Vísir - 01.08.1981, Page 11

Vísir - 01.08.1981, Page 11
Laugardagur 1. ágúst 1981 VÍSIR 11 ÍggÉlil ::::::::::x: íllllllil 11! w-x-x-x-ivx-wv:!:*: Xý^XSvX-Xv^X^xXvXýýX-ÍXs-X-X-X-X-'ÍX-.v.-.v.-.-:-.'.-.-.-.-.-.-.-.: Ódyrir flugfarsedlar um allan heim frá Amsterdam Þeir sem vilja kaupa flugfar út um heim á lægsta veröi ættu að fara til Amsterdam. Sú borg hefur nú tekið við af London sem höfuðborg afsláttarfar- gjalda og breskir kaupsýslu- menn fara nú til Amstcrdam og svo þaðan til fjarlægra landa á mun ódýrari fargjöldum en þeir geta fengið i London. Afsláttarfargjöldin gilda með þekktum flugfélögum og gildir einu hvort þau eru meðlimir IATA eða ekki. Þessu ódýru far- gjöld eru boðin fram i söluskrif- stofum á aðalgötum Amster- dam, til dæmis Rokin, Damstraat og i hverfinu við Munt Plein. Timaritið Business Traveller gerði nýlega úttekt á þessum málum i Amsterdam og birti meðfylgjandi lista yfir af- sláttarfargjöld sem i boði eru hjá Dam Airtravel, Damstraat 46, Amsterdam. Farmiðaverðið miðast við flug til og frá Amsterdam og miðinn gildir i eitt ár. Verðið er tilgreint i hollenskum florinum og til að finna út hvað verðið er i islensk- um krónum má margfalda með þremur. Listinn litur svona út, fargjald fram og til baka: Róm ......................440 Aþena 650 Istanbul..................875 Cairo....................1175 Dubai....................1775 Abu Dhabi................2637 Jedda....................2222 Bahrain..................2380 Karachi..................1430 Bombay/Deli .... 1595 Colombo .... 1700 Bangkok .... 1750 Kuala Lumpur .... 1750 Singapore .... 1750 Jakarta .... 1750 HongKong .... 1895 Taipei .... 2295 Manila .... 2095 Tokyo .... 2185 Sydney/Melbourne .... .... 3000 Dakar 1175 Lagos .... 1595 New York .... 1045 Riode Janeiro .... 2695 Þessu til viðbótar má nefna, að svo lengi sem farþegar halda sig við sama flugfélagiö á lengri leiðum geta þeir haft skamm- timaviðdvöl (stopover) án þess að fargjald breytist. Business Traveller tók eftirfarandi sem dæmi um sérstaklega hagstæð kjör: Sjö til 30 daga „excursion” farseðill frá Amsterdam til Tokyo um Paris og Seoul fyrir aöeins 2185 florinur. Þar sem tvö flugfélög halda nú uppi flugi milli Islands og Amsterdam væri óvitlaust fyrir þá sem hafa áhuga á langferð- um að kanna afsláttarmarkað- inn i Amsterdam. Eða hvernig list ykkur á farseðil frá Amster- dam til Indlands og aftur til baka fyrir tæpar fimm þúsund krónurt Þetta bjóöa þeir þarna i Amsterdam og ættu langferða- langar að athuga, að London og Kaupmannahöfn eru ekki einu hliðin til fjarlægra heimsálfa. Kostaboð Pan Am Fyrir þá sem hyggja á ferð til Los Angeles er gott að vita, að þeir geta komið við I Miami án nokkurs aukakostnaðar. Pan Am hefur kynnt nýja tegund farseöla frá New York um Flor- ida til vesturstrandarinnar og aftur til New York. Þessir mið- ar kosta aðeins 449 dollara. Velja má um viðkomustaði i Florida, Orlando, Fort Lauder- dale eða Miami. A vestur- ströndinni má velja milli San Diego, Los Angeles, San Francisco eða Seattle. Dvelja má eins lengi og menn viija á þeim viðkomustöðum sem menn velja sér, en ferðinni þarf að Ijúka fyrir næstu áramót! Til samanburðar má geta þess, að venjulegt fargjald á leiðinni New York — Miami — Los Angeles — New York er um 875 dollarar. Flugleiðir: ttoötttlla1C vélavíUU' Þotur Flugleiða eru troðfuilar Eftir að dollarinn hækkaði i farþegum i hverri ferð milli verði hafa ferðalög Bandarikja- New York og Luxemborgar og manna til Evrópu aukist og sömu sögu er að segja um flugið hefur þess orðið greinilega vart til Chicago. Er farþegafjöldi hiá Flugleiðum. Nú yfir há- talsvert meiri heldur en búist annatimann hefði eflaust verið hafði verið við og þegar mun á- grundvöllur fyrir fjölgun ferða kveðið að halda uppi fleiri ferð- ef aðstæður hefðu leyft, en hins um í viku næsta vetur heldur en vegar ber á þaö aB lita aB far. i fyrravetur. gjöld á þessari leið hafa engan Verða fjórar ferðir I viku til vegmn hækkað i samræmi við New York á vetri komanda i auicinn kostnað stað þriggja síðasta vetur. þá hefur veriB mjög góB Atturnar eru fuHsetnar þessar vikurnar Ameriku og Luxe’ mborgar. +1» •_-Þ— -n- u rf ^HSSSk, nýting á áætlunarflugi Flug- leiða til Norðurlanda I sumar, en hins vegar eftirspurn á leið- um til M.