Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 25
ða ann-
ur saga
nda,
ali
Eystra-
berjast
gslega
staðar í
efur
kjunum
ttu sem
og
aráðs í
rðir
ð draga
rjáls fé-
saltsríkj-
unum og samræmingar á löggjöf um kaup á kynlífs-
þjónustu eftir því sem samstaða næst um. Hið
síðasttalda er þó umdeilt enda skiptar skoðanir á
Norðurlöndum um hversu árangursríkt það sé að
gera vændiskaup refsiverð, líkt og gert hefur verið í
Svíþjóð og fyrirhugað er í Finnlandi. Sænsk stjórn-
völd sýndu dirfsku og pólitískt frumkvæði með því að
ráðast gegn vændi og mansali með breyttri löggjöf
þar sem ábyrgðin er flutt af herðum þess sem stund-
ar vændi yfir á herðar þess sem kaupir sér aðgang og
afnot af líkama annarrar manneskju. Nú þegar hefur
fengist nokkur reynsla af framkvæmd laganna og ár-
angur náðst því dregið hefur úr mansali til Svíþjóðar.
Á rúmum áratug hefur Eystrasaltsríkjunum tekist
að byggja upp lýðræðissamfélög. Það hefur tekist í
samvinnu við og með stuðningi ríkja í Vestur-Evrópu,
ekki síst Norðurlanda. Eystrasaltsríkin eru nýgengin
í NATO og ganga í ESB 1. maí nk. Þar með lýkur
ferli sem hófst er ríkin urðu sjálfstæð að nýju og
losnuðu undan ógnarvaldi Sovétríkjanna. Þar með
hefst líka nýtt tímabil í samstarfi Norðurlanda og
Eystrasaltsríkja sem hefur í för með sér mikla mögu-
leika jafnt sem stórar áskoranir. Innganga Eystra-
saltsríkjanna í ESB brýnir þörfina fyrir samstarf á
sviði löggæslu og landamæraeftirlits því þar með
eignast EES-svæðið nýja næstu nágranna.
Aukin áhrif Norðurlanda
Samstarfið við ESB, Rússland og Eystrasaltsríkin
dregur ekki úr samstarfi milli Norðurlanda eða þýð-
ingu þess. Þvert á móti er líklegast að samstarfið og
mikilvægi þess aukist eftir því sem Norðurlöndin
verða virkari í öðru alþjóðlegu samstarfi. Reynslan
hefur sýnt að Norðurlöndin, sem eiga um flest líka og
sameiginlega hagsmuni, standa sterkar saman en
hvert í sínu lagi við að halda þeim og stefnumiðum
sínum á lofti í alþjóðasamfélaginu og ekki er að sjá að
það breytist í náinni framtíð.
Stækkun ESB felur í sér ný tækifæri fyrir norrænt
samstarf því flest bendir til þess að samstarf ríkja-
hópa með sameiginleg gildi og hagsmuni muni aukast
til muna innan ESB. Stækkunin eykur þörfina á að
Norðurlönd hafi samráð um hagsmunamál sín í Evr-
ópusamstarfinu og á það jafnt við um norrænu ESB-
löndin og EES-löndin Ísland og Noreg. Enn fremur
er litið til þess að Norðurlönd gætu átt samstarf við
Eystrasaltsríkin þegar þau eru komin inn í ESB um
að koma sameiginlegum hagsmunamálum fram.
Brýnt er að Norðurlönd taki virkan þátt í mótun og
útfærslu stefnu hinnar norðlægu víddar ESB og þar
með þess svæðasamstarfs innan ESB sem mestu máli
skiptir fyrir Norðurlöndin. Þemaráðstefna Norð-
urlandaráðs í Helsinki er liður í því.
rasaltsríkin
kilvægt
and
kki úr
eða
er lík-
-
sem
öðru
Höfundur er alþingismaður og formaður
Íslandsdeildar Norðurlandaráðs.
um saman á mismunandi svið-
gin vali. Fyrir þessu eru for-
antshafsbandalagið hefur verið
gt frá því að það var stofnað.
