Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 19
LISTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 19 Í ÖLLU framboðinu og framleiðsl- unni á tónlist í heiminum er oft hætt við að gullkornin týnist eða þau kom- ist ekki að, krakkarnir eru kannski ekki að humma þá músík af því hún gellur ekki hátt á popptíví og hún er ekki nógu hraðsoðin fyrir uppspíttað- an nútímann. Kammertónlist klass- ísku og rómantísku meistaranna er uppfull af þessum gullkornum þar sem óræð fegurð, margbreytileiki og djúpstæð upplifun geta komið hlust- andanum í trans. Þessi músík er gjarna persónuleg og viðkvæm, hver hljóðfæraleikari verður svo nálægur bæði meðleikurum og áheyrendum, mjög reynir á tónræn samskipti, og blæbrigðin í hverju bogastroki heyr- ast. Hin ríka þörf til að tengjast, ná sambandi, láta rödd sína hljóma og hlusta á aðra kristallast í þessari mús- ík. Á skírdag voru haldnir kammer- músík- og söngtónleikar í Skjól- brekku í Mývatnssveit. Tónleikarnir voru hinir fyrri af tvennum sem haldnir voru í upphafi páskahátíðar- innar undir formerkjunum Músík í Mývatnssveit og var Laufey Sigurð- ardóttir fiðluleikari einn helsti for- göngumaður þeirra. Auk Laufeyjar komu fram á tónleikunum Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleikari, Þórunn Ósk Marínósdóttir á lágfiðlu, Sigurð- ur Bjarki Gunnarsson sellóleikari, Anna Áslaug Ragnarsdóttir á píanó og Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópr- ansöngkona. Tónleikarnir hófust á pí- anókvintett í Es-dúr eftir Schumann; meiriháttar flottri tónsmíð sem m.a. Klara kona tónskáldsins frumflutti á sínum tíma. Fyrir utan Silungakvin- tett Schuberts, sem er reyndar með kontrabassa og aðeins einni fiðlu, er kvintett Schumanns sennilega sá þekktasti í tónlistarsögunni. Hann hefst á djörfum hljómum og byggist mest á aðalstefinu og strax í upphafi mátti heyra vandaðan og fínan hljóð- færaleik hjá flytjendunum. Flutning- urinn var agaður og pottþéttur en ein- stöku sinnum hefðu menn mátt vera djarfari og leyfa sér að fá meiri útrás. Það hljóðfæri sem var með aðalmel- ódíuna hefði líka stundum mátt kom koma sterkar fram, eins og t.d. þegar sellóið tekur undurfallegt aukastefið. Stundum hefði líka mátt spara pí- anópedalinn meira til þess að píanóið kæmi skarpar út gegn strengjunum. 2. þáttur var mjög vel leikinn með sín- um miklu andstæðum og stuttaralegu dimmu marsstefinu sem virkar svolít- ið eins og viðlag. 3. þáttur, scherzo, er rismikil skalahlaup með tríólotum þar sem sú seinni er svolítið fríkuð og sí- gaunaleg. Þátturinn var glæsilega spilaður en skalahlaupin hefðu stund- um mátt enda í enn kröftugri há- punktum. Í 4. þætti eru sérkennileg tóntegundaskipti og þátturinn endar á nettri fúgu þar sem aðalstefið úr 1. þætti heyrist. Kaflinn eins og verkið allt var sérstaklega vel leikinn og bar metnaði og vandvirkni flytjenda órækt vitni. Eftir hlé kom Arndís Halla og söng við undirleik Önnu Áslaugar, fyrst þekkt íslensk lög og að lokum tvær óperuaríur. Lögin voru Í dag skein sól og Kossavísur eftir Pál Ísólfsson, Karl sat undir kletti og Vort líf, vort líf eftir Jórunni Viðar og Síðasti dans- inn eftir Karl O. Runólfsson. Arndís hefur mikla rödd og var flutningur hennar sérlega glæsilegur og túlkun- in skemmtilega lifandi. Anna Áslaug skilaði sínu líka með glæsibrag en virkaði pínulítið heft með fjörmikilli Arndísi. Stundum var reyndar dálítið eins og salurinn væri of lítill fyrir kraftmikla rödd söngkonunnar og veikir tónar hefðu mátt vera enn veik- ari til þess að andstæður í tónlistinni kæmu enn betur fram. Í óperuaríun- um, „Martern aller Arten“-aríu Kon- stönsu úr Brottnáminu eftir Mozart og „Quel guardo il Cavalliere“ úr Don Pasquale Donizettis, fór Arndís hreinlega á kostum, hún var blæ- brigðarík, kraftmikil, rytmísk og örugg og kórónaði með flutningi sín- um frábæra tónleika. Jón forseti kl. 20 Sjötta skálda- spírukvöldið verður haldið. Á meðal upplesara eru Gunnar Dal, Geirlaug- ur