Vísir - 08.08.1981, Blaðsíða 2

Vísir - 08.08.1981, Blaðsíða 2
2 VtSIR Laugardagur 8. ágúst 1981 ! A a____I _ __ J _ • i «11 Það ku vera fyndið f Kína Hvers vegna skiptir þú ekki um föt? Þvottavélin er biluft. (A mörg- um kinverskum heimilum sér amma um þvottinn, en nú er hún veik). Kimnigáfa hverrar þjóftar er án efa mikilvægur þáttur i menningu hennar, gefur vis- bendingu um hugsunarhátt ibúanna. siöi og venjur og boö og bönn sem fyrir hendi eru innan allra þjóöfélaga. Þaö er alls ekki vist aö þaö sem ibúum einnar þjóöar þykir fyndið veki hlátur hjá einstak- lingurr. af ööru þjóöerni. Þvert á móti er fremur óliklegt að islensk fyndni höföi t.d. til Kin- endi, en hann kom aldrei þvi að kinversk fyndni kemur einmitt oft fram i löngum stundum frekar flóknum sögum sem eru fyndnar i heild sinni en þó varla nema maður þekki nokkuö vel til þess menningarumhverfis sem sagan gerist i. Tímaritið „Háð og fyndni". Ég ætla ekki aö hrella lesendur Visis meö þvi að endursegja viðkomandi kimni- sögu heldur ætla ég að kynna litillega fyrir lesendum litiö blaö sem fariö var að gefa út hálfsmánaðarlega i Peking fyrir rúmlega tveimur árum. Þaö heitir „Fengci yu youmo” sem á islensku má þýða sem „Háð og fyndni”. Blaðið er fyrst og fremst myndaskrítlublað þar sem hent er skop aö ýmsu i fari Kinverja. Gamninu fylgir oft nokkur alvara aö þvi leyti að i raun og veru er um að ræða harða gagnrýni á ýmislegt i þjóöfélaginu. Að sjálfsögöu höfðar fyndni blaðsins ekki alltaf til kimni- gáfu tslendinga þó svo aö stundum megi finna islenskar hliðstæður. Ég hef hér reynt að velja nokkrar’skritlur sem mér persónulega þykja nokkuð verja og þvi siður Japana. Hið gagnstæða á aö sjálfsögðu einnig við. 40 mínútna brandarar. Ég man eftir þvi að hafa einu sinni hrellt islenska ferðamenn i Peking með þvi að segja þeim kinverska brandara. Þetta var mikil og flókin saga sem m.a. fjallaði um bankarán sem framiö átti að hafa verið i menningarbyltingunni. Þegar ég var búinn að tala i heilar tiu minútur fóru áheyrendur minir að ókyrrast og fóru i örvæntingu sinni að hella i sig bjór til að hafa ofan af fyrir sér. Háltima seinna þegar sumir áheyrenda minna voru komnir vel á veg með að klára seinni bjórlitrann lauk sögunni skyndilega án þess að neinn hefði hlegið nema ég. Allir höfðu beðið i eftirvænt- ingu eftir óvæntum smellnum Meft efta án dvra. (Gagnrýni á ■nútur) fyndnar en á sama tima eru dæmigerðar fyrir blaðið. Opinská gagnrýni Þar sem útgáfa þessa rits, sem i raun og veru er gefið út af Dagblaði Alþýðunnar, hófst ekki fyrr en skömmu áður en námi minu var lokið i Kina veit ég ekki hversu miklar vinsældir „Háð og kimni” hefur núna, en fyrst eftir að það byrjaði að koma út var hér um bil slegist um hvert eintak af þvi enda hafði ekkert slikt blað verið leyft i Kina á tima fjórmenn- inganna, þ.e. i menningarbylt- ingunni. Fólki þótti opinská gagnrýni blaðsins i þessu formi nýstárleg. Kinverskur kunningi minn einn segir mér þó að vinsældir þessa kinverska skritlublaðs hafi þó fljótt minnkað