Vísir - 08.08.1981, Blaðsíða 12

Vísir - 08.08.1981, Blaðsíða 12
VÍSIR Laugardagur 8. ágúst 1981 DEBBIE SÓLÓ Debbie Harry, blondinan sjálf i BLONDIE, hefur nú loksins dreift sólóplötusinni iverslanir, en beðið hefur verið eftir þess- ari plötu (með eftirvæntingu?) um alllangt skeið. Svo sem lýð- um er ljóst hefur Debbie unnið að plötunni undir handleiðslu Nile Rodgers og Bernard Edwards i' CHIC og fáránlegt að ætla annað en afkvæmið verði i beinan karliegg af diskóinu. Platan heitir ,,KooKoo” og hef- ur að gevma tiu lög, samin af Debbie og kærastanum Chris Stein (sem er lika i BLONDIE) og svo auðvitað Rodgers og Edwards. Smáski'fa erkomin út með laginu ..Backfired” af breiðskifunni. bað vekur athygli að Spud og Pud i DEVO hjálpuðu til við gerð plötunnar. Rétt þykir og að geta þess að Debbie er 36 ára gömul. TENPOLE SYRPA Sprelligosarnir i bresku hljómsveitinni TENPOLE TUDOR voru fullir öfundar þeg- ar þeim var Ijóst hve ,,Stars on 45” syrpur Hollendinganna / STAR SOUND áttu greiða leið upp vinsældalistana. Eddie og strákarnir hans sáu að við svo búið mátti ekki sitja og brugg- uðu sina eigin syrpu i anda Hollendinganna. Lögin fengu þeirauðvitað úr eigin smiðju og syrpuna sfna kalla þeir „Tenpole 45”! — og saman- stendur hún af sex lögum plús þar til hönnuðum inngangi og eftirmála. Syrpuna hafa þeir gefið út á smáskifu, að visu á B- hlið, en á A-hliöinni er lagið „Wunderbar” i nýrri hljóð- blöndun, vikingablöndun, sem sérstaklega er tileinkuð Islend- ingum, að þvi er segir i skeyti [ frá STIFF, sem gerir út hljóm- sveitina. MILES FLÝGUR OHN MILES (man ekki ein- ver eftir honum ?) hyggst enn á ýreyna fyrirséri poppinu eftir okkurra ára hlé. Hann er með ýja smáskffu i startholunum, Turn Yourself Loose” (skyldi ann hafa heyrt i Lóverboy?) og igiö er tekiö af splunkunýrri reiöskifu kappans, sem hann allar „Miles High”. Fregnir rá Bretlandi herma að Miles afi einbeitt sér að lagasmiö iðustu árin. Vonandi stendur kki á gæðunum ! — John Miles om til Islands áður en hann sló gegn og skemmti talsvert á löðli, sem i þann tið þótti hent- igur stökkpallur fyi'ir væntan- egár stórstjörnur! Eitt og annað smá- lcgt KETTIR I MEMPHIS STAY GATS, rokkabillihetj- urnar þrjár úr henni Ameriku, sem með nokkrum hressleikans söngvum sungu sig inni hjörtu Breta i vetur og vor sem leið — ihuga nú i alvöru að hljóðrita næstu plötusina i'Memphis, þar sem rokkið er talið hafa fæðst. Piltarnir skruppu heim til Bandarikjanna i sumarleyfi sinu og Brian Setzer söngvari (þessi með ljósa hárið) lét verða af þvi að láta gamlan draum rætast hann festi kaup á Harley Davidson vélhjóli! TVÆR KVINNUR Tvær gagnmerkar konur popptónlistarinnar senda frá sérplöturum þetta leyti, Rickie Lee Joucs og Stevie Nicks. Sú fyrrnefnda hefur dregið það i rösk tvö ár að gefa út plötu en fyrsta plata hennar, sem hét bara „Rickie Lee Jones”, þótti hreint afbragð og flestir hljóta að muna eftir laginu ,,Chuck E’s In Love”. Nýja platan heitir „Pirates”. Stevie Nicks er einn af með- limum Fleetwood Mac og sú fyrsta af hljómsveitarmeðlim- um sem gefur út sólóplötu