Magnússon, Benedikt S. Lafleur og Pétur Þorsteinsson prestur hjá Óháða söfnuðinum. Einnig verður leikin gítartónlist. Í DAG TÓNLIST Skjólbrekka Flytjendur: Laufey Sigurðardóttir fiðlu- leikari, Sigurlaug Eðvaldsdóttir fiðluleik- ari, Þórunn Ósk Marínósdóttir á lágfiðlu, Sigurður Bjarki Gunnarsson sellóleikari, Anna Áslaug Ragnarsdóttir á píanó og Arndís Halla Ásgeirsdóttir sópr- ansöngkona. Skjólbrekka. Fimmtudag- inn 8. apríl, skírdag. KAMMERTÓNLIST Ívar Aðalsteinsson Morgunblaðið/Golli Arndís Halla Ásgeirsdóttir: Blæbrigðarík, kraftmikil, rytmísk og örugg. Frábær músík í Mývatnssveit Laugavegi 32 sími 561 0075 Heimsferðir bjóða beint flug til Barcelona alla fimmtudaga í sumar á hreint frábærum kjörum. Þú getur valið um flugsæti eingöngu, flug og bíl á frábærum kjörum eða eitt af okkar vinsælu hótelum í hjarta Barcelona. Bókaðu fyrir 1. maí og tryggðu þér bestu kjörin. Skógarhlíð 18, sími 595 1000. www.heimsferdir.is Verð kr. 23.995 Flugsæti m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, m.v. 20. maí. Netverð. Sjá bækling Heimsferða. Verð kr. 59.990 Vikuferð, flug og gisting með morgunmat og sköttum, m.v. 2 í herbergi, Atlantis, 3. júní. Netverð. Munið Mastercard ferðaávísunina · Flug · Flug og bíll · Flug og hótel Vikulegt flug – alla fimmtudaga í sumar Barcelona í sumar frá kr. 23.995 www.thjodmenning.is FRÁ því á áramótum hafa tvö verk íslenskra höfunda verið frumsýnd á Nýja sviði Borgar- leikhússins og það þriðja verð- ur frumsýnt í maí. Þetta eru verk sem valin voru úr hug- myndasamkeppni sem leikhús- ið efndi til vorið 2002. Á mið- vikudagskvöld gefst áhorf- endum kostur á að sjá tvö þessara verka sama kvöldið, það eru Sekt er kennd eftir Þorvald Þorsteinsson og strax á eftir Draugalest eftir Jón Atla Jónasson. Þetta er aukasýning og jafnframt síðasta sýning á verkinu. Einn aðgöngumiði gildir að báðum verkum. Í maí frumsýnir leikhúsið Belgísku Kongó eftir Braga Ólafsson. Tvö verk sama kvöldið SÖNGFÉLAGIÐ Sálubót í Þingeyjarsveit er að ljúka vetr- arstarfi sínu og mun halda vor- tónleika í Þorgeirskirkju í kvöld kl. 20.30, Glerárkirkju á Akur- eyri 14. apríl kl. 20.30, Húsavík- urkirkju 18. apríl kl. 16.00, Skúlagarði í Kelduhverfi 18. apríl kl. 20.30, Ólafsfjarðar- kirkju 25. apríl kl. 14.00, Dalvík- urkirkju 25. apríl kl. 17.00, Laugaborg í Eyjafjarðarsveit 29. apríl kl. 20.30, Þorgeirs- kirkju 2. maí kl 0.30 og Skjól- brekku 4. maí kl. 20.30. Þá er að koma á markað hljómdiskurinn „Mig dreymir“ sem tekinn var upp í Ýdölum í janúar, en á honum eru 24 ís- lensk og erlend lög og þar af fimm eftir söngstjórann Jaan Alavere. Einsöngvarar með Sálubót eru Dagný Pétursdótt- ir, Karl Ingólfsson, Hildur Tryggvadóttir og Óskar Péturs- son. Hljóðfæraleikarar eru Jaan Alavere píanó, Marika Alavere fiðla, Tarvo Nömm bassi og Trausti Ingólfsson trommur. Vortónleikar Sálubótar Laxamýri. Morgunblaðið. ODDNÝ Eir Ævarsdóttir og Eiríkur Guðmundsson kynna nýju bækurnar sínar á bókmenntakvöldi Bjarts á Súfistanum, Laugavegi 18, á mið- vikudaginn kl. 20.30. Þá leika hljóð- færaleikarar tangóa fyrir gesti. Nýlega eru komin út hjá Bjarti tvö frumsamin verk í ritröðinni Svörtu línunni. Oddný Eir Ævarsdóttir er höf- undur að Opnun kryppunnar, sjálfs- ævisögulegu verki með heimspeki- legu ívafi, sem lýsir meðal annars sambandi sögumanns við íslenska bændur og erlenda sálgreinendur, brúðuleikhúsmenn, rithöfunda, spekinga og geðsjúklinga. Þá hefur Eiríkur Guðmundsson sent frá sér bókina 39 þrep á leið til glötunar sem hefur að geyma hug- leiðingar um íslenskan veruleika á þessum síðustu og verstu tímum, hugleiðingar sem skýra meðal ann- ars hvers vegna sögumaður hefur gefist upp á landi og þjóð og flutt til Mexíkó. Þau Oddný og Eiríkur lesa sýn- ishorn úr verkum sínum á Súfistan- um en auk þess leikur kántrísveitin Homebreakers (Hjónadjöflar) finnska tangótónlist milli dagskrár- liða. Svarta línan á Súfistanum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.