Vísir - 11.06.1981, Blaðsíða 1

Vísir - 11.06.1981, Blaðsíða 1
Hvítasunnu- kappreiðar Fáks Sjá ÚIS. 14-15 Norrænn göngudagur Sjá bls. 3 NlaUhías jafnaöi markamet Hermanns Sjá ídrúttír bls.6 og 7 Bani-Sadr oröinn valdalaus Sjá öis. 5 Flakiö af TF-ROM er ótrúlega tætt og liklega hefur kviknaö I vélinni rétt el'tir aö hún hrotlenti. Vélin hefur veriö á leiö úr noröri I.suöur og hefur flugmaöurinn þvi sennilega veriö að snúa til baka, er slysiö varö en þá lá dimm þoka yfir slysstaönum. Brakiö liggur viö eitt af ótal smávötnum, sem ejnu nafnj nefnast Þverárvötn, á Tvidægru, norö-austur af Borgarfiröi. Þetta svæöi hefur veriö kembt af leitarflugvélum en ástæöan fyrir þviað þar fannst ekkiert. i'yrr er talin vera mikill snjór á þessum slóöum. (VIsis-m.EÞS) Þyria landheigis- gæslunnar. TF-RÁN, lann flak litlu véiarlnnar: FLUGVELIN FORST VD ÞVERÁRVÖTN „Við vorum á leið frá Akureyri til Reykjavikur i gær og ákváöum að hefja leit á þessu svæði. Við höföum tekiö stefnu á Baulu og vorum á austurleið til baka, i átt að Eiriksjökli, þegar ég sá einhverja smámis- smiö á vatninu fyrir tilviljun. Þetta reyndist vera flak TF-ROM”, sagði Björn Jónsson, flugstjóri á þyrlu Landhelgisgæslunnar, i samlali við Visi i morgun. Björn sagði, að flugstjórnar- menn á Akureyri hefðu sagt, að þessi ákveðni kafli á flugleið TF-ROM hefði verið lélegastur til sjónflugs kvöldið sem vélin hvarf. „Við ákváðum að lita á þetta sem „kritiskt” svæði og leita þar”, sagði Björn. Flakiö var við Þverárvötn, sem eru austan við Norðurárdal, sunnan Holtavörðuheiðar. „Við lentum þarna strax eða um klukkan 2 og staðsettum okkur, en þyrlan er búin mjög góðum staðsetningartækjum. Siðan höföum við samband viö flug- stjórn og þeir gerðu sinar ráöstaf- anir”, sagði Björn Jónsson, flug- stjóri. Einn úr áhöfn þyrlunnar varð eftir á slysstað, en hún hélt til Reykjavikur og sótti starfsmenn loftferðaeftirlitsins. Félagar úr Flugbjörgunarsveitinni fluttu lik hinna látnu i bæinn. Flak TF-ROM var mjög illa farið og er talið að mennirnir fjórir, sem i henni voru, hafi látist samstund- is. Hefur vélin skollið i jörðina á mikilli ferð. Þeir sem fórust með TF-ROM voru Magnús Indriðason kaup- maður, sem flaug vélinni, 32 ára kvæntur og þriggja barna faöir, Hjörleifur Einarsson trygginga- starfsmaður, 25 ára, kvæntur og átti þrjú börn, Jóhann Kr. Briem, matreiðslumaöur, 22 ára, ó- kvæntur og barnlaus og Rafn Haraldsson, tannsmiður, 33 ára, lætur eftir sig eiginkonu og eitt barn. Rafn bjó i Kópavogi, en hin- ir i Reykjavik. —SG Þyrlan leggur upp frá Akureyri í gær. A myndinni eru auk Björns Jóns- sonar, flugstjóra og Benonis Arngrimssonar, flugmanns, þeir Bjarni Helgason, skipherra, Berghreinn Þorsteinsson, vélamaöur, ólafur Valur Sigurösson, stýrimaöur og þeir Þórarinn Agústsson og Siguröur Baldursson frá Hjálparsveit skáta á Akurcyri. (VIsism/G.S. Ak.)

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.