á þessu ári. Allir liðsmenn Fleet- wood Mac sinna sólóverkefnum i sumar, en mest hefur borið á plötugerö Nicks. Hún hefur heldur engin væskilmenni með sér.Tom Petty er hennar hægri hönd og Jimmy Ervin, upptöku- stjóri Springsteens, er ævinlega nálægur. Platan heitir „Bella Donna” og á smáskifu hefur veriö valið lagið „Stop Draggin My Heart Around” en þar syng- ur Don Henley úr Eagles með stúlkunni. FÆKKUN STRENGJA Nýja ELO platan er rétt um það bil að koma i verslanir, hún heitir „Time” einsog kunnugter og þykir að verulegu leyti frá- brugðin plötunni „Discovery” sem er siðasta plata Electric Light Orchestra og kom út fyrir hartnær tveimur árum. (ELO vegna sleppum við „Xanadu” sem kom út i' millitiðinni). Að þvi er Jeff Lynne, forsprakki Elo segir, er „Time” mun þyngri plata en „Discovery” og miðast við framtiðina. „Ég hef reynt að skapa öðruvisi hljóm með hjálp margra útsetjara og notast við mun færri strengja- hljóðfæri en venjulega”, segir hann. TVÖFALDIR FÆTUR LITTLE FEATmun á næstunni gefa út tvöfalda plötu, sem mun bæði hafa að geyma stúdió- söngva og hljómleikalög. Lowell heitinn George gitarleikari Little Feat.sem lést 1978, leikur með á hljómleikalögunum sem eru meðal annarra „Feats Dcxi’t Fail Me Now” og „All That You Dream”. Bill Payne og Paul Barrere stjórnuðu upp- töku á plötunum, en þeir eru báöir liðsmenn hljómsveitar- innar. 1.200 SINNUM! Það hljómar næsta fáranlega, en er engu að siður grimulaus sannleikur að Bitlalagið „YESTERDAY” hefur verið hljóðritað i þvi sem næst 1.200 útgáfum. Ekkert annað lag hefur verið hljóðritað svo oft. bau lög sem næst koma — hvað fjölda hljóðritana áhrærir — eru „Tie A Yellow Ribbon Round The Old Oak Tree”, ,,St. Louis Blues” og „Stardust” en öll hafa þau verið hljóðrituð oftar en þúsund sinnum. FYRSTA BITLALAG Fyrsta BíTLALAGIÐerfundið! Eða svo segja alténd fréttir frá Bretlandi og bæta við að Paul MaCartney hafi boðið fimm þúsundpund (750.000 nýkronur) til þess að þagga lagið niður! Lagið er hljóðritað árið 1958 og þá af hljómsveitinni Quarry- men.sem Lennon hafði á sinum snærum. Á A-hlið smáskffunnar er útsetning á laginu „That’ll Be The Day” en á B-hlið er ballaða kölluð ,,In Spite Of A11 The Danger” bað lag er samið af Paul og George (já George!) og aðeins ein skifa pressuð, en segulbandsupptökunni fleygt! Eigandi plötunnar er gamli hljómborðsleikari Quarrymen, Duff Love, sem nú fæst við fé- sýslu hverskonar. begar Paul heyrði af plötunni bauð hann Lowe i heimsókn til sin og reyndi aö falast eftirplötunni, — en án árangurs. Fróðir aðilar einsog Sothesby’s telja að plat- an geti selst á fimm-falt hærra verði en Paul bauðst til að greiða fyrirhana. Og Love selur örugglega hæstbjóðanda. GRÆN HURÐ Nýjasta lag Stebba hristings, SHAKEN STEVENS heitir „Green Door” og fær feikna- góðar viðtökur einsog við mátti búast þegar hann er annars vegar. Lagið er gamall slagari, bæði Frankie Vaughan og Jim Love sungu um hurðina grænu fyrir nokkrum tugum ára við góðar undirtektir. Hugmyndin af hljóðritun þessa lags kom frá Nick Lowe en var eingöngu slegið fram i