Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 26
MINNINGAR
26 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 MORGUNBLAÐIÐ
✝ Valgerður Hann-esdóttir fæddist í
Reykjavík 20. júlí
1931. Hún lést á
gjörgæsludeild
Landspítala – há-
skólasjúkrahúss í
Fossvogi 1. apríl síð-
astliðinn eftir rúma
sólarhrings legu.
Foreldrar hennar
voru Valgerður
Björg Björnsdóttir,
húsfrú í Reykjavík,
f. 24. maí 1899, d.
27. janúar 1974, og
Hannes Valgarður
Guðmundsson, húð- og kynsjúk-
dómalæknir, f. 25. febrúar 1900,
d. 27. maí 1959. Systkini hennar
eru 1) Leifur Hannesson, f. 13.
jan. 1930, d. 14. maí 2001, maki
Áslaug Stefánsdóttur, f. 10. júní
1929, d. 19. des. 2001. 2) Lína
Hannesdóttir, f. 14. september
1935, maki Hilmar Pálsson. 3)
Helga Hannesdóttir, f. 10. maí
1942, maki Jón G. Stefánsson.
Valgerður giftist Ólafi Ólafs-
syni veggfóðrarameistara 2. júní
1956. Börn þeirra eru: a) Hannes
Valgarður, f. 25. ágúst 1955,
veggfóðrari, kvæntur Guðrúnu
Sæmundsdóttur, f. 30. júlí 1960,
og eiga þau þrjú börn, Valgerði
Björgu, f. 12. feb. 1987; Guð-
björgu Fjólu, f. 4. des. 1995, og
Önnu Sigríði, f. 13. júní 1997.
Fyrir átti Guðrún Aðalgeir
Björnsson, f. 24. des. 1976. b)
Björg, f. 19. júní 1959, búfræð-
ingur. Hún var gift Erni Karls-
syni verkfræðingi og eiga þau
þrjá syni, Ólaf Örn,
f. 9. júlí 1990, Karl
Gottlieb, f. 17. sept.
1993, og Egil Örn, f.
15. okt. 1994. c) Val-
gerður Birna, f. 20.
jan. 1966, deildar-
stjóri í Next. Hún á
einn son, Óðin
Claudíó Romanelli,
f. 28. apríl 1997.
Faðir hans er
Claudíó Romanelli.
Valgerður lauk
stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í
Reykjavík árið
1951. Hún lagði stund á hús-
stjórnarfræði við Holte Hus-
holdningskole í Danmörku eftir
stúdentspróf og stundaði um
tíma nám við læknadeild H.Í.
Hún vann hjá Sjúkrasamlagi
Reykjavíkur, Smjörlíkisgerðinni
og Ríkisútvarpinu, auglýsinga-
deild fram að því að hún stofnaði
eigið heimili í Reykjavík og bjó
hún og eiginmaður og börn
þeirra lengst af á Leifsgötu 19 í
Reykjavík. Bjó hún ásamt eig-
inmanni og börnum þeirra þar til
dauðadags. Valgerður var hús-
móðir mestan hluta starfsævi
sinnar en gegndi jafnframt ýms-
um störfum. Hún þýddi og end-
ursamdi, ásamt Sigríði Haralds-
dóttur hússtjórnarkennara,
Hússtjórnarbókina sem var
kennslubók til margra ára í
grunnskólum Reykjavíkur.
Útför Valgerðar fer fram frá
Dómkirkjunni í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
Valgerður var elst af okkur
þremur systrum. Hún var ómet-
anleg systir sem leysti þrautir allra
í fjölskyldunni af einstakri hógværð
og umhyggju. Við andlát Valgerðar
rifjast upp fyrir okkur allar þær
fegurstu ánægjustundir sem við í
fjölskyldunni höfum átt með henni
og Óla og börnunum í gegnum ára-
tugi á heimili þeirra, í veiðiferðum
og í sumarhúsi foreldra okkar inni í
Fossvogi. Valgerður kannski frem-
ur en nokkurt okkar hinna í fjöl-
skyldunni bar gæfu til að gera fjöl-
skylduhugsjónina að áþreifanlegum
jákvæðum veruleika í lífi sínu. Hún
hafði þolinmæði, útsjónarsemi, hug-
kvæmni, eftirfylgju og óbilandi trú
til að koma börnum sínum, barna-
börnum og eiginmanni ávallt að
gagni með stöðugri nærveru sinni
og hjálp.
