Vísir - 11.06.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 11.06.1981, Blaðsíða 14
VÍSIR Fimmtudagur 11. júnl 1981 Fimmtudagur 11. júni 1981 VÍSIR Glæsir Jóns Inga Baldurssonar sigraöi I A-flokki gæöinga. Knapi Gunn- ar Arnarson. Frlöur hópur áhorfenda á laugardeginum fylgist meö gæöingakeppninni. Unglingar rööuöu sér ibreiöfylkingu og tóku á móti verölaunum. RööuII stóö efstur i B-flokki. Knapi Trausti Þór Guömundsson eigandi Hörður G. Albertsson. HvítasunnukaDDreiðar Fáks: Erling Sigurösson og Frami á mikilli ferö. Frami varö I ööru sæti i A- flokki gæöinga. Gjálp sigrar i úrslitum i 350 metra stökki en öll strollan fylgir fast á hæla henni. Knapi á Gjálp var Kristrún Sigurfinnsdóttir. FjórtaktaD skeiö 09 tölt með hliðarhreyfingu Jón Guðmundsson er einn þeirra dómara, sem er hvaö kröfuharðastur um skeið. Fréttamaður hitti hann og baö hann segja frá ágreiningnum. „Undanfariö virðast gangteg- undimar tölt og skeiö hafa mjög runniö saman fyrir mönnum, svo þeirgeri alls ekki nægilegan greinarmun á þeim. Það er sér- stakíega áberandi hjá knöpum, sem keppa jafnum höndum i iþróttakeppni og gæðinga- keppni. beir halda þvi fram að til sé skeiö með hreinum fjór- takti, en ég vil segja að þá sé vandséö hvernig á að greina á milli, og það veröur litiö um svör, þegar þeir eru spurðir um það. Þaö virðist vera að sumir knapar vilji geta riöiö hestum á einhverjum gangblendingi, sem er kallaður skeiðtölt, og kalla hann tölteða skeið, eftirþvi sem hentar hverju sinni. Þá kalla þeir skeiðið f jórtaktað, en töltið er þá sagt vera með hliðar- hreyfingu. Iþróttahreyfingin tekur þettagiltog þess vegna er Jón Guömundsson skiljanlegt aö þessir menn reyni að koma þvi inn i gæðinga- keppnina. Gæðingakeppnin er til að finna besta gæðinginn. Besti gæðingurinn er sá, sem hefur vald á hreinum gangtegundum, mýkt og fegurð i hreyfingum og glaðan vilja, enda er skilgrein- ing keppnisreglnanna i þeim anda.” Stundum er þvi haldið fram að þeir guðir, sem stýra veörum á Islandi séu duttlungafyllri en aðr- ir. Þvi' hefur lika verið haldiö fram að þessum sömu guðum sé einkar uppsigað viö hestamenn. A mánudaginn, þegar Fáksmenn háðu sfnar kappreiðar sýndu guöimir á sér þessar hliðar. Meðan vatnsgutlarar borgarinn- ar sulluðu I læragjánni, ef ekki i sólskini, þá að minnsta kosti i þurru og þægilegu veðri, tóku hestamenn klára sina til kostanna i flóðrigningu inni á Viöivöllum. Fáksmenn segja reyndar aö þetta sé ekki illgimi hjá guðunum, þeir viti aö hestamenn kippa sér ekki upp við smámuni og það var orðin full þörf á aö vökva jöröina. Gæðingakeppnin Gæðingar voru dæmdir á laugardaginn og hefur vist aldrei veriö meiri þátttaka I gæöinga- keppni félagsins fyrr. í flokki al- hliða hesta voru 34 gæðingar dæmdir og 32 I flokki klárhesta meö tölti. Efmarka má einkunnimar sem alhliða gæðingarnir hlutu, hefur aldrei i sögu félagsins verið jafn mikið af jafngóðum gæðingum verið í eigu félagsmanna. Að minnsta kosti hafa þeir ekki kom- ið fram á mótum. Af þessum 34 hestum fengu 25 meðaleinkunn- ina 8,0 eða hærra. Tólftihesturinn fékk 8,40 I meðaleinkunn. Hæstu einkunnina fékk Glæsir, 6 v. jarpur hestur, ættaður frá Glæsibæ i Skagafirði. Jón Ingi Baldursson er eigandi hans en Gunnar Arnarson reiö honum til dóma. Hann fékk 8,68 i