Vísir - 08.08.1981, Blaðsíða 4

Vísir - 08.08.1981, Blaðsíða 4
4 VÍSIR Laugardagur 8. ágúst 1981 / 'yACiUM Sumir segja að sendibréf séu að verða úrelt fyrir- bæri. Nú til dags er bara hringt, nú eða þá send stuttaraleg póstkort. Þvi er þessi samantekt helguð þeim sem ekki hafa brugðið undir sig betri fætinum i sumar, þeim sem sátu heima og biðu jafnvel eftir efnismiklum sendibréfum frá vinum og kunningj- um á þeysireið um landið eða fljúgandi heimshorn- anna á milli en fengu litið annað en mynd af kirkju eða baöströnd og: ,,Hæ, ofsa heitt og svaka gaman. Bless.” Samt var sagt á kveðjustund: Sendu nú linu, en liklega var átt við fleiri en eina. Látum okkur byrja á frægasta bréfi landsins, bréfi Þórbergs Þórðarsonar til Láru, sem byrjar svona: „Min góöa og skemmtilega vinkona! Gegnumsýröur af heilögum innblæstri sem blóömörskeppur i blásteinslegi, titrandi al' ham- stola lyftingu,vaggandi af ómþýö- um englaröddum, er til min hljómagegnum gengishrun og ör- eigaóp vorrar vesölu jaröar, tvi- hendi ég pennastönginni þér til dýrðar, þér til eiliírar dýröar og vegsömunar, andlegrar umturn- unar, sáluhjálpar og syndakvitt- unar, hvar af þú ljómar og for- klárast eins og sólbakaöur salt- fiskur frammi fyrir lambsins stól." Loks hlotnast þer blessun su, sem þU heíur beöiö brUökaups- Astkæra góöa systir'. Hjartans þakkir fyrir allt systurlegt ástriki frá upphaíi minna vega og einkum viðtökurn- ar i sumar bréfiö sem ég fékk frá þér að Hálsi og sendinguna. Ekki varö mikið Ur feröinni minni aö Hvanneyri. Af þvi tiöin var svo vond þennan tima, sem ég var á Hálsi, svo treysti ég ekki hestun- um að fara marga króka. Ekki gekk feröin suður vel. Viö fengum stöðuga storma og rigningu og hvorutveggja. En þó kastaöi tólf- unum á Grimstungu heiði, þar var snjókyngi, stormur og frost eins og um hávetur. Þar lágum við tvær nætur, aöra i tjaldi og snerum svo altur, en hina i kofan- um við Arnarvatn. 1 allt vorum viö hérumbil 60 klukkustundir á heiðinni, en komumst þó vonum framar lukkulega af henni. Hing- að komum viö loksins 28. septem- ber, og þóttist enginn af þeim ellefu piltum, sem voru meö, hafa fengiðslika ferð. Þó held ég Jónas I hafi fengiö hana enn verri. Hann sat einu sinni viku við Skeiðará og KUðafljót var hann að riða i fimm kvartér. Hann kom ekki fyrri en 2. október og hefir siðan verið mikið slæmur af tannpinu. Þegar égkom hingaö, var mér tekið vel eins og ég bjóst við, og siðan hefi ég verið hér i góðu yfirlæti. Ég hefi komið svona i nokkur hús með Þórdisi, helst til bræðra | hennar, stjUpu og tengdamóður, j þar sem ég nýt hennar að, og er mér alls staðar mikið gott að klædd alla ævi, andrikt sendibréf, ritlist snillingsins, skemmtun fræðimannsins, hugarflug skálds- ,ins, viska vitringsins, dulspeki draumhugans, hrollur hins hug- sjUka, viðsýni vegfarandans, mælska hins málsnjalla manns, hlátur humoristans, bituryrði háðfuglsins, hittni hermikrák- unnar, sýnir hugsjónamannsins, stormhugi stjórnmálamannsins, viðhygli alheimsborgarans, átöl- ur umbótamannsins, máttur mannvinarins, aðlinnslur alvöru- mannsins, hugrekki hins hrein- skilna, rödd hrópandans i eyði- mörkinni, ylur kærleikans, raust réttlætisins, vandlæting sannleik- ans, mál spekinnar, niöur ald- anna, þytur eiiiföarinnar. Amen. Og kveðjum siðan Þórberg til að halda lengra aftur i timann, allt til ársins 1865. koma. Mér þykir reyndar gaman að koma til þeirra, sem eru skemmtilegir og vingjarnlegir, eins og mér finnst fólk vera hér, en þó þykir mér best að sitja hjá vin- konu minni i næði eða ganga um göturnar þegar buið er aö kveikja i hUsunum eða tunglið skin i heiöi. Ég er næstum hissa á þvi, hvaö þessi timi er ólikur þvi, sem á undan er liðið ævi minnar og lik- lega endar hann fyrri en mig var- ir. Ég hefi tima i frönsku hjá fröken AgUstu tvisvar i viku. Ég er byrjuð á þvi dálitið hjá Þor- gerðu og svo vildi ég reyna aö