Vísir - 11.06.1981, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 11. júnl 1981
VlSIR
9
Slávarútvegurinn
Björn Dagbjartsson
skrifar um fiskveiðar
landsmanna og segir:
Það er raunar alveg
furðulegt að hagsmuna-
samtök eins og Liú þurfa
að berjast fyrir þvi við
stjórnvöld að eigin
félagsmönnum sé neitað
um fyrirgreiðslu til
skipakaupa! I þessu felst
þó örlítill vonarneisti um
að einhverjir sjái að
svona getur þetta ekki
gengið endalaust".
Á árinu 1980 dróst fiskafli
landsmanna saman i fyrsta
skipti i mörg ár. Minnkun varö
vegna takmarkanna á loönu-
veiðum en verðmæti loönu til
bræöslu er aðeins um 1/10 af
verðmæti hvers kilós annars
afla aö meðaltali. Stórfelld
aukning þorskafla geröi aö
verðmætum til miklu meira en
aö bæta upp minnkaðan loðnu-
afla svo að verömæti heildarafl-
ans jókst enn á árinu 1980. Fyrir
þjóöfelagið I heild má likja
þessu ástandi við viöureign ein-
staklingsins viö verðbólguna.
Það er allt I lagi aö borga vixl-
ana og skattana á næsta ári þvi
að þá verða tekjurnar meiri en
þær eru í ár. En hve lengi getur
jietta gengiö?
íslenska efnahags-
undrið
Sagt er að erlendir efnahags-
sérfræöingar séu alveg gáttaðir
á þvíhvernig islendingarfari að
þvi að lifa af 50% verðbólgu ár
eftir ár. Það má sjálfsagt deila
um það hversu vel okkur vegnar
miðað við aðra. Það er vel þekkt
að flestar vörur eru miklu dyr-
ari hér en erlendis miðað við
opinbera gengisskráningu,
ýmsar stéttir geta sýnt fram á
að þær hafi miklu lægri laun
heldur en gerist meðal ná-
grannaþjóða, vinnudagur er
lengri hér en viða annars staöar
og fleira þessu likt er tint til. En
samtsem áður höfum við það nú
bara gott efnahagslega! Það
sannar fjöldi bila, sjónvarps-
tækja, einkai'biíða ofl. á ibúa.
Við þurfum ekki að hafa
áhyggjur af skuldum sem við
stofnum til i þessu sambandi.
Verðbólgan sér um þær.
Svipað blasir við þegar litið er
á þjóöfélagið i heild og þá sem
þar ráöa ferðinni. Það er keypt
og eytt, fjárfest og slegin lán —
og borgað með stöðugt vaxandi
verðmætum sjávarafla. Svo
mikið er vist að lánstraust höf-
um við enn. (Nema að einhver
úti i heimi vilji ekki aö við för-
um á hausinn?)
Arðbær rekstur —
Aukaatriði
Það er langt siðan það hætti
að vefjast fyrir mönnum þó að
ekki væri hægt að sýna fram á
hagkvæmni i rekstri t.d. útgerð
nýrra fiskiskipa. Forstjórar og
verðandi forstjórar útgerðar-
fyrirtækja tala um það i fjöl-
miðlum I léttum tón, að það sé
auðvitað ekki hægt að sýna
reikningslega fram á gróöa af
útgerð nýrra skuttogara og hafi
kannski aldrei veriö hægt.
Stöðugt vaxandi afli og hækk-
andi afurðaverð er orðið að lög-
máli hjá þessum mönnum. Árin
1968 og 1969 eru gleymd. Bara ef
hægt er að ná i lánsfé er málið
leyst.
Það er raunar alveg furðulegt
að hagsmunasamtök eins og
Llú skuli þurfa að berjast fyrir
þvi við stjórnv'öld að eigin
félagsmönnum sé neitað um
fyrirgreiðslu til skipakaupa! 1
þessu felst þó örlitill vonarneisti
um að einhverjir sjái að svona
getur þetta ekki gengið enda-
laust. Einhvern timan hættir
afliað aukast, hugsanlega fellur
verð á fiskmörkuðum, eöa sala
tregðast.
Erum við þegar komn-
ir á enda?
