Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 27
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 27
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og afi,
ÓLAFUR JÓN ÞÓRÐARSON,
Lerkigrund 6,
Akranesi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu-
daginn 8. apríl.
Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju föstu-
daginn 16. apríl kl. 14.00.
Valgerður Jóhannsdóttir,
Guðný J. Ólafsdóttir, Guðjón Guðmundsson,
Daðey Þóra Ólafsdóttir,
Erla Ólafsdóttir, Fjölnir Þorsteinsson,
Þórdís Óladóttir, Skafti Baldursson
og barnabörn.
Elskulegur sonur okkar, bróðir, mágur og
frændi.
BJARNI ÁSGEIRSSON
Skálaheiði 9,
Kópavogi,
lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu-
daginn 8. apríl.
Ásgeir Rafn Bjarnason, Anna Steinsdóttir,
Haraldur Jón Ásgeirsson, Þóra Ösp Magnúsdóttir,
Ásgeir Ásgeirsson, Margrét Árnadóttir,
Ingþór Ásgeirsson, Ingibjörg Hauksdóttir,
Steinn Árni Ásgeirsson, Kristín Svansdóttir,
Anna Sigríður Ásgeirsdóttir, Bjarni Björnsson,
og systkinabörn.
Elskulegur faðir minn, fósturfaðir, tengdafaðir,
afi og langafi,
ÁSBJÖRN PÁLSSON,
húsasmíðameistari,
áður til heimilis á Kambsvegi 24,
lést á Hrafnistu í Reykjavík, sunnudaginn
11. apríl.
Sigfríður Ásbjörnsdóttir,
Ottó Sveinn Hreinsson, Jóhanna Ploder,
Sigurlína Antonsdóttir, Arnar Daðason,
barnabörn og barnabarnabörn.
KRISTÍN ERLENDSDÓTTIR
Egilsbraut 9,
Þorlákshöfn,
frá Eystri - Hellum,
Gaulverjabæjarhreppi,
lést sunnudaginn 11. apríl.
börn, tengdabörn,
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
GEIR GISSURARSON
frá Byggðarhorni,
Grænumörk 5,
Selfossi,
andaðist á Sjúkrahúsi Suðurlands sunnu-
daginn 11.apríl.
Jarðarförin auglýst síðar.
Úlfhildur Geirsdóttir, Sigvaldi Haraldsson,
Hjördís Jóna Geirsdóttir, Þórhallur Geirsson,
Gísli Geirsson, Ingibjörg K. Ingadóttir,
Brynhildur Geirsdóttir, Kristján Einarsson,
Ásdís Lilja Sveinbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝ Guðný Þorvalds-dóttir fæddist á
Siglufirði 14. septem-
ber 1934. Hún lést á
heimili sínu 29. mars
síðastliðinn. Guðný
var dóttir hjónanna
Þorvalds Þorleifsson-
ar, skipstjóra á Siglu-
firði, og Líneyjar Elí-
asdóttur húsfreyju.
Systkini hennar eru
Hans Jón Þorvalds-
son, fyrrverandi sjó-
maður, búsettur á
Siglufirði, og Elías
Ævar Þorvaldsson,
skólastjóri, búsettur á Siglufirði.
Guðný giftist Kolbeini Frið-
bjarnarsyni, fyrrverandi bæjar-
fulltrúa, formanni verkalýðs-
félagsins Vöku og
framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs
verkalýðsfélaga á Norðurlandi.
Kolbeinn lést 11. júní árið 2000.
Guðný og Kolbeinn eignuðust
fjögur börn en þau eru: 1) Hafdís
Ósk Kolbeinsdóttir, f. 5. mars 1957,
gift Halldóri Inga Andréssyni, þau
eru búsett á Seltjarnarnesi, dætur
þeirra eru tvær: a) Guðný, f. 25.
febrúar 1973, hún er í sambúð með
Friðriki Magnússyni og eiga þau
tvo syni, Friðbert, f. 2. apríl 1994,
og Kolbein Inga, f. 14. mars 2002,
þau eru búsett í Reykjavík. b) Anna
María, f. 31.mars
1985. 2) Líney Kol-
beinsdóttir, búsett á
Siglufirði, var gift
Aðalsteini Oddssyni,
þau skildu, synir
þeirra eru þrír: a)
Davíð, f. 18. mars
1976, kvæntur Láru
Pálsdóttur og eiga
þau tvö börn, Telmu
Hrund, f. 22. nóvem-
ber 1994, og Mikael
Pál, f. 16. desember
2003, þau eru búsett
á Akureyri. b) Stef-
án, f. 5. janúar 1978,
og c) Kolbeinn, f. 11. október 1984.