Systa eins og hún var jafnan köll-
uð var mikil húsmóðir og bar heim-
ili hennar þess óspart vitni. Allir í
fjölskyldunni voru ætíð velkomnir á
hvaða tíma sólarhringsins sem var.
Dagsdaglega rak hún heimili sitt af
stakri prúðmennsku og festu og
skilaði dagsverki sínu með sóma og
bar ávallt mikla umhyggju fyrir sín-
um nánustu, börnum, barnabörnum,
ættingjum og vandamönnum. Hún
hafði unun af heimilisstörfum og
matargerð og allt lék í höndum
hennar. Valgerður hafði mikla
ánægju af að bjóða gestum á heimili
sitt og eldaði hún alltaf góðan mat
og bakaði tertur af einstakri snilld.
Hún var sannkallaður höfðingi heim
að sækja og ávallt var gott að vera í
návist hennar. Í meira en 40 ár var
öll stórfjölskyldan samankomin í
kvöldmat hjá Systu og Óla á gaml-
árskvöld.
Valgerður hélt sérstaklega nánu
sambandi við stórfjölskyldu sína,
börn, tengdabörn og barnabörn og
aðra venslamenn enda einstaklega
trygglynd að eðlisfari. Kærleiksríkt
samband var milli Valgerðar og eig-
inmanns hennar en til margra ára
tók hún virkan þátt í erilsömu starfi
Ólafs og studdi hann í einu og öllu.
Með Valgerði er gengin óvenju kær
systir, móðir, amma og eiginkona
sem allir í fjölskyldu okkar munu
sakna og minnast með þakklátum
og hlýjum huga. Börn hennar og
barnabörn nutu frábærar umönn-
unar hennar allt fram að andláti
hennar.
Blessuð sé minning hennar.
Helga og Lína.
Frá því ég fyrst man eftir Val-
gerði föðursystur minni var hún
aldrei kölluð annað en Systa. Hún
var kölluð þessuð gælunafni af
bróður sínum Leifi sem var einu og
hálfu ári eldri og henni afar kær. Á
æskuheimili þeirra, hjá ömmu Völlu
á Hverfisgötu 12, var stór svarthvít
ljósmynd í ramma af Systu og Leifi
föður mínum sem tekin var á ljós-
myndastofu þegar þau voru tveggja
og þriggja ára. Systkinin vefja
hvort annað örmum og eru bæði svo
falleg og björt yfirlitum með sitt
óvenjuljósa hár. Þegar ég var lítil
telpa fannst mér alltaf jafngaman
að horfa á þessa mynd af þeim.
Við andlát Systu sem bar brátt
að misstu allir úr fjölskyldunni mik-
ið, því hún Systa var okkur öllum
svo góð og við höfum vart áttað
okkar á að hún sé farin að eilífu.
Hennar er og verður sárt saknað
því að með henni er gengin einstök
og að mörgu leyti óvenjuleg kona.
Það er þó huggun harmi gegn að
tekið verður vel á móti Systu eftir
þessa jarðvist. Góðir ættingjar og
vinir sem því miður hafa margir
fallið frá undanfarin ár munu ef-
laust taka vel á móti henni og ég er
ekki í vafa um að systkinin munu
faðmast aftur á himnum.
