Vísir - 08.08.1981, Blaðsíða 14

Vísir - 08.08.1981, Blaðsíða 14
14 Laugardagur 8. ágúst 1981 Sennilega hafa margir Islend- ingar svipaöar hugmyndir um Luxemborg og Sælkerasíöan, þ.e.a.s. aö Luxemborg sé nokk- urs konar skiptistöð eða bara flugvöllur. Maður kemur þang- að og hraðar sér siðan i næstu járnbrautarlest eða fær sér bilaleigubil og hverfur brott til Frakklands eða eitthvað annaö. Eftir að hafa heimsótt landið þá hefurSælkerasiðan heldurbetur skipt um skoðun. Luxemborg er tilvalið land fyrir sælkera aö heimsækja. Það eru eins og flestir vita, mjög góðar sam- göngur f Luxemborg. Ekki vantar veitingastaðina, þeir eru um það bil 2.000 og er það býsna gott ef haft er i huga að ibúar Luxemborgar eru um 350.000 og landið er álika stórt og Reykja- nesskaginn. Það má segja að þrjár greinar matargerðar- listar séu rikjandi i Luxemborg. Það er sú franska, þýska og italska. í Luxemborg eru nokkr- ir frábærir franskir veitinga- staðir. Sælkeri sem kemur i fyrsta sinn til Luxemborgar ætti að byrja á þvi að taka sér leigu- bil til aðaltorgs borgarinnar Place d-Armes og heimsækja Ferðaskrifstofuna sem þar er og fá þar bækling sem heitir Hotels, Restaurants 1981. t þessum bæklingi sem eiginlega er kort af borginni, er listi yfir flesta veitíngastaði borgarinnar og eru þeir svo samviskusam- lega merktir inn á kortið. Við Place d’Armes eru margir veit- ingastaðir, t.d. er einn sem heitir Marmite. A þessum stað er þjónustan frábær og þar fékk Sælkerasiðan besta buff tartar, sem hún hefur bragðað. Annar góður veitingastaður er L- Aca- Frá Luxemborg. démie sem einnig er við Place d’Armes. Þar er hægtað fá ekta luxemborgiska rétti. Þessir staðir eru báðir frekár ódýrir. Einnigeru kringum torgið fjöldi kaffi- og bjórstofa. Ekta luxemborgisk bjórkrá er Cafe de la Poste við Rue Philippe II Þar sitja yfirleitt ekki ferða- menn heldur eingöngu heima- menn og ef menn vilja kynnast andrúmslofti borgarinnar, þá er upplagt að kikja þarna inn. Þeir sælkerar sem heimsækja Luxemborg ættu skilyrðislaust að útvega sér eintak af tima- ritinu Revue Luxembourgeoise De Gastronomie. 1 þvi timariti er skrá yfir alla bestu matsölu- staði landsins og eru þeir ftokk- aðir niður. Hæsta einkunn er fjórir lárviðarkransar. Þegar Sælkerasiðan hafði kannað skrána, hafði einn veitinga- staður 4 kransa og var það veit- ingastaðurinn Bergerie. Fimm veitingastaðir voru með 3 kransa og af þeim getur Sæl- kerasfðan mælt með veitinga- staðnum Cordia. Þrir veitinga- staðir voru með 2 kransa og af þeim getur Sælkerasiðan mælt með Grimpereau sen er skammt frá flugvellinum. Nú, Chili con carne „sumarbústaöamatur” Lesandi Sælkerasiðunnar hafði samband og bað um upp- skrift að góðum partimat, sem auðvelt væri að matbúa i sumarbústaðnum. Sælkerasið- an fór að hugsa málið og glugga i nokkra doðranta. Hvernig væri einhver góður Chili-réttur? Jú, eftir nokkra leit fannst góð upp- skrift. Þessi uppskrift er ættuð frá Mexikó. Það er auðvelt að laga þennan rétt og hann er bragðgóður (og sterkur) og til- tölulega ódýr. Að visu þarf allt krydd að vera til sem tekið er fram i uppskriftinni ef rétturinn á að heppnast 100% en það sem þarf er: 2 matsk. matarolia 500 gr. nauta- eða kindahakk 4 gulir laukar 2 rif hvitlaukur 2 teningar kjötkraftur 2 dl tómatkraftur 2 matsk Chili duft 2 dl. vatn 2 dósir hvitar baunir i tómat- sósu 1 tesk oregano hvitur pipar/salt kajennpipar Hitið oliuna i potti með þykk- um botni. Steikið hakkið og laukinn, sem áður hefur verið finsaxaður, i oliunni. Þegar laukurinn er orðinn mjúkur er hvitlaukurinn pressaður og sett- ur i pottinn sömuleiðis tening- arnir, tómatkrafturinn, Chili- duftið og vatnið. Látið þetta malla i 5-6 min. Þá eru bauna- dósirnar tæmdar i pottinn. Kryddið svo með oregano, kajennpipar, hvitum pipar og salti. Látið svo réttinn malla við mjög lágan hita i 10 min. þá á hann að vera tilbúinn. Beriö fram