Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 13.04.2004, Blaðsíða 48
Morgunblaðið/Jóhann Óli Hilmarsson Glókollur vegur aðeins 6 grömm en hann er óðum að ná fótfestu í flestum landshlutum og hunangs- flugan var skammt frá að bjástra við að leita sér fæðis í vorlaukum, nýlega vöknuð af vetrardvala. VORIÐ ber að dyrum þessa dagana og þegar fréttaritari var á ferð í Flóa og Grímsnesi fyrir helgi rakst hann á óræka sönnun þess. Í skóg- ræktarreit við Kolgrafarhól í Gríms- nesi voru glókollar í varphugleið- ingum. Karlfuglinn ýfði appelsínu- gular kollfjaðrirnar þegar honum þótti sér ógnað á óðali sínu og er þá eins og hann beri kórónu, enda kalla Danir þennan agnarsmáa fugl fugla- kóng. Þessi písl, sem er ekki nema um 6 g að þyngd, meira en helmingi léttari en auðnutittlingur og músar- rindill, hefur numið hér land í greni- skógum og skógarlundum á síðustu árum og virðist hafa náð öruggri fótfestu í flestum landshlutum. Hann er staðfugl og hafa mildir vetur und- anfarið hjálpað til við landnám hans. Þegar fréttaritari var að fylgjast með glókollunum birtist stæðileg hunangsflugudrottning. Drottning- arnar liggja í dvala yfir veturinn og fara á stjá þegar vorið sýnir sig, í apríl og maí. Þær makast við karl- dýr áður en þær leggjast í dvala á haustin og varðveita sæðið meðan á vetrardvalanum stendur. Eftir að þær vakna af dvalanum þurfa drottningarnar að nærast rækilega og leita þær þá víða fanga, m.a. á vorlaukum. Síðan hefjast þær handa við að byggja upp bú. Fleiri merki um vorkomuna sáust í Flóanum, álft- irnar voru farnar að huga að hreið- urdyngju sinni, tjaldar og hrafnar á Stokkseyri og hrossagaukur hneggj- aði af lífs og sálar kröftum. Vorið knýr dyra á Suðurlandi ♦♦♦ HANNES Hlífar Stefánsson varð í gær Ís- landsmeistari í skák eftir að hann gerði jafntefli við Helga Áss Grétarsson í fjórðu einvígisskák þeirra. Úrslit einvígisins urðu 2,5–1,5 Hannesi í vil. Þetta er sjötti Íslands- meistaratitill Hannesar á aðeins sjö árum. Íslandsmeistari kvenna varð Harpa Ing- ólfsdóttir, en hún hlaut fimm og hálfan vinning af sjö mögulegum. Efst kvenna á mótinu var þó tékkneska skákkonan Lenka Ptácniková, sem lengi hefur verið búsett hérlendis, en hún hlaut sex vinninga af sjö mögulegum./35 Hannes Hlífar og Harpa Ís- landsmeistarar ÖRYGGISLOFTPÚÐAR í jeppum geta reynst farþegum hættulegir, sé búnaði eins og fartölvufestingum komið fyrir þannig að púðinn lendi á búnaðinum. Þetta er mat Atla Más Markússonar, erindreka á björg- unarsviði Slysavarnafélagsins Landsbjarg- ar, en hann skrifaði nýlega grein um mik- ilvægi þess að vanda valið á staðsetningu og uppsetningu fartölvuborða og annars auka- búnaðar í jeppum í fréttablað félagsins. „Menn eru að setja þetta upp í bílunum sínum þannig að borðin fara oft fyrir loft- púðann farþegamegin,“ segir Atli. „Það þarf ekki mikið átak til að öryggispúðarnir springi, í raun dugar að keyra á kyrrstæðan hlut á 25–30 kílómetra hraða til að sprengja þá. Því má ekki gleyma að þessir bílar eru notaðir níutíu prósent í innanbæjarakstri, en þar fer hraðinn oft yfir 30 kílómetra á klukkustund.“ Atli segir það í raun ekki taka púðann nema brot úr sekúndu að springa út og tæma sig en hann springi út á um 300 kíló- metra hraða. Atli telur réttast að koma tölvuborðinu þannig fyrir að það sé fyrir miðju mæla- borðsins og segir hann þá minni líkur á slysum af þessu tagi. Sé fartölvan sett upp svona getur hún skaðað farþegann springi loftpúðinn. Fartölvuborð í jeppum geta skapað hættu                                   FÆRRI Íslendingar útskrifuðust með doktorsgráðu í fyrra en árið á undan. Alls luku 35 doktorsnámi á árinu 2003 en 48 árið 2002, sem var metár. Fleiri voru hins vegar skráðir í doktorsnám á árinu 2003, alls 114, en árið á undan þegar 80 Íslendingar voru skráðir í doktorsnám. Sex af hverjum tíu Íslendingum sem skráð- ir eru í doktorsnám eru konur. Þetta kemur fram í Rannís-frétt- um, fréttabréfi Rannsóknamiðstöðv- ar Íslands. Rannís byggir tölur um fjölda þeirra sem stunda doktorsnám á gagnasafni Morgunblaðsins auk þess sem gagna er