NU eru liðin ein 6-7 ár sfðan
hin svokallaða „svarta skýrsla”
fiskifræðinga varð til. Sfðan
hafa komið á hverju ári skýrsl-
ur frá Hafrannsóknastofnun um
ástand fiskstofna og aflahorfur
á tslandsmiðum. Varðandi
þorskinn þá hefur það varla far-
ið fram hjá neinum, enda verið
skýrt, að aflinn hefur orðið
miklu meiri en talið var að
stofninn myndi þola. Hins vegar
haia hugmyndir fiskifræöinga
um langtíma afrakstur þorsk-
stofnsins og reyndar annarra
stofna sáralitið breyst. Þaö voru
tekin ein 440 þús. tonn af þorski
á íslandsmiðum i fyrra og þaö
er svona um þaö bil þaö, sem
liægt er aö búast viö til j afnaðar
og til langframa (450-500 þús. t.)
Það verður sjálfsagt veitt meira
af þorski en þetta i ár enda afl-
inn þegar 1/6 orðinn 260 þús.
tonn.Enhvað skeður þá á næstu
árum ? Aðra stofna er ekki upp á
aö hlaupa þeir eru ýmist full-
nýttir eöa greinilega ofveiddir.
Dæmiö um grálúðuna (Haf-
rannsóknir 22. hefti) er alveg
sérstaklega lýsandi. Eftir hvern
ofveiöitopp koma nokkur „mög-
ur ár”. Kannski tekst okkur að
skrapa upp enn meiri grálúðu i
ár en i fyrra, en þá koma lika
mögru árin. En það er lika
„skrift á veggnum” varðandi
þorskinn, sögulega séð, án tillits
til fiskifræðinga. A siðustu 30
árum hefur þorskafli á tslands-
miðum tvisvar orðið meiri en nú
er þ.e. á árunum 1953-1958 og á
árunum 1970 og 1971. Báöum
þessum toppum fylgdu mun
magrari ár.
Tilkostnaður — verð-
mæti
Ég held aö það sé sama hvaða
óskhyggjurökum menn beita.
Við getum ekki búist viö aukn-
ingu sjávarafla sem neinu máli
skiptir, hvorki i dýrum né verö-
litlum tegundum. Miklu meiri
likur eru til þess að við megum
búast viö samdrætti þegar á
næsta ári.
Auðvitað væri hægt aö
bregðast við þeim aðstæöum
með tvennu móti, þ.e. draga úr
tilkostnaði viö veiöarnar og
auka verömæti þess, sem veitt
er. Því miður er ekkert sem
bendir til þess að slikar aðgerðir
séuá næstu grösum. Sífellt bæt-
ast ný og dýr skip i flotann. tlt-
gerðarkostnaður vex jafnt og
þétt. Skreiðarvinnsla eykst en
frysting dregst saman. Auð-
vitað getur það borgað sig fyrir
fiskverkanda að kaupa lélegt
hráefni og henda þvi upp á
hjalla þó að miklu meira fáist
fyrir jafn stóran þorsk sem fer i
flakapakkningum til Bandarikj-
anna heldur en Nigeriu. A sama
hátt gæti það borgað sig fyrir
útgerðarmann að slá sér lán
fyrir nýju skipi i stað þess, að
borga skatta, þegar gamla
skipið er farið að skila arði, en i
heild tapa útgerðarmenn (og
þjóðfélagið) á hverju nýju skipi,
sem við bætist.
Þegar þaö rennur upp fyrir
hagsm unaaöilunum, sjómönn-
um ogdtvegsmönnum, aö afli er
hættur aö aukast, jafnvel farinn
aö dragastsaman, þá munu þeir
biðja um einhvers konar kvóta-
skiptingu og takmarkaöan aö-
gang aö miöunum eins og gerö-
ist i loönuveiöunum. Þá loksins
er von til þess að gætt verði
fyllstu hagkvæmni i útgeröar-
rekstri og keppt að hámarks-
verömætum aflans. Hvort þjóö-
félagið veröur þá reiðubúið til
að hætta að eyða um efni fram
og treyst á vaxandi afla, það er
önnur saga,
Ep Daö hlutverk ríkis-
utvarpsins að vernda
okkur fyrir frelsinu?
Umræður um frjálst útvarp
hafa verið mjög liflegar undan-
farið, Stofnað hefur verið félag
áhugamanna um frjálsan út-
varpsrekstur.
Fréttamaður rikisútvarpsins
átti viðtal við forsvarsmann
hins nýja félags. En svo undar-
lega brá við að fréttamaöurinn,
ræddi mjög fjárhagsmál rikis-
útvarpsins i þessu sambandi.
Hvað koma þau þessu máli viö?