með þessum rétti nýja tómata og hvitt brauð. Þessi uppskrift miðast við fjóra. Eins og áður sagði er auðvelt að búa þennan rétt til. Best er að drekka pilsner með þessum bragömikla mexikanska-rétti. Það kindakjöt sem nú er I verslunum er 3ja flokks. Frystikistu- kj ötsmánudur Nú er sá timi kominn, að lambakjötið er ekki lengur mönnum bjóðandi. Kjöt sem bú- ið er aöliggja ifrystii tæpt ár er 3ja flokks vara og þaö lamba- kjöt sem nú er á markaðnum ætti allt að fara i 3ja flokk. Það verðlag sem nú er á kindakjöti samanborið við gæði er algjör- lega út i hött, það er engin sann- girni f þvi að greiða sama verð fyrir 10 mánaöa frystiklefakjöt og nýtt kjöt. Neytendur ættu ekki að láta bjóða sér þetta. Að visu skal það tekið fram að það er ekki auðvelt úr að bæta, þeg- ar ekki er hægt að slátra bless- uðum lömbunum hvenær sem er, þ.e.a.s. allt árið. En þetta mál er þó ekki óleysanlegt. Með aukinni skipulagningu væri hægt að hafa einhverja vor- slátrun eða slátrun fyrri hluta sumars. Einnig ætti skilyrðis- laust að lækka verulega verð á veturgamla kjötinu t.d. 1. júni. Einnig mætti reyna að hafa meira úrval af svina- og nauta- jcjöti á boðstólum yfir sumar- mánuðina. íslensku sláturhúsin, sem mörg hver erir aöeins nýtt nokkrar vikur á haustinn en eru allfullkomin, ætti að nýta betur. Smekkur manna og aukin með- vitund á gæðum gerir það að verkum að fólk mun ekki láta bjóða sérþetta mikiðlengur. Nú verða kjötframleiðendur að fara að gera eitthvað i málun- um. Sælkerasiðan veit að bænd- ur eru allir af vilja gerðir til að koma til móts við neytendur en það þarf meira til. Þetta er eins og áður hefur komið fram, fyrst og fremst spurning um skipu- lagningu. Eins og málum er nú háttað ættu neytendur ekki að kaupa kindakjöt, verðið er alltof hátt — en vonandi á þetta eftir að lagast og það vonandi sem fyrst. Við skulum vona að þetta verði siðasta sumarið sem viö neytendur neyðumst til að snæða 3ja flokks lambakjöt, kjöt sem gæti verið úrvals vara, ef það er ekki eyðilagt með þvi að liggja i frystiklefa i 10 mánuði. Við megum heldur ekki gleyma þeim erlendu feröamönnum sem hingað koma. Þeir snæða flestir islenskt lambakjöt, á meðan þeir dveljast hér. Besta auglýsingin fyrir hverja vöru er ánægður neytandi. Ekki sakar að geta þess, að það er tiltölulega ódýrt að snæða úti i Luxemborg. Ekki má gleyma vininu, en Luxemborgar eru miklir vinframleiðendur og framleiöa þeir nokkur frábær gæöavin. Aðalvinræktarsvæðið er við Moselána, en hún er nokkurs konar landamæri milli Luxemborgar og Þýskalands. Of langt mál væri að fara nánar út i að fjalla um luxemborgisku vfnin. Það verður gert siðar, en einkum eru Rieslingvínin mörg frábær. Luxemborgarar hafa vineftirlit og er þeim skipt i fjóra flokka, en látum það biða þar til siðar. Allir sælkerar ættu ekki að verða fyrir vonbrigðum með að heimsækja Luxemborg. Einsog áður hefur komið fram, erum marga góða veitingastaði að velja. Upplagt er að taka bil á leigu (en það er frekar ódýrt) og ferðast um landið en úti á landsbyggðinni eru margir frá- bærir litlir veitingastaðir sem jafnframt eru hótel, þar sem hægt er að gista fyrir hagstætt verð. Einnig ættu allir sælkerar að fara niður að Mosel og heim- sækja vinkjallarana. Einnig er landið Luxemborg fallegt og fólkið vinsamlegt. Umsjón Sigmar B. Hauksson Chiii con carne er mexikanskur baunaréttur, hér eru sennilega baunir á boðstólum. 10 veitingastaðir voru með 1 krans og er t.d. hægt að mæla með Saint-Michel, sem er alveg frábær, og svona má lengi telja af nógu er að taka i þessum efnum. Ekki má gleyma „islenska” veitingastaðnum i Luxemborg „The Cockpit-Inn”. Staöurinn er við 43 Boulevard G. Patton og er sjálfsagt að heim- sækja þann stað. Má nefna að nautakjötið hjá Siburvin mat- reiðlsumeistara er frábært. Sælkerasíðan heimsækir Lúxemborg 2000 veitingastaðir

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.