3) Hafþór Ari Kolbeinsson, f. 18.
júní 1964, kvæntur Ríkeyju Sigur-
björnsdóttur. Þau eru búsett á
Siglufirði. Börn þeirra eru: a)
Bryndís, f. 15. september 1985, b)
Sigurbjörn, f. 17. ágúst 1988, c)
Kolbeinn Ari, f. 12. nóvember
1991, d. 12. nóvember 1991 d)
Fannar Örn, f. 30. september 1992,
e) Pálmar, f. 8. júní 1994. 4) Kol-
beinn Kolbeinsson, f. 9. desember
1965, hann lést af slysförum 14.
mars 1979. Barnabörn Guðnýjar
eru níu og barnabarnabörnin fjög-
ur.
Guðný verður jarðsungin frá
Siglufjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Ég kveð mína kæru móður og
bestu vinkonu með orðum sem sótt
hafa á huga minn frá því mér barst
fréttin um andlát hennar:
„Þegar ég var lítill stúlka átti ég
mér þann draum að í lófa mínum yxi
perla svo dýr í orðsins fyllstu merk-
ingu að með henni gæti ég breytt því
sem sumir menn kalla staðreyndir
lífsins.
Draumur minn rættist aldrei. En
þegar ég varð fullvaxta eignaðist ég
vinkonu sem átti svona perlu, enginn
sá hana glóa, enginn gat snert hana,
enginn vissi af henni en margir fundu
fyrir henni og nutu góðs af án þess að
vera nokkurn tíma krafðir um endur-
gjald.“
Ég var ein þeirrra og því tileinka
ég og kveð Guðnýju Þorvaldsdóttur
móður mína og vinkonu með þessum
orðum Vigdísar Grímsdóttur.
Hafdís.
Nú er tengdamóðir mín, Lillý, horf-
in á braut og gleðst án efa yfir endur-
fundum við Kolla tengdapabba og
Kollana tvo, son sinn og sonarson,
sem farnir voru á undan henni.
Þótt sárt sé að horfa á eftir jafn-
yndislegri mömmu, tengdamömmu
og ömmu, og jafnskyndilega og raun
varð á, samgleðjumst við henni. Hún
var búin að sakna þeirra mikið. Það
varð henni mikið áfall þegar sonur
hennar Kolli lést aðeins 13 ára gamall
af slysförum og að horfa á eftir eig-
inmanni sínum fara eftir erfið veik-
indi fékk mikið á hana. En hún var
sterk kona og hélt ótrauð áfram. Lífs-
viljinn var mikill og hún var hrókur
alls fagnaðar hvar sem hún kom.
Enda var vinahópurinn stór og á öll-
um aldri.
Ég kynntist Lillý fyrst þegar ég
var aðeins 17 ára. Hún tók mér, verð-
andi tengdadótturinni, strax opnum
örmum og hefur verið mér yndisleg
ætíð síðan. Börnum okkar Hafþórs
hefur hún verið mikil amma. Hún var
ætíð til taks þegar þau þurftu á henni
að halda og alltaf jákvæð, þolinmóð og
hvetjandi. Það eru ófáar klukku-
stundirnar sem bræðurnir Fannar
Örn og Pálmar hafa dvalið hjá henni.
Þeir voru afskaplega ánægðir með að
eiga góða ömmu á besta stað í bænum
og fóru ætíð til hennar eftir að skóla
lauk á daginn, þar til mamma eða
pabbi voru búin að vinna. Bryndís og
Bjössi, eldri systkinin, voru einnig
daglegir gestir ömmu sinnar þegar
þau voru minni og síðar heimsóttu
þau hana við hvert tækifæri sem
gafst. Missir þeirra allra og söknuður
er mikill.
Lillý var ein sú gjafmildasta og ör-
látasta kona sem ég hef kynnst. Hún
var alltaf að gefa. Gjafirnar voru jafnt
af veraldlegum sem andlegum toga.
Hún var trúföst skoðunum sínum sem
voru á þá lund að samfélagið væri
samábyrgt gagnvart velferð þegna
sína, við værum samábyrg gagnvart
hvert öðru. Hún lét svo sannarlega
ekki sitt eftir liggja. Ef hún vissi af
eymd eða erfiðleikum var hún boðin
og búin að hjálpa. Heimilið hennar
stóð líka alltaf opið fyrir fjölskyldu og
vinum. Eftir vinnu á daginn kom ég
oft við hjá Lillý og náði í strákana
mína, fékk mér kaffisopa og spjallaði
stutta stund við hana og Hansa bróð-
ur hennar sem oft var hjá henni.
Það verða mikil viðbrigði að geta
ekki komið við í Hvanneyrarbraut 2.
En lífið heldur áfram hjá okkur hin-
um. Stórt skarð er höggvið í fjölskyld-
una sem ekki verður fyllt. Eftir situr
ljúf minningin um frábæra mann-
eskju, mömmu, tengdamömmu og
ömmu sem gaf okkur allt sem hún
gat, ástúð, tíma og umhyggju.
Ég þakka elsku Lillý þessi frábæru
rúmu 20 ár sem ég hef átt með henni
og það sem hún hefur verið okkur
Hafþóri og börnunum okkar fjórum.
Við munum sakna hennar.
