Vísir - 11.06.1981, Síða 3

Vísir - 11.06.1981, Síða 3
3 Fimmtudagur 11. júni 1981 Göngudagur Uölskyidunnar: Búist er viö nokkur Þúsund Þátttakendum Göngudagar fjölskyldunnar verða haldnir viða um land um næstu helgi. Sunnudagurinn 14. júni er hinn raunverulegi göngu- dagur en i sjávarplássunum verður 13. júni fyrir valinu vegna sjómannadagsins sem er hinn 14. Ungmennafélag Islands gekkst fyrir göngudegi fjölskyldunnar i fyrra og þótti sá dagur, sem einnig var 14. júni, takast mjög vel. Um fjögur þúsund manns tóku þátt i gönguferðum sem farnar voru viða um landið. Gerðar voru ágætar göngu- lýsingar, getið um örnefni staða, náttúrufræði, söguleg atriði, þjóðsögur og margt fleira. Að þessu sinni verður höfð sam- vinna við Ferðafélag Islands um gönguna i Reykjavik og ferða- félagsdeildir út um land munu einnig starfa með ungmenna- félögunum þar sem þær starfa. 78 ungmennafélög efndu til gönguferða þennan dag s.l. sumar og nú standa vonir til að enn fleiri verði með. Ungmenna- félögin á hverjum stað munu skipuleggja gönguleið, útvega göngustjóra og sjá um leiðar- lýsingar. Um 40 Norðmenn og Sviar munu koma hingað til lands i til- efni göngudagsins, og munu þeir taka þátt i göngu Ferðafélags Is- lands, sem farin verðu á sunnu- daginn. Lagt verður af stað frá Um- ferðamiðstöðinni klukkan 10.30 á sunnudaginn og önnur ferð verður klukkan 13.00 sama dag. Ferðin kostar kr. 50 með rútu en innifalið GÖNGUDAGUR FJÖLSKYLDUNNA er merki göngudagsins. Einnig geta menn ^jrið á einkabilum. Leiðin liggúr eftir góöum vegi að Djúpavatni. Þaðan verð- ur gengið um Grænavatnseggjar, fram hjá Grænavatni, Spákonu- vatni og niður að Sogaselsgig, þar sem áð verður. Gigurinn er hringlaga, og þar voru áöur þrjú sel frá bæjunum á Vatnsleysuströnd, upplagðir án- ingarstaðir. Þá verður gengið aftur um Sogin og niöur að Djúpavatni að bilunum. Leiðin er 8-10 kilómetra löng en fyrir hina léttstigari eru ótal möguleikar. vísm Jón E. Karlsson, flugvirki, Jóhannes Fossdal og Sigurður Aöalsteinsson, flugmenn, og allir meðal eig- enda Flugfélags Norðurlands, ásamt William Muilen, þjálfunarflugmanni, viö nýju vélina. „Kann mjög vei við Dessa vél” Hraðfleyg véi I flugfiota Flugfélags Noröuplands ,,Ég kann mjög vel við þessa vél og ég bind vonir við aö hún reynist okkur vel”, sagði Sigurð- ur Aðalsteinsson, en hann og Jóhannes Fossdal komu i gær- morgun til Akureyrar með nýja vél i flota Flugfélags Norður- lands. Vélin er af gerðinni Mitsubishi MU 2 L og er keypt litið notuð frá Bandarikjunum. Jafnþrýstibún- aður er i vélinni og hún er með turbinuhreyfla, þannig að l'lug- hraðinn er ivið meiri en hjá Fokker vélum Flugleiða, svo not- uð sé kunn samliking. Að sögn Sigurðar verður vélin notuð á lengri áætlunarleiðum félagsins, til Egilsstaða, Isafjarðar og um ólafsfjörð til Reykjavikur. Að visu verður spurningarmerki við Ólafsfjörð til að byrja með, þar sem yfirborð flugvallarins þar er mjög gróft og brautin auk þess i styttra lagi. Sagðist Sigurður vonast til að þetta yrði lagfært á næstunni. Væntanlega verður byrjað að nota vélina i áætlunar- flugi um helgina. Willian Mullen flugmaöur kom með vélinni að utan. Mun hann þjálfa flugmenn FN á nýju vélina, en hann var fyrsti flugmaðurinn utan Japan, sem fékk réttindi á Nefndsú er Hæstiréttur skipaði ekki alls fyrir löngu og fékk þann starfa að koma saman starfs- aldurslista flugmanna situr enn að störfum. Guðmundur Jónsson borgardómari og formaður nefndarinnarsagði að gagnaöflun stæði yfir þegar Visir sló á þráð- slikar vélar þegar framleiðsla þeirra hófst 1967. Hefur hann sið- an verið þjálfunarflugmaður hjá Mitsubishi verksmiðjunum. Þá hefur Jón E. Karlsson flugvirki dvalið ytra og sótt námskeið i við- haldi vélanna. G.S./Akureyri inn til hans, en að öðru leyti kvaðst hann ekki geta tjáð sig um málið. Með Guðmundi i nefndinni eru Bárður Danielsson verkíræðingur og Guðmundur Magnússon há- skólarektor. — Gsal Starfsaldurslistl flugmanna: Nefndin enn aö störfum Sumarskór^ný sending Teg: 86 Litur: Svart leður Stærðir: 36-41 Verö kr: 215.- Teg: 702 Litir: Svart og blátt rússkinn Stærðir: 36-41 Verð: kr: 273.- Teg: 6052 Litir: Svart og bordó leður Stærðir: 36-41 Verð kr. 320.- Teg: 1105 Litur: Hvitt og gull Stæröir: 36-41 Verö kr: 199,- Teg: 37002 Litur: Hvitt leður Stæröir: 36-41 Verö kr. 247.- Teg: 37001 Litur: Blátt leður Stæröir: 36-41 Verð kr: 247.- Teg: 501 Litur: Hvitt og beigeleður Stæröir: 36-41 Verð kr. 360.- Teg: 3700 Litur: Kaki grænt leöur Stæröir: 36-41 Verö kr: 247.- PÓSTSENDUM STJÖRNUSKÓBÚÐIN Laugavegi 96 — Viö hliðina á Stjörnubíói — Sími 23795

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.