Vísir - 08.08.1981, Blaðsíða 31

Vísir - 08.08.1981, Blaðsíða 31
31 Laugardagur 8. ágúst 1981 Thomas leysti gátuna á 5(1 sekúndum á ritstjórn Visis. (Visism. Þó.G.) TOframaður með löfratening: Leysti gátuna á 50 sekúndum - hefur slyst tekið 38 sekúndur Thomas Thor Slördahl heitir hann ungur snaggaralegur strákur. sein vatt sér hér inn á ritstjórnarskrifstofur Visis i gær meft töfrateninginn svokall- afta á lofti. Hann er búsettur i Noregi og hei'ur æft sig linnulaust viö sam- setningu teningsins i fjóra mán- uöi og hefur enginn komist meö tærnar, sem hann heíur hælana i hverfinu, sem hann byr i, hvaö snertir fljótheit i samsetningu teningsins. Skyldi hann ekki bara vera heimsmeistari i greininni'? „Kg hef styst verið 38 sekúnd- ur aö setja hann saman, sagöi Thomas, „og eítir þvi sem ég best veit er þaö metiö i Noregi. betta fer eins og eldur i sinu um allan Noreg meöal yngri kynslóðarinnar og viö höldum oft keppni i greininni." Og nú var Thomas oröinn lang- eygur eítir að fá aö syna okkur fingrafimi sina. Viö fórum el'tir öllum kúnst- arinnar reglum, rugluöum ten- ingnum sem mest viö máttum, réttum Thomasi hann og settum skeiöklukkuna i gang. Fingraí'imin var otrúleg og aö 50 sekúndum loknum hat'öi hann sett hann saman. „betta var nú hálflélegt hjá mér," sagöi Thomas, „en ég slasaði mig fyrir skömmu á fingri, þannig aö ég er ekki i sem bestu formi núna." — Notarðu eitthvert kerfi við samsetninguna'? „Já, þaö geri ég, enda eru litamöguleikar teningsins 43 billjónir, svo maöur verður aö koma sér upp keríi. Mitt kerfi er þannig, aö ég byrja aö íylla i hornin og svo kemur hitt af sjálfu sér." Thomas sagði, aö hann ætti fjóra svona teninga og hann æföi sig á hverjum degi, enda þyddi ekkert annaö lil aö halda sér við, og meö þaö stóö hann upp og kvaddi. — KÞ Herstððvaandstæðingar: Tðku myndina traustatakl „Ég var að senda ritstjóra Þjóöviljans skeyti þess efnis, að stöðvi hann ekki birtingu myndarinnar i sunnudagsblaði sinu, áskilji ég mér allan rétt til að gera itrustu kröfur á hendur blaðinu,” sagði Baldur Sveins- son, ljósmyndari með meiru, i samtali við Visi, en hann stendur nú i stappi við þá Þjóð- viljamenn um birtingu forsiðu- myndar eftir sig, sem hann hefur ekki gefið leyfi til birt- ingar á. Málsatvik eru þau, að á mið- vikudag birtist mynd i Þjóðvilj- anum af plakati herstöðvaand- stæðinga i tilefni af Friðargöng- unni Stokksnes-Höfn.semfarad á morgun. Myndina tóku þeir herstöðvaandstæðingar traustataki án leyfis Baldurs upp úr timaritinu Armed Forces, sem kom út i haust. Konst Baldur ekki að þessu fyrr en hann sá myndina i Þjóð- viljanum á miövikudag. Var þá búið að dreifa plakatinu, svo Út- ið var hægt að gera. Baldurfórþó meðmáliði lög- i'ræðing, sem annaðist af- greiðslu málsins. Var ekki hægt að afturkalla plakötin, en her- stöðvaandstæðingar greiddu þó Baldri fyrir myndina og lauk þvi máli um hádegi i gær. Síðan gerist það um miðjan dag i gær, að hringt er i Baldur frá Þjóðviljanum og hann spurður, hvort ekkisé i lagi,.að þessi sama mynd birtist á for- siðu sunnudagsblaðs Þjóðvilj- ans. Baldur segir svo ekki vera. Honum er þá sagt, að búiðséað stækka myndina og vinna hana og jafnframt er dreginn i efa birtingaréttur hans á myndinni. ,,Ég er alveg undrandi á þess- um vinnubrögðum,” sagði Baldur, ,,og ég hef aldrei heyrt það fyrr, að einhver vafi leiki á, hver eigi birtingarétt á mynd- um. Það hlýtur jú að vera sá, sem tekur myndina, eða hvað?” sagði Baldur Sveinsson. —KÞ vísm „Sé enga ástæöu til að ég hætti” - segir Friörík ðlatsson lorseti FIDE um hugsanlegt endurkjor „Þegar á heildina er litið, var þinghaldið mun rólegra en bú- ast mátti við, vegna þess að það mál, sem mest var i sviðsljósinu kom eiginnlega aldrei upp á yfirborðið”, sagði Friðrik Ólafsson, forseti FIDE i sima- viðtali við Visi en Friörik er um þessar mundir i Hollandi. A aðalfundi FIDE i