Vísir - 08.08.1981, Blaðsíða 21
Laugardagur 8. ágúst 1981
VÍSIR
21
1.
MÓÐURÁST
þora að giftast án þess að ég gæfi
samþykki mitt”. En Frank
Duncan reyndist ótrúlega heil-
brigður og sjálfstæður einstak-
lingur þráttfyrir að hafa þurft að
búa við ráðriki móður sihnar svo
lengi. Það var þvi heldur af tillits-
semi og umhyggju fyrir móður-
inni en af ótta við hana að hann
fór ekki að heiman.
En svo lengi má brýna deigan
ljá að biti. Hann varð að búa við
það að móðir hans mætti alltaf i
réttarsalinn þegar hann var að
störfum. Og i hvert sinn er hann
hafði lokið málaflutningi sinum
kvað við lófatak af áheyrenda-
pöllunum þegar Elisabet lét i ljós
hrifningu sina. Að lokum var
þolinmæði Franks á þrotum.
Hann tilkynnti móður sinni að
hann ætlaðiað flytjast að heiman.
Viðbrögð Elisabetar voru heldur
betur hressileg eins og hennar
var von og visa. Hún steypti i sig
öllum svefntöflunum sinum i
einu iagi og skelíingu lostinn son-
urinn lét flytja hana i dauðans of-
boði á sjúkrahús.
Enn einu sinni bar umhyggja
Franks fyrir móður sirini sjálf-
stæðishvatir hans ofurliði. Enn
einu sinni hrósaði Elisabet sigri.
Elisabet hefði varla verið svo
kát ef hana hefði rennt i grun
hvað koma myndi i kjölfar þessa
atviks. Hún var flutt á borgar-
sjúkrahúsið og þar var 29 ára
gamalli hjúkrunarkonu Olgu
Kupczyk falið að annast hana.
Elisabet gerði sér fljótlega
grein fyrir þvi að hinar tiðu heim-
sóknir sonarins á sjúkrahúsið
voru ekki siður vegna hinnar lag-
legu hjúkrunarkonu en vegna
umhyggju fyrir móðurinni. Og
það sem verra var, aðdáunin var
greinilega gagnkvæm. Martröð
drauma hennar var oröin aö
raunveruleika fyrir tilverknað
hennar sjálfrar.
Rómantikin blómstraði og ekki
voru margir mánuðir liðnir þegar
Olga var orðin barnshafahdi. Sá
Frank sig þá tilneyddan til þess
að tilkynna móður sinni að hann
hefði i' hyggju að kvænast Olgu,
en ekki þorði hann að segja henni
frá þvi að hún væri barnshafandi.
Viðbrögð Elisabetar voru að
heimsækja Olgu og tilkynna henni
að fyrr myndi hún myrða hana en
sjá hana giftast syni sinum.
Frank var ákveðinn i að fara
sinu fram en var þó ekki meiri
bógur en það að Olga og hann
giftu sig með leynd. Og svo
hræddur var hann við viðbrögð
móðursinnar að hann héltheim á
leið til hennar siðla hvert kvöld til
þess að sofa „heima”. A meðan
að á þessu stóö sýndi Olga ótrú-
lega þolinmæöi i von um að Elisa-
bet myndi átta sig.
í moróhugleiðingum
Elísabet áttaði sig svo sannar-
lega fljótlega á þvi sem var að
gerast. Ekki var dagur liðinn frá
brúðkaupinu, sem hún að sjálf-
sögðu hafði komist á snoðir um,
þegar hún var sest á rökstóla
með Emmu Short um hvernig
best væri að losa sig við Olgu.
Ekki vantaði hugmyndaflugið.
Fyrsta hugmyndin var að hella
sýru yfir andlitOlgu svo að Frank
myndi aldrei geta litiö á hana aft-
ur. Næst datt Elisabetu það
snjallræði i hug að láta Emmu
bjóða Olgu heim til þess að ræða
máiin. Eli'sabet ætlaðiað fela sig i
skáp að baki Olgu og koma siðan
aftan að stúlkunni og kyrkja
hana. Siðan ætlaði hún að hengja
stúlkuna upp i skápnum þar til
dimma tæki, veíja hana inn i
teppi og binda stein við og varpa
henni i hafið.
Það sem kom i veg fyrir að
þessi framkvæmd yrði ofaná var
það að Emma gat ekki hugsað sér
að hafa „stelpuna dinglandi i
skápnum langt fram á nótt”.
Elísabet varð að horfast iaugu
við hina „skynsamlegu rök-
semdafærslu” Emmu og leita
annarra leiða.
Þvivoru þærstöllurnar komnar
i Tropical Café i leit að leigu-
morðingja.
Viðvaningarnir
Elisabet hófst þegar handa við
að sannfæra frú Esquivel um
nauðsyn verkefnisins og jafn-
framt skyldu hennar til þess að
aðstoða Elisabetu. Ástæðan fyrir
hjónabandi Olgu og Franks væri
sú að Olga beitti þau mæðginin
fjárkúgun og hvernig gæti frú
Esquivel haft nokkuð á móti þvi
að aðstoða þau mæðginin eins og
þau hefðu nú alltaf reynst henni
vel þegar hún var i nauðum
stödd?
