Vísir - 11.06.1981, Blaðsíða 12
12
Fimmtudagur 11. júni 1981
vísm
Hér er allt sem við þurfum i fjóra hamborgara ásamt
meðlæti.
600 g hakkaö magurt nautakjöt, 2 tsk salt, 1/2 tsk
svartur pipar, 8 hveitbrauösneiöar, 4 ostsneiöar, 3—4
tómatar, 1 laukur og maisoliatil aöpensla kjötiö.
Þá er rétt að byrja á þvi aö kveikja i kolunum, en þaö
geta liðið einar tuttugu minutur þangaö til aö komin er
jöfn glóö i kolin og þau farin aö grána. Þið notiö tima á
meöan og blandiö kryddinu saman viö nautahakkið.
Kjötinu er skipt i fjóra hluta. Hver buffsneiö á aö vera
ca. 2 cm. þykk. Pensliö sneiöarnar meö oliu (báöar hlið-
ar á hverri sneiö). Skeriö laukinn i sneiöar og einig tóm-
atana.
GIRNILEGIR HAMBORGARAR
- GLOÐAÐIR A UTIGRILLI
i
fti
Fleiri og fleiri komast upp á
lag með (og á bragðið) að nota
útigrill, sem i raun er ákaflega
einfalt og góð skemmtan um
leið. Margir eru lika sannn-
færðir um að allur matur
bragðist betur, sé hann grill-
aður úti, en það er smekksat-
riði. í dag færum við eldhúsið
úti garð og grillum hamborg-
ara, erum meö nýhakkað
magurt nautakjöt og eina
kryddið sem við notum er salt
og pipar.
Kolunum er raðað vel i grill-
pottinn og kveikilög hellt yfir
kolin. Biðið smástund áður en
þið berið eld að kolunum, til
að láta kolin drekka i sig
kveikilöginn. En þá skulum
við byrja á byrjuninni.
Hamborgararnir settir á ristina og grillaöir i ca. 3
minútur á hvorri hlið, og þá gerum viö ráö fyrir miklum
hita.
Þá leggjum viö hamborgarana til hliðar á ristinni og
setjum brauösneiöarnar á. Ristum hverja sneiö beggja
megin. Síöan setjum við ostsneiö á hverja brauösneiö,
þar næst hamborgara, tómatsneiöar og lauksneiöar og
kórónum verkiö meö seinni brauösneiðinni.
Svona líta þessir girnilegu ostborgarar út og ekkert
annaö eftir en aö snæða þá meö góöri lyst — helst úti í
sólinni. Agúrkur, steiktur laukur, salatbiöð, chilisósa
eða tómatsósa, allt þetta og meira til er svo hægt aö
borða með.
HÚSRÁÐ
Algengustu blettir og
ráð við að ná þeim:
Hreinsun húsgagna-
áklæða.
Fyrir utan ryksugun
og burstun, er gott að
þurrka af öðru hverju
með klúti, undnum upp
úr volgu vatni með sápu
i. Froðuhreinsiefni fyr-
ir húsgagnaáklæði eru
til á markaðnum. Hægt
er að útbúa slik
hreinsiefni sjálfur úr
venjulegum uppþvotta-
efnum. Það er gert með
þvi að þétta froðu, sem
síðan er strokin yfir
áklæðið með svampi og
ekki tekin af fyrr en
hún hefur þornað að
fullu.
Hreinsun bletta i
húsgagnaáklæði
Bletti veröur aö fjarlægja eins
fljtítt og unnt er. Reyniö fyrst aö
þerra blettinn meö þerripappir
eöa rökum klilti, vættum i þeim
efnum sem leysa hann upp. Þau
geta veriö mismunandi. Foröist
aö nudda blettinn, en reyniö aö
leysa hann upp og þerra. Ef viö
erum ekki viss um úr hverju
bletturinn er, á aö byrja hreins-
unina meö köldu vatni, siöan
volgu. Ef þaö gengur ekki, verö-
um viö aö þreifa okkur áfram
meö mismunandi efnum, til dæm-
is blettavatni, bensini, spritti
o.þ.h. Þaö er góö regla aö reyna
fyrir sér d þeim staö, sem er
minnst áberandi. Reyniö aö forö-
ast að gegnvæta áklæöiö, þvi þaö
gæti skaöaö btílstrunarefniö:
Blek:
Kalt vatn, sápa, hægt er aö nota
sótrónu til aö lýsa upp gamla
bletti.
Blóð:
Kalt vatn, siðan volgt vatn meö
biótexi, þaö getur veriö gott aö
nota „Brintoverilte” ef áklæðiö
þolir þaö. Þaö fæst i flestum apó-
tekum.
Oliumálning og lökk:
Terpentfna, eða þynnir ef efniö
þolir þaö.
Egg:
Volgt vatn.
Feiti:
Terpentina, uppþvottalögur.
Rjómi:
Volgt vatn.
Ávextir og gos:
Volgt vatn, sitróna, sápa,
terpenti'na.
Líkjör, vin, kaffi, te og
Cola:
Volgt vatn, ammoniakblanda,
gamlir blettir leysast upp með
„glycerol”.
Kúlupennablek:
Brennsluspíitt.
Majones, sinnep:
Terpenti'na, volgt vatn meö
„Biotex”-blöndu.
Mjólk:
Volgt vatn.
Æla:
Volgt vatn. óþægileg lykt fjar-
lægist með 10% ammoniaks-
blöndu.
Ryð:
1% Oxalsyra, fæst i apótekum.
Skoliö eöa þurrkiö vandlega með
volgu vatni.
Sósur:
URjþvottaefni, volgt vatn.
Tómatsósa:
Burstun, volgt vatn, ammoni-
aksblnda.
Súkkulaði:
Volgt vatn.
Tyggigúmi:
Terpentina.
Skókrem:
Terpentina.
Tólg:
Burstun, terpentina og
brennsluspritt
Sulta:
Volgt vatn og sápa.
Rauðvin:
Volgt vatn, ammoniaksblanda,
„Brintoverilte”, ef áklæöið þolir
það.