halda þvi álram. HUn er mér und- ur góð frökenin. HUn bauö mér aö koma með sér til proíessorsins og þar vorum við á sunnudagskvöld- ið i góðu yfirlæti. Annars fékk ekkert sérlega mikiö á mig i þvi hUsi nema Elinborg, það er sér- lega viðkunnaleg og dönnuð stUlka. Gaman þykir mér að mUsikkinni. Ég hef heyrt Eltn- borgu og Onnu Torarens spila á fortepiano, ó hvað það er íallegt. Mér fannst ég gleyma, að ég væri i þessum heimi. Verið þið öll, þU með manni þin- um og börnum, hjartanlegast kvödd af ykkar elskandi systur. Jakoblnu. (Jakobina Jónsdóttir frá Reykja- hlíð viö Mývatn, 1835-1889 skrifar systur sinni, Sólveigu. Jakobina varð eiginkona Grims Thomsen. Úr bókinni Konur skrifa, Bók- fellsUtg. 19619. Hjartkæri bróðir. Þegar ég lét frá landi lrá DjUpavogi, var mér undarlega heitt um hjartaræturnar. Gufu- vélin stundi hægt og reglulega af erfiðinu, öldurnar gjálfruðu magnþrota á skipshliðunum. Það var næstum rjómalogn og blessuð bliða, sólin sendi hlýja geisla á heitar kynnar minar. Ég hélt á dálitlum blómvendi i hendinni, það voru blóm, sem ég hafði tint á DjUpavogi, seinustu blómin frá iandinu ljúfa. Ég var lagður af stað til þess aö kanna ókunna vegu. Dagur og nótt leið, næsta dag sigldum við inn til Kæreyja. Sæbrattar eyjar með smá iðilgrænum dalverpum lyftust upp Ur hafinu, nær og nær færðist skipið, nU sáust stórir hellar sorinir af brimlöðrinu. Þarna sáust luglar, þvilikur urmull, fugl við íugl, næstum eins og i Hornbjargi. Langur timi er liðinn, loksins er ég kominn á land i Leith, eftir langa Utivist og örðuga lendingu, en það lif, rétt eins og i maurabúi. Ég er með stúdent einum og rik- um Islending sem hefur verið ca. 42 ár i Þýskalandi. Ég er sá eini, sem get svolitið bablað i ensku og þar af leiðandi verð ég að hafa orðið eðlilega. Við göngum i gegn um Leith inn i Edinborg og alla leið upp i Princesstreet, þar er fagurt, fjöl- skreyttir blómareitir og aldin- garðar bjóða Utlenda vegfarend- ur velkomna og augun hafa meiri verkefni en þau geta yfirkomist. NU erum við komnir hjá legsteini Scotts sáluga, það er bauta- steinn i lagi og þá ekki siður sjón- verður kastalinn, já ef Islending- ar ættu annan eins Arnarhól, sem Helga Vidalin er að festa kaup á hjá þinginu háttvirta heimaf Sjá Neapel og deyja, stendur i Plitikkinni. Það er næstum komið i hart á milli okkar félaganna ég og þýski tslendingurinn, við viljum iara innásafn.enstúdentinn ogstúlka ein islensk, sem er með i feröinni, vilja ógjarnan. Ja, ég fer þá einn, nU jæja. Svo förum við á saíniö. Það var ferð sem borgaöi sig, all- Elsku Vita, Þetta er fallegasta land i heimi. 1 gær fórum við til þorpsins Taxco og gistum þar. Þangað eru um 75 km og við fórum á bilnum. Fyrst niður á við svo yfir breiðan dal, svo upp aftur. Hitinn var lamandi niðri i dalnum. Við ókum gegn um eitt eða tvö þorp með rósrauðum spænskum kirkjum og kofum með stráþökum, umgirtum kaktusum, minnti á Afriku. Indiánarnir eru lágir og grannvaxnir og hafa ir hlutir sem nöfnum tjáir að nefna mættu þar augum vorum, og innan litils tima voru lélagar minir teknir að gjörást þreyttir eftir gönguna og allt erfiöið, fengu þeir sér þá sæti og hættu að skoða, en ég skoöaöi sem óðast. Þar voru öll dýr Uttroöin, filar og nashyrningar, Ulfar og isbirnir, þar voru steingjörvingar frá öld- um þeim, sem liðu þúsund árum fyrir sköpun heimsins, þ.e.a.s. tali visindin og biblfan bæði sann- leika. Þarna er steinasafnið, gull- klumpur og glóandi gimsteinar og margir aðrir ósjálegri og þarna eru búningar og vopn villimanna, gaddakylfur og eiturörvar hanga hjá Utskornum mannshausum og illa gjörðum guðamyndum. Nei og sjáið þið islenska skautbúning- inn, það var gleöilegt að sjá eitt- hvað frá Fróni. Hana nU, nU vill þýskislenski og yngismeyjan með engu móti vera lengur, ju hún sá sig aftur um hönd, en karlinn fór, hann þurfti endilega að fara að borða. Eftir fjóra