meðal- einkunn. I öðru sæti varð Frami frá Kirkjubæ, vel þekktur gæöingur og kappreiðavekringur, sem Er- ling Sigurðsson á og sýndi sjálfur. Hann fékk 8,56 i meðaleinkunn. I þriðja sæti varö 7 v. briinn hestur Ur Skagafirði, sem Jóhann Friðriksson á og kallar Hofs- staða-BrUn. Eyjólfur Isólfsson sýndiklárinn sem fékk 8,55 i eink- unn. B-flokkurinn I B-flokknum voru hestarnir ekki eins góöir, sé fariö eftir einkunnunum. Þar náðu þrettán hestar meðaleinkunn yfir 8,0 og 12. hestur fékk 8,16 I meöaleink- unn. Fyrsta sætiö hlaut Rööull, 8 v. rauöur frá Sauðárkróki. Eigandi er Hörður G. Albertsson en knapi var Trausti Þór Guömundsson. Einkunnin var 8,58. Annað sætið kom I hlut hests sem kona Haröar Þórdis H. Al- bertsdóttirá og heitirsá Hljómur, er 8 v. og brUnskjóttur frá Vatns- leysu i Skagafiröi. Sigurbjörn Báröarson sat hestinn og einkunnin varð 8,57. Þriðja sætið fékk Muggur sem Friða H. Steinarsdóttir á, en maöurinn hennar Sigurbjörn Bárðarson sýndi. Muggur er mósóttur, 14 vetra gamall og hef- ur oft komið fram áður, bæði sem Gæðíngaval Fáksfélaga meira en nokkru sinni lyrr gæðingur og sem hiaupari. Hann fékk 8,52 i meðaleinkunn. Misjafnir dómar Hér að framan hafa verið hafðir nokkrir fyrirvarar um gæði hestanna, einkum i A- flokknum, og sagt m.a. „ef marká má einkunnirnar”. Þvi miður er það ekki að ástæðu- lausu. Það var samdóma álit þeirra áhorfenda, sem undir- ritaður hafði tal af að sjaldan eða aldrei hefðu þeir séð rangari dóma, einkum i skeiði. Og sjálfur sá undirritaður skeiödóma á fimmhestum og getur heils hugar tekið undir þennan harða dóm á dómurunum. Hjá sumum þeirra munaöi aöeins 0,5 á einkunn hests sem var tekinn niöur af góðri stökkferð af mýkt og öryggi og skeiðaði siðan af dágóðri snerpu sprettfærið á enda og annars, sem hægt var með góðum vilja að segja að hefði skeiðaö ca. 10 metra. Skeiðið sem hann sýndi var ljótt og meiri hlutann af sprettfærinu fór hann á einhvers konar gangflæmingi. Aðrir dóm- ar voru eftir þessum. B-flokkinn dæmdu aðrir dómarar og töldu fyrrnefndir áhorfendur að þeir hefðu dæmt af meiri skynsemi, enda var ekki að sjá að efstu 12 hestar i þeim flokki væru lakari en 12 efstu i A-flokkn- um, þrátt fyrir lægri einkunnir. Tólf efstu hesta i hvorum flokki komu fram á sýningu á mánudeg- inum. Niina voru skeiðsprettir flestra keppnishestanna i A-flokki gæð- inga teknir upp á myndband og varþaðgertá vegum Sigurbjörns Báröarsonar. A vegum Sigur- björns eru jafnan margir hestar i keppni og vitaö er að sumir dómarar hafa aðra skoöun á hvernig skeiö skuli dæmt, en hann. Þvi má skjóta hér mn i að á - mótinu benti Siguröur Haralds- son I Kirkjubæ, sem manna mest hefur starfað aö þróun gæðinga- dóma, fréttamanni á að Glæsir, sem hlaut efsta sætið i A-flokkn- um, væri afbragðs hraðtöltari. Og sannast sagna var það of áber- andi i sýningu gæðinganna, að þeir tóku ekki skeiöspor, heldur fóru á mjög greiðu tölti. Þeirra á meðal var Dagur, hestur, sem Sigurbjörn sat, og fékk háa eink- unn. Kappreiðar Aö hefðbundnum hætti var keppt í öllum helstu hlaupagrein- Sigurjón Valdimarsson skrifaði um.Fyrstvarkepptibrokkiá 800 metra sprettfæri. örlitinn vott um vaxandi virðingu brokksins mátti sjá, þar sem Sigurbjörn Bárðarson kom meö einn brokk- ara Feng,sem Hörður G. Alberts- son