-Evröpu og E nglands. I heild hefur hins vegar orðið talsverð aukning á Evrópuleið- um Flugleiða i sumar miðað við sama tima I fyrra. Lítil f jölgun Erlendum ferðamönnum hefur f jölgað litilsháttar hér- lendis i ár miðað við sama tima i fyrra. Fyrstu sex mánuði ársins komu hingað 27.812 ferðamenn, en fyrri helming si'ðasta árs voru þeir 26.159 talsins. Kjúklingar og hrísgrjón... Silja Line hefur tekið nvia ferín i 1 hólms og Helsinki. Ferjan,J Fintendia er“" & *,fÍðÍnnÍ milli Stokk- 3.200 tonn og getur rúmað’ tvö þúsuná farþega °g 12 hæða hÚS’ ATLANTICA I HÁLOFTUM Sæmundur Guðvinsson skrifar At/antica A speda) loeland ReÁew in-ikghUsaue Fyrir skömmu kom út nýtt hefti af Atlantica, en það er sérútgáfa Iceland Review og er dreift I millilandaflugvélar Flugleiða. Ritið er hið vandaðasta að allri gerð og frágangi. Þar skrifar rit- stjórinn, Haraldur J. Hamar, grein um heimsókn forseta Is- lands, Vigdisar Finnbogadóttur til Danmerkur og er greinin prýdd myndum Gunnars V. Andréssonar. Birt er grein um golf á Islandi eftir Kjartan L. Pálsson með myndum eftir Frið- þjóf Helgason, Þór Magnússon Þjóðminjavörður skrifar um Vikingana og Magnús Bjarn- freðsson skrifar fróðlega grein um Strandakirkju. Einmg eru greinar eftir Bill Holm og Bill Connors, en sá siðarnefndi skrifar um lunda frá Vestmannaeyjum sem fluttir hafa verið i dýragarð Illinois i Bandarikjunum. Auk þess er að finna ýmsar hagnýtar ábendingar og upp- lýsingar fyrir ferðamenn i stuttu máli i Atlantica. Flugfarþegar leggja oft mikið upp úr þvi að fá góðan mat um borð i flugvélum á langflugi sem og hæfilegri fjölbreytni hvað viðkemur réttum. Stundum eru farþegar ákaflega óheppnir hvað þetta varðar, eins og best kemur fram i lesendabréfi sem Breti nokkur skrifaði i ferða- timarit og greindi frá reynslu sinni og eiginkonu um borð i flugvélum Pan Am: — Við hjónin tókum okkur far með Pan Am frá London til Ha- waii með millilendingu i Los Angeles. Við fórum frá London 3. febrúar og á þessu 10 klukku- stunda flugi fengum við kjúk- linga og hrisgrjón i málsverð og var ekkert athugavert við það. Eftir klukkustundarstopp i Los Angeles var haldið áfram til Honolulu og á leiðinni þangaö var okkur borin máltið — kjúk- lingur og hrisgrjón. Nú, ég hélt r~ I I I I I I I I I I að þetta væri bara einskær óheppni. Eftir dásamlega fridaga varð ég að fara frá Honolulu þann 28. febrúar til Los Angeles, en kona min ætlaöi að vera nokkrum dögum lengur i þessari paradis. En vitið þið hvað — kjúklingur og hrisgrjón var það sem ég fékk aftur um borð i Pan Am. Konan kom á eftir mér til LA þann 4. mars og hún fékk það sama! Hvort sem þið trúið þvi eða ekki, þá var það svo á heimleið frá Los Angeles til London 9. mars, sem við fengum þennan skrattans rétt i fjórða sinn — kjúklinga og hrisgrjón. Þegar á þetta var minnst við flugfreyju yppti hún bara öxlum og svar- aði: „Við hverju býstu með öll þessi ódýru fargjöld?” En ég hafði greitt 834 sterlingspund fyrir ferðina og þetta á ég erfitt með að sætta mig við. --------, I Myndir frá Kaupmannahöfn I umsögn um leiðsögurit Jón- asar Kristjánssonar um Kaup- mannahöfn i síðasta ferða- spjalli, var þess getið að myndir þær er prýddu bókina væru flestar misheppnaðar og Kristinu Halldórsdóttur, höf- undi ljósmyndanna ráðlagt að læra betur á myndavél. Nú hef ég hins vegar fengið upplýs- ingar um að myndirnar urðu harla illa úti i prentun bókar- innar og að sjálfsögðu er ekki hægt að skrifa það á reikning Kristinar. Með tillitl til þess er Kristin langt frá þvi að vera slæmur Ijósmyndari og margar myndirnar ágætar frá hennar hendi þótt einstaka „mótív” orki tvimælis.

x

Vísir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.