Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 28
MINNINGAR 28 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ ✝ Gunnlaugur Guð-mundsson fædd- ist á Ólafsfirði hinn 20. mars 1920. Hann lést á Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja föstudaginn 2. apríl síðastliðinn, nýorð- inn 84ra ára. For- eldrar hans voru Guðmundur Marinó Ólafsson landpóstur, f. 15. júlí 1878, d. 11. apríl 1964, og eigin- kona hans Ásta Jón- ína Daníelsdóttir, f. 14. maí 1900, d. 25. apríl 1934. Systkini Gunnlaugs eru: Guðrún Guðmundsdóttir Miller snyrtifræðingur, f. 1. des- ember 1922, d. 26. júlí 1986, Sig- urður Guðmundsson, fyrrverandi flugafgreiðslumaður, f. 7. apríl 1926, og Edda Ásta Sigurðardótt- ir húsmóðir, f. 9. febrúar 1932, en hún var ættleidd af Sigurði Gísla- syni. Hálfsystkini Gunnlaugs samfeðra eru Skarphéðinn Guð- mundsson, f. 1909, d. 1992, og Líney Guðmundsdóttir, f. 1911, d. 1988. Eiginkona Gunnlaugs var Guð- rún Aðalbjörg Stefánsdóttir Richter, f. 21. maí 1921, d. 8. des- ember 1981. Börn þeirra eru: 1) Stefán Richter Gunnlaugsson, f. 6. mars 1941. Synir hans og Önnu Knauf eru Halldór og Boði. Uppeldis- dóttir hans er Freyja Kjartans- dóttir og dætur hans og Petru Stefáns- dóttur eru Petra og Rakel. Sonur hans og Maríu Jocylin Bolon er Stefán John. 2) Þórir Gunn- laugsson, f. 2. ágúst 1944. Börn hans og Sigurveigar Einars- dóttur eru Stefán Örn, Ingibjörg Ásta og Sigþór. 3) Gunn- ar Aðalbjörn Gunnlaugsson, f. 17. desember 1946, kvæntur Eygló Óskarsdóttur. Börn þeirra eru Guðrún Ósk, Birgitta og Gunn- laugur. 4) Ásta Jónína Gunn- laugsdóttir, f. 15. janúar 1949, gift Sigurði Hallgrímssyni. Þeirra börn eru Guðrún Aðal- björg, Gunnlaugur og Sigríður Guðný. 5) Ingibjörg Gunnlaugs- dóttir, f. 3. febrúar 1951, gift Birni Birgissyni. Þeirra börn eru Arna Þórunn, Gunnar Björn og Árni Stefán. Barnabarnabörn Gunnlaugs og Guðrúnar Aðal- bjargar eru orðin 18 og vitað um eitt á leiðinni. Útför Gunnlaugs verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ungur að árum, aðeins 14 ára, missti Gunnlaugur móður sína sem varð til þess að hann fór til sjós og var í millilandasiglingum um nokk- urra ára skeið. Það hefur verið harð- ur skóli fyrir óharðnaðan ungling. Síðan, eftir nokkra dvöl á Akureyri, lá leið hans vestur á Ísafjörð og þar bjuggu þau Guðrún Aðalbjörg lengst af. Heimili þeirra að Tangagötu 6a bar smekkvísi og dugnaði þeirra hjóna fagurt vitni. Gunnlaugur vann lengi hjá Kaupfélagi Ísfirðinga og öðlaðist á þeim tíma réttindi sem kjötiðnaðarmeistari. Mikið var leitað til hans þegar halda þurfti fínar veislur, sem síðar leiddi til þess að hann stofnsetti veitingastaðinn Eyr- arver sem margir Vestfirðingar muna eftir. Síðar tók hann að sér verkstjórastörf í rækjuvinnslu, bæði fyrir vestan og í Keflavík, en til Suð- urnesja fluttu þau hjónin 1970 og Gunnlaugur lét sig ekki muna um að byggja lítið snoturt hús fyrir þau í Njarðvík árið 1976. Starfsferlinum lauk Gunnlaugur svo hjá Ríkismati sjávarafurða, en þar var hann yfir- matsmaður á Suðurnesjum. Sama var hvar hann kom að verki, alltaf vel liðinn, kurteis, samvinnuþýður, úr- ræðagóður og samviskusamur. Kynni mín af Gunnlaugi hafa var- að í um 38 ár. Hann tók stráknum