Vísir - 08.08.1981, Blaðsíða 6
6
VtSIR
Laugardagur 8. ágiíst 1981
— Er Alþýöublaðiö málgagn
Alþýðuflokksins eöa privatblaö
ritstjórans?
„Alþýðublaðiö er málgagn
Alþýöuflokksins og það sem við
höfum sagt og skrifaö um
verkalýðsmálað undanförnu, er
i samræmi við stefnu Alþýöu-
flokksins eins og hún var sam-
þykkt á flokksþingi 1977”.
— Hvað viröist þá hafa fariö i
taugarnar á forystu Alþýöu-
flokksins varöandi skrif ykkar?
Margt af þvi fólki innan okkar
vébanda, sem er i forystu
verkalýðsfélaganna situr inni á
skrifstofum með svona fjórum
sinnum hærri laun en þaö
semur um fyrir láglaunafólkið.
Það þykist hafa völd, hefur
vissulega stöðu, skrifstofu og
laun, og óttast um stöðu sina.”
— Er mikið af slikum
mönnum innan Aiþýöuflokks-
ins?
.JVIest af þeim er innan
Alþýöubandalagsins en þvi
miður er töluvert af þeim hjá
okkur. Og af hverju get ég sagt
þetta? Lesið fréttaskýringarnar
i Helgarpóstinum i dag. Þeir
hafa sagt forustumennirnir að
lokun blaðsins hafi einungis átt
við þetta tiltekna grinblað á
miðvikudeginum. Þetta er auð-
vitað rangt, eins og kemur fram
i viðtölum i sama blaði við þrjá
verkalýðsforyngja i Alþýðu-
flokknum. Þeir segja að
Alþýðublaðið hafi verið óþol-
andi, ekki bara þetta tiltekna
grinblað og ekki bara vegna
sumarritstjórnar minnar,
heldur megi rekja þetta aftur til
Jóns Baldvins! Ég undirstrika
samt að ég er ekki aö tala um
alla verkalýðsforingja.”
NU lýstir þú þvi yfir um
siöustu helgi að deilan væri
lcvst en stöövar blaðið eftir
helgina og óskar eftir trausts-
yfirlýsingu. Hvernig kemur
þetta hcim og saman?
„Þetta er misskilningur sem
blaðamaður lepur upp eftir
forystu Alþýðuflokksins. Það á
ekki að trúa orði sem forysta
Alþýöuflokksins segir i þessu
máli. Þeir eru margsannaðir
ósannindamenn, vegna þess að
su deila sem var leyst var deilan
um bannaða blaðið. Það er rett
að við Björn Friðfinnsson
sömdum um bannaða blaöið,
persónulega. Við á ritstjórninni
gengum að ýmsum skilyrðum
þeirra. Þau voru þrjú.t fyrsta
lagi aö skáband var sett á blaöið
um að það væri hiö umdeilda
miövikudagsblað, það var gert
aö kálfi i Alþýðublaðinu, ekki
sérblað eins og fyrirhugað var,
og i þriöja lagi sömdum við um
það að i laugardagsblaðinu
myndum við ekkert skrifa
ögrandi um lokunarmálið, sem
var þó mjög freistandi fyrir
okkur. Þetta samkomulag náöi
þvi bara til laugardagsblaðsins.
Flokksforystan hélt, eins og
Magnús H. Magnússon, sem er
huggulegur einfeldningur, segir
viö Helgarpóstinn, að hann hafi
staöið f þeirri meiningu aö Jón
Baldvin væri aö koma eftir
helgina. Þeir vissu ekki að það
var vika eftir af umsömdum
tima minum sem ritstjóra
blaðsins. Þeir hefðu þvi ekki
fariö að semja við mig um blöð
eftir helgina sem Jón Baldvin
átti að ritstýra!! ”
— Eru þetta þá fyrst og
fremst persónulegar árásir
flokksforystunnar á þig?
„Liklega er það meira
hræðsla við pólitikina, sem við
stöndum fyrir. Þvi slik pólitik
átti sinn þátt i þvi að afla
flokknum fylgis á sinum tima.
Þaö er rétt, eins og allir vita
núna aðég var nokkrum sinnum
undir i þingflokknum, en ég brá
ekki útaf leikreglunum (hélt
loyaliteti). Þessar aðgerðir eiga
sér auövitað þann sögulega for-
leik. Þaö skrýtna er, sem ég
heldaö margir áttisigekki á, að
Opinskátt viðtal við Vilmund
Gylfason sumarritstjóra
Alþýðublaðsins
í tilefni deilunnar milli
ritstjórnar og forystumanna
Alþýðuflokksins
þetta ersjötta sumarið mitt sem
ég sest hér inn sem sumarrit-
stjóri Alþýðublaðsins.”
— En eru menn ekki með
þessu að kalla yfir sig alvarlega
sundrung innan flokksins?
„Spurðu þá sem fóru um
nóttina til þess aö láta innsigla
upplag Alþýðublaðsins. Það er
ein sú mesta fiflagjörð sem
nokkrir forystumenn i flokki
hafa gert, og sýnir hvað for-
ystan i Alþýðuflokknum er veik.
HUn tekur rangar og tauga-
veiklaðar ákvarðanir á úrslita-
stundum”
— Situr þú þá lengur undir
slikum vinnubrögðum?
„Alþý ðuflokkurinn er
lýöræðislegur flokkur og ég verð
að taka þvi, eins og allir aörir
stjórnmálamenn, að verða
undir i' lýöræðislegum stofn-
unum fldcksins.”
— En er þessi pólitiski
ágreiningur næg forsenda fyrir
þvi að annar flokkur geti verið i
uppsiglingu?