gengu í bandalagið en ákváðu
draga sig út úr sameiginlegri
NATO. Svipaður sveigjanleiki
hags- og myntbandalagi Evr-
ngen-samningnum og félags-
álanum.
r að útvíkka þessi fordæmi.
hafa öll ríkin þurft að halda
ram saman og einstök ríki að
sérstakar undanþágur. En frá
sáttmálarnir gefið kost á að-
kölluðu auknu samstarfi – sem
nokkrum ríkjum kleift að
m og auka samstarfið á sér-
stökum sviðum án þess að öll hin aðild-
arríkin taki þátt í því. Í stað þess að ein-
stök ríki þurfi að ganga í gegnum erfiðar
samningaviðræður til að geta valið að
taka ekki þátt í nýju samstarfi geta þau
ríki, sem styðja það, einfaldlega kosið að
taka þátt í því. Lönd sem vilja meiri
samruna geta samið um það sín á milli.
Þau þurfa ekki að draga Breta og aðra
sárnauðuga með sér vegna þess að hin-
um ríkjunum ber ekki skylda til að slást
í hóp með þeim. Með þessum hætti get-
um við losnað við kerfisbundnu togstreit-
una sem hefur einkennt samskipti ESB-
ríkja.
Ég er þó ekki að mæla með tveggja
hraða Evrópu. Í því felst að við séum öll
sammála um ákvörðunarstaðinn og okk-
ur greini aðeins á um hversu hratt við
eigum að ferðast. Ég vil ekki fara á þann
ákvörðunarstað sem sum af samstarfs-
ríkjum okkar kunna að sækjast eftir. En
ég vil ekki leggja stein í götu þeirra.
Sumir segja að þetta myndi þýða að
ríki, sem kjósa að taka ekki þátt í frekari
samruna, missi áhrif. En áhrif eru ekki
markmið í sjálfu sér – heldur leið að
settu marki. Bretar þurfa ekki að sitja
við borðið þegar ákvarðanir eru teknar
um evruna. Sú ákvörðun okkar að taka
ekki upp evruna hefur ekki skaðað efna-
hag okkar. Við viljum halda pundinu en
það þýðir ekki að við séum á móti evr-
unni eða vonum að myntsamstarfið mis-
heppnist.
Evrópusambandið ætti að hætta að
reyna að gera allt og einbeita sér frekar
að því að gera færra á áhrifaríkari hátt
en nú. Það ætti að gefa aðildarríkjunum
færi á að finna leið til að nálgast Evr-
ópumálin á þann hátt sem hentar hefðum
þeirra, innan ramma Evrópusambands-
ins.
Það er á þessum grundvelli sem bresk-
ir íhaldsmenn eru andvígir stjórnar-
skránni sem lögð hefur verið til. Við er-
um auðvitað á móti mörgum ákvæðum
hennar en við erum líka andvíg þeirri
hugmynd yfirhöfuð að Evrópusambandið
fái stjórnarskrá. Það er mikill munur á
sambandi þjóðríkja, tengdum með sátt-
mála, og einni heild, hvort sem hún er
kölluð ríki eða ekki, sem er með eigin
lagalegan persónuleika og fær vald sitt
frá eigin stjórnarskrá.
Verði stjórnarskráin samþykkt í ein-
hverri mynd, sem líkist tillögunni sem
liggur nú fyrir, fær Evrópusambandið
marga af eiginleikum og búningum ríkis:
eigin forseta og utanríkisráðherra, eigið
lagakerfi. Æðsta vald laga Evrópusam-
bandsins myndi ekki eiga rætur að rekja
til laga þjóðþinganna heldur yfirþjóð-
legrar stjórnarskrár. Þetta er róttæk
breyting, ekki aðeins nokkurs konar til-
tekt eins og sumir hafa látið í veðri vaka.
Ég tel að ekki sé rétt að ráðast í svo
mikla breytingu án þess að leita álits
fólksins sem veitir okkur umboð til að
stjórna. Kjörin þing eiga ekki frelsisrétt-
indi okkar. Þingin vernda þau og ættu
ekki að skerða þau án skýrs umboðs.
