Vísir - 11.06.1981, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 11. júni 1981
VÍSIR
Árásin á Osirak dregur
dilk á eftir sér:
Gæti hait áhrlf
á kosninga*
baráttu Beglns
Bani-Sadr hefur greinilega tapað valdabaráttunni við klerkaveldiö.
Bani-Sadr orðinn
valúalaus leiðtogi
Khómeini, erkiklerkur, hefur
nú sett Bani-Sadr ai sem æðsta
yfirmann hersins, og telja menn,
að hann sé nú orðinn valdalaus
þjóðhöfðingi.
Tilkynning þessa efnis var gef-
in út á miðnætti i nótt að staðar-
tima, og var jafnframt tilkynnt.að
Khómeini æðstiklerkur hefði tek-
ið við yfirstjórn land-, sjó- og
N-lrland:
Alta skæruiiðar
struku úr fangelsi
flughers lrana. Það er þvi ljós, aö
Bani-Sadr hefur borið lægri hlut i
valdabaráttunni við klerkavaldiö.
Bani-Sadr sem er 48 ára gamall
og menntaður i Paris, sagði fyrir
fáeinum vikum, að ef hann yrði
gerður að valdalausum þjóðhöfð-
ingja, þá yrðu iranir aö kjósa sér
nýjan forseta.
Enn hafa israelsk stjórnvöld
ekki gefið út neina yfirlysingu
vegna þeirrar ákvörðunar
Bandarikjamanna, að fresta af-
hendingu fjögurra herílugvéla
vegna árásar lsraela á kjarn-
orkustöðina Osirak i írak.
Það virðist þó nokkuö ljóst, aö
ákvörðun Bandarikjamanna á
eftir að valda miklum úlfaþyt i
Israel. Þetta er nefnilega i fyrsta
skipti sem Bandarikjamenn
fresta afhendingu á hergögnum
til Israel.
Begin, forsætisráðherra, og
rikisstjórn hans hafa einmitt und-
anfarna mánuði hrósað stjórn
Reagans i hástert og sagt hana
vera þá rikisstjórn Bandarikj-
anna, sem sýnt hafi Israelum
mestan velvilja.
Talið er aö ákvörðun Banda-
rikjamanna eigi eftir að draga
dilk á eftir sér fyrir Begin. Þing-
kosningar eiga að fara fram i
Israel 30. júni og er taliö, að kjós-
endum liki ekki við forsætisráð-
herra, sem eyðilagt hefur góð
samskipti við Bandarikin. Þó er
þess að geta, að árásin á Osirak
mæltist yfirleitt vel fyrir i Israel
og fögnuðu margir henni ákalt.
Lestarslysið mlkla:
Árekstur
við kýr
orsðkin?
Enn er ekki ljóst hversu margir
fórust i járnbrautarslysinu á Ind-
landi um helgina eöa hvað olli
slysinu. Nú er þó ljóst, aö fjöldi
látinna er ekki undir átta hundr-
uðum, en sú tala á þó liklega eftir
að tvöfaldast og jafnvel vel þaö.
Nú er talið, að stormsveipur sé
ekki orsök slyssins, heldur hafi
kýrveriðá sporinu og lestarstjór-
inn þvi orðið að hemla á meðan
sjö lestarvagnar voru enn á
brúnni. Lestarstjórinn, sem
komst lifs af, er nú i haldi hjá lög-
reglunni.
Þetta er mesta lestarslys sög-
unnar — það stærsta til þessa var
þegar herflutningalest fór úl ai
sporinu i Frakklandi áriö 1917. Þá
fórust 543 menn.
Lögregla og hermenn leita nú
ákaft átta skæruliða, sem brutust
út úr Crumlin-fangelsinu i Belfast
i gær. Fleiri fangar hafa ekki
strokið úr fangelsi á einu bretti á
írlandi i sjö ár, og sagöi lögreglan
i gær, að flótti þessi hefði verið
þaulskipulagður og timasetningin
verið afar nákvæm.