Frá unglingsárum mínum minn-
ist ég Systu sem glæsilegrar ungar
konu með sinn einstaklega góða
mann, Óla, sér við hlið ásamt börn-
unum sem urðu þrjú, þau Hannes,
Björg og Vala. Heimili þeirra stóð
öllum opið og var afar gestkvæmt
um tíma, móttökur og veitingar eins
og á höfðingjasetri. Hið árlega boð
sem haldið var á gamlárskvöld á
Leifsgötunni hjá Systu og Óla
gleymist engum sem þar var. Því-
líkar veislur, svínalærið með stökkri
puru ásamt öllu meðlæti sem hugs-
ast gat, heimalagaði ísinn með
súkkulaðibitunum og marengstopp-
arnir hennar Systu voru alltaf til-
hlökkunarefni. Veislugestir með
lúðra, hatta og knöll og ógleym-
anlegt fjör og þegar leið á kvöldið
töfraði Systa fram hlaðborð með
tertum og tilheyrandi. Það var öll-
um ljóst, jafnt yngri sem eldri kyn-
slóðinni, að Systa var engin venju-
leg húsmóðir.
Ég vissi það ekki fyrr en eftir
andlát hennar að hún var verð-
launanemandi frá hússtjórnarskól-
anum í Danmörku og kom það ekki
á óvart því handbragðið á svo mörg-
um sviðum bar þess vitni alla tíð. Í
fjölskylduboðunum var oft minnst á
skólagöngu Systu og Línu systur
hennar í hússtjórnarskólanum í
Danmörku en Systa hefði aldrei
flíkað því eða sagt frá því að fyrra
bragði hve vel hún stóð sig. Þann
stutta tíma sem hún nam lækn-
isfræðina við Háskóla Ísands fékk
hún tíu í verklegu prófunum. Systa
hefði eflaust orðið afburða góður
læknir ef hún hefði klárað lækn-
isfræðina því hún var svo fjölhæf og
flink. Hún flanaði aldrei að neinu,
skoðaði hlutina og mat af yfirvegun
og hvorki fordæmdi né hallmælti
sama hvað var uppi á teningnum.
Systa var mjög ritfær og hafði
frábæra kunnáttu í stafsetningu
móðurmálsins og var oft til hennar
leitað af ættingjunum og vinum
varðandi vafaatriði. Önnur tungu-
mál lágu einnig vel fyrir henni ekki
síst danska og þýska sem hún þýddi
töluvert úr. Hún vann um tíma á
auglýsingadeild Ríkisútvarpsins,
einnig að ýmsum þýðingum og út-
gáfumálum, m.a. fyrir Verslunar-
ráðið.
Þó Systa fengist við ótrúlegustu
málefni í gegnum tíðina var hún þó
fyrst og fremst mikil fjölskyldu-
manneskja og lagði allt í sölurnar á
þeim vettvangi.Hún var blanda af
bestu húsmóður, eiginkonu, móður
og ömmu sem hugsast gat og sé ég
fáar konur feta í fótspor hennar.
Hún var ávallt boðin og búin að
hjálpa, gæta og hlúa að á allan hátt
ekki síst dætrum sínum og barna-
börnum sem hún reyndist ómetan-
leg stoð.
Mér þótti mjög vænt um Systu
og er mjög þakklát og í raun ríkari
sem manneskja að hafa átt þess
kost ekki síst undanfarin ár að
kynnast henni enn betur og á annan
hátt en áður. Það var svo gaman að
ræða við hana og hún kom sífellt á
óvart með þekkingu sinni og áhuga
á ótal mörgum málefnum jafnt and-
legum sem veraldlegum. Hún hafði
töluverðan áhuga á byggingarlist
eins og fleiri úr fjölskyldunni og
þreyttumst við aldrei á að skoða
saman innbæinn og eldri byggðina
á Akureyri og víðar. Systa var ansi
glúrin á hvað væru góð hús og vildi
helst hafa þau bæði reisuleg og
traust enda bjó hún sjálf í stórum
og góðum húsum alla tíð.
Yfir kaffibolla á góðum stundum
sá hún oft ansi spaugilegar hliðar á
ýmsum hlutum, glettnin skein úr
grænum augum, viðmælandi henn-
ar skellihló og hún um leið.
Það eru svo margar góðar sam-
verustundir sem koma upp í hug-
ann þegar litið er til baka. Það voru
heilagar kvöldstundir og alltaf jafn-
gaman þegar hún leit til mín og Sól-
eyjar í Stigahlíðina. Heimsóknirnar
í gegnum tíðina á Leifsgötuna til
Systu og Óla eða Völu og Hannesar.