auðvitað með varúð í fyrstu, enda hugsanlega framtíð annarrar heima- sætunnar í húfi. Það er öllum góðum feðrum eðlislægt að hafa rétt mátu- lega horn í síðu þeirra sem sækja að ungviðinu þeirra. Allt fór vel og öll þessi ár hefur aldrei fallið eitt styggðaryrði á milli okkar. Hann var svo einstaklega ljúfur og þægilegur maður. Átti til að tuða svolítið um bruðl og skrýtnar ákvarðanir á póli- tíska sviðinu, en svo kom gjarnan gamansaga í kjölfarið og andlitið gliðnaði í brosi og glettni. Það varð honum mikið áfall þegar Guðrún Aðalbjörg féll frá aðeins sex- tug að aldri. Hennar var sárt saknað, en hann kaus að búa áfram í Lyngmóanum, umvafinn hjálpsemi og hlýju góðra nágranna sinna þar og góðra vina, sem auk fjöskyldunn- ar, hjálpuðu við að draga úr sárasta söknuðinum. Aldrei tók hann í mál að flytja sig um set. Honum fannst stofnanir og sambýli eldri borgara ekki vera fyrir sig, vildi búa í sínu einbýlishúsi þar til yfir lyki. Með þessum fátæklegu línum vil ég kveðja Gunnlaug Guðmundsson tengdaföður minn og þakka fyrir samfylgdina. Ekki með harm í huga, en með söknuði og trega. Hann skil- ur svo margt gott eftir sig, svo marg- ar ljúfar minningar. Þær munu ylja okkur um ókomin ár. Björn Birgisson. Með þessum orðum vil ég þakka Gunnlaugi, kærum tengdaföður og vini, þau rúm 38 ár sem við höfum þekkst. Þið Gógó tókuð mér sem ykkar þriðju dóttur frá upphafi, ég fann aldrei annað en ást, hlýju og um- hyggju frá ykkur og þína góðsömu glettni sem alltaf var til staðar. Við bjuggum hjá ykkur í Tanga- götunni okkar fyrsta ár og eignuð- umst þar okkar fyrsta barn, sem var ykkur svo kærkomið. Þegar kom að okkar fyrstu íbúð varst þú óþreytandi við að smíða eld- húsinnréttingu og gera fínt með þinni vandvirkni og snyrtimennsku. Síðan fórst þú með mig í verslunar- leiðangur, ekki gekk að ég ætti ekki sleif og önnur eldhúsáhöld. Þú keyptir handa mér það sem þér fannst mig vanta á nýtt heimili, þetta er bara eitt dæmi um þína góð- mennsku í minn garð sem hefur haldist öll þessi ár. Leið okkar hjóna lá til Svíþjóðar og tvö börn bættust í hópinn, tár og stolt voru í augum þínum vorið 1972 þegar þú komst til okkar og hélst á nafna þínum undir skírn. Eftir heimflutning okkar til Hafn- arfjarðar og þið Gógó komin til Keflavíkur voru sunnudagabíltúrar til afa og ömmu vinsælir. Þar var vel tekið á móti okkur með góðgæti og glensi. Gógó þína misstir þú fyrir 22 árum og hefur saknað hennar mikið, og varla breytt nokkrum hlut á heimili ykkar síðan. Þannig hélstu minningu hennar í huga þínum og okkar allra öll þessi ár. Hjartans þakkir fyrir árin sem þú gafst mér. Eygló. Elsku afi. Nú loka ég augunum og sé myndir, þú varst vanur að spyrja sástu myndir þegar maður vaknaði og áttir þá við drauma. Það eru margar minningar sem birtast hjá mér, afi minn, sem varst svo flinkur að gera köldu veisluborð- in með röðuðu roast beef, skinku og laxasneiðum og salöt svo ekki sé minnst á fisk í hlaupi sem hreyfðist á borðinu. Það var stutt í stríðnina hjá þér og hafðir þú nú líka gaman að því þegar þú varst spurður að því til hvaða rak- ara þú færir þar sem þú varst ekkert farinn að grána og sumir héldu því fram í gríni að þú létir lita það, en sem klipparinn þinn um tíma veit