aflað hjá Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Tæp 30% þeirra sem útskrifuðust með doktorsgráðu í fyrra luku námi frá bandarískum háskólum og um 17% frá sænskum háskólum. Þeim sem útskrifast með doktorsgráðu frá Háskóla Íslands fjölgaði úr sex í níu á milli áranna 2002 og 2003. Enginn annar háskóli hefur útskrifað dokt- orsnema hér á landi. Konum sem útskrifast með dokt- orsgráðu hefur fækkað lítillega en körlum fjölgað. Um 60% þeirra sem útskrifuðust í fyrra voru karlar en um 40% konur. Þegar horft er á þann hóp sem nú leggur stund á doktorsnám snúast hlutföllin við, um 60% íslenskra doktorsnema eru kon- ur, en það hlutfall er svipað á öðrum Norðurlöndum. Í fréttabréfinu er tekið fram að varlega beri að fara í túlkun á upplýsingum um fjölda doktorsnema, þar sem fáir ljúki námi. Flestir í heilbrigðisvísindum Þeim Íslendingum sem skráðir eru í doktorsnám hefur fjölgað á síð- ustu árum. Þeir voru 114 í fyrra, 80 árið 2002 og 69 árið þar á undan. Flestir sem nú eru skráðir í dokt- orsnám leggja stund á heilbrigðis- vísindi af einhverju tagi. Ríflega helmingur þeirra sem luku doktorsnámi á síðasta ári legg- ur stund á heilbrigðis- eða félagsvís- indi. Enginn útskrifaðist með dokt- orsgráðu í landbúnaðargreinum. Meðalaldur þeirra sem luku dokt- orsnámi í fyrra var 34 ár en var 37 árið á undan. Færri luku doktorsgráðu í fyrra en árið á undan þótt fleiri hafi stundað nám Sex af hverjum tíu í doktorsnámi eru konur MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 13. APRÍL 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. ÚTLIT er fyrir að framleiðslu verði hætt í kís- ilgúrverksmiðjunni við Mývatn um næstu ára- mót. Þá renna út samningar við fyrri eigendur verksmiðjunnar um sölu afurða hennar. Kísiliðj- an er með fimmtíu menn í vinnu og annar eins fjöldi vinnur hjá verktökum og öðrum fyrirtækj- um sem þjónusta verksmiðjuna. Þegar Allied EFA, fyrirtæki í eigu Fjárfest- ingafélagsins Straums hf. og bandarískra áhættufjárfesta, keypti Kísiliðjuna af ríkissjóði og Celite Corporation fyrir fjórum árum var of- framleiðsla á afurðunum og verð fór lækkandi. Gerður var samningur við fyrri söluaðila, World Minerals, sem tryggði sölu afurðanna í fjögur ár. Sá samningur rennur út um áramót. Ákvæði var í samningnum um að sölufyrirtækið gæti framlengt samninginn í allt að tvö ár. Hákon Björnsson, stjórnarformaður Allied EFA, stað- festir að legið hafi fyrir um tíma að það yrði ekki gert. Samkvæmt því verður framleiðslu hætt um áramót. Hákon vill þó ekki tjá sig um málið frekar fyrr en tækifæri hafi gefist til að greina starfsfólkinu frá stöðu mála. Frá upphafi hafa hinir nýju eigendur verk- smiðjunnar unnið að undirbúningi nýrrar starf- semi, kísilduftsframleiðslu sem byggist á inn- fluttu kvartsi en ekki námavinnslu úr Mývatni. Hákon Björnsson segir að ekki hafi tekist að ljúka fjármögnuninni. Stefnt sé að því að gera það sem fyrst en hann treysti sér ekki til að tímasetja það. Lokun kísilgúrverksmiðjunnar án þess að fyrir liggi ákvarðanir um nýja starfsemi hefði mjög slæm áhrif fyrir þá 45 til 50 starfsmenn sem vinna hjá fyrirtækinu og samfélagið allt, að sögn Sigbjörns Gunnarssonar sveitarstjóra og Aðalsteins Baldurssonar, formanns Verkalýðs- félags Húsavíkur. Sigbjörn vonast til að nýja verksmiðjan verði byggð en segir að erfitt verði að brúa bilið. Útlit er fyrir lokun kísilgúrverksmiðjunnar við Mývatn um næstu áramót Samningur um sölu afurð- anna ekki framlengdur  50 gætu/6 Erlend karfaskip á Reykja- neshrygg ERLEND karfaskip eru kom- in á veiðar á Reykjaneshrygg. Aðallega er um að ræða rúss- nesk og norsk skip, en einnig eru nokkur portúgölsk skip að veiðum á svæðinu. Skipin eru að veiða djúpkarfa utan við ís- lenska efnahagslögsögu. Að sögn Landhelgisgæsl- unnar eru skipin á ferðinni á venjulegum tíma, en karfaver- tíðin hefst vanalega um þetta leyti. Reiknað er með að flogið verði í eftirlitsflug að mörkum efnahagslögsögunnar á næst- unni til þess að gæta þess að veiðarnar fari ekki inn fyrir hana.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.