Atlanta bar aö sjálfsögðu mál Kortsnojs hæst, en Friðrik hafði veitt sovésku stjórninni mánaðar- frest til að veita fjölskyldu skákmeistarans ferðafrelsi úr landi. Hann neitaði að tjá sig um, hvort hann hefði undir höndum tryggingu fyrir þvi að sovéska stjórnin stæði við það sam- komulag, sem gert hafði veriö, og kvað engar dagsetningar hafa verið nefndar „enda er mikilvægara aö hafa eitthvað i höndunum um að lausn fáist á málinu. Ég vona að sjálfsögðu að þetta fari að koma i ljós fljót- lega, en það er að sjálfsögðu ekki hægt að ganga út frá þvi sem gefnu”. Friðrik var þessu næst spurð- ur að þvi, hvort hann myndi gefa kost á sér áfram i embætti forseta FIDE, en kjörtimabili hans lýkur að ári. „Eins og sakir standa sé ég enga ástæðu til að hætta. Það getur þó ýmislegt komið upp i þvi, t.d. að hlutföllin innan FIDE hafi eitthvað riðlast við þetta”. — Áttu von á þvi að þessi að- gerð þin muni hafa áhrif á Vest- urlöndum i baráttunni fyrir mannréttindum i Sovétrikjun- um? „Það má vel vera að þetta eigi eftir að verða til góðs. Frá minum bæjardyrum séö var þó fyrst og fremst um aö ræða vandamál sem var að verða óþolandi fyrir FIDE og búið að valda miklum flokkadráttum og leiðindum, sem ekki er gott inn- an alþjóðasamtaka. A þeim grundvelli tók ég ákvörðun mina fyrst og fremst. — Ertu ánægður með stuðning þann sem aðildarfélög FIDE veittu þér? „Mér sýndist hann nokkuð mikill. En það er ekki alltaf ljóst, hvort menn hafa ætið skákina sjálfa að leiðarljósi i svona málum, heldur kannski önnur sjónarmið, — sjónarmið, sem ég var i sjálfu sér að berj- ast gegn.” —jsj- Sigfrift Þórisdóttir og Kdda Sigurftsson hjúkrunarkonur, og Kagnar Kagnarsson læknir skála vift forin- iega opnun dýraspitala VVatsons i gær. Kagnar er fyrsti islenski dýralæknirinn sem fengist hefur til aft starfa vift spitalann. Visismynd Þó.G. El AiDýöublaösdeiian leysist ekki: „verður aö vísa ritstjérn trá” - segir Jón Baldvin Hannlbatsson ritstjdri „Ef sú traustsyfirlýsing, sem við höfum farið fram á, verður ekki veitt af réttum yfirvöldum i Alþýðuflokknum, sé ég ekki aðra leið enþá, aðflokksforustan verði að taka af skarið og fylgja sinu vantrausti eftir, visa núverandi ritstjórn frá og manna blaðið með öðrum mönnum,” sagði Jón Baldvin Hannibalsson, i samtali við Visi i gærkvöld. Enn stendur allt fast i deilu rit- stjómar Alþýðublaðsins annars vegar og blaðstjórnar og fram- kvæmdastjórnar flokksins hins vegar, og virðist hvorugur deilu- aðila ætla að láta sitt eftir, sam- kvæmt eftirgrenslunum Vi'sis og samtölum við deiluaðila. Hafa engar formlegar viðræður verið boöaðar,en,,menn talast þó við i Alþýðuflokknum” eins og Jón Baldvin sagði. Vilmundur Gylfason og Jón Baldvin hafa boðað til opins fundar fyrir Alþýðuflokksfólk á mánudag, þar sem þeir ætla að skýra sin sjónarmið i málinu. —KÞ Stokksnesganga samtaka herstððvaandstæðinga Samtök herstöðvaandstæðinga á Austuriandi efna nú um helgina til kvöldvöku og Stokksnesgöngu. Kvöldvakan verður I Mánagarði, Nesjum, íkvöld. Þar flytja erindi þeir ólafur Ragnar Grimsson alþingismaður, Erling ólafsson formaður Samtaka herstöðva- andstæðinga, Geir Gunnlaugsson læknir og Jón Asgeir Sigurðsson blaðamaður. Auk þess veröa flutt ljóð og farið með gamanmál. Klukkan 9.30 i fyrrmálið hefst svo friðargangan frá Stokksnesi og verður gengið til Hafnar i Hornafirði með viðkomu i Hellna- nesi. Markmið göngunnar er að vekja athygli á þýðingu Stokks- nesstöðvarinnar i hernaðarneti Nató á Norður-Atlantshafi en einnig er ætlunin að vekja athygli á friðargöngunni frá Kaup- mannahöfn til Párisar, en henni lýkur nú um helgina._______ VÍSÍSDÍO „Hyllið hetjuna” heitir myndin i Visisbió sem sýnd verður á sunnudaginn. Við látum alveg vera að segja meira frá efni myndarinnar en nafnið gefur til kynna en sýningin hefst klukkan eitt i Regnboganum.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.