Frú Esquivel lofaði að koma
þeim i samband við tvo unga
menn sem liklega gætu tekið
verkið að sér. Daginn eftir mætti
Elisabet með Emmu tri'tlandi á
eftir sér á stefnumótið i Tropical
Café. Þar hittihún i fyrsta sinn þá
Luis Moya og Augustine (Gus)
Baldonado, sem voru rúmlega
tvitugir flækingar, sem höfðu oft-
ar en einu sinni komist undir
manna hendur.ánþesSþóað hafa
nokkurn tima verið sekir fundnir
um nokkur veruleg voðaverk.
Þeir höfðu aldrei átt viðskipti
við. svo virðulegan viðskiptavin.
Glæsilegt útlit og lipur talandi
Elisabetar dáleiddi þá alveg. Hún
ræddi við þá um verkið, sem hún
vildi að þeir ynnu fyrir hana, eíns
frjálslega og hún væri að biðja þá
að byggja fyrir sig hús. Á meðan
á þessu stóð sat Emma ein úti i
horni og fékk ekki að taka þátt i
umræðunum.
• Eftir að Elisabet haföi boriö
upp margar tillögur um hvernig
hún vildi að verkið yrði unnið, en
þvi vildu piltarnir fá að ráða
sjálfir, var tekið til við að ræða
kostnaðarhliðina. Eli'sabet vildi
greiða þeim 3000$ fyrir verkið, en
þeim tókst að prútta þvi upp um
aðra 3000$ og sættust þau á að
Elisabet greiddi þeim strax 3000$
og afganginn er verkinu væri lok-
ið. Elisabet var ekkert að hafa
fyrir þvi að láta hina væntanlegu
morðingja vita af þvi að hún hafði
alls ekki handbæra þessa 3000$
hvað þá heldur afganginn. E n svo
hafði henni tekist að tala piltana
til að þeir létu sér nægja að taka
við 175$ og loforði um afganginn
að verklokum, sem þeir hétu að
væru ekki langt undan.
Þegar Elisabet yfirgaf kaffi-
húsið var hún alveg himinlifandi.
„Ég er sannfærð um að þeir gera
það” sagði hún viö hina tryggu
vinkonu sina Emmu.
Moya ogBaldonado létutimann
ekki fara til spillis. Þeir leigðu sér
gamlan Chevrolet fyrir25$, fengu
lánaða skambyssu hjá vini og
keyptu sér skotfæri. Þá þegar
sama kvöld lögðu þeir leið sina i
eitt af úthverfum Santa Barbara
og að húsi númer 1114 við Garden
Street þar sem Olga Duncan bjó.
Þeir biðu smástund fyrir utan
húsið til þess að fullvissa sig um
að enginn væri á ferli og siðan
gekk Moya upp stigann og drap á
dyr Olgu. Hún kom til dyranna
klædd i slopp og inniskó. Moya
sagði henni að hann hefði hitt
mann hennar á veitingahúsi þá
um kvöldið.en hann hefði drukkið
nokkuð stift og þar sem hann
hefði verið með talsverða fjár-
muni meðferðis hefði sér fundist
að hann yrði að hjálpa honum
heim. Þvi miður væri hann svo
fullur að hann gæti ekki komið
honum einn þangað upp.
Olga bauðst strax til þess að
hjálpa honum með manninn upp
og gekk með Moya að bilnum.
Baldonado lá á grúfu i aftursæti
bilsins og þóttist vera Frank
dauður af drykkju. Moya opnaði
dyrnar og Olga beygði sig niður
og teygði sig i átt til eiginmanns
sins sem hún hélt vera. A sama
augnabliki sló Moya i' höfuð henni
með skambyssunni og Baldonado
lifnaði við. Hann dró Olgu inn i
bilinn, en Moya hljóp i kringum
bilinn, settist undir stýri og ók i
átt til sjávar eins hratt og gamall
„Lettinn” leyfði.
Ekki hafði verið beint fagman-
lega að verki verið hjá glæpa-
mönnunum, Ólga raknaði skjótt
úr rotinu og byrjaði að veina og
hrópa á hjálp. Baldonado reyndi
að þagga niður i henni en hún var
ung og hraust og hann réði ekkert
við hana. Moya neyddist til þess
að stöðva bilinn og rétta félaga
sinum hjálparhönd. Hann teygði
sig yfir sætisbakið og sló Olgu
nokkrum sinnum i höfuðið með
skammbyssuskeptinu. Þá þagn-
aði Olga loksins og meðvitundar-
laus hné hún niður á gólf bilsins
en blóðið úr sárunum á höfði
hennar flóði um allan bilinn.
Allt fer úrskeiðis
Nú byrjuðu vandræðin fyrst
fyriralvöru. Morðingjarnir höfðu
ætlað að losa sig við líkið ein-
hversstaðar i námunda við mexi-
könsku landamærin en nú hafði
skelfing gripið þá og þeir ákváðu
að halda til fjalla og losa sig við
fórnarlambið eins fljótt og auðið
yrði.
