið?"
Nemandi svindlaði á miðs-
vetrarprófi i langskóla með þeim
árangri að einkunnin varð 10.
Kennarinn sá ekkert grunsamlegt
við þá frammistöðu en nem-
andinn vissi sem var að erfitt yrði
að endurtaka afrekið að vori.
Liður svo að vorprófum og setur
þá þvilikan kviða að nemanda
þessum, að þegar prófdagurinn i
faginu rennur upp, veikist hann
og treystir sér ekki i slaginn. Er
þá ekki um annað að ræða en fara
fram á sjúkrapróf siðar um
sumarið og gæfist þá siðbúið
tækifæri til að undirbúa sig svo að
gagni kæmi. Nemandinn fer þvi á
fund kennarans og biður um að
vera skráður i sjúkrapróf,. En
kennarinn, sem var og er hinn
mesti öðlingur brást ókvæða við
og sagðist nú ekki eiga annað eftir
en láta nemanda sem fengið hefði
heila tiu á miðsvetrarprófi,
þreyta prtíf um mitt sumar.
„Segðu mér bara, hvað heldurðu
að þú hefðir fengið” spurði þessi
ljúfi maður og vegna þess að
nemandinn vildi ekki ofreyna trú
mannsins á eigin getu, sagðist
halda að hann hefði liklega faigið
svona niu, kannski niu fimm. Og
það varöúr, að sú tala var fest á
einkunnabókina nemandanum til
ævarandi minningar um svindlið.
Ms
vtsm
19
Barnahúsgögn
kr. 500 út
og kr. 500
á mánuði
Geysilegt úrval
myndalistar
lægsta verð
LJI.v,
BNdshöfða 20, Reykjavík Símar: 81199 og 81410
Grásleppu-hrogna
fram/eiðendur
Eigum óráðstafað nokkrum
Hrogna-ski/jum
til afgreiðslu
nu þegar
Vélarnar
eru úr
ryðfrlu stáli
með úrvals
gírmótorum
- fyrir
220 volta
straum
Vélarnar eru einfaldar í notkun,
og sérlega létt að þrífa þær
Verð 10.500 krónur
Hafið samband við sölumann í
síma 91-21220
HF. OFNASMIÐJAN