eftir þvi sem samkeppni við önnur blöð jókst en töluverð gróska er nú komin i allt útgáfustarf i Kina. Enn fremur hefur þótt sem „Háð og kimni” hætti við að endurtaka sjálft sig og staglast mikið á sömu atriðunum blað eftir blað. Eitthvað hefur mér þó fundist það vera að taka sig á að undanförnu og eru meöfylgj- andi myndaskritlur flestar úr nýútkomnum blöðum. Ragnar Baldursson. iireiftur gullfuglsins (hirðulausar tiskudrósir hafa orðift tilefni gagnrýni i Kina). A morgun vcrftur yfirvinna. A strætisvagna stoppistöðinni. Áætlunarf lug úr sögunni? Eins og farþegar í millilandaf lugferðum hinna ýmsu f lugfélaga ís- lenskra hafa stundum rekiðsig á, hefur þessum félögum oft gengið illa að standa við yfirlýstar áætlanir, — flugvélum hefur seinkað eða þær jafnvel horfið sporlaust af áætlun. Flugfélögin hafa lengi staðið frammi fyrir þeim vanda hvernig leysa mætfi þessa erfið- leika. Nú er Ijóst orðið, að lausn vandans er fundin og munu farþegar fram- vegis ekki þurf a að bíða í köldum afgreiðslusölum Kef lavíkurf lugvallar, — svo ekki sé nú minnst á bið á blóðheitum börum erlendra flughafna sem komið hafa mörgum eiginmanninum í við- skiptaferð erlendis út á kaldan klakann þegar heim komst. Lausn vand- ans er sú að fella niður áætlunarf lug. Það er líka Ijóst að sú ráðstöfun mun koma illa við þá, sem þekkja af eig- in raun öryggistilf inning- una fylgjandi því að vita alltaf upp á hár hvenær lagt verður upp í næstu ferð og hvenær komið verði til baka. Þó þar sé um fámennan hóp að ræða, er hann harðsnúinn og eru f lugfélagsmenn nú að troða vasa sína var- nöglum til að hrista þá af sér. Ráðstöfunin að leggja niður áætlunarf lugið, í frétta- SKUGGANUM: hefur enn ekki verið gerð opinber. Hún er þó vel læsileg á milli línanna í eftirfarandi fréttatil- kynningu: „Sérfargjöld þau, sem Flugleiðir h.f. bjóða nú upp á til annarra landa, eru helmingi ódýr- ari en ef keypt er f lugfar í áætlunarf lugi". (Mbl. 7. ág.1981). Tilgangurinn er augljós: félagið stefnir að því að laða til sín far- þega með þessum far- gjöldum og þegar því markmiði er náð verður þeim unnt að leggja niður allt áætlunarflug. Flugleiðamenn eru, eins og áður sagði, kyrfilega varnegldir ef reynslan kynni að sýna að hinir, þessir sem vilja f Ijúga samkvæmt áætlun, finni smugu á reglugerð- inni. „Fargjöldin eru ekki ódýrari ef aðeins er flog- iðaðra leiðina", stendur í fréttatilkynningunni. fs- lendingar snúa alltaf heim til fósturlandsins aftur, hvað sem líður verðbólgum eða Vil- mundum. Og fari svo að þeir sem kjósa áætlunar- flug sjái við þessu og reyni að fara skipleiðis heim til sín mun flug- félagið gera viðeigandi ráðstafanir og semja við skipafélögin um sérstök fargjöld f ram og til baka. (Það fargjald, hlerar Láki, mun heita rexpex) Heyrst hefur, að áhuga- fólk um áætlunarflug hyggist mynda með sér samtök til að koma í veg fyrir niðurfellingu áætlunarflugs á vegum f lugfélagsins en þar verður vissulega við ramman reip að draga L.L.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.