Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 22
UMRÆÐAN 22 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þýskaland hefur lengi verið meðal mikilvægustu markaða fyrir íslenskan útflutning, auk þess sem 13% innflutnings til Íslands árið 2003 var þaðan. Þýskaland er stærsta ríkið innan Evrópusambandsins og mikilvægur bandamaður til að tryggja hagstætt viðskiptaumhverfi fyrir íslenska viðskiptahagsmuni. Í Þýskalandi eru haldnar margar af mikilvægustu vörusýningum Evrópu sem eru mikilvægur liður í öflun viðskiptasambanda fyrir íslensk fyrirtæki. Til að gefa heildstæða mynd af því sem framundan er á viskiptasviðinu af hálfu opinberra aðila og samtaka hér á landi er efnt til fundar um viðskiptamál Íslands og Þýskalands. Dagskrá: Kristín Hjálmtýsdóttir, framkvæmdastjóri Þýsk-íslenska verslunarráðsins Íslandskynning og fyrirtækjastefnumót í Nordrhein- Westfalen 2. júní 2004 Martin Eyjólfsson, forstöðumaður Viðskiptaþjónustu utanríkisráðuneytisins Tvíhliða viðskiptaviðræður Íslands og Þýskalands og viðskipti þeim tengd Ruth Bobrich, viðskiptafulltrúi VUR í sendiráðinu í Berlín Leit að samstarfsaðilum með aðstoð sendiráðsins í Berlín og hagnýt ráð í viðskiptum við Þjóðverja Vilhjálmur Jens Árnason, forstöðumaður sýningarsviðs Útflutningsráðs Íslands Vörusýningar framundan í Þýskalandi og gildi þeirra Fundarstjóri: Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Útflutningsráðs Íslands. Fundurinn er opinn öllum. Framundan í viðskiptum við Þýskaland Opinn kynningarfundur um verkefni framundan til stuðnings útflutningi og viðskiptum við Þýskaland verður haldinn miðvikudaginn 14. apríl kl. 14:00, í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, 6. hæð. Þýsk-íslenska verslunarráðið Í MORGUNBLAÐINU hinn 2. apríl sl., á bls. 11, er greint frá fyr- irhuguðum aðgerðum heilbrigð- isráðherra til að draga úr lyfjakostnaði, meðal annars að sporna við notkun rítalíns og að hætt verði nið- urgreiðslu þess. Í Fréttablaðinu 2. og 3. apríl sl. birtust tvær áhugaverðar fréttir um sama efni. Í frétt blaðs- ins 3. apríl segir Pétur Lúðvíksson, barna- læknir á Landspítala: „Þetta eru tölur sem koma mér verulega á óvart, að notkunin skuli vera orðin svona mikil“ um ört vaxandi notkun rítalíns hér á landi. Fyrir rúmum þrem- ur árum, nánar tiltekið hinn 1. febrúar 2001, birtist hér í Morg- unblaðinu grein eftir unga konu, Karen L. Kinchin, sem er í dokt- orsnámi í sálarfræði í Bandaríkjunum og starfaði þá samhliða námi sem fjöl- skylduráðgjafi í Florida, sem hafði að fyrirsögn „Misnotkun lyfja fyrir börn“. Í inngangi greinarinnar skrifaði Karen: „Ég skrifa þessa grein til að vekja athygli á notkun lyfja fyrir börn í Bandaríkjunum. Stefnan sem tekin hefur verið hér á landi virðist vera sú sama og í Bandaríkjunum og ég vona að eftirfarandi upplýsingar gefi fjölskyldum og yfirvöldum yfirlit yfir það sem koma skal ef ekki er tek- ið í taumana.“ Grein Karenar fjallaði um þá gíf- urlegu misnotkun lyfja fyrir börn sem þá hafði viðgengist og gerir enn í Bandaríkjunum. Ennfremur fjallar grein hennar um þau lúmsku áhrif sem lyfjafyrirtæki hafa á framvindu mála þar í landi og loks varar hún við því, að við það að skilgreina hegðun sem sjúkdóm, missum við stjórn á lífi okkar. Allmikil skrif urðu í framhaldi af birtingu greinarinnar. Viðbrögð sálfræðinga við grein hennar voru nokkuð hörð, sér- staklega grein Gísla Baldurssonar, sérfræð- ings í barna- og ung- lingageðlækningum við Landspítala – háskóla- sjúkrahús. Aðeins einn læknir tók undir þessi varn- aðarorð Karenar; Jó- hann Ág. Sigurðsson, prófessor í heim- ilislæknisfræðum við H.