Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 15
Íeldhúsinu á veit-ingastaðnum Maruræður ríkjum Sigurður Ólafsson, sem einnig er yf- irmatreiðslumaður á Apó- tekinu. Daglegt líf fór þess á leit að fá uppskrift að góm- sætum rétti, sem ábendingar höfðu borist um, hrísgrjóna- núðlum með kjúklingi, sítró- nugrasi og ferskum kókos. Nafn staðarins, Maru, er japanskt og vísar til hring- formsins, sem er algengt í jap- anskri matargerð. „Þó við sérhæfum okkur í japönskum mat, t.d. sushi og salöt- um ýmiss konar, stendur valið um marga fleiri rétti, sem kallast geta austurlenskir,“ segir Sigurður. Maru er, að sögn Sigurðar, eini sushi-veitingastaðurinn, sem nú er starfræktur á Íslandi, en uppistaðan í sushi eru hrísgrjón, fiskmeti og þangblöð. Algengt verð á réttum er eitt til tvö þúsund krónur. Einnig er boðið upp á „take-away“ og þá er verðlag á réttum um 20% lægra en ef borðað er á staðnum. Hrísgrjónanúðluréttur (fyrir fjóra) 400 g hrísgrjónanúðlur, fást í Sæl- kerabúðinni 480 g kjúklingabringur 100 ml soyasósa 1 dós kókosmjólk 20 g engifer 20 g sítrónugras 2 gulrætur ¼ haus hvítkál 1 stk. kókoshneta olía til steikingar salt og pipar Skrælið engiferið og skerið það gróft, sem og sítrónugrasið. Setjið kókosmjólkina í pott ásamt engiferi og sítrónugrasi, látið suðuna koma upp og geymið Látið standa í 1 klst. og sigtið svo. Setjið vatn í stóran pott og látið suðu koma upp. Setjið núðlurnar út í vatnið, sjóðið þær í 5 mínútur og setjið þær svo í kalt vatn. Brjótið skelina utan af kókoshnet- unni og skerið hana niður í þunnar sneiðar. Bætið safan- um úr kókoshnetunni út í kók- osmjólkursoðið. Skrælið gul- ræturnar og skerið þær í strimla. Skerið hvítkálið einnig í strimla. Skerið niður kjúklingabringurnar í litla bita og steikið þá á pönnu upp úr olíu. Bætið svo gulrótarstrimlunum, hvítkálsstrimlunum og kókoshnetu- sneiðunum út á pönnuna og steikið áfram. Þar næst er soyasósunni bætt út í ásamt kókosmjólkursoðinu. Svo er það soðið niður um helming. Í lokin er hrísgrjónanúðlum bætt á pönnuna og kryddað með salti og pipar. Athugið að á öðrum endanum á kókoshnetunni eru þrjú göt, líkt og á keilukúlu. Nauðsynlegt er að stinga prjóni í gegnum tvö göt og hella saf- anum úr hnetunni áður en hún er brotin. Morgunblaðið/Jim Smart Sigurður Ólafsson: Yfirmatreiðslumeistari á Maru. Áhrifin sótt til Austurlanda join@mbl.is  MARU| Uppáhaldsrétturinn hrísgrjónanúðlur með kjúklingi Veitingastaðurinn Maru Aðalstræti 12 Reykjavík DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 15 RAUTT EÐAL GINSENG Skerpir athygli og eykur þol. T ilb o ð in g ild a ti l 2 0. 4. 2 00 4 HAWAIIAN TROPIC G O T T F Ó LK M cC A N N · S ÍA · 2 5 7 7 1 B-STRESS Mig vantar eitthvað hressandi fyrir prófin. 30% Lecitín fylgir með Nærandi brúnkufroða fyrir ljósa húð og brúnkukrem fyrir dekkri húð með sólarvörn. Fyrirbyggðu prófstreituna. B-stress fyrir taugarnar og Lesitín Extra fyrir minnið. 998 Áður:1.343 kr. 782 Áður: 1.043 kr. Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Norðurslóðaráðstefna 21.–28. apríl Dagana 21. – 28. apríl verður ráðstefnan Arctic Science Summit Week, ASSW - 2004, haldin á Hótel Nordica. ASSW ráðstefnan er haldin ár hvert og var hún haldin í Tromsö, Noregi, árið 1999, í Cambridge, Englandi, árið 2000, Iqaluit, Kanada, árið 2001, Groningen, Hollandi, árið 2002 og Kiruna, Svíþjóð, árið 2003. Form ráðstefnunar var ákveðið sameiginlega 1998 af fjórum alþjóðlegum samtökum er láta sig varða rannsóknir á norðurslóðum. Ráðstefnan hefur tekist einstaklega vel þau fimm ár sem hún hefur verið haldin. Að ráðstefnunni standa helstu samtök sem stunda norðurslóðarannsóknir. Eftirfarandi samtök/verkefni eru aðilar að ráðstefnunni í ár: IASC – International Arctic Science Committee. AOSB – Arctic Ocean Science Board. EPB – European Polar Board (nefnd undir European Science Foundation - ESF). FARO – Forum of Arctic Research Officers. NPG – Nordic Polar Group. NySMAC – Ny-Ålesund Science Managers Committee. NRF – Northern Research Forum. IPA – International Permafrost Association. ACIA – Arctic Climate Impact Assessment. ICA RP II – International Conference for Arctic ResearchPlanning 2005. IPY – International Polar Year 2007. Auk reglulegra funda ofantalinna samtaka er haldinn á ráðstefnunni vísindadagur þar sem kynnt eru alþjóðleg vísindaverkefni. Vísindadagurinn er 24. apríl og er meginþema hans að þessu sinni ,,Adaptation to Climate Change”. Einnig er skipulagður verkefnadagur 25. apríl, sem er kynning á völdum vísindaverkefnum þeirra samtaka, er þátt taka í ráðstefnunni og öðrum verkefnum eins og ráðstefnum, fundum o.fl. Að þessu sinni er verkefnadagurinn helgaður þremur stórum verkefnum: 1. „Arctic Climate Impact Assessment – ACIA”; 2. „International Conference for Arctic Research Planning – ICARP II”, sem halda á haustið 2005 í Kaupmannahöfn og 3. „International Polar Year – IPY”, sem verður árið 2007. Rannís, Rannsóknamiðstöð Íslands, skipuleggur ráðstefnuna í ár í samvinnu við formennsku Íslands í Norðurskautsráðinu. Að undirbúningi ráðstefnunar koma einnig Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, menntamálaráðuneytið og umhverfisráðuneytið. Nánari upplýsingar og skráning á ASSW 2004 fer fram á heimasíðu ráðstefnunar: www.congress.is/assw

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.