Vísir - 11.06.1981, Blaðsíða 8

Vísir - 11.06.1981, Blaðsíða 8
8 VÍSIR Fimmtudagur 11. júni 1981 VÍSIR utgefandi: Reykjaprent h.f. Ritstjöri: Ellert B. Schram. Fréttastjdri: Sæmundur Guðvinsson. Fréttastjóri erlendra frétta: Guðmundur Pétursson. Blaðamenn: Axel Ammendrup, Árni Sigfússon, Friða Ástvaldsdótt- ir, Herbert Guðmundsson, Jóhanna Birgisdóttir, Jóhanna Sigþórsdóttir, Kristín Þorsteinsdóttir, Magdalena Schram, Sigurjón Valdimarsson, Sveinn Guðjóns- son, Þórunn Gestsdóttir. Blaðamaður á Akureyri: Gísli Sigurgeirsson. Iþrótt- ir: Kjartan L. Pálsson, Sigmundur O. Steinarsson Ljósmyndir: Emil Þór Sigurðsson, Gunnar V. Andrésson. Utlitsteiknun: Magnús Ólafsson, Þröstur Haraldsson. Safnvörður: Eirikur Jónsson. Auglýsingastjóri: Páll Stefánsson. Dreifingarstjóri: Sigurður R. Pétursson. Ritstjórn: Síðumúla 14, simi 86611, 7 línur. Auglýsingar og skrifstof ur: Síðumúla 8, símar 8661 l'og 82260. Afgreiðsla: Stakkholti 2-4, simi 86611. Áskriftargjald kr . 70 á mánuði innanlands og verð í lausasölu 4 krónur eintakið. Vísir er prentaður i Blaðaprenti, Siðumúla 14. BITLINGUR - HVAÐA VITLEYSA! Óskaplega er það mikil gæfa fyrir Alþýðubandalagið að eiga hann Inga R. Helgason, þraut- reyndan í f jármálavafstrinu, pottþéttan í kenningunum, al- vitran í lögfræðinni. Hann hefur reynst hjálparhella fyrir ný- græðinga flokksins í ráðherra- stólum, verndarengill í meið- yrðamálum og ráðgjafi i undir- heimunum. Hann hefur farið létt með að sitja í bankaráði Seðlabankans, vera formaður í Álfélaginu og í stjórn Sinfóníunnar. Þegar slíkur maður getur bætt við sig einni lít- illi stöðu í viðbót, forstjórastöðu í Brunabótafélaginu, þá er það auðvitað ekkert nema sjálfsagt mál. Maðurinn er búinn að standa í stöðugum ferðalögum vegna olíukaupa og flytur fræðifyrir- lestra um hagkvæmni þeirra, hann skýst milli heimsálfa og heimsækir hagstof ur í Ástralíu ef það hentar málstaðnum. hann hefur stýrt Sementsverksmiðj- unni og Iðnlánasjóði, hann hefur verið hægri hönd Alþýðubanda- lagsráðherranna við erfiðar á- kvarðanir. Hversvegna ætti slíkur afreks- maður ekki að fá umbun verka sinna? Og svo eru þeir í Brunabóta- félaginu að æsa sig út af því, þótt maðurinn fái forstjórastarf hjá fyrirtækinu. Þeir ættu frekar að þakka fyrir. Hann hef ur öðlast reynslu sem yfirbankastjóri Alþýðubankans, lögfræðilegur ráðunautur verka- lýðsfélaga og innsti koppur í búri í áhrifamesta stjórnmálaflokki landsins. Hvað vilja menn meira? Það er talað um bitlinga. Vita menn ekki að pólitikin gengur út á að koma sér fyrir í kerfinu, passa upp á sína menn? Hvers- vegna halda menn að Alþýðu- bandalagið standi að lækkun kaupmáttar eða sætti sig við dvöl hersins? Út af engu? Menn mega heldur ekki gleyma því, sérstaklega al- þýðubandalagsmenn að þegar Ingi R. Helgason er kominn í f ast embætti, þá opnast möguleikar fyrir hina allaballana í alla bitlingana, sem Ingi hefði annars fengið. Minna má nú gagn gera. Já það er mikil gæfa fyrir Alþýðubandalagið