Vísir - 08.08.1981, Blaðsíða 7

Vísir - 08.08.1981, Blaðsíða 7
Laugardagur 8. ágúst 1981 VÍSIR 7 Hafa hestar meiri rétt en , ,himpigimpi”? Dómsúrskuröir gera hvort tveggja aö endurspegla afstööu samfélagsins og aö hafa áhrif á hana. Ef þetta er rétt, hvaöa af- stööu endurspegla vægir dómar fyrir nauöganir og hvaöa áhrif hafa þeir dómar á viöhorf al- mennings? Þessari spurningu m.a. er varpaö fram i grein, sem nýlega birtist i enska dagblaöinu The Times <21.7.’81) en þar sagöi frá þá nýafstöönum réttarhöldum vegna likamsárásar i Noröur Englandi. Tildrögin voru þau, aö ráöist var á Diönu Lee, 19 ára gamla stúlku, þar sem hún var á gangi heim aö kvöldlagi eftir aö hafa sinnt klárnum sinum i hesthúsi. Diana haföi misst af siöasta strætisvagninum og varö þvi aö fara gangandi. Mervyn Maguire, 24 ára gamall maöur, sá til henn- ar, þar sem hann sat i bil hjá kunningja sinum. Þegar kunning- ■inn haföi ekiö Maguire heim, kvöddust þeir en Maguire hljóp til baka þangaö til hann fann Diönu. Þá réöist hann aö henni, dró hana út fyrir veginn og út á tún, þar sem hann hótaöi að drepa hana. Gat varist Flestar ungar konur myndu i slikri aðstööu, veröa aflvana af hræöslu. En þótt hún væri skelf- ingu lostin, tókst Diönu að ná i hnif, sem hún haföi á sér. Hnifinn hafði hún notað til aö skera hey- pokana i hesthúsunum og nú not- aöi hún hann til varnar, hún stakk honum i hals árásarmannsins. Og vegna þess, að henni brást ekki hugrekki eða yfirvegun, slapp Maguire frá refsingu. Kviö- dómurinn var sammála um aö hann væri sekur að likamsárás og hótunum um aö drepa stúlkuna, en dómarinn gat ekki leynt samúö sinni meö manninum þegar hann sagði: „Þessi unga stúlka gaf þér þó nokkra refsingu”. Maguire fékk 12 mánaða skilorösbund- inn dóm. Eitthvaö bogið við þetta Ég hef aldrei lesið lög eöa kynnst réttarfarinu af eigin reynslu, en mér viröist eitthvaö bogið við þetta mál. Diana Lee var ekki aö refsa Maguire, hún var aö verja sjálfa sig gegn hræöilegu ofbeldi, sem heföi get- aö leitt til dauöa hennar. Allir hafa rétt til aö beita nokkurri sjálfsvörn gegn árás og þegar dómari fer aö kalla slika sjálfs- vörn „refsingu”, viröist mér hann vera að kasta lagavisindun- um fyrir róða. Segjum sem svo aö Diana Lee sé eldri maöur og aö sá hafi oröið fyrir árás pörupilts en hafi varist meö þvi aö pota göngustafnum sinum I auga piltsins. Dregur sú staöreynd, aö pilturinn þarf aö fara til læknis vegna augans, eitt- hvaö úr afbroti hans? Eöa segjum sem svo, aö fórnarlambiö heföi veriö 12 ára gömul stelpa, aö hún hafi verið dregin út á tún af nauögara. Ef sú stutta heföi nú getaö náö i grjóthnullung og lam- ið i haus árásarmannsins, mynd- um viö þá kinka samþykkjandi kolli þegar dómarinn segir aö nauögarinn hafi fengið næga refs- ingu? Rangt mat á hlutunum örugglega ekki. t báöum þess- um dæmum myndi dómarinn komast aö sömu niðurstööu. Nefnilega, i þvi fyrra, aö augn- meiösl pörupiltsins dragi ekki úr afbrotinu, tilefnislausri árás á saklausan vegfaranda — i þvi siö- ara: aö hugrekki stúlkunnar kom i veg fyrir gróft brot, aö nauögar- inn yröi aö vera látinn inn til aö vernda allan almenning. Viö lestur niöurstööu réttarins i máli Maguires, má strax greina tvö mikilsverö atriöi. Annaö þeirra er um þaö gildismat sem fólgiö er i framferöi réttarins —■ hitt er um afstööu laganna gagn- vart konum. Við getum spurt ótal spurninga i framhaldi af þessu. T.d. — virðist ekki fáránlegt aö afbrot gegn eignum, dauðum hlutum viröast mun alvarlegri en afbrot gagnvart lifandi fólki? Hefði Diana verið sjón- varp! Undanfarnar vikur hafa raddir, sem