Tveir flóttamannanna voru
klæddir fangavaröabúningum,
sem þeir tóku af vörðum. Fang-
arnir voru vopnaðir byssum, sem
smyglað hafði verið inn i fangels-
ið. Þeir yfirbuguðu sem fyrr sagði
tvo fangaverði, afklæddu þá og
stálu fötunum. Siðan tóku þeir
nokkra verði til viðbótar i gisl-
ingu og þannig löbbuöu þeir sér
að útgöngudyrum fangelsisins.
Þar biðu þeirra þrir bilar og
fangarnir átta hurfu á svip-
stundu.
Lögreglan lokaði i gær landa-
mærunum við Irska lýðveldiö og
leitaði i öllum bilum, sem þangaö
áttu leið. Þá var gerð skipuleg
húsleit i Belfast, en ennþá hafa
engar visbendingar borist.
Nýlokið var réttarhöldum yfir
sjö strokumannanna en þeir voru
sakaðir um ýmis afbrot, þeirra á
meðal morð. Dómsúrskurðar var
að vænta i næstu viku. Áttundi
skæruliðinn beið einnig dóms, en
hann er sakaður um morð.
Forlani tókst ekki
aö mynda rfkisstjórn
Arnaldo Forlani, forsætisráð-
herra.Italiu, gafst i gær uppviö að
mynda nýja rikisstjórn, en hann
baðst lausnar fyrir sig og ráðu-
neyti sitt 26. mai vegna þess að
tveir ráðherrar hans voru við-
riðnir frimúrarahneykslið mikla.
Búister við, að forseti landsins,
Sandro Pertini, biðji i dag for-
mann Repúblikanaflokksins, Gio-
vanni Spadolini, um að reyna aó
mynda rikisstjórn. Hún yrði þá
41. rikisstjórn Italiu frá striðslok-
um.
Spadolini, þingmaður, er 55 ára
gamall. Flokkur hans, Repúblik-
anaflokkurinn, er írekar litill
miðlinuflokkur. Spadolini er álit-
inn umbótasinni og hefur sérstak-
an áhuga á að endurreisa efna-
hagslif Itala. Hann er sagður op-
inn fyrir samvinnu við Kommún-
istaflokkinn, sem hefur verið i
stjórnarandstöðu sem kunnugt
italía:
ÞRIR MENN SKOTNIRIFÆTURNA
Þrir karlmenn og ein kona, sem
sögðust vera skæruliðar Rauðu
herdeildanna, réðust i gær inn á
skrifstofur flutningafyrirtækis á
Italiu i gær og skutu þrjá menn i
fæturna.
Fjórmenningarnir voru grimu-
klæddir. Þegar þeir höföu brotist
inn i fyrirtækið, tóku þeir fram-
kvæmdastjórann og hengdu skilti
um hálsinn á honum, en á þvi
voru ásakahir á hendur fyrirtæk-
inu um að starfsfólki væri mis-
munað.
Siðan skutu skæruiiðarnir
framkvæmdastjórann i fæturna
og siðan tvo aðra starfsmenn, áð-
ur en skæruliðarnir flúðu af
hólmi. Að sögn lækna voru
meiðsli starfsmannanna ekki
alvarleg.
Fimmtudagskvöld
í
Jli húsinu
Opið í öNum deðdum lil kl.
22.00
Byggingavörur
Rofíjós
Teppi — Raftœki
Húsgögn
Við bjóðum einstæð greiðslukjör, allt niður i 20% útborgun og eftir-
stöðvar lánum við i allt að 9 mánuði.
Matvörur — Fatnaður
Flestir þekkja okkar lága verð á matvörum og nú bjóðum við einnig
ýmsar gerðir fatnaðar á sérstöku markaðsverði.
Frá 1. júni verður lokað á laugardögum, á föstudögum er opið til
kl.22 i Matvörudeild, aðrar deildir eru opnar til kl.19. Á fimmtudög-
um eru allar deildir opnar til kl.22.
A A A A. A A
Jón Loftsson hf.
: a íi ia i
5 z ,.J l_f«ILnjJ-J j
LL.u-i i- — □ EJ
iKIHriHIIIUHHUÍIIIIIi
Hringbraut 121 — Sími 10600