að eiga hann Inga R. — og fyrir Inga R. að eiga Alþýðubandalagið — og þá báða að eiga Gunnar Thor. Eða hver hefði haldið fyrir aðeins ör- fáum misserum, að varaformað- ur Sjálfstæðisflokksins, gerðist það almennilegur að leiða Alþýðubandalagiðtil hásætis, svo unnt væri að umbuna lögfræð- ingnum góða og göfuga fyrir áralangt og óeigingjarnt starf? En þegar grannt er skoðað, er þá ekki maðurinn hinn sanni fulltrúi auðvalds og sjálfs- bjargarviðleitni? Hefur hann ekki brotist áf ram til ef na, byggt sér einbýlishús, safnaðauði, lært á kerfið og notfært sér lögmál markaðar og samkeppni? Hefur hann ekki einmitt barist fyrir mannréttindum og ein- staklingsf relsi? Enginn hefur kynnt sér betur meiðyrðalöggjöf ina eða staðið dyggari vörð um æruna, þegar þjóðníðingar og landsölumenn hugðust brjóta niður réttinn til málfrelsis. Og hvurn varðar um pólitíska þjónkun eða fylgi mannsins við kommúnisma, stalinisma og marxisma? Hefur ekki forsætis- ráðherra sjálfur leitt fulltrúa þessara skoðana til æðstu met- orða og sannað.að það er farsæl- ast til veraldargengis að snúa baki við sínum eigin samherjum? Hvaða máli skiptir forstjórastarf hjá Brunabót, miðað við ráð- herrastóla og æðri metorð? Til að kóróna vitleysuna eru menn að gera veður út af ein- hverju samkomulagi við stjórn Brunabótafélagsins og núver- andi forstjóra. Mikið eru þeir gamaldags. Vita þeir ekki enn, að samkomulag er til þess eins að það sé svikið, að pólitískir and- stæðingar eru til þess eins að hampa þeim? rr. Magnús Bjarnfreðsson ræðir um fylgi flokkanna með hliðsjón af skoðana- könnun Vísis, og þá sér- staklega stöðu Alþýðu- > fiokksins. Magnús leitar skýringa á þvi, hvað valdi augljósu fylgishruni Al- þýðuflokksins, og segir: „Lausa fylgið bjóst við kraftaverki, en það kom ekki". t síðustu grein minni ræddi ég nokkuð um þá togstreitu, sem leynist undir sléttu yfirborði i Alþýðubandalaginu. Slikrar togstreitu gætir auðvitað meira og minna i öllum flokkum. Þótt menn skipi sér i stjórnmála- flokka er ekki þar með sagt að þeir séu sammála öllu þvi sem forystumenn þeirra láta sér um munn fara eða framkvæma. Það er ábyggílega ekki nema hluti kjósenda, sem til að mynda þekkir stefnuskrár og sögu stjrnmálaflokkanna til neinnar iilitar. t mörgum til- fellum velja þeir illskásta kost- inn, telja hina fiokkana ennþá verri en þann sem þeir styðja. En einmitt þegar menn fvlgia ÞEGAR KRAFTVERKIN VANTAR stjórnmálaflokki af sannfær- ingu, hugsjón, vilja þeir hafa áhrif á mótun stefnu hans og framkvæmd hennar. Það væri óeðlilegt að enginn ágreiningur væri milli þdsunda eða tugþUs- unda kjósenda i þessu efni og á sama hátt og flokkar verða að semja og slá af ítrustu kröfum sinum við st jórnarmyndun verða armar, hópar og einstak- lingar i stjórnmálaflokkum einnig að gera það i daglegum störfum. Lognmollan holl? Margt bendir einnig til þess að of mikið.samkomulag, logn- molla i skoöanaskiptum, sé stjórnmálaflokkum hvergi nærri holl. Að minnsta kosti