á. Fengur virtist ekki koma óþjálfaður til leiks eins og oft vili verða um brokkara, enda er það ólikt Sigurbirni að keppa á óþjálfuöum hesti. Fengur var i sérflokki og sigraði á 1:39,0 min. Eftilvillmá væntaþess að menn taki nii brokkkeppnina alvarlegar en til þessa, þegar þessi leiðandi maður í kappreiðum er farinn að taka þátt i' henni. Annar I brokkinu varö Bimba- E iríkur Jdnsson tdk myndirnar. Skjóni á 1:45,9 min og þriðji Tvistur á 1:46,0 min. Hörkugóð keppni Keppnin I 800 m. stökki lofar gtíðu um framhaldið i sumar. Þrátt fyrir ausandi rigningu og blautan völl, náðist ágætur árangur. Reykur, Harðar G. Al- bertssonar, með Hörð yngri á baki.náði fyrsta sætinu á 59,4 sek. og á sama tima en sjónarmun á eftir var Þróttur Sigurbjörns Bárðarsonar. I þriðja sæti var Leó, Baldurs Baldurssonar, aö- eins sekUndubroti á eftir hinum, 59,5 sek. Reykur fyrstur i úrslitum i 800 metra stökki, en Þrdttur og Leó fylgja fast á eftir. Drengirnir úr Dal skemmta sér prýðilega milli Sýninga. í 350 m. stökki var keppnin ekki nærri því eins spennandi og árangur ekki heldur eins góður. Þtí ber þess að geta, að tveir hest- ar, Blakkur og SkelfirÆgir hlupu á ágætum tima i undanrásum, 25.1 og 25,2 sek, en voru langt frá að hlaupa eins vel i Urslitunum. Sigurvegari varð sú þekkta G jálp á Laugarvatni á 26,1 sek. Don varð annár á 26,8 sek. og Skelfir Ægir þriðji á 27,1 sek. Mansi heitir sá sem sigraði i folahlaupinu, hann hljóp á 18,9 sek. Annar varð Lýsingur á 19,0 sek og Litbrá þriðja á 19,4 sek. öll eru þau 6 v. gömul. Skjóni á 22,2 en Fannar skeiðaði ekki Þá er komið að skeiðinu sem að vanda var það sem mesta eftir- væntingu vakti. Þar voru ýmsir snillingar mættir til leiks, bæði gammvakrir hestar og snjallir knapar. t 250 m skeiði sigraði Skjóni frá Móeiðarhvoli á mjög góðum tima, 22,2 sek. og er varla hægtað segja aö honum hafiverið veitt keppni. Aðalsteinn Aðal- steinsson sat Skjóna. Annar var Villingur á 23,3 sek og Þór þriöji á 23,6 sek. Allt eru þetta þekktir vekringar frá mörgum mótum á liðnum árum. Miðað við árstima og aðstæður er ekki annað hægt að segja en að árangur þeirra var frábær. Meðal keppenda var Fannar, sem Tómas Ragnarsson sat nú i annað sinn á kappreiðum. Svo er að sjá að þessi ungi og bráðflinki knapi hafi ekki enn öðlast þá hörku sem til þarf að ráða við þann skapmikla snilling sem Fannar er, i keppni. Tómas náði Fannari aldrei niður á skeið. Lyfting frá Flugumýri, þetta töfrandi hross, var einnig i keppninni. Hún greip illa á sig I fyrri spretti og hljóp upp. Hún mun hafa meiðst nokkuö mikið og hætti keppni. Ljóturljóður á ráði Fáks Sigurður ölafsson sat Klaka sinn í skeiðkeppninni og nú eru liðin 50 ár siðan hann sat hest fyrst I keppni. Þetta er merkur áfangi, sem fáir menn ná, að keppa i' íþrótt sinni i 50 ár. Það var félagi hans, Fáki, til litils sóma — að ekki sé sagt til hábor- innar skammar — að ekki skyldi vera minnst á þetta afmæli einu oröi i hátalarakerfi mótsins, hvað þá að Sigurður hefði veriö heiðraður á nokkurn hátt. Af hlaupagreinum var mest þátttaka i 150 metra skeiöi. Þar voru 31keppandi skráður.Eins og oft vill verða gekk erfiölega með skeiöið á þessum spotta. Sem dæmi má nefna að aöeins fjórir hestar lágu báöa sprettina. Börk- ur sigraöi eins og oftast áöur, þar sem hann hefur keppt. Hann hljóp á 15,2 sek. Vafi varð annar á 15,4 sek. og Fengur sá sem sigraði i brokkinu, varö þriðji á 15,8 sek. Unglingakeppni Dagný Ragnarsdóttir varð hlutskörpust keppenda i ung- lingaflokki 10-12 ára. Hún keppti á Glotta. og hlaut 8,20 f einkunn. í öðru sæti varð Hanna Dóra Kjartansdóttir á Dúnu-Blesa, með 8,05 f einkunn og Sigrún Valdimarsdóttir náöi þriðja sæt- inu á Krapa meö einkunnina 8,01. 