Bíltúrarnir um bæinn og innlit til
systra okkar beggja, ógleymanlegar
ferðir með Helgu til Aðalbjargar og
Óla á Akureyri. Ferðir austur fyrir
fjall, til Bjargar og víðar eru mér
svo dýrmætar núna að ég hefði ekki
viljað missa af þeim fyrir nokkurn
mun og má vart til þess hugsa að
þeim sé lokið en hugga mig og aðra
við að minningin um Systu lifir um
ókomin ár.
Megi góður Guð gefa Ólafi, börn-
um, tengda- og barnabörnum styrk
til að takast á við sorgina.
Þórdís Leifsdóttir.
Nú er skarð fyrir skildi, Systa er
horfin úr lífi okkar, hetja og höfð-
ingi.
Valgerður Hannesdóttir, föður-
systir mín, lést fyrir aldur fram. Við
í fjölskyldunni kölluðum hana alltaf
Systu. Hún var ein af þeim mann-
eskjum sem snertu við fínustu
strengjum í hjörtum okkar sem
henni kynntumst. Systa var góðum
gáfum búin og fjölhæf með eindæm-
um. Þá var hún ofurnæm í sam-
skiptum og einstakur hlustandi
enda lét hún sér jafnan annt um
aðra.
Minningar hafa hrannast upp í
huga mínum síðustu daga og gjarn-
an tengdar lífsgleði og sérstöku
skopskyni Systu, sem oft leyndi
mjög á sér. Þá var hún listamaður á
sviði matreiðslu og baksturs og
báru allar veislur hennar þess
glöggt merki. Systa var gæfukona,
lifði við ágæta heilsu og átti góðan
eiginmann, börn og barnabörn. Ég
vil votta þeim mína dýpstu samúð
um leið og ég þakka Systu sam-
fylgdina.
En ég veit að látinn lifir:
það er huggun harmi gegn.
(Jónas Hallgr.)
Gerður Leifsdóttir.
Það var glaður hópur nýstúdenta
úr Menntaskólanum í Reykjavík
sem gekk út í lífið í skrúðgöngunni
17. júní 1951. Sum okkar höfðu
fylgst að í skólanum í sex ár. Þar á
meðal var Valgerður Hannesdóttir
sem nú er kvödd. Við nutum þess
að vera busar á 100 ára afmæli
skólans og fórum þá smástelpur í
síðum kjólum á fagnað á Hótel
Borg. Margs er að minnast.
Systa eins og Valgerður var köll-
uð var alin upp að Hverfisgötu 12.
Því glæsilega húsi sem afi hennar
og vinur Guðmundur Hannesson
prófessor hafði teiknað og bjó í. Síð-
ustu árin ásamt Hannesi syni sínum
og fjölskyldu hans. Fylgdi því viss
hátíðleiki að koma þar inn. Þarna
átti Systa heima þangað til hún og
Ólafur giftu sig og stofnuðu heimili
á Leifsgötu 21 og bjuggu þau þar æ
síðan.
Hópurinn úr MR 1951 hefur ver-
ið samhentur og lengi vel hittumst
við árlega og síðan við hættum
störfum oft á ári. Systa tók þátt í
félagslífinu. Hún var hins vegar hlé-
dræg og vildi ekki láta mikið á sér
bera. Í sínum hópi var hún ein-
staklega góð og trygg vinkona, kát
og gamansöm. Nokkru eftir stúd-
entspróf fór Systa á hússtjórnar-
skóla í Danmörku. Varð hún sann-
kallaður listamaður í öllu því sem
að heimilishaldi lýtur. Ber heimili
hennar og Ólafs þess glöggt vitni.
Hún þýddi ásamt Sigríði Haralds-
dóttur „Hússtjórnarbókina“ og gaf
vinkonum sínum sem minna máttu
sín þá ágætu bók.