krefjast þyngri dóma, oröið æ háværari. Þær raddir koma i kjölfar götuóeiröa, eyöileggingar á húseignum, brotnum gluggum. Og fangelsin eru nú þegar yfirfull af bæði konum og körlum vegna hnupls. Eignir eru einhvers virði, en ætti ekki lifandi fólk aö vera meira viröi? Þeim sem álita aö dómstólarnir eigi aö halda á lofti réttu gildismati i þjóöfélaginu, er ljóst aö þörf er á róttækri endur- skoöun forgangsraöar. Diana Lee getur huggaö sig viö þaö, aö dóm- arinn heföi veriö öllu vandlæting- arfyllri, ef hún væri sjónvarps- tæki i búðarglugga, sem brotist var inn um! Afstaöa dómstólanna gagnvart konum, sem hefur veriö nauögaö, veröur greinilega óréttlát ef lesin eru þaraölútandi gögn. Hjálpar- stöðvar kvenréttindahópa fyrir konur, sem hafa oröiö fyrir of- beldi, eru sammála um aö lög- regian og dómsvaldiö geri oftast ráö fyrir áö konán hafi boö- iö upp á ofbeldi eöa nauögun. Þær eigi þvi ofbeldiö skiliö. Kvenréttindakonur eru oft haföar aö spotti vegna gagnrýni þeirra á viötekiö gildismat sam- félagsins. Fyrir framan mig hér á skrifborðinu liggur ný bók frá þeim, „No Turning Point” heitir hún. Bókin fjallar um konur og of- beldi einmitt á þann hátt, sem sumum virðist hlægilegur. Þar segir m.a.: „Hryöjuverk frá hendi einstaklinga (á heimilunum og á götunni) veröa tákn sam- hyggjunnar, sem stýrt er af rikis- valdinu. Sá stuöningur, sem karl- maöurinn fær frá rikisvaldinu umbreytir einstaklings-hryðju- verkum og þeirri ógnun sem af hennistafar, i samfélagslegt afl.” Séu þessi orö þýdd yfir á venju- legt mál veröa tengsl þeirra viö mál Diönu og Maguires ljós: Ma- guire heföi átt aö vera dæmdur i fangelsisvist, öörum karlmönn- um til fordæmis og öörum konum til varnar. Sú staöreynd, aö Ma- guire fékk aö fara frjáls feröa sinna, hefur þá afleiöingu aö aörir karlmenn álita konur, sem eru einar á ferö, hljóti aö vera heppi- leg fórnarlömb og hættulausar frelsi sinu. //Himpigimpi" Rithöfundurinn Germaine Greer nefndi dæmi um kúgun karla á konum i þessu sambandi i bókinni „The Female Eunoch”. Dæmiö var af dómaranum, sem áriö 1969 kallaöi stúlku, sem haföi veriö nauögaö „óttalegt himpi- gimpi”. Þaö er eins og viö höldum aö konur geti veriö óhultar á götum úti, þvi nú eru konur kæröar fyrir þaö aö hafa i fórum slnum vopn til varnar árásum — Díana haföi hnif, aörar konur hafa e.t.v. pip- ardós. Og I tilfelli Diönu leyfir dómarinn manni, sem er sekur fundinn fyrir viöbjóöslega áras aö sleppa refsingarlaust vegna þess aö fórnarlambiö varöist honum. Niöurstaöan viröist vera sú, aö réttarrikiö áliti konur ekki hafa rétt til að vera einar á ferö og ekki hafa rétt til aö beita sjálfsvörn- um, sé á hana ráöist. Meö öörum oröum, konur hafa ekki rétt á miskunn eða vernd laganna. Jafnvel hestur Diönu Lee hefur þó þann rétt.” (Ofannefnd grein var send Helgarblaöi Visis af „andstæöingi öfgakenndrar rauösokkustefnu, en þó enn meiri andstæöingi allr- ar karlrembu.” Þýö. Ms) Litiir er eldd lengur lúxus GELUR Bræóraborgarstlg 1 -Sími 20080- (Gengiö inn frá Vesturgötu) UMBOÐSMENN: Skagaradíó. Akranesi - Jón B. Hauksson, Bolungarvík Straumur h/f., ísafirði - Oddur Sigurðsson, Hvammstanga Hallbjörn Björnsson, Skagaströnd - Kaupfélag Húnvetninga, Blönduósi Hilmar Jóhannesson, Ólafsfirði - K.E.A., Akureyri - K.Þ.H., Húsavík K.N.Þ. Þórshöfn - Sigurjón Arnason, Vopnafirði - Rafsjá, Neskaupstað Rafeind s/f., Egilsstöðum - Eiríkur Ólafsson, Fáskrúðsfirði Radíóþjónustan, Höfn - Horriafirði - Neisti h/f., Vestmannaeyjum Mosfell, Hellu - Radíóvinnustofan, Hafnargötu 50, Keflavík

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.