1 eldri flokknum sigraði Ester Harðardóttir á Blesa meö 8,39 i einkunn. Tómas Ragnarsson varð annar á Bjarka með 8,37 og Þór- unn Eyvindsdóttir varð þriðja á Blöndu-Blesa meö 8,22. I unglingakeppninni er knapinn talinn keppandinn frekar en hesturinn, þvi að helmingur einkunnarinnar er fyrir ásetu og taumhald knapans og það sem hesturinn gerir er að sjálfsögðu mikið fyrir atbeina hans. Þannig verður hiutur knapans i keppn- inni meiri en hestsins. Tölt Háð var töltkeppni i iþróttastil tengd þessu móti. Sagt er að hún hafi verið sett upp til að gefa Fáksfélögum kost á að ná lág- marks stigafjölda til þátttöku i fjóröungsmótinu. Sumir segja að stigin skrifist á nafn knapans og hann geti komið til keppni meða hvaða hest sem er á fjtírðungs- mótinu, hafi hann náð tilskyldum stigafjölda. Sumir efast lika um að mótsstjtírn hafi heimild til að setja fram þessar lágmarkskröf- ur og skilja raunar ekki tilgang- inn, sé fyrirkomulagið eins og fyrr er lýst. Hvað um það, töltkeppni var háð á Viðivöllum og þar uröu efst- ir og jafnir Hreggviður Eyvinds- son á Goöa og Trausti Þór Guö- mundsson á Röðli, báðir meö 85 stig. Tómas Ragnarsson á Bjarka og Eyjólfur Isólfsson á Rökkva komu næstir meö 83 stig. Undirritaöur sá ekki töltkeppn- ina en hefur hlerað að misræmi i ddmum hafi veriö mikiö. I heildina var mótiö nokkuö gott. Þráttfyrirrigninguna náðist allgóður árangur I mörgum greinum og mótinu ttíkst að ljúka á tilætluöum tima, þrátt fyrir að byrjað var nokkru seinna en áformaö var. Ekki var þó alveg fritt viö öll mistök og voru sum þeirra heldur af verri endanum, einsog þegar rangt var stillt upp i úrsl itahlaup. Ahorfendur voru komnir allmargir, en þeim fækkaöi óöfluga þegar byrjaði að rigna og voru fáir að lokum, enda litiö fýsilegt að standa timunum saman úti f rigningu jafnvel þótt horft sé á skemmtilegar kapp- reiöar. SV Hljómur Þórdisar H. Albertsson varö I ööru sæti i B-flokki gæöinga. Knapi Sigurbjörn Báröarson. Gullblesi Halldórs Sigurössonar. Knapi Sveinn Hjörleifsson „Fjórtaktað skeið er til Fréttamaður haföi einnig upp á Sigurbirni Báröarsyni og spurði hann fyrst hvort ástæöan til að hann léti nú taka skeiö- sprettina upp á band væn sú"áð hann véfengdi hæfni dómaranna til að þekkja og meta skeiðiö. „Nei, alls ekki,” svaraði hann. „Ég læt taka þessar myndir til fróöleiks og glöggv- unar, jafnt fyrir dómara sem knapa og aðra, sem kunna aö hafa not af þeim.” Aöspurður sagðist hann ekki telja dómara gera of háar kröf- ur um skeið, um það væri ágreiningurinn ekki, heldur hvort ætti aö viöurkenna fjór- taktað skeið. — Telur þú aö það beri aö við- urkenna? „Já, að vissu marki. Að þvi marki að hesturinn tapi ekki svifi.” Siguröbjörn Báröarson — Getur hestur svifið, ef hann er I fjórtakti? „Já, ef hann er i fjórtakta skeiði,” sagði Sigurbjörn.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.