Systu var mjög annt um fjöl-
skyldu sína og veitti börnum sínum
alla þá umhyggju sem hægt var til
síðasta dags.
Við bekkjarsysturnar höfum und-
anfarið átt stefnumót mánaðarlega.
Síðast hinn 11. mars. Þá gaf Guð-
ríður Systu mynd af bekknum
þeirra, þegar þær voru í vorskóla
sex ára gamlar.
Valgerður hlaut skyndilegt og
banvænt heilablóðfall að morgni 31.
mars.
Á kveðjustund viljum við þakka
löng og góð kynni og færum Ólafi
og fjölskyldu innilegar samúðar-
kveðjur frá bekkjarsystrum okkar.
Bergljót, Bergþóra og Ólöf.
Systa, eða Valgerður Hannes-
dóttir eins og hún hét fullu nafni,
var nágranni minn og fjölskyldu
minnar frá því að ég man eftir mér
á Egilsgötunni eða fyrir um 45 ár-
um. Það er jú hálft æviskeið marga
og ótímabært fráfall hennar kemur
mér og fjölskyldu minni til þess að
hugsa um þær stundir sem við átt-
um saman í gegnum árin. Sérstak-
lega er okkur minnisstæð heimsókn
hennar til Kaupmannahafnar fyrir
um 15 árum sem hún naut og þótti
gaman að dvelja hjá okkur um
nokkurra daga skeið ásamt Val-
gerði dóttur sinni. Þar hitti hún
gamlan nágranna sem bjó við hlið
hennar á sínum yngri árum og hún
yngdist upp og skemmti sér kon-
unglega. Sendingarnar hennar á
nýveiddum laxi sem Leifur heitinn
bróðir hennar kom með til okkar til
Hafnar verða seint þakkaðar.
Systa kom oft við heima meðan á
dvöl fjölskyldu minnar í Höfn stóð
og kært var á milli hennar og móð-
ur minnar og stóð heimili hennar
ætíð opið fyrir fjölskyldu mína.
Það var gaman að vera áhorfandi
að stórfjölskyldu Systu, samheldnar
systur og fjölskyldur þeirra komu
öll saman á afmælum stórra og
smárra og boðin í Fossvoginum
voru engu lík.
Samband Systu við börn sín þrjú
var náið, svo náið að stundum hélt
maður að hún hefði gleymt sjálfri
sér, hún vakti yfir velferð þeirra og
barna þeirra dag og nótt og eru ófá-
ir dagarnir sem hún dvaldi hjá
Björgu dóttur sinni fyrir austan
fjall er mikið stóð til og Óðinn
hennar Völu hefur misst mikið,
hans gætti hún nær daglega frá
fæðingu og Hannes og fjölskylda
hans býr ekki langt undan eða hin-
um megin götunnar. Óli hefur misst
lífsförunaut og félaga. Hannes,
Björg og Vala hafa misst móður
sem ekki var bara mamma heldur
besti félagi sem börn geta eignast í
móður.
Við fjölskyldan að Hamri kveðj-
um í dag Systu með upphafslínum
að ljóðinu „Ég leitaði blárra blóma“
eftir nágranna þeirra hjóna Óla og
Systu, Tómas Guðmundsson, og við
vottum Óla, Hannesi og Dúni og
dætrum, Björgu og sonum, Völu og
Óðni samúð okkar og biðjum góðan
guð að gæta þeirra um ókomin ár.
Ég leitaði blárra blóma
að binda þér dálítinn sveig,
en fölleit kom nóttin og frostið kalt
á fegurstu blöðin hneig.
(Tómas Guðm.)
Guðmundur, Guðrún og
fjölskylda.
VALGERÐUR
HANNESDÓTTIR
Minningarkort
Krabbameinsfélagsins
540 1990
krabb.is/minning
Í PERLUNNI
Erfidrykkjur
Upplýsingar og pantanir í síma 562 0200
Á fallegum og notalegum
stað á 5. hæð Perlunnar.
Aðeins 1.250 kr. á mann.
REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST
Þegar andlát ber að höndum
Önnumst alla þætti útfararinnar
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is