ég að svo var nú ekki. Ég man hvað mér þótti merkilegt að fá að kíkja upp undir skyrtuerm- arnar þínar og sjá tattoo-in þín sem þú varst nú ekkert voða stoltur af á efri árum. Þú fylgdist vel með öllum krökk- unum þínum og varst mjög stoltur af okkur öllum sem sýnir sig kannski best á veggnum inni í herbergi, allar ljósmyndirnar, blaðaúrklippurnar GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON Minningarkort Hjartaverndar 535 1825 Gíró- og greiðslukortaþjónusta Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartasjúklinga Sími 552 5744 Gíró- og kreditkortaþjónusta LANDSSAMTÖK HJARTASJÚKLINGA A u g l. Þ ó rh . 1 2 7 0 .9 7 Hjartkær móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, MARGRÉT A. KRISTÓFERSDÓTTIR frá Kúludalsá Höfðagrund 8, Akranesi, sem lést á Sjúkrahúsi Akraness 2. apríl verður jarðsungin frá Akraneskirkju miðvikudaginn 14. apríl kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjúkrahús Akraness og dvalar- heimilið Höfða. Kristófer Þorgrímsson, Ágústa Þorleifsdóttir, Ragnheiður Þorgrímsdóttir, Auðunn Þorgrímsson, Magnús Þorgrímsson, Rúnar Lund, Kristófer Pétursson, Ólafía Björnsdóttir, Karen, Margrét, Ragnhildur, Helga og Gísli Jónsbörn, Þorgrímur, Magnús, Kristófer og Ómar Kristóferssynir, Edda Andrésdóttir, Jón Óskar Auðunsson, Hilmir Bjarki Auðunsson, Auður Ósk Auðunsdóttir, Guðbjörg S. Jónsdóttir, Guðrún, Pétur og Margrét Aðalheiður Kristófersbörn, langömmubörn og aðrir aðstandendur. Móðir okkar HREFNA GUNNARSDÓTTIR Eskihlíð 18a, Reykjavík, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir fimmtu- daginn 8. apríl. Gunnar Smári Þorsteinsson, Ingibjörg Larsen, Þorsteinn S. Þorsteinsson, Gísli Þorsteinsson, Erla Þorsteinsdóttir, Ingólfur Þorsteinsson, Katrín Þorsteinsdóttir, Róbert Þorsteinsson. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi og langafi INGÓLFUR GUÐMUNDSSON flugvélstjóri, Mánatúni 4, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 10. apríl. Ásta Ingibjörg Þorsteinsdóttir, Guðmundur, Þorsteinn, Haraldur Már og Ástríður Helga Ingólfsbörn og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, GRÓA AXELSDÓTTIR, Hlévangi, Keflavík, lést föstudaginn 9. apríl. Útför hennar fer fram frá Keflavíkurkirkju mánu- daginn 19. apríl kl. 14.00. Þorbjörg Ágústa Birgisdóttir, Sigríður Vilhjálmsdóttir, Már Sigurðsson, Ásmundur G. Vilhjálmsson, Ragnheiður Björnsdóttir, Axel Arndal Vilhjálmsson, Kristbjörg G. Ólafsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, ANTON EINARSSON, Hraunbæ 85, Reykjavík, lést á heimili sínu laugardaginn 10. apríl. Marta Hermannsdóttir, Hörður Antonsson, Ingibjörg Helga Sigurðardóttir, Sólveig Antonsdóttir, Hanna Sólrún Antonsdóttir, Jón Halldór Guðmundsson, Daníel Freyr Kjartansson, Eyrún Huld Harðardóttir, Sigurður Helgi Harðarson, Eva Hlín Harðardóttir. Kársnesbraut 98 • Kópavogi 564 4566 • www.solsteinar.is Símar 581 3300 - 896 8242 Allan sólarhringinn - Áratuga reynsla Suðurhlíð 35 — Fossvogi — www.utforin.is Sverrir Olsen, útfararstjóri. Sverrir Einarsson, útfararstjóri. Bryndís Valbjarnardóttir, útfararstjóri. Baldur Frederiksen, útfararstjóri. Guðmundur Þór Gíslason, útfararstjóri. ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.