Ég votta systrunum Hafdísi og
Líneyju og fjölskyldum þeirra mína
innilegustu samúð. Einnig bræðrum
Lillýjar, Hansa og Elíasi og fjölskyld-
um þeirra.
Sestu hérna hjá mér,
systir mín góð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát og hljóð.
Í kvöld skulum við vera
kyrrlát af því,
að mamma ætlar að reyna að sofna
rökkrinu í.
Mamma ætlar að sofna.
Mamma er svo þreytt
Og sumir eiga sorgir,
sem svefninn getur eytt.
(Davíð Stef.)
Ríkey Sigurbjörnsdóttir.
GUÐNÝ
ÞORVALDSDÓTTIR
Það er söknuður í
huga er við kveðjum
Erlend skipstjóra. Er-
lendur var einn af þeim
mönnum sem gott var
að leita til því hann var
mjög bóngóður maður. Ég man sér-
staklega eftir því þegar ég var 17 ára
og átti jeppa sem þurfti að sprauta, að
Erlendur lánaði mér bílskúrinn sinn
og verkfærin sín til þess, en hann átti
gott og vandað safn verkfæra.
Erlendur var mjög handlaginn og
gerði flesta hluti sjálfur af miklum
hagleik. Þegar við hjónin fluttum fyr-
ir nokkrum árum þurfti að útbúa
auka barnaherbergi og var Erlendur
fljótur til að hjálpa okkur með það.
Hann smíðaði einnig myndarlegan
sumarbústað í Grímsnesi.
Erlendur skipstjóri átti farsælan
starfsferil um ævina. Hann var mjög
áreiðanlegur skipstjóri og man ég eft-
ir honum standandi í brúnni svo dög-
ERLENDUR Ó.
JÓNSSON
✝ Erlendur ÓlafurJónsson fæddist í
Reykjavík 18. nóv-
ember 1923. Hann
lést á líknardeild
Landakotsspítala 27.
mars síðastliðinn og
var útför hans gerð
frá Dómkirkjunni 6.
apríl.
um skipti í blindaþoku
yfir radarskífunni fyrir
utan Nýfundnaland á
leiðinni milli Íslands og
Bandaríkjanna, en á
þessu svæði var oft mik-
ið um borgarísjaka á
siglingaleiðinni. Hann
naut mikillar virðingar
sem skipstjóri og var
ekki að mismuna mann-
skap um borð þótt hann
þekkti suma betur en
aðra af áhöfninni.
Hann lenti í ýmsum
hremmingum á yngri
árum, meðal annars að
vera skotinn niður af þýskum kafbát í
seinni heimsstyrjöldinni en hann var
þá á m/s Dettifossi.
Þau hjónin Erlendur og Ásta Jens-
dóttir voru mjög samrýnd og sam-
stiga í því sem þau tóku sér fyrir
hendur.
Við vottum Ástu og dætrum ásamt
fjölskyldum og systur hans Huldu
innilega samúð.
Bogi og Laufey.
Í dag er kvaddur einn af okkar
reyndustu skipstjórum Hf. Eimskipa-
félags Íslands.
Okkar leiðir lágu saman þegar ég
kom af m/s Bakkafossi yfir á nýja m/s
Dettifoss árið 1971. Það sem mér er
minnisstæðast frá þessu tímabili er
Vestmanneyjagosið 1973. Siglandi
inn í hafnarmynnið með eldtungurnar
upp í loftið og rignandi ösku yfir okk-
ur, þá sá maður hvað skipstjórinn
okkar var öflugur foringi, karlinn í
vinnugalla húkkandi á gáma, ekki
vantaði hjálpsemina og gestrisnina.
Íbúum og björgunarmönnum í Vest-
manneyjum var boðið í mat um borð í
heila viku. Þar var skipið og áhöfnin
að flytja björgunarmenn á milli lands
og Eyja og aðstoða fólk með aleigu
sína. Viku síðar er við vorum á útleið
kom neyðarkall frá m/b Sjöstjörnunni
og í heila viku vorum við í stórsjó og
átakaveðri við leit að skipverjum.
Harkan var það mikil í karlinum að
hann lagðist ekki til hvíldar í sínu her-
bergi, heldur á bekknum í brúnni, þar
dormaði hann og vék ekki af stjórn-
palli. Ég var háseti með honum á m/v
Dettifossi til ársins 1974, er hann
fluttist á annað skip í eigu félagsins.
Síðan lágu leiðir okkar saman aftur á
m/v Álafossi 1985–1988 og hálfu ári
síðar á m/s Brúarfossi og þar til hann
lét af störfum sökum aldurs 1991.
Haldin var kveðjuathöfn fyrir hann á
vegum Eimskipafélagsins um borð
m/v Brúarfossi er hann lét af störfum.
Að athöfn lokinni þá hjálpaði ég hon-
um að bera farangur hans í land og
það var erfið stund að kveðja góðan
mann sem hafði kennt manni margt í
gegnum árin.
Elsku Ásta, megi Guð umvefja þig
og fjölskyldu þína kærleika og hlýju í
sorginni.
Jóhann Páll Símonarson.