tima fórum við aftur til skips, á leiðinni keyptum við okk- ur mjólk og kökur, það voru ljótu kökurnar. Englendingar kunna að sögn ekki að búa til ætar kök- ur, en myndin, sem ég keypti af Mariu StUart, hún var betur af guði gjörð en kökurnar illætu. Ég keypti myndina til minnis og núna stendur hún á borðinu fyrir íraman mig. HUn minnir mig iika einmitt á það, að i íangaklefanum hennar Mariu Stuart hitti ég konu, gamia og æruverðuga, hún seldi mér myndina og spurði mig hvaðan ég væri. Ég sagði sem var, þá horföi hún á mig litla stund sem steini lostin, en þvi næst varð hún næsta vingjarnleg og fór að spyrja m ig eftir ýmsu að heiman. Ég held hún hafi búist viö að sjá islenskan eskimóa en ekki islenskan mann, hvitan og þokkalegan klæddann. þinn einlægur bróðir, Jóhann Sigurjónsson. (Jóhann Sigurjónsson skáld skrif- ar bróðursinum Jóhannesi. „Bréf til bróður", Menningarsjóður 1968) mongólskan andlitssvip — likt og Eskimóar. Þeir eru eins og kaffi- baunir á litinn og hafa slétt, svart hár likt og Navaho indiánarnir eða Japanir. Þeir eru tiltölulega hreinlátir og ef vatn er á annað borð fyrir hendi, rækta þeir land- ið af dugnaði. Dalurinn að baki, við héldum inn til fjalla og upp á við. Um j skörð og skorur, i fjallstöglunum J uxu eikarrunnar og allt i einu i slytti i rósrauða byggingu, sem j liktist dómkirkjunni i Palermo en svohvarf húnsjónumokkará bak við keilulagað ljall. Vegurinn lok- aðist að baki okkar meö þver- hniptum klettum, bergiö er alls staðar rósrautt. Skyndilega vor- um við i miöju þorpinu, á mark- aðstorginu. GistihUsnæðið var hús, sem Bandarikjamaður lánaöi okkar með þverhniptum klettum, bergið er alls staðar rósrautt. Skyndi- lega vorum við i miðju þorpinu, á markaðstorginu. GistihUsnæðið var hús, sem Bandarikjamaður lánaöi okkur. Það var pinulitiö og stóð i hliöinni fyrirofan sjálft þorpið — við urð- um að skilja bilinn þar el'tir og ganga upp hlykkjóttan, hellulagð- an stig. Gengum fram á hross, sem voru bundinn i bergiö og báru skýtna hnakka. Mér varð hugsaö til þin, veit hvað þU ert hrifin af undarlegum reiðtygjum. HUsið var byggt á klöpp, sem hef- ur verið sprengd i fjallið. Þaö er eins og L i laginu og i þvi er ein stofa með hellum á gólfinu og tvö svefnherbergi. A báðum endum stofunnar voru svalir og hvitar súlur. P’rá vestri svölunum blasir við litill matjurtagaröur og frá þeim eystri sést þorpið fyrir neö- an, kirkjan og i íjarska, fjöll og dalir. Iögrænn gróöurinn i fjalls- hlíðinni vex upp með húsinu og slútir inn á svalirnar. Ég svaf á eystri svölunum i nótt. Þegar ég var aö búa um mig, heyrði ég eitthvað íyrir neð- an húsið, syngandi raddir. Ég hallaði mér yfir handriðiö og hlustaði. Einhverjir niðri i þorp- inu voru að spila á hljóðfæri, óm- urinn barst til min og myndaöi fifoJiaM Kæra X, Ég skrifa þetta frá smekklegu, sálarlausu lifarsjúku bresku gistiheimili i Abadan, sem eins og þU veist ósköp vel, stendur við fúlan, bláan, sullandi Persa- djöfuls-flóa. Og ég er áttalaus, fjandinn hafi það, súpandi hveljur á milli freyðandi vodkasjússa. Hér löðrar allt i óhreinsaðri ósvikinni oliu, eldsneyti undir brennandi himinhvolfi, jaröbiki, pipum og hreinsistöðvum og svörtum hverum og gusum og geymum, brunnum og talium og námum-el-arab. 1 dag sá ég splunkunýtt, kolsvart, stórt og yfirgnæfandi skrimsli, sem ris upp úr miðri stöðinni. Það kostaði 8 milljónir og þeir kalla það Kattabrjótinn. IbUar Abadan eru nær eingöngu breskir, eða svo virðist a.m.k.. ÞUsundir ungra Breta i pipar- sveinablokkum og allir eru þeir rétt undir suðumarki. Stundum sýður upp Ur vegna inngræddrar kynhvatar og sólarhitans og þá eru þeir sendir ýlfrandi heim til Bretlands. I staðinn koma grænir og nýir menn, ungir, velhritir hvolpar með bleika hýjunga og pipusterti sem eldast fljótt i brennandi hitanum og ýfast og (M^KkOXA M

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.