„Það hafa verið gerð mistök i
sögunni og ein mistökin eru þau
aö sprengja flokka. Við
nýkratar gerum það ekki, við
berjumst innan flokka.”
— En það eru augljóslega öfl
innan Alþýðuflokksins, sem
vilja klekkja á þcr?
„Kannski tiu, tuttugu forystu-
menn, en við blásum á það.”
— Hverjir eru þessir menn?
,,Er þaö ekki ljóst af viðtölum
undanfarið? Þetta eru ekki auð-
veldir hlutir fyrir mig að segja,
en þegar aðKjartan Jóhannsson
formaður Alþýöuflokksins sem
á i vök aö verjast og hefur tekiö
rangar ákvaröanir, þá hringir
hann á opinberan fréttamiöil,
sem alls ekki getur talist til
einkasam tala, þar sem hann er
að ræða við opinberan frétta-
mann. Hann biður fréttamenn
að tala litiö um Alþýðublaðs-
málið. Hann segir útvarps-
manni það.að þetta sé ekki póli-
tik heldur „mannlegur harm-
leikur”. Um hvað er hann að
dylgja? Að ég sé alkoholisti, að
ég sé geðveikur? Eg get tiundað
miklu fleiri rógsmál af þessu
tagi og tilnefnt fleiri nöfn, en
þetta er afar alvarleg aðdróttun
þó svo honum liki ekki skoðanir
minar þá og þá stundina, þá
veröur meira að segja hann aö
gæta sin. Þvi sagði hann þetta
við fréttamann útvarpsins? Af
hverju ræddihann ekkiviömig?
Það gerði hann ekki.”
— Teluröu aö Kjartan sé þá
ekki starfi sinu vaxinn eftii
þetta ?
„Maður sem lætur slíkt út úr
sér þarf auðvitað að athuga’
Árni
Sigfússon.
skrifar
gang sinn mjög vel. Ég spyr:
Hvað segja heiðarlegir
jafnaöarmenn, sem eru mörg
þúsund i landinu, þegar það
spyrst að formaður flokksins
beri út samþingsmenn sina með
þessum hætti?”
— Hverjir eru það i forystu
flokksins, utan Kjartans, sem
standa svona harðir gegn þér?
,,Ég nefni engin nöfn, en þvi
miður hafa ráðgjafar Kjartans
verið Björn Friðfinnsson, Eiður
Guðnason og Sighvatur Björg-
vinsson, þeir eru allir afleitir
ráðgjafar.
— Hverjir i forystu flokksins
standa með þér i þessu máli?
„Ég hef ekkert leyfi til þess að
vera að gera einstökum
mönnum upp skoðanir. Mér
finnst mun meira koma til um
það þegar fólk hringir til min og
lýsir yfir stuðningi við mál-
staðinn.”
— Hvað er framundan í þéssu
máli?
„Þetta er siðasti dagurinn
minn hér sem sumarritstjóri
blaðsins. Jón Baldvin tekur nú
við, en ég hefði verið tilbúinn til
þess að vinna við þetta blað
áfram i hálfu starfi. Eins og við
JBH gerðum raunar 1. júni. Nú
er það augljóst að forystan
kemur ekki til með að biðja mig
að vera áfram. Ég fer þvi Ut i
dag, en hitter svo annað mál, að
ég flyt mitt hafurtask á skrif-
stofu mina niðuriþing, og verði
sambandi við Alþýðublaðið,
eins og ég var, fjórum sinnum á
dag.”
— En verður blaðið þá ekki
aftur blað verkalýðsforingj-
anna, sem þú varst að deila á,
eftir að þú ert farinn út af
Alþýðublaðinu?
„Ég held að Jón Baldvin muni
halda áfram nákvæmlega sömu
ritstjórnarpólitik og við höfum
rekið.”
— Fær hann að gera það?
„Ég er ekkert viss um að
blaðið komi Ut á þriðjudaginn.
Það fer eftir þvi hvernig flokks-
forystan hegðar sér. Jón Bald-
vin stendur með okkur i smáu
og stóru. Við Jón Baldvin ætlum
persónulega að boða til fundar
meö öllum flokksmönnum
Alþýðuflokksins i Reykjavik á
mánudagskvöldið klukkan hálf
niu og við skorum á forystu-
menn Alþýöuflokksins að koma
og Utskýra sina afstöðu. Ég
hlakka mjög til að heyra við-
brögð hins almenna manns, sem
aldrei er spurður neins, af þeim
mönnum sem nú eru áð delera.
Ég hef grun um að hann hafi
aðrar skoðanir á ritstjórnar-
pólitik heldur en einhver Jón
Karlsson og Jón Helgason.”
— Nú segist þú ekki munu
kljúfa þinn flokk, en er vist að
andstæðingar þinir sætti sig við
að vera í sama flokki og þd?
,,Ef að Sighvatur Björgvins-
son segirsigúr Alþýðuflokknum
á morgun, þá það.”
,,Mér þykir vænt um Alþýðu-
blaðið og Alþýðuflokkinn. Ég
þekki hundruð manna innan
okkar raða um allt land, og ég
mun ekki hlaupa frá þessu
fólki.”
— Attu þér þá von um að geta
starfað með þessum mönnum
eftir aö allt þetta hefur gengið
yfir?
„Já, já, ég er fljótur að reið-
ast og fljótur að fyrirgefa.
Meira að segja róg Kjartans
skal ég fyrirgefa, ef að hann
sýniraf sér mannasiði, — og róg
peðanna læt ég sem vind um
eyru þjóta.
,,Róg peðanna læt ég
sem vind um eyru þjóta