Í. Ég vil geta þess að Karen tilheyrir fjöl- skyldu minni. Þess vegna er mér kunnugt um að birting umræddr- ar greinar hennar hafði ýmisleg eftirköst í för með sér. Auk harka- legra viðbragða sér- fræðinga, sem Karen tók nærri sér, varð hún fyrir aðkasti nokkurra einstaklinga sem hvorki skildu hvað var í vændum, né vildu heyra það. Nú er það komið fram að notkun lyfja fyrir börn hér á landi er komin fram úr því sem eðlilegt getur talist. Ísland er nú í öðru sæti á eftir Banda- ríkjunum í notkun lyfsins og yfirvöld eru fyrst nú að reyna að grípa í taum- ana. Væri ekki betra ástand í þessum málum hér á landi ef sérfræðingar gengju nokkrar tröppur niður úr „fílabeinsturnum sínum“ og hlustuðu á raddir ungs menntafólks sem reyn- ir að koma vitneskju sinni á framfæri til varnaðar óheillaþróun í samfélagi okkar? Af hverju eru læknar hissa á vaxandi rítalínnotkun? Gylfi Gunnarsson skrifar um lyfjanotkun Gylfi Gunnarsson ’Ísland er nú íöðru sæti á eftir Bandaríkjunum í notkun lyfsins og yfirvöld eru fyrst nú að reyna að grípa í taumana. ‘ Höfundur er endurskoðandi. ÁVINNINGUR við að ná langt í íþróttum er gífurlegur og freist- ingar því miklar að ná því tak- marki með óeðlilegum aðferðum. Síðastliðið ár hafa borist margar uggvænlegar fréttir af heilbrigðis- og lyfjamálum íþrótta- manna. Framleiðsla á nýju ólöglegu lyfi THG í Bandaríkj- unum vakti heims- athygli og jafnframt misnotkun á nýju lyfi við svefnsýki. Ekki síður vakti athygli skyndidauði þekktra íþróttamanna á leik- velli eða í æfingabúð- um. Fréttir af láti lítt þekktra hjólreiða- manna eða knattspyrnumanna í Austur-Evrópu hafa ekki farið eins hátt, en a.m.k. 8 hjólreiða- menn hafa látist frá ársbyrjun 2003. Í mörgun tilfellum hefur verið ótvírætt samband við lyfjamis- notkun, í öðrum hefur leyndum sjúkdómum verið kennt um þrátt fyrir læknisskoðanir. Tæplega 200 þýskir íþróttamenn fá nú bætur úr sérstökum sjóði vegna heilsutjóns eftir þvingaða lyfjamisnotkun í fyrrum Austur-Þýskalandi. Þetta hefur gert það ljóst að bæta verður heilbrigðis- og lyfja- eftirlit í íþróttum og leitt til að- gerða víða um heim. Ný Al- þjóðastofnun gegn lyfjamisnotkun World Anti-Doping Agency, WADA í samstarfi Alþjóðaólymp- íunefndarinnar og stjórnvalda hef- ur hafið starfsemi til að samræma aðgerðir. Menningarmálastofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO, hélt ráðstefnu um lyfjamisnotkun. Alþjóðaólympíunefndin hefur boð- að íþróttamálaráðherra á fund fyr- ir Ólympíuleikana í Aþenu. Hjól- reiðahreyfingarnar í Frakklandi og Ítalíu sæta lögreglurannsókn. Bandaríkjamenn sem lengst af hafa dregið lappirnar í lyfjaeftirliti hafa brugðist hart við. Sjálfur George W. Bush forseti, sem mest hugsar og talar um hryðjuverk, sá ástæðu til að vara við lyfjamis- notkun íþróttamanna í hinni ár- legu stefnuræðu sinni á þingi Bandaríkjanna í janúar. Rík- issaksóknari Bandaríkjanna hefur lögsótt framleiðendur THG. Bandarískir þingmenn hafa hótað atvinnuíþróttum þar í landi strangri löggjöf ef þau taka ekki á lyfjamisnotkun í sínum röðum. Lyfjastofnun Bandaríkjanna, FDA, hefur bannað bæði Efedra og forstigsefni stera í fæðurbótarefnum. Frægustu og dýr- ustu íþróttamenn hafa orðið að taka afleið- ingum lyfjabrota. Evrópumeistarinn Dwain Chambers, fremsti frjáls- íþróttamaður Breta, fékk 2 ára keppn- isbann. Sonur Gaddaf- is Líbýuforseta varð að sæta lyfjabanni. Dýrasti leikmaður sögunnar, Roy Ferd- inand sem Manchester United keypti fyrir fjóra milljarða ísl. kr., fékk 8 mánaða keppnisbann fyrir að mæta ekki í lyfjapróf, bann sem hefur verið staðfest eftir áfrýjun. Hvað athyglisverðast í þessari þróun hafa verið viðbrögð Sepp Blatters forseta Alþjóðaknatt- spyrnusambandsins FIFA sem lengst af var helsti dragbítur í