benda siðustu skoðanakannanir ekki til þess. Ef við litum þar á hlut stjórnarandstöðúnnar kem- ur i ljós að óvenju stór hluti kjósenda segist styðja Sjálf- stæðisflokkinn, þótt ekki fari sögum af þvi að sáttfýsi og um- burðarlyndi tröllriði hUsum á þeim bæ. Aftur á móti virðist fylgihrynjaaf Alþyðuflokknum, enda þótt þar beri litið á innan- flokkserjum. Þótt ágreiningur sé ekki i Framsóknarflokknum um forystu eru menn þar hvergi nærri á eitt sáttir um ýmis framkvæmdaatriði, fremur en i Alþyðubandalagi og halda þó báðir flokkar sinum hlut. Hvað er að ske hjá krötum? Þótt alls ekki megi treysta þessum skoðanakönnunum i neinni blindni og haft sé i huga að mjög stór hluti kjósenda, hið „lausa fylgi”, er óráðinn, benda þær til þess að fylgi Alþýðu- flokksins hafi minnkað veru- lega. Hvað veldur? Ekki eru nema þrjú ár s'iðan Alþýðuflokkurinn vann ein- hvern eftirminnil egasta kosningasigur sem unnist hefur á Islandi. 1 fyrsta skipti sveiflaðist mjög stór hluti kjós- enda milli flokka svo menn stóðu ringlaðir eftir kosningar, jafnt sigurvegarar sem hinir sigruðu. Ekki ætla ég hér að blanda mér hér i deilur, sem vafalitið munu standa mörg ár enn, um það hvað valdið hafi sigri hinna svokölluðu A-flokka i þessum kosningum, en ljóst er að kjósendur Alþýðuflokksins telja að P.okkurinn hafi ekki uppfyllt þær vonir sem þeir bundu þá viö hann. Siðan hafa kratar skipt um formann. Ýmislegt gekk þá böslulega og má segja um for- manninn, sem þá beið lægri hlut, hið sama og sagt var um Brján konung fyrir hartnær þúsund árum, að hann féll og hélt samt velli. Kraftaverk eða seigla? Formannaskiptin urðu samt ekki til þess að valda klofningi. Flokkurinn, eða þingmenn hans, hafa staðið saman siðan um fjölmörg málá þingi og utan þess, sem teljast verða hin nýt- ustu þjóðfélagsmál. Afstaða þingflokksins til ýmissa mála verður að teljast að hafa verið stórum skeleggari en stóra bróður, Sjálfstæðisflokksins. Samt vinnur hann á en kratar tapa. Menn hefur greint á um hve mikinn þátt Vilmundur Gylfa- son og háværirfélagar hans áttu i kosningasigrinum 1978. Mér er nærað halda að þeir hafiátt um 80% atkvæða flokksins. Jafnvel gamlar kellingar norður á Húsavik kusu Vimma i bæjar- stjórnarkosningum um vorið! En siðan hefur bara ekkert gerst. Lausa fylgið bjóst við kraftaverki, en það kom ekki. Það tekur ekki gildi skýring- una um að kjörfylgi hafi vantað. Það vill fá sannanir, sem ekki liggja fyrir. Þetta sýnirað lausa fylgið er tilbúið að veita þeim kjörgengisem þaðtelur að muni breytaástandi en það læturekki draga sig á neinum asnáeyrum til lengdar. Það gefur mönnum tækifæri einu sinni, en ekki oft- ar. Ef kraftaverkið gerist ekki þá er þvi' skrattans sama af hverju ekki það rær bara á næstu mið. Nú virðast þau vera hjá Sjálfstæðisflokknum, þrátt (',. ir allt. jyjagnljs ujarnfreðsson Bb mm æa mm am ma ou ■■ ■■ ma mm aa B9Bi raa. nrasBaaBsiHgBisiBiHBBiBisgBraEan I I sS

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.