Þá var kvaddur fram Vilhjálm-
ur Hjálmarsson, sá annars á-
gæti maður, formaður útvarps-
ráðs. Hann fer i krafti sins em-
bættis að láta uppi sitt álit á
þessu máli. Hér er um grund-
vallarmisskilning að ræða. Það
á ekki að vera hlutverk rikisút-
varpsins sjálfs sem stofnunar
aö gina yfir skoðunum almenn-
ings á frjálsu útvarpi. Fólkið á
sjálft að ákveða framtið þess.
Þvert á móti á rikisútvarpið að
greiða fyrir skoðanaskiptum
manna um þessi mál án þess aö
reyna að hafa nokkur áhrif á
þær umræður, aðrar en þær aö
gefa hlutlausar upplýsingar.
Vægi ummæla formanns út-
varpsráðs i málinu er of mikiö
til þess aö opnar og óþvingaðar
umræður eigi sér stað.
Meö núverandi framkomu út-
varpsmanna er eins og að menn
eigi að spyrja rikisútvarpið um
leyfi til þess að mega hafa skoö-
un á frjálsu útvarpi. Rlkisút-
varpið á ekki að vera neinn
varðhundur rikiseinokunar
sinnar.
Þættir Friedmans
Afstaða rikisútvarpsins til
frelsisins kemur vel fram i sýn-
ingu þátta Miltons Friedmann.
Fjórum þáttum er klesst saman
á tvö kvöld. Umræðum eftir
hvern þátt, nema þann fimmta
er sleppt. Þættirnir sem sagt
ritskoðaöir. Af tiu þáttum eru
aðeins 5 sýndir. Á sama tima á
að demba yfir okkur einum 19
„Dallas” þáttum annari eins
dómadags þvælu. Skv. sumum
lesendabréfum dagblaðanna
eru kostir Dallas þáttanna þó
slikir að þeir ófrægja banda-
riskt þjóðlif og atvinnurekendur
og vara viö boðskap þátta
Friedmanns.
Annars skil ég ekki þennan
ótta við þætti Friedmanns.
Hvaöa skoðun sem menn hafa á
efnahagsmálum geta þættir
sem þessir aðeins vikkað sjón-
deildarhring okkar og dýpkað
umræöur um þjóðfélagsmál.
Friedmann veltir við mörgum
steininum sem lengi hefur feng-
ið kyrr að liggja og sýnir okkur
hina hliðina.
Slikir þættir eru alveg upp-
lagðir fyrir rikisútvarp. Ég
skora á rikisútvarpið að sýna
alla Friedmanns þættina óstytt-
a.
Tjáningarfrelsi almenn-
ings
Þaö sem stendur hér að ofan
er ritað áður en sjónvarpsþátt-
urinn 9.6. sl. um fjölmiölun var
sýndur. Sá þáttur var mjög góö-
ur, þó að fyrir minn smekk
kæmu allt of margir stjórn-
málamenn fram i þættinum, en
það er sameiginlegt með flest-
um þáttum rikissjónvarpsins,
þar sem skoðanir eru viöraðar,
og munu stjórnmálamenn brátt
fá einkarétt á að hafa skoðanir i
þessu landi ef rikisfjölmiölarnir
eflast meir en orðið er.
Umræðan um „frjálst út-
varp” hitti ekki i mark að minu
mati. Þaö er ekki útvarpið sem
á aö vera frjálst, heldur á al-
menningur I þessu landi að fá
frelsi til að útvarpa.
1 húfi er tjáningarfrelsi al-
mennings. Tjáningarfrelsi fólks
er þau aldýrmætustu mannrétt-
indi sem það á, jafnvel lifsnauð-
synleg. Oll mestu hryöjuverk
þessarar aldar hafa verið fram-
in að tjáningarfrelsinu fjarver-
andi.
Frjáls útvarpsrekstur er
grundvallarmannréttindi, tján-
ingarfrelsi, sem á að berjast
Jóhann J. ólafsson
skrifar i tilefni þeirrar
umræðu sem sprottið hef-
ur um frjálst útvarp.
Honum finnst viðbrögð
ráðamanna Rikisút-
varpsins undarleg og tel-
ur það bera vott um þann
hugsunarhátt að Ríkisút-
varpið eigi að gína yfir
skoðunum almennings.
fyrir sem sliku. Rikisútvarpiö
er of frjálst að sitja yfir rétti
annarra til þess að útvarpa. Það
á að vera okkar fyrsta verk þeg-
ar við tileinkum okkur nýja
tækni á sviði fjölmiðlunar, að
spyrja: Hvernig er hægt aö
tryggja frelsi almennings til
tjáningar með þessari nýju
tækni?
Jóhann J. ólafsson.