lyfjamálum. Hann varð æfur út í Breta fyrir linkind við Roy Ferd- inand og hefur nú samþykkt að FIFA fari eftir reglum WADA. Sérstaða Íslands er mikil. Þeir einu sem hafa sloppið við viðurlög við lyfjabrotum eru skjólstæðingar forseta ÍSÍ sem hefur hamlað gegn því að lyfjareglum sé fram- fylgt. Íþróttahreyfingin leyfir er- lendum leikmönnum í keppn- isbanni að leika hér til meistaratitla. Alvarleg atvik vekja engin viðbrögð hjá yfirvöldum. Íþróttir eiga ekki að snúast ein- göngu um verðlaun og met, heil- brigði og siðferði eru mikilvægari. Ábyrg heilbrigðis- og lyfja- málastefna verður hinsvegar ekki rekin á Íslandi undir núverandi íþróttaforystu. Þessu er hægt að breyta á næsta íþróttaþingi. Íþrótta- eða lyfjasamband? Birgir Guðjónssson skrifar um lyfjamál íþróttamanna ’Íþróttir eiga ekki aðsnúast eingöngu um verðlaun og met, heil- brigði og siðferði eru mikilvægari. ‘ Birgir Guðjónsson Höfundur er læknir og situr í Lækna- nefnd Alþjóðafrjálsíþróttasambands- ins, og er fv. formaður Heilbrigð- isráðs ÍSÍ. MIÐVIKUDAG fyrir páska skrifaði Árni Alfreðsson ágætan pistil í Mbl. um fyrirhugaða vega- lagningu og sam- göngubætur á Þórs- merkurvegi. Hann varpaði fram spurn- ingu hvort rekstrarar- aðilar á Þórsmerk- ursvæðinu hefðu óskað eftir upphækk- uðum vegi og brúar- gerð. Fyrir Útivistar hönd get ég sagt að við höfum ekki beðið um slíkar fram- kvæmdir. Á haustdögum 2001 óskaði Vegagerðin á Selfossi eftir at- hugasemdum um þennan tiltekna veg. Í bréfi til Vegagerð- arinnar, 1. nóvember sama ár sendi Útivist skoðun sína sem er í senn einföld og skýr: Við viljum halda öllu óbreyttu og viðhalda gamalli rómantík. Í svari Útivistar til Vegagerðarinnar var jafnframt haldið fram sem almennri skoðun að allir ferðalangar viti að vegurinn frá Merkurbæjum er krefjandi og að ferða- lagið er mikilvægur þáttur í þeirri upp- lifun fyrir þétt- býlisbúa sem leggja leið sína í Þórs- mörk. Fyrir fjórum árum hóf Vegagerð- in vegarbætur á þessari leið, sett voru ræsi og rör í nokkra læki og smáár. Síðan hafa framkvæmdir vaxið og nú hefur fyrsti hluti leið- arinnar verið byggður upp. Ég get tekið undir spurningu Árna: Hverj- um er svona mikið í mun um að eyðileggja þá upplifun sem felst í því að aka yfir óbrúaðar ár og njóta sæluvistar í paradís að leiðarlokum? Ekki veit ég svarið en þegar þessi ósköp hófust reyndi ég að grafast fyrir um það án árangurs. Ég hafði samband við aðra rekstraraðila, Vega- gerðina og þingmenn, en allt kom fyrir ekki – enginn kannaðist við glæpinn. Hins vegar var staðan sú að á Vegaáætlun hafði verið úthlutað 50 milljónum til framkvæmda á þess- um vegi og ekki er í mannlegu valdi að stöðva eða breyta því fjárstreymi. Ég tel að Þórsmerk- ursvæðið verði best nýtt sem Paradís fyrir göngu- og ferðafólk þar sem takmarkað að- gengi, ægifögur nátt- úra og veðursæld leggjast á eitt að gera dvöl þar að ógleym- anlegri upplifun eða því sem Árni kallar rétti- lega í sinni grein: sjarma óbyggða- og öræfastemningar. Sjarmi og stemning öræfanna hverfur eins og dögg fyrir sólu þeg- ar vegurinn verður uppbyggður og allar sprænur brúaðar. Þá geta dreifbýlisbúar allt eins farið í gönguferð og snætt nest- ið sitt í Elliðaárdalnum umluktir bílaumferð og manngerðu umhverfi á alla vegu en samt setið á lyngþúfu. Nei, í guðanna bænum látið þenn- an litla skika vera. Hver vill hrað- braut í Þórsmörk? Árni Jóhannsson svarar Árna Alfreðssyni Árni Jóhannsson ’Þá geta dreif-býlisbúar allt eins farið í gönguferð og snætt nestið sitt í Elliðaárdaln- um umluktir bílaumferð og manngerðu um- hverfi á alla vegu en samt setið á lyng- þúfu.‘ Höfundur er formaður Útivistar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.