Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 23
UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 23                   Megin viðfangsefni ráðstefnunnar er að fjalla um þróun samstarfs heimili og skóla til aukins árangurs nemenda í skólunum og á hvern hátt skólar geta styrkt foreldra í hlutverki sínu. Sjónum verður beint að samstarfinu á öllum skólastigunum þremur, leik- grunn- og framhaldsskóla. Ráðstefnan er ætluð öllum starfsmönnum skóla, foreldrum og öðrum áhugasömum. Aðalfyrirlesarar á ráðstefnunni verða Írinn dr. Concepta Conaty, höfundur að þróunarverkefninu The Home, School, Community Liaison Scheme (HSCL), og Ingibjörg Auðunsdóttir, sérfræðingur á Skólaþróunarsviði kennaradeildar HA. Auk aðalfyrirlesara verða flutt önnur erindi kennara, foreldra og nemenda. Í málstofum á ráðstefnunni verður greint frá mörgum rannsóknum og verkefnum um samstarf skóla og fjölskyldna sem unnið hefur verið að á undanförnum árum. Dagskrá ráðstefnunnar og upplýsingar má nálgast á heimasíðu Skólaþróunarsviðs http://www.unak.is/skolathrounarsvid en þar er jafnframt hægt að skrá þátttöku. Auk þess er hægt að skrá þátttöku í síma 463 0929 eða með tölvupósti á póstfangið tberg@unak.is . Ráðstefnugjald er kr. 10.000, hádegisverður, kaffiveitingar og ráðstefnugjöld eru innifalin. Árangursrík samskipti Ráðstefna um þróun samstarfs kennara og foreldra haldin á vegum Skólaþróunarsviðs kennaradeildar laugardaginn 17. apríl 2004 í Háskólanum á Sólborg FLEST sem fer upp kemur niður og flest sem fer niður kemur upp. Þetta á við svo ótalmargt allt í kringum okkur. Og auðvitað er sumt lengur en annað að koma niður og sumt lengur að koma upp, það er ekki allt eins. En við höfum lært að vera ekkert að ýta á eftir því, við vitum að það kemur bara þegar það kemur, við gefum því bara tíma. Við erum ekkert að stressa okk- ur. En við erum ekki alltaf svona þolinmóð, stundum þegar einhver veikist andlega, dettur í þunglyndi eða fer í maníu eigum við það til að vera svolítið óþolinmóð. Við viljum helst ekki að viðkomandi sé lengur en svona 2–3 daga eða viku í mesta lagi. Af hverju látum við svona, má viðkomandi ekki vera veikur í nokkra daga? Ekki látum við svona þegar ein- hver liggur í flensu í nokkra daga, hann má liggja eins lengi og hann þarf. Hvaða rétt höfum við til að segja öðrum að hætta að láta sér líða eins og honum líður? Ég held að við yrðum fljótt þreytt á því ef einhver væri alltaf að skipta sér af því hvern- ig okkur líður, og líklega myndum við bara biðja hann að hætta þessu tuði. Getur verið að við lát- um svona af því að við höfum ekki hugmynd um hvað gera skal, nú eða af því að við viljum ekki að viðkomandi sé svona veikur? Bíðum nú aðeins við! Af því að við viljum það ekki? Auðvitað má viðkom- andi vera eins veikur og hann er, hann má vera það eins lengi og hann þarf, og það er alveg sama hvað við tautum og tuðum. Vegir Guðs eru órannsakanlegir. Þegar maður er búinn að vera lengi í ljósadýrðinni sem lýsir upp maníuna leitar maður í myrkrið til að fá hvíld. Þegar maður er búinn að vera lengi í kolsvörtum heimi þunglynd- isins leitar maður uppi ljósið sem lýs- ir manni leið inn í bjartari heim. Flest sem fer upp kemur niður og flest sem fer niður kemur upp. Við verðum bara að gefa því tíma, það kemur þegar það kemur. Leyfum lífinu að líða á sínum eigin hraða. Reynum að sýna smáþolinmæði. Og njótum lífsins eins og það er. Hættum að tauta og tuða og sýnum smáþolinmæði Bergþór Grétar Böðvarsson skrifar um þolinmæði og mik- ilvægi hennar. ’Þegar maður er búinnað vera lengi í ljósa- dýrðinni sem lýsir upp maníuna leitar maður í myrkrið til að fá hvíld.‘ Bergþór G. Böðvarsson Höfundur greindist með geð- hvarfasýki fyrir fimmtán árum, fyrir einu ári byrjaði hann að vinna í 50% starfi hjá Múlalundi, vinnustofu SÍBS. Í dag er hann virkur meðlimur í notendahópi Hugarafls. Fæst í apótekum og lyfjaverslunum ER NEFIÐ STÍFLAÐ? STERIMAR Skemmir ekki slímhimnu er náttúrulegur nefúði sem losar stíflur og léttir öndun. Fyrir 0-99 ára. Fyrir flottar konur Bankastræti 11  sími 551 3930 Sendum til fyrirtækja í hádeginu • Magnafsláttur Upplýsingar í síma 552 2028 og 552 2607 www.graennkostur.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.