Vísir - 11.06.1981, Blaðsíða 13
13
Fimmtudagur 11. júni 1981
vtsm
Skurðlæknar á
skemmtiferðaskipi
Skurölæknar frá Norðurlöndun-
um komu til Reykjavíkur i morg-
un með riíssneska skemmtiferða-
skipinu Mikhail Lermontov, en
fertugasta þing Skurðlæknafélags
Na-ðurlanda hefst á Hótel Loft-
leiðum í dag. Félagið tók þann
kost að leigja rússneska
skemmtiferðaskipið til Islands-
fararinnar og koma læknarnir
hingað með fjölskyldur sinar yfir
hafið. Mun fólkið búa um borð I
skipinu meöan á þinginu stendur.
Tveir Islendingar eru með skip-
inu, Gylfi Þ. Gislason prófessor
og Páll Imsland jarðfræðingur.
Þeir fdru með flugvél til Gauta-
borgar ásamt konum sinum og
hafa haldið fyrirlestra um Island
i sjóferðinni og sýnt kvikmyndir.
Riimlega sex hundruö þátttak-
endur eru á ráöstefnunni, þar af
eru skurðlæknar vel yfir þrjú
hundruð. Þingið var sett i morgun
við hátihlega athöfn i Þjóðleik-
húsinu, þar sem Manuela Wiesler
lék á flautu og Helga Ingólfsdóttir
á sembal. Opnunarræðuna flutti
Friðrik Einarsson forseti Skurð-
læknafélags Norðurlanda og at-
höfninni lauk með þvi að Ólöf Kol-
brún Harðardóttir og Garðar
Cortes tóku lagið við undirleik
Jóns Stefanssonar.
I dag verða visindaráðstefnur á
Hótel Loftleiðum og sérstök dag-
skrá fyrir eiginkonur og börn.
Fluttir verða rúmlega eitthundr-
að fyrirlestrar um læknisfræðileg
efni auk fimm pallborðsum-
ræðna. Eftir þvi sem timi leyfir
verður gestunum gefinn kostur á
þvi að ferðast um landið.
Námskeið i framhalds- og við-
haldsmenntun skurðlækna fer
fram á skipinu á báðum leiðum.
—Gsal
SUMARBOÐIR I STYKKISHÚLMI
St. Franciskussystur i Stykkis-
hólmi hafa I rúm 20 ár boðið upp á
dvöl i sumarbúðum hjá sér fyrir
börn á aldrinum 6 - 11 ára. Sum-
arbúðimar veröa að þessu sinni
opnar 10. júni til 10. júli og munu
systurnar sækja hópana á Um-
ferðarmiðstöðina i Reykjavik og
skila þeim þangaö aftur að dvöl
lokinni.
Þarna koma til meö að dvelja i
sumar um 45 börn i umsjá systur
Lovisu, systur Magdalenu og 7
starfsstúlkna i barnaheimilis-
álmu sjúkrahússins. Margt verð-
ur sér til gamans gert i sumar-
búðum systranna s.s. föndur,
leikir, útivist, stuttar gönguferö-
ir, bátsferðir og rútuferðir.
Daggjaldið er 85 kr. fyrir barn-
ið (80 kr. ef um systkini er að
ræða), og er allt innifalið i þvi
verði.
Nokkur pláss eru laus
ennþá og veitir systir Lovisa upp-
lýsingar þar að lútandi i sima 93-
8128.
„vegna óbolandi ryks”
Lltlð um slitlagsframkvæmdlr á Húsavík
1 sumar verða steyptir um 300
m af Stangabakkanum á Húsa-
vík, en þaðer aðalumferðargatan
um bæinn var hún tengd f fyrra-
sumar og leysti Garðarbrautina
af hólmi sem „þjóöveg um þétt-
býli”.
1 siðustu viku var flutt malbik
alla leiö frá Akureyri og lagt á
hluta af hafnarsvæðinu. Bjarni
Aðalgeirsson, bæjarstjóri á Húsa-
vik, sagði i samtali við Visi, aö
litlar likur væru á að meira yrði
lagt af slitlagi á götur bæjarins i
sumar. Fram til þessa hafa
ibdðagötur Húsavikur verið lagð-
ar olíumöl, sem löguð hefur verið
á staðnum með tækjakosti Oliu-
malar hf., en rekstur þess fyrir-
tækis væri enn i óvissu. A meðan
er beöið meö slitlagsframkvæmd-
ir.
Hins vegar eru íbúarnir ekki
allir sáttir við þá bið, þvi ibúar
við Mararbraut hafa skorað á
bæjaryfirvöld að leggja bundið
slitlag á götuna sem fyrst,
„vegna óþolandi ryks”.
JT M
I fyrsta sinn á Islandi
Hinir heimsfræau fiMERICflNM
SMHS
ATHUGIÐ:
Miðasala á stadnum
hefst klukkustund
fyrir hverja sýningu
Verð kr. 40. — fyrir
fulloröna og kr. 20.
fyrir börn
yngri en 12 ára
Stórkostlegar aksturslistir.
Ekið á tveim hjólum'.
tokkið á bílum allt að 20
metrum.
rhjólastökk, trúðar
mt fjölda annarra
urslista og skemmti-
V^Vatriða á 90 mínútna
sýningu.
Heimsins mestu
ökugarpar
aksturslistum.
Stórkostleg
skemmtun
fyrir alla
jölskylduna.
Lltíd sýnishorn af
íágu vöruveröi:
• WC pappir 8 rúllur i pakkningu
verð kr. 23,30
® Sö/tuð rúllupylsa
kg-verð kr. 26,50
• Franskar kartöflur (islenskar)
2ja kg pokar verð kr. 32,00
• Paprikusalat (Búlgaría)
verð kr. 9,80
• Dixon þvottaefni 4,5 kg
verð kr. 86,85
• Snapp kornf/ögur 500 gr
verð kr. 12.80
• Kellogg 's kornflögur 500 gr
verð kr. 15,35
• Trix ávaxtakú/ur 226 gr
verð kr. 12,60
• Royal gerduft
verð kr. 10.55
• Ananasbitar 1/1 dósir
verð kr. 10,30
• Kaliforniurúsinur Champion 250 gr
verð kr. 8,05
VStór/úða i stykkjum
kg. verð kr. 22.00
• Hvalkjöt
kg. verð kr. 24.00
mKrakus jarðaber 1/2 dósir
verð kr. 11,25
VCocomalt Otker 400 gr
verð kr. 15,55
VCacó 480 gr verð kr. 21,30
VGrænar baunir 1/2 dósir
verð kr. 6,05
VBrasilíst instant kaffi 200 gr
verð kr. 58,30
Opið í Matvörudeild:
fimmtudaga og
föstudaga kl. 9-22
Allar aðrar deildir
eru opnar: til kl 22
á fimmtudögum og
kl. 19 á föstudögum
Jón Loftsson hf.
Hringbraut 121 Sími 10600
LOKAÐ
í ÖLLUM
DEILDUM
LAUGARDAGA
VORU-
KYNNINGAR
ALLA
FÖSTUDAGA
KL. 14-20