Bera verður allar tillögur um nýja
stjórnarskrá undir bresku þjóðina og
íbúa allra aðildarríkja Evrópusambands-
ins.
ópa
Reuters
ðarleiðtoganna Tonys Blair, Gerhards Schröder og Jacques Chirac um það
amkeppnisstöðu ríkjanna innan Evrópusambandsins.
Höfundur er leiðtogi breska Íhaldsflokksins og
fyrrverandi innanríkisráðherra Bretlands.
E
in helsta réttlætingin
jafnaðarmanna á
ríkisvaldinu fyrir
utan að tryggja ör-
yggi þegnanna er að
gæta hagsmuna þeirra sem
minna mega sín. Nokkrir hópar í
okkar ríka samfélagi verða ætíð
út undan hjá núverandi rík-
isstjórnarflokkum. Þessir hópar
eiga þó það sameiginlegt að að-
stoð við þá er ein helsta réttlæt-
ing á tilvist ríkisvaldsins. Það er
ekki hægt að réttlæta önnur rík-
isútgjöld á meðan málefni þess-
ara hópa eru í ólestri.
Geðsjúkir einstaklingar
eru út undan
Fyrsti hópurinn er geðsjúkir
einstaklingar. Það er hreint út
sagt ótrúlegt að málefni geð-
sjúkra einstaklinga í samfélagi
okkar séu í ólestri ár eftir ár og
hjá 9. ríkustu þjóð í heimi sem
við Íslendingar erum. Meira að
segja geðsjúk börn verða fyrir
barðinu á fjárskorti og áhuga-
leysi stjórnvalda á málefnum
þeirra.
Úrræði og athvarf alvarlega
veikra einstaklinga eru ann-
aðhvort ekki til staðar eða ekki
fullnægjandi. Það á að vera for-
gangsatriði hverrar ríkisstjórnar
að gera stöðu þessara ein-
staklinga eins góða og hægt er.
Gerum betur við aldraða
Annar hópurinn sem iðulega
verður út undan er aldraðir.
Eldri borgarar þessa lands hafa
byggt upp þetta ríka samfélag.
Þess vegna ber okkur að gera
vel við þá og koma á móts við
þeirra óskir, t.d. hvað varðar
sveigjanleg starfslok og mögu-
leika á hjúkrunarrýmum.
Undirritaður hefur lagt fram
þingsályktun um að skoða þung-
lyndi eldri borgara sérstaklega.
Þunglyndi meðal eldri borgara
er að einhverju leyti falið og
ógreint hér á landi en engin
stofnun innan heilbrigðisgeirans
fæst á skipulagðan hátt við
þunglyndi eldri borgara. Þung-
lyndi meðal eldri borgara getur í
sumum tilfellum verið frábrugðið
þunglyndi annarra aldurshópa
þar sem missir maka eftir langt
hjónaband, einmanaleiki og lífs-
leiði geta verið veigameiri orsök
en hjá öðrum hópum sem og
fjárhagsáhyggjur og kvíði vegna
framtíðarinnar. Þessi hópur á
svo sannarlega skilið að fá meiri
athygli og forgang hjá stjórn-
málamönnum.
Málefni fanga eru
málefni samfélagsins
Þriðji hópurinn sem er af-
skiptur er fangar. Málefni fanga
og fangelsa eru ekki hátt skrifuð
hjá ríkisvaldinu og er næsta
tryggt að þeir sem þaðan koma
út eru verri menn en þegar þeir
fóru inn. Engin meðferðarúrræði
má finna í fangelsum og þar eru
reglur sem niðurlægja fanga og
brjóta þá niður. Dæmdir kyn-
ferðisafbrotamenn fá enga skipu-
lagða meðferð við sínum sjúk-
dómi og mæta þeir því aftur í
hverfin jafnsjúkir og þeir voru
þegar þeir fóru inn.
Það er ekki borgurunum í hag
að fá skemmda og veika menn
aftur á göturnar. Það myndi
spara samfélaginu mikla fjár-
muni ef ríkisvaldið kæmi á fót
fullnægjandi meðferðarúrræðum
fyrir fanga.