Loks námu þeir staðar og báru
Olgu út úr bilnum. Hún var enn
með li'fsmarki og Moya dró enn
einu sinni upp skammbyssuna til
þess að hleypa af náðarskotinu.
Enbeiting byssunnar sem bar-
eflis hafði gert það að verkum að
nú virkaði hún ekki. Moya tók aft-
ur og aftur i gikkinn en ekkert
gerðist. Þegar Baldonado sá hvað
að var beygði hann sig yfir stúlk-
una og kyrkti hana. Til að full-
komna verkið tók Moya upp stór-
an stein og barði Olgu i höfuðið.
Svo miklir viðvaningar voru
morðingjarnir að þeir höfðu ekki
einu si nni haf t rænu á þvi a ð taka
með sér áhöld til þess að urða lik-
ið. Þeir rótuðu upp jarðveginum
með berum höndum þar til komin
var nógu djúp hola til þess að
böggla blóðugu likinu af Olgu of-
an i.
Vanskil
Morðingjarnir voru með blóð á
heilanum er þeir héldu aftur i' átt
til Santa Barbara og skyldi engan
undraþvi billinn bókstaflega flóði
i blóði. Föt þeirra voru alblóðug.
Blóðið lá í pollum i sætum bilsins
og á gólfinu. Þegar þeir komu i
bæinn rifu þeir áklæðið af sætum
bflsins og brenndu þvi ásamt föt-
unum sem þeir höfðu verið i. Þeir
sögðu eiganda bilsins að kviknað
hefði i sætum bilsins og þvi'hefðu
þeir orðið að rifa áklæðið úr.
Svo furðulegt sem það má virð-
ast er allt útlit fyrir að Elisabet
og viðvaningarnir hennar hefðu
komist upp með glæpinn ef Elisa-
bet hefði ekki alltaf þurft að hafa
rangt við i viðskiptum sinum við
aðra.
Þegar Frank kom heim til eig-
inkonu sinnar fann hann allar dyr
opnar upp á gátt og ibúðina bað-
aða ljósi en engan heima. Hann
hafði þegar samband við lögregl-
una en eftirgrennsian bar engan
árangur. Olga Duncan var skráð *
á skýrslur lögreglunnar sem
horfin.
Tveimur dögum eftir morðið
hringdi Moya til Eh'sabetar og
vildi nú að hún stæði við sinn
hluta af samningnum. Hún svar-
aði þvi til að lögreglan væri að
grennslast fyrir um morðið og að
hún iægi sjálf undir grun. Þvi gæti
hún ekki tekið svo háa upphæð úr
bankanum án þess að grunsemdir
vöknuðu. Aftur á móti hefði hún
handbæra 200$ sem þeir gætu
fengið.
Nokkrum dögum siðar mæltu
Emma og hún sér mót við morð-
ingjana og afhentu þeim lokað
umslag. Þegar viðvangingarnir
opnuðu umslagið kom i ljós að i
þvi voru aðeins 120$.
Morðingjarnir urðu fokreiðir
þegar þeir loksins gerðu sér grein
fyrir þvíað þeir höfðu verið hafö-
irað fiflum . Þeir byrjuðu að hafa
i hótunum við Elisabetu sem sá
að við svo búið mátti ekki standa.
Hún hafði samband við lögregl-
una og sagði að hún og sonur
hennar sættu fjárkúgun af hendi
tveggja Mexicana sem hún gæti
ekki nafngreint. Hún taldi víst að
þegar morðingjarnir heyrðu um
ákæruna yrðu þeir svo hræddir að
þeir myndu hlaupast á brott .
Þannig myndi hún losna við þá
jafn auðveldlega og hún hafði
losnað við tengdadótturina.
Þar urðu Elisabetu á hennar
mestu mistök. Lögreglan hafði
gert sér grein fyrir þvi að sam-
band hennar við tengdadótturina
hafði ekki verið allt of gott og hóf
að rannsaka fortið hennar. Og þá
kom ýmislegt i ljós.
Meðal annars yfirheyrði lög-
reglan „bestu vinkonu” hennar,
Emmú Short. Lögreglumennirnir
sátu með opinn munninn þegar
þeir hlustuðu á frásögn Emmu af
morðinu og öllu sem á undan var
gengið. Baldonado og Moya voru
handteknir, játuðu strax og vis-
uðu á staðinn þar sem þeir höfðu
urðað likið.
Oll þrjú, klækjakvendið, sem
lagt hafði á ráðin og morðingj-
arnir tveir, voru dæmd til dauða.
Siðustu orð Elisabetar þegar
hún var leidd til gasklefans voru
„hvar er Frank?”, en hann var
þá að berjast fyrir þvi að fá hana
náðaða. Þvi fór það svo að móöir-
in, sem var reiðubúin til þess að
voga öllu til þess að halda syni
sinum hjá sér, dó alein og yfirgef-
in.