grini! Upptöku- meistari Stebba, Stuart Col- man, fannst hugmyndin hins vegar bráðsmellin og hélt með Stefán í næsta stúdió og smellti brandaranum á svart plast. SAMIÐ A BRÉFPOKA Af þvi að talað var um SHAKIN STEVENS i siðustu klausu er tilhlýðilegt að segja frá þvi' að lagið hans (og Hauks Morthens) „This Old House” var samið og fyrst hljóðritað af Stuart Hamblen sem reitlagið á bréfpoka eftir að hafa fundið látinn mann i eyðilegum kofa um þaðbil þrjátiu kilómetra frá næsta vegi. Og þetta er ekki skrök! ÞRJÁR GYÐJUH Tvær af skærustu rokkstjörn- um okkar tima, DAVID BOWIE ogSTINGúr Police hafadýrkað leiklistargyðjuna af kappi undanfarna mánuði og þvi litt hirt um systur hennar, tón- listargyðjuna. Báðir munu þeir koma fram i sjónvarpskvik- myndum næsta vetur, Bowie hefur fengiö hlutverk i leikritinu „Basil” eftir Bertolt Brecht, en þar leikur hann uppreisnar- gjarnan rithöfund sem ginnir börn og myrðir aö lokum besta vin sinn. Sting er á hinn bóginn i hrylli sem kallast „Artemis ’81” þriggja klukkustunda löngum, og leikur einhverskonar ástar- gyöju! Taxi II — Sly And Robbie/IS- LAND ILPS 9668 Ég heföi kosið að þessi plata fengist i bakarii og þá i formi brauðs, þvi þá væri hægt að kaupa hana hálfa. Sly og Robbi eru afkastamiklir reggae-menn i Bretlandi og gáfu út plötuna „Taxi I” siðastliðið vor, þar sem þeir leiddu fram i dagsljósið nokkrar athyglisverðar reggaehljómsveitir, flestar óþekktar að kalla. Þetta var stórmerkileg plata og flest laganna geðþekk i meira lagi. Framhald af „Taxi I” er nú komið út — og veldur von- brigðum. A fyrri hliðinni er að finna lög sem minna talsvert á fyrri plctuna, léttpoppuð reggaelög og sum ári bita- stæð, en á bakhliðinni eru ein- vörðungu leikin lög með hummi hér og þar. gersam- lega óbrúkandi til hlustunar. öll platan er skráð á Sly Dun- bar trymbil og bassistann Robbie Shakespeare og þeir flytja og syngja öll lögin. Þvi miður virðist platan unnin i flýti og flas er ekki til fagn- aðar. Og platan ekki heldur. Gunnar Salvarsson skrifar: m 4- ffl® *«<MM ! i n \ * W-S 5.0 8.0 Any Trouble — Wheels In Motion/- Stiff SEEZ 37 Snemma i sumar gisti Any Trouble landið okkar hafandi þá nýlokið við þessa nýju plötu, sem er að koma út i heimalandi þeirra um þessar mundir. Any Trouble varð nokkuð umtöluð i Bretlandi fyrir ári eða svo þegar fyrsta plata hennar kom út. Melody Maker hrósaöi henni i hástert, en önnur blöð létu sér fátt um finnast ög skildu ekki irafárið i Maker. Any Trouble ætti nú að geta bankað upp á hjá þessum blöðum með þessa nýju plötu, þvi hún hefur svo til allt fram yfir fyrri plötuna, — betri lög, fjölskrúðugri hljóðfæraleik og meiri breidd. Samt er það ef til vill einhæfnin sem er frægð- arþrándur i götu Any Trouble. Clive Gregson semur einn nær öll lögin (tvö eru fengin að láni, þar af perla plötunnar, „Dimming Of The Day”) og hann er einkar dóminerandi i söngnum. Alltof fáir lögöu leið sina á hljómleika Any Trouble hér i sumar, þvi hljómsveitin hefur sannað að þeir sem heima sátu fóru á mis við gott popp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.