Undirritaður hefur lagt fram
þingsályktun um að aðskilja beri
unga fanga frá þeim eldri m.a. til
þess að betrun og endurhæfing
takist betur. Samneyti eldri og
forhertari fanga við unga og
óreyndari fanga gerir þeim yngri
ekkert gott og getur beinlínis
stuðlað að frekari afbrotum hjá
ungum föngum þegar þeir losna
úr fangelsi.
Örorka á ekki að
þýða fátækt
Fjórði hópurinn er öryrkjar.
Hlutskipti öryrkja er ekki öf-
undsvert. Um er að ræða ein-
staklinga sem vegna sjúkdóms
eða slysa hafa ekki fulla
starfsorku. Þetta er hópur
sem samfélaginu ber að
rétta hjálparhönd en
örorka á ekki að þýða fá-
tækt. Gæta þarf sér-
staklega að ungum ör-
yrkjum sem hafa ekki haft
tækifæri á vinnumarkaði til að
byggja upp sparnað og lífeyri.
Setjum börnin í forgrunn
Fimmti hópurinn sem má
nefna er börn sem ættu að krefj-
ast fullrar athygli hvers stjórn-
málamanns. Fátækt foreldra
bitnar ekki síst á börnunum. Það
þarf að skilgreina ákveðnar tóm-
stundir og íþróttir sem hluta af
grunnskólastiginu þar sem und-
anfarin misseri hefur vaxandi
hópur barna ekki efni á eðlilegri
þátttöku í slíkum athöfnum.
Þátttaka barna í íþróttum vegna
kostnaðar er mikið áhyggjuefni á
mörgum heimilum.
Staða langveikra barna og
veikindaréttur foreldra þeirra
hefur verið talsvert lakari hér á
landi heldur en á hinum Norð-
urlöndunum. Þetta er einn af
þeim hópum sem okkur ber að
gera vel við og það er til skamm-
ar að það sé ekki gert.
Er þetta allt hægt?
En er þetta aðeins orðræða
stjórnarandstöðuþingmanns sem
vill gera allt fyrir alla? Nei, alls
ekki. Það er ljóst að ríkisvaldið
hefur svigrúm til að stórbæta
stöðu viðkomandi hópa. Til
marks um hið mikla svigrúm sem
ríkisstjórnarflokkarnir hafa búið
við lengi má nefna eina sláandi
staðreynd.
Á föstu verðlagi eru útgjöld
ríkisinsárið 2004 100 milljörðum
króna hærri en þau voru árið
1997. Þetta þýðir að ríkið hefur
haft 100 milljarða króna meira á
milli handanna á hverju ári en
það hafði árið 1997!
Í áætlun fjármálaráðuneytisins
um ríkisbúskapinn til ársins 2007
er síðan gert ráð fyrir að heild-
artekjur ríkisins verði tæpum
100 milljörðum króna hærri en
þær voru 2000. Þessar tölur
staðfesta að ríkisstjórnin hefur
nægilegt svigrúm til að gera ým-
islegt.
Eins og allir vita snúast
stjórnmál um forgangsröðun. Við
í Samfylkingunni viljum aðra for-
gangsröðun hjá ríkisvaldinu og
við viljum og munum mæta þörf-
um þessara fimm ofangreindra
hópa. Það krefst ekki mikilla
fjárútláta en það krefst athygli
stjórnmálamanna. Slíka athygli
er ekki að finna hjá ríkisstjórn-
arflokkunum.
Brostin rétt-
læting á
ríkisvaldinu
Eftir Ágúst Ólaf Ágústsson
Höfundur er alþingismaður
Samfylkingarinnar.
’Það er ekki hægt að rétt-læta önnur ríkisútgjöld á
meðan málefni þessara
hópa eru í ólestri.‘
Sænska myndin Lilja að eilífu hefur hreyft við mörg-
um og Norðurlöndin hafa tekið höndum